Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 42

Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 42
I 42 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 * MINNINGAR t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, ÁRNA BIRGIS JÚLÍUSSONAR, Skipholti 53. Sérstakt þakklæti til starfsfólks Elliheimilisins Grundar fyrir umhyggju og alúð í hans garð. Guð blessi ykkur öll. Marta Þuríður Sigurðardóttir, Jóhann Sigurður Árnason, Brynjar Árnason, Reynir Árnason. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, BÆRINGS ÞORBJÖRNSSONAR sjómanns, frá ísafirði. Guðrún Bæringsdóttir, Margrét Bæringsdóttir, Kristinn Bæringsson, Bryndís Sigurðardóttir, Ásgeir Valhjálmsson, Sigurlína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð vegna andláts og út- farar eiginmanns míns, föður og fósturföður, JÓHANNS GUÐMUNDAR ÞORVALDSSONAR, Seljabraut 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala, Reykjalundar og líknar- teymis Landspítala fyrir góða umönnun. Lovísa Guðmundsdóttir, Jóhanna Helga Jóhannsdóttir, Elín María Jóhannsdóttir, Arna Björg Jóhannsdóttir, Guðmundur Þór Ámundason. Elín Guðlaugsdóttir Hannam, Ralph Hannam, Guðrún Guðlaugsdóttir, Stella Tryggvadóttir og fjölskyldur. % + Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim fjöl- mörgu sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og systur, GERÐU ARNLEIFAR SIGURSTEINSDÓTTUR Ijósmóður, Þórðargötu 28, Borgarnesi, sem lést af slysförum 18. mars síðastliðinn. Guðmundur G. Bachmann, Geir G. Bachmann, Sigurður Örn Bachmann, Unnar Þór Bachmann, Rósa Sigursteinsdóttir, Marteinn Steinar Sigursteinsson, Jóna Lára Sigursteinsdóttir, Guðrún Sigursteinsdóttir, Elísa Júlía Sigursteinsdóttir. GUÐBJÖRG MARÍA GÍSLADÓTTIR + Guðbjörg María Gísladóttir fæddist í Borg í Skötufirði hinn 12. apríl 1930. Hún lést á sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Þorsteinsson, f. 29. sept. 1895 á Þórðar- eyri, d. 18. des. 1961, og Guðrún Jónsdóttir, f. 24. mars 1900 á Isa- firði, d. 3. júlí 1985. Börn þeirra, auk Guðbjargar Maríu eru: Guð- mundur ísleifur, f. 7. júní 1924, látinn; Magnús, f. 20. apríl 1927; Bjarni, f. 11. maí 1928; Þorsteinn, f. 9. nóv. 1932; Gunnar, f. 14. mars 1935; Sól- veig, f. 24. ágúst 1938; og Guð- mundur Helgi, f. 4. júlí 1941. Guðbjörg giftist Þórði Haf- liðasyni hinn 4. júní árið 1954. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Stúlka, f. 17. nóv. 1952, d. 20. Elsku Bubba mín, nú er þinni þrautargöngu lokið. Þetta ljóð er kveðja mín til þín. Eg þakka af al- hug árin sem vði tengdamæðgurn- ar áttum saman. Blása blíðir vindar en tíminn stendur kyrr, þín vagga tendruð ljóma björt sem áður fyrr. Bljúgt mitt hjarta grætur í Drottins helgidóm, þar sem klukkur kveðja þig með hlýjum óm. Svo sárt er þig að kveðja hjartans móðir mín, Lausnarans himna smiður Hann blessi sporin þín, þreyta á langri göngu svo að þér halli brá, hvíl þú í friði þínum nú á lokinni ævi á. Það blása blíðir vindar golan strýkst við kinn kerti þitt er slokknað þig kveð í hinsta sinn Hljóma strengir þýðir skyggja fer í sveit því sest er sól í sæinn við þinn fagra reit. (K.E.P.) Guð blessi minningu þína. Heiðdís. Nú er elsku Bubba farin og laus við allar þjáningar. Mætar minning- ar sitja eftir í hjarta mínu. Eg vildi bara fá að minnast þín með nokkr- um orðum. Mig langar að þakka þér fyrir samveruna á þessari jarðvist. Minning mín um þig mun lifa í hjarta mínu. Nú er stríði þínu lokið og þú ert komin á æðra tilverustig. Eg kveð þig með söknuði. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþúmeð guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú njóta skalt. (V.Briem) Sigursteinn Ivar Þorsteinsson. Elsku Bubba amma. Nú ertu farin frá okkur eftir mikil veikindi. Mig langar að minnast þín með Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. nóv. 1953. 2) Smári Elfar, f. 12. mars 1955, kona hans var Jenný Steingríms- dóttir, þau skildu. Barn þeirra er Erla, f. 15. des. 1979. Fyrir átti hann Hjört, f. 14. nóv. 1975. 3) Vil- hjálmur, f. 26. sept. 1956. Kona hans var Kristín Andrés- dóttir. Barn þeirra er Andrés Magnús, f. 5. febrúar 1982. Þau skildu. Sambýl- iskona hans er Heiðdís Sigur- steinsdóttir, f. 14. janúar 1955 og á hún tvö börn: 1) Sigurstein I. Þorsteinsson, f. 15. ágúst 1972. 2) Helmu Þorsteinsdótt- ur, f. 12. apríl 1980. Guðbjörg starfaði við verslunar- og skrif- stofustörf. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 12. apríl, og hefst athöfnin klukkan 15. nokkium orðum. Það var dapur dagur þegar það var hringt í mig í vinnuna og mér sagt að þetta væri allt búið, en innst inni var mér létt fyrir þína hönd því núna líður þér miklu betur. Síðast þegar ég heim- sótti þig á spítalann vissi ég að það væri ekki langt í hinstu hvíldina, en það var daginn áður en þú kvaddir okkur. Eftir lifa yndislegar minn- ingar í huga mér. Það vildi svo skemmtilega til að við áttum sama afmælisdag, 12. apríl, og nákvæm- lega 50 ár á milli okkar. Ég á alltaf eftir að minnast þín á þessum degi. Eins og þú varst nýbúin að segja við mig: „Næst verðum við níu ára.“ Og ég held þá upp á afmælið okkar og þú verður með okkur þann dag í huga okkar. Þegar ég hugsa til baka get ég ekkert annað en brosað. Já, brosað því að við áttum svo skemmtilegan tíma saman. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur og varst alltaf að ýta undir það að ég ætti að mála meira. Það met ég til mikils. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir hjá þér þar sem þú hefur þurft að heyja stríð við erfiðan sjúkdóm, en mamma og Villi pabbi hafa staðið eins og klett- ur við hliðina á þér allan tímann. Ég óska þess af öllu mínu hjarta að nú hafir þú hlotið frið og ró. Ég veit að Guð mun láta fara vel um þig hjá sér, því að hann hugsar vel um börnin sín og eitt er víst að þú ert eitt af þeim. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég kveð með söknuði og bið góð- an Guð að geyma þig og varðveita. Minning þín lifir í hjarta okkar, elsku Bubba. Kveðja. Helma. Elsku systir, þú kvaddir er sólin skein í hádegisstað sem minnti á vorið og hlýjuna og blómin er þú unnir. Allir liðverkir horfnir og sjúkdómurinn er loks leiddi þig burt frá okkur yfir stíginn. Ég þakka allar þær stundir er við höf- um átt saman frá því að lítil telpa settist inn í skáp og þóttist vera sofnuð svo stóra systir bæri hana upp stigann til að sofa og til síðustu stundar er þú hlóst að litlu atviki hjá mér á pálmasunnudag. Það er ósk mín að blómskrúð vefji þig og þú eigir sólgullnar leiðir fyrir höndum, roðgull kvöldsins lýsi þér eins og fegurst er heima í Onund- arfírðinum. Hafðu þökk fyrir allt, systir, og far þú í friði. Það verður tekið vel á MORGUNBLAÐIÐ móti þér á hvítri strönd með ilm- andi rósum. Elsku Smári, Villi, Heiðdís, Addi Maggi, Erla og Hjörtur, guð styrki ykkur um ókomna framtíð. Sólveig. Elsku Bubba, við systumar biðj- um þér velfamaðar í nýjum heim- kynnum, um leið og við sendum ást- vinum og ættingjum þínum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Guðbjargar Maríu Gísladóttur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kv'eðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Emilía og Hafdís Sigu rsteinsdætu r. Með nokkrum fátæklegum orð- um vil ég kveðja einstaka konu, Guðbjörgu Maríu Gísladóttur, fyrr- verandi tengdamóður og vinkonu. Nánast allt sitt líf mátti hún berj- ast við ömurlegan sjúkdóm. En þegar hún var hvað mest kvalin var viðkvæðið ávallt: „Þetta er bara létt.“ Ég kynntist Bubbu, eins og hún var alltaf kölluð, sem unglingur og allt frá fyrstu tíð tók hún mér opn- um örmum. Alltaf skyldi hún standa við hlið mér í veikindum mínum í gegnum árin. Elsku Bubba, núna ertu farin, og ég veit að þú ert komin í birtuna og ylinn, þar sem þú finnur ekki svona mikið til. Ég kveð með söknuði og trega með orðum Kahlil Gibran: „Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blæn- um og hverfa inn í sólskinið?" „Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjaU- gönguna, og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn.“ Kristín Andrésdóttir. Sárt er vinar að sakna sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féil á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falh frá. Góða minning að geyma, gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma, þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælh ró. (Höf.ók.) Blessuð sé minning þín, elsku Bubba mín. Theódór Óli (Brosi). Elsku Bubba, ég þakka fyrir allt sem þú hefur verið mér og mínum. Að fá að kynnast þér var mér mik- ill lærdómur. Þú sýndir mér að þrátt fyrir alla þína erfiðleika þá barstu þig alltaf vel, varst aUtaf kát og hafðir það bara fínt. Við hin sem erum fullfrísk höfum enga ástæðu til að vera að kvarta og ættum að taka okkur á í því að þeir sem hafa minni möguleika en aðrir að skaffa sér lífsviðurværi hafi þokkalega í sigog á. Ogleymanlegar eru mér þær stundir er þú og Veiga systir j)ín komuð og heimsóttuð okkur Osp og krakkana til Danmerkur. Þá var þeyst um allt og meira að segja voru fjöll klifin. Ég óska þess heitt og innilega að hvar sem þú ert fáir þú að njóta alls hins besta sem þar er völ á. Öllum ættingjum og vinum sendi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.