Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 35 . FRÉTTIR Bindindishelgi Qölskyldunnar Verðlaun veitt í samkeppni VEITT liafa verið verðlaun í samkeppninni „Gaman að muna“ sem haldin var í tengsl- um við bindindishelgi fjölskyid- unnar í nóvember sl. Þar voru fjölskyldur hvattar til að sækja listrænan efnivið úr samverustundum helgarinnar og senda inn í formi ljósmynda, Ijóða, sagna o.s.frv. Góðum verðlaunum var heitið. Fern verðlaun voru veitt: Kara Ásta Magnúsdóttir, Sigurður Bjartmar Magnússon og foreldrar hlutu Kenwood- matvinnsluvél frá Heklu og ávísun á matvörur frá Ný- kaupi að verðmæti kr. 10.000 fyrir skemmtilegt myndverk og frásögn. Þórhallur Siggeirs- son hlaut svefnpoka frá Segla- gerðinni Ægi og ávísun á matvörur frá Nýkaupi að verð- mæti kr. 10.000, fyrir frásögn, ljósmyndir og teikningar. Systkinin Aníta Hauksdóttir og Arnór Hauksson hlutu ávís- un á matvörur frá Nýkaupi að verðmæti kr. 10.000 og miða fyrir fjölskylduna á næsta Galtalækjarmót, fyrir sögur, myndir og Ijóð frá bindindis- helginni. Þóra Arnardóttir hlaut ávísun á matvörur frá Ný- kaupi að verðmæti kr. 10.000 og miða fyrir fjölskylduna á næsta Galtalækjarmót, fyrir myndband af áfengislausri afmælisveislu. Verðlaunin voru veitt á grímudansleik Barnastúkunnar Æskunnar, svokölluðu Ösku- dagsballi, sem haldið var í Templarahöllinni, Stangarhyl 4, Reykjavík, 20. febrúar sl. VERÐLAUNAHAFAR á grímudansleik Barnastúkunnar sem haldiim var í Templarahöllinni. Hvernig' öðlast þekk- ing líf? AGNES Nobel, dósent í uppeldis- vísindum við háskólann í Uppsöl- um, flytur fyrirlestm- á vegum Rannsóknarstofnunar Kennarahá- skóla Islands mánudaginn 12. apríl kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Hvernig öðlast þekking líf? „I fyrirlestrinum verður fjallað um óljós mörk milli vísinda og lista; um hstina og uppeldisfræðina að baki persónulegri sköpun og um þekkingarfræðilega þýðingu henn- ar. Einnig mun hún greina frá mik- ilvægi hins frjálsa leiks, einkum við kennslu undirstöðugreina. Agnes Nobel er bama- og ung- lingasálfræðingur að mennt. Hún hefur unnið mörg rannsóknarverk- efni fyrir sænsk skólayfirvöld, m.a. um meinbugi ríkjandi skólakerfis. Á síðari áram hefur áhugi hennar í ríkum mæli beinst að Waldorf- skólunum og þeirri kennslufræði sem þar er ástunduð. Þá hefur Agnes skrifað fjölda bóka og rita um uppeldis- og kennslumál. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu M-201 í Kennarahá- skóla íslands við Stakkahlíð. Öllum er heimill aðgangurj“ segir í frétta- tilkynningu frá KHÍ. ----------------- BRIDS Umsjón Arnor G. Ragnarsson Bridsmót Vals BRIDSMÓT Vals verður haldið að Hlíðarenda mánudaginn 12. og 19. apríl kl. 20. Skráning hjá hús- verði í síma 551 1134. Spilaður verður tölvureiknaður Mitchell með forgefnum spilum. Keppnisstjóri Jakob Kristinsson. Keppnisgjald kr. 1.000 á mann fyrir bæði kvöldin. Vegleg peningaverð- laun. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 29. mars lauk 3ja kvölda einmenning, spilað var á 8 borðum. í efstu sætum urðu þessir. Karl Pétursson 334 Meyvant Meyvantsson 301 Bragi Sveinsson 299 Helgi Jónsson 299 hvert þú vilt ferðast Sláðu inn leitarorð: jskaftár jökull E 3 ' M. Aðgangur að fréttum og greinum Morgunblaðsins frá 1987 fram á þennan dag SfSSBSÖfi® Leitaðu upplýsinga um það sem þér er hugleikið í Gagnasafni Morgunblaðsins. SmeUtu á Gagnasafn á mbl Með einu eða fleiri leitarorðum getur þú fundið greinar, fréttir, viðtöl eða umfjöllun um viðfangsefnið. Gagnasafnið getur því nýst öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í leik, starfi og námi. Prófaðu að leita í Gagnasafninu og sjáðu möguleikana. Gagnasafnið er á mbl.is. J- ' *’ ’ GAGNASAFN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.