Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson fundar a Selfossi Leggur áherslu á verk stj órnmálaflokka Selfossi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðheiTa lagði áherslu á það á fundi í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi á sunnudag að kjósendur legðu mat á störf og árangur ríkisstjórnarinnar líkt og þegar fólk væri valið til starfa en þá væri gjarnan litið til verka viðkomndi, hvernig til hefði tekist og hvernig ætla mætti að til tækist eftir ráðningu. Þannig væri nauðsynlegt að líta til verka stjórn- málaflokka, hvernig þeir hefðu stað- ið sig, þegar fólk stæði frammi fyrir því að velja stjórnmálaflokk til ábyrgðar. „Við viljum láta kjósend- ur meta verk okkar þann tíma sem við höfum verið við stjórnvölinn," sagði Davíð. Davíð sagði eitt þýðingarmesta atriðið í efnahagsstjórninni að nú væru erlendar skuldir greiddar nið- ur sem skilaði 8 milljörðum til ráð- stöfunar. Þetta væri stór þáttur í að tryggja að lífskjör héldu áfram að batna. Hann benti ennfremur á að lækkun skatta á fyrirtæki hefði skil- að árangri. Fyrirtækin hefðu meira svignim til að bæta launin og það væri staðreynd að vinnufriður hefði verið á vinnumarkaðnum sem skil- aði sér í betri afköstum. Hann gagnrýndi Margréti Frímannsdóttur, talsmann Sam- fylkingarinnar, fyrir hugmyndir um Morgunblaðið/Sigurður Fannar FRÁ fundi Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á Selfossi. umhverfisskatta og sagði þá klár- lega verða tekna úr buddu fólksins. Þá þýddi krafa um hærra trygg- ingagjald á fyrirtæki einfaldlega að svigi’úm þeirra til að hækka laun minnkaði um 4 milljarða króna. Kjörseðill merktur vinstriflokkum í kosningunum væri ávísun á skatt- seðil eftir kosningar. Byggðastefna vel undirbyggð Eftir framsöguræðu Davíðs var hann m.a. spurður um byggðamál og sagði hann nýsamþykkta byggðastefnu vel undh'byggða. Hún gerði ráð fyrir fjárveitingum til ákveðinna þátta, orkumála og menntamála. Hann sagðist vilja efla bjartsýni og eldmóð með fólki og sagði unnt að leysa mikið afl úr læð- ingi með sölu á Landssímanum og íslandspósti með því að nýta söluna til að gera landið allt að starfrænni heild með vegabótum og ýmsum að- stæðum. Þarna væru fýrningar sem landið ætti upp á um 40 milljarða, hluta þeirrar upphæðar ætti að nota til að greiða niður skuldir og hluta til uppbyggingar. I lok máls síns lagði Davíð áherslu á nauðsyn þess að Sjálfstæðisflokk- urinn kæmi sterkur út úr kosningun- um til að tryggja framhald þeiirar stefnu sem fylgt hefði verið og færði rök fyrir því að þar gegndi Suður- land þýðingarmiklu hlutverki. Þró þingmenn væru takmark sem ná mætti með góðri samstöðu. Fjármálaráðherra fundar í Grundarfírði Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Auka þarf sanngirni í skatta- málum Grundarfírði. Morgunblaðið. Á FUNDI í Grundarfirði á laugar- dag sagði Geir H. Haarde fjármála- ráðherra að auka þyrfti sanngirni í skattamálum. Hann var spurður um stefnu Sjálfstæðisflokksins varð- andi jaðarskatta og tekjutengdar bætur. Hann svaraði því til að skattlagning, almannatryggingar og lífeyristryggingar væru þættir sem væru innbyrðis háðir og nauðsyn- legt væri að taka þessa þrjá þætti saman og búa til sanngjamara kerfi en það sem nú er í gildi. Þetta og margt fleira bar á góma á fjölmennum fundi sem haldinn var í Gmndarfirði með ráðherranum og frambjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins á Vesturlandi. Áthyglisvert var að á fundinum var varla minnst á fiskveiðistjórnun og kvótamál. Þó hljóta þessi mál að vera ofarlega í huga margra íbúa á Snæfellsnesi þar sem þorri fólks byggir afkomu sína að mestu leyti á sjávarútvegi. Fundarmenn spurðu mikið um menntamál. Margir höfðu áhyggjur af því að þurfa að senda böm sín í skóla fjarri heimabyggð að loknu gmnnskólanámi áður en þau væra orðin fær um að standa á eigin fót- um. Þingmenn svöruðu því til að stefnt yrði að því að koma af stað tveggja ára framhaldsskólanámi í flest stærri þorp. Samgöngumál vora líka ofarlega á baugi. Fram kom að talsverðar samgöngubætur eru í vændum á Snæfellsnesi á næstu árum. Viðgerð á veginum fyrir Búlandshöfða er langt komin og nýr vegur um Vatnaheiði í stað vegarins yfir Kerl- ingaskarð verður að öllum líkindum boðinn út á næsta ári. Þá verða gerðar rannsóknir á hagkvæmni brúargerðar yfir Kolgrafarfjörð. I lok fundarins voru fundarmenn hvattir til að kjósa rétt og þeim bent á að sérhvert atkvæði skiptir máli. Skoðanakönnun Skessuhornsins Framsóknarflokkurinn tapar á Vesturlandi FRAMSÓKNARFLOKKURINN tapar einum þingmanni á Vestur- landi í komandi alþingiskosningum samkvæmt skoðanakönnun sem héraðsblaðið Skessuhorn hefur gert á fylgi flokkanna og birti í liðinni viku. Flokkurinn fær 24,8% fylgi samkvæmt könnuninni, en fékk 34,1% fylgi í síðustu kosningum. Verða kosningaúrslit í samræmi við könnunina, að sögn blaðsins, fær Framsóknarflokkurinn einn þing- mann en hefur nú tvo. í könnuninni bætir Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar við sig talsverðu fylgi, fær 38,5% en fékk 30,2% í síðustu al- þingiskosningum. Samfylkingin fær 30,1% fylgi í könnuninni, Vinstrihreyfingin grænt framboð 5% og Frjálslyndi flokkurinn 0,8%. Fylgi Húmanista- flokksins mældist ekki. Alls var haft samband við um 600 manns í könnun Skessuhomsins en 42,7% aðspurðra höfðu ekki gert upp hug sinn, að sögn blaðsins og 17,5% neituðu að svara. í blaðinu segir að ef kosningaúr- slit verða í samræmi við umrædda könnun fái Framsóknarflokkurinn einn þingmann en hefur nú tvo, Sjálfstæðisflokkurinn tvo þing- menn, eins og nú, og Samfylkingin einn þingmann. Hver fengi uppbót- arþingmann í kjördæminu réðist að stórum hluta af fylgi fiokkanna á landsvísu en næsti kjördæmakjörni maðurinn inn yrði annar maður á lista Samfylkingarinnar. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 13 er byltingarkenndur nýr úði sem þaggar niður í jafnvel háværustu " mótorbátum ” Snorenz virkar í allt að 97% * tilfella í að minnka hrotuhljóð. o (Heimild: Tvíblind * rannsókn Háskólans í Michigan 1997) Hefur engar aukaverkanir og er bragðgott og tryggir ferskan andardrátt að morgni. Unnið úr 100% náttúrulegu hráefni: Sólblóma-, ólífu- möndlu-, piparmyntu-og sesamolíum. Mjög einfalt í meðförum 100% náttúrlueg efni Snorenz hefur nú verið fáanlegt á islandi ■ tæpan mánuð. Margir ánægðir viðskiptavinir hafa haft samband og hér á eftir eru tvær nýjar frásagnir. “ Maðurinn minn hefur notað Snorenz í þrjár vikur. Fyrir Snorenz ætlaði þakið að rifna af [ verstu hrotunum en nú heyrist Ijúfur andardráttur í honum. Mér þykir enn vænna um hann, enda vakna ég endurnærð og hvíld á hverjum morgni." S.A. Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur "Of qott til að vera satt en Snorenz úðinn er málið. Frábært myntu bragð eins og tyggigúmmí í vökvaformi. Sef mun betur og slaka betur á. Vakna endurnærður, ekki eins þreyttur og áður. - Þúsund þakkir!" I.Jónasson tölvunarfræðingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.