Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ i : .; :f,.• .§ B ■ . V- ^ i : ú FÁNAR 61 aðildarþjóðar heilsa gestum við komuna í Zonta-húsið. Myndin er tekin af annarri hæð niður yfir anddyrið. Morgunblaðið/Epá Zonta býr óm ZONTA varð til árið 1919 á þeim tíma sem konur voru farnar að teljast marktækir starfskraftar og komast ein og ein í áhrifa- eða stjórnunarstöður, þar sem þær voru gjarnan einangraðar í sinni grein. í Zonta-klúbbum, þar sem er ein kona úr hverri starfs- grein, gátu þær veitt hver annarri stuðning um leið og þær kynntust fólki úr öðrum stéttum en sínu fagi, eins og vill verða. Og að sh'kri þver- faglegri kynningu er enn unnið markvisst í hverjum klúbbi um heim allan. Sameiginlega markmið- ið var og er að vinna að framgangi kvenna í heiminum, sem hefur verið gert með margvíslegum hætti, m.a. í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og gengið til verkefna Bamahjálp- arsjóðsins, Þróunarsjóðs kvenna UNIFEM, þjálfunarsjóðsins INSTRAW og UNRWA flótta- mannahjálpar Austurlanda nær. En Zonta hefur frá upphafi eða í 51 ár átt fulltrúa í aðalstöðvum SÞ sem frjáls sérstofnun (GNO) með mál- frelsi og ráðgjafastöðu hjá Efna- hags- og félagsmálaráði. Þar sem Zonta-konur hafa innan sinna vé- banda gífurlega mikla sérfræði- þekkingu sem konur í fram- kvæmdastöðum geta þær lagt mikið til á alþjóðavettvangi. Það er viður- kennt með því að til umræðu er að gera 2001 að Ári sjálfboðaliða SÞ. Til umræðu hefur verið að auka hlutverk og stöðu Zonta við Alls- herjarþingið, m.a. með sæti í nefnd- inni um „Friðsamleg not himin- I alþjóðasamtökum Zonta eru 1.214 klúbb- ar kvenna með 35 þúsund konur úr öllum stéttum í stjórnunar- og leiðtogastörfum. ----------------------------------T--------- Par af eru sex Zonta-klúbbar á Islandi. Þetta er sterkt afl sem beitt er til þjónustu við góð málefni á alþjóðavettvangi. Elín Pálmaddttir heimsótti Zonta-húsið í Chicago, og fræddist m.a. um nýtt átak, baráttu gegn umskurði stúlkubarna. geimsins", sem tengist Amelíu Ear- hart-sjóði félagsins. Zonta-húsið í Chicago Zonta-húsið er við eina aðalgöt- una í miðborg Chicago-borgar, hið Janet Halstead, framkvæmdastjóri Zonta. fræga Randolph Street. Þetta er gamalt hús, byggt 1855, sem hafði m.a. verið fiskmarkaður áður en Zonta festi 1987 á því kaup illa förnu fyrir miðstöð Zonta-hreyfingarinnar og lét gera þrjár hæðir þess upp til nauðsynlegs rekstrar á þessari um- fangsmiklu og fjölbreyttu starfsemi með árlega veltu upp á 3,5 milljónir dollara. En af kvenlegri hagsýni bíð- ur síns tíma kjallarinn og fjórða hæðin, sem ekki eru bráðnauðsyn- leg. Framkvæmdastjórinn Janet Haktead sagði þessari Zonta-konu af Islandi að búið væri að greiða húsið upp með framlögum félags- kvenna, svo engar skuldir af því íþyngja málefnarekstri. Þar sem ís- lenskar Zonta-konur lögðu líka fram sinn skerf mega þær vera stoltar af, því húsið veitir sameiginlegum átakamálum allt aðra og betri að- stöðu. Ekki síst með nýrri tækni, enda er búið að setja upp Zonta-vef á Netinu (WWW.ZISAW.ORG) til að upplýsingaflæðið verði sem mest til Zonta-félaganna og frá þeim og almennt til almennings um málefnin. Var ein starfsstúlkan önnum kafin við að vinna að því að upplýsa klúbbana um átaksverkefnin frá al- þjóðaráðstefnunni í París í fyrra og aðstoða þá við val á verkefnum til framkvæmda og aðferðir við þau, m.a. með því að upplýsa hvernig aðrir annars staðar á hnettinum takast á við þau. Það ber kannski merki um að- ferðafræði og áherslur þessa stóra félagsskapar, að þegar Zonta-konan af Islandi kom í umbeðið viðtal til að leita upplýsinga um starfsemina, safnaði Janet Halstead, eftir að hafa sýnt húsið, öllu starfsfólkinu á sal til að fræðast um íslensk málefni. Var beðið um að gera stutta grein fyrir stöðu kvenna á Islandi, eigin störfum og starfsemi íslensku Zonta- klúbbanna, og síðan dundu yfir al- mennai' spurningar af ýmsu tagi, svo tíminn fór mest í að fræða um mál- efni í landi þessa Zonta-félaga, m.a. gagnagrunninn umtalaða, sem þess- um alþjóðlega hugsandi konum um velferð mannkyns þykir stórkostlegt framlag. En eitt af grundvallarvið- horfum Zonta er að hver klúbbur og einstaklingur sé sjálfstæður í vali á viðfangsefnum og aðferðum, en sam- eiginlega séu lagðar stórar línur með frelsi og sveigjanleika í útfærslu, enda eru klúbbamir um víða veröld mjög fjölbreyttir í hefðum, trú og siðum og viðhorfum og eðlilega mjög misjafnlega í stakk búnir. Stofnuðu breskan klúbb Eftir að gul rós hafði verið ein- kennisblóm Zonta Intemational í 10 ár var hvatt til að nýta hana meira til tekjuöflunar fyrir góð málefni í kringum kvennadaginn 8. mars og var gott að geta sagt frá því að þess- ar 200 Zonta-konur í klúbbunum sex á íslandi höfðu orðið við því með að selja yfir 13.000 gular silkirósir og getað með því styrkt foreldra lang- veikra barna um nær 4 milljónir króna. Þótti sú útfærsla góð og hafa íslensku konumar hug á að framhald verði á. Yfirleitt furða menn sig á hve miklu svo fáar konur hafa getað áorkað frá upphafi. Zonta-klúbbur Reykjavíkur var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.