Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samfylkingin með fund á Egilsstöðum
Ekki er ráðlegt að setja öll
stóriðjueggin í sömu körfu
Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið.
MARGRÉT Frímannsdóttir, tals-
maður Samfylkingarinnar, og Gunn-
laugur Stefánsson, frambjóðandi í
Austurlandskjördæmi, héldu fram-
boðsfund Samfylkingarinnar í Hótel
Héraði á Egilsstöðum á sunnudag. I
framsögu Gunnlaugs kom fram að
setja verður byggðamálin í algeran
forgang á næsta kjörtimabili og var
hann með tillögu í fímm liðum um
hvernig best væri að framkvæma
það.
Þar segir að ekki sé ráðlegt að
setja öll stóriðjueggin í sömu körf-
una í 3. skipti og halda áfram að
byggja á suðvesturhorninu. Það hafi
verið mikið áfall fyrir Austurland
þegar hætt var við að ráðast í stór-
iðju hér fyrir austan á árunum vegna
þess að ekki var nein varaáætlun í
atvinnuuppbyggingu á Austurlandi
til staðar. Þá eigi að afgreiða
byggðaáætlanir með lögum en ekki
þingsályktunartillögum, byggðamat
verði gert þegar lög eru samþykkt,
samgöngumál tekin íostum tökum
og kostnaður vegna húshitunar á
landsbyggðinni verði lækkaður.
Gunnlaugur sagði bændur gleymda
stétt sem væri illa sett og hefði farið
illa út úr „góðærinu“. Hann benti
einnig á að stjórnsýslan væri óhag-
stæð landsbyggðinni og hægt væri
að flytja fleiri opinber fyrirtæki út á
land. Hann benti á RARIK í því
sambandi sem hefði 80 störf í
Reykjavík en ekki einn einasta kaup-
anda orku þar.
Hafa valið sér sama óvin
Margrét Frímannsdóttir sagði
það til marks um hvað Samfylkingin
væri sterkt afl að öll hin framboðin
hefðu valið sér hana sem óvin í
þessari kosningabaráttu. Hvað
landbúnaðarmálin varðar hafi
gleymst að vinna heimavinnuna
þegar innflutningur landbúnaðar-
vara hófst. Það þurfi að móta fram-
tíðarsýn og rekstrarumhverfi land-
búnaðarins til að koma landbúnað-
armálunum upp úr þeirri kreppu
sem þau eru nú í.
Aðspurð sagði Margrét að Sam-
fylkingin vildi fyrst og fremst fara að
lögum hvað virkjanamál varðaði og
virkjanir ættu öllu jöfnu að fara í
umhverfismat. En þegar umhverfis-
mat væri gert skyldi ekki einungis
skoða umhverfi heldur líka atvinnu-
stöðu svæðisins í samhengi. Gera
skyldi rammaáætlun vegna virkjana
á Islandi og bjóða upp á fleiri kosti
en stóriðju.
Margi-ét kvaðst vona að Samfylk-
ingin yrði stjórnmálaflokkur sem
fyrst á næsta kjörtímabili en sam-
hliða yrði að athuga réttindi og
skyldur gömlu flokkana, vegna þess
að ekki dygði að hlaupa frá skuldum
og eignum þein’a. Aðspurð sagði
Margrét það ekki vera á stefnuskrá
Samfylkingarinnar að segja sig úr
NATO þrátt fyrir stríðið í Kosovo
en sagði jafnframt að allir flokkar
yrðu að fara ofan í saumana á utan-
ríkisstefnunni vegna stríðsreksturs-
ins.
Framsóknarflokkurinn
farinn frá fólkinu si'nu
Margrét sagði að Framsóknar-
flokkurinn væri farinn frá fólkinu
sínu og atkvæði greidd honum væru
í raun greidd Sjálfstæðisflokki enda
gerði Framsóknarflokkurinn ekki
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
MARGRET Frímannsdóttir og Gunnlaugur Stefánsson
fluttu framsögu á fundinum og svöruðu fyrirspurnum.
annað en að mæra Sjálfstæðisflokk-
inn þessa dagana. Hún tók dæmi um
stefnu Framsóknarflokksins í eitur-
lyfjamálum sem hún sagði góða fyrir
sinn hatt en spurði jafnframt hvað
ráðherrar Framsóknar í félags- og
heilbrigðismálum hefðu verið að
gera síðasta kjörtímabil og taldi
þessa stefnu ekki trúverðuga.
Margrét sagði spurð um flótta fé-
laga úr Alþýðubandalagi að auðvitað
væri eftirsjá að góðum félögum en
það væru hreinar línur að hjá Sam-
fylkingunni væra málefni tekin fram
yfir menn. Málefni kosningabarátt-
unnar hefðu þynnst út hjá öllum
flokkum vegna þess að þeir hefðu
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, á fundi á Akureyri
Flokkurinn verði stærstur
í landsby ggðarkj ör dæmum
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, var gestur á
fundi flokksins á Akureyri á laugar-
dag. Hann nefndi í upphafi ræðu
sinnai- að kosningabarátta flokksins
væri öflug og hún hefði farið
snemma af stað, en ástæðan væri
m.a. sú að skoðanakannanir hefðu
mælt flokkinn með 13% fylgi en á
sama tima hefðu um 70% viljað sjá
flokkinn í ríkisstjórn. „Þetta fannst
okkur skrýtið en ljóst var að ef við
ætluðum okkur að vera í ríkisstjórn
þyrftum við meira afl,“ sagði Hall-
dór. Þess vegna hefði flokkurinn vilj-
að koma stefnumálum sínum á fram-
færi og svara þeirri hörðu gagnrýni
sem stjórnarandstaðan hefði á kjör-
tímabilinu beint að ráðheiTum
flokksins, einkum iðnaðar- og heil-
brigðisráðherra.
Kosningabarátta snýst
ekki um hólmgöngur
„Stjórnarandstaðan hefur nú
breytt um taktík, hún hefur skipt um
óvin og hefur nú skorað Sjálfstæðis-
flokkinn á hólm. Að mínu mati á
kosningabarátta ekki að ganga út á
hólmgöngur, heldur baráttu um mál-
efni,“ sagði Halldór. Hann rifjaði
upp kosningaloforð Framsóknar-
flokksins fyrir síðustu kosningar og
hvað efnt hefði verið, nefndi m.a. þau
12 þúsund störf sem flokkurinn hefði
lagt áherslu á að skapa á kjörtíma-
bilinu og sagði það hafa tekist og
gott betur. Hann ræddi fólksflutn-
inga frá landsbyggð á höfuðborgar-
svæði og sagði ýmsar ástæður fyrir
þeim, stjórnvöld gætu ýmislegt gert,
en Halldór sagði menn hafa lent í
pólitískum hremmingum við flutning
þjónustustarfa út á landsbyggðina
sem nú væri búið að fyrirbyggja.
Góður árangur ríkisstjórnarinnar
varð honum einnig að umtalsefni og
sagði Halldór að hægt væri að skapa
10 til 15 miHjarða svigrúm yrði hald-
ið áfram á sömu braut. Mestu skipti
að bjartsýni væri ríkjandi, svartsýni
væri ávísun á afturkipp í efnahags-
málum.
Flokkurinn hefði raðað málum í
forgangsröð og ofarlega væri að ráð-
Morgunblaðið/Krisyán
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var á ferð um Norðurland eystra um helgina og
flutti m.a. ræðu á fundi á Akureyri. Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, er við hlið hans, á móti situr
Valgerður Sverrisdóttir, sem skipar 1. sæti framboðslistans í kjördæminu, við hlið hennar er Friðfinnur
Friðfinnsson og kona hans, Rannveig Ragnarsdóttir, en við borðsendann situr Hólinfríður Helgadóttir.
ast gegn fíkniefnavandanum, því „til
hvers að hafa velmegun og framfarir
ef við missum ungt fólk á vald eiturs-
ins?“ Þá væri einnig lögð áhersla á
menntamál og stefnt að tveggja
milljarða króna auknum útgjöldum á
þeim vettvangi á næsta kjörtímabili
auk þess sem áhersla yrði lögð á vel-
ferðar- og heilbrigðismál.
Halldór sagði það sína skoðun að
skattprósentan væri of há á Islandi
og eðlilegt væri að stefna að því að
koma henni niður í svipað horf og
hún var þegar staðgreiðslukerfið var
tekið upp. Hann sagði hugmyndir
Samfylkingarinnar um fleiri þrep í
staðgreiðslunni kalla á aukna skrif-
finnsku og flóknara kerfi væri ávísun
á aukin skattsvik. Þá sagði hann að
stjórnarandstaðan þyrfti að venja
sig á að tala eins á landsbyggð og
höfðuðborgarsvæði, en nokkurt mis-
ræmi virtist á málflutningi hennar
eftir því hvar talað væri. Þetta ætti
m.a. við um hálendismálin og sjávar-
útvegsmál.
Halldór sagði það lykilatriði að
Framsóknarflokkurinn fengi góða
kosningu ef hann ætlaði að vera í
ríkisstjórn á næsta kjörtímabili,
styrkur flokksins skipti þai- miklu
máli. Flokkurinn hefði fengið slæma
útreið í kosningunum 1978, en farið í
ríkisstjóm sem síðar hefði hrökklast
frá völdum. Astæðan hefði m.a. verið
sú að Framsókn hefði ekki haft það
afl sem þurfti til að halda stjórninni
saman. „Við stefnum að því að fara
með forystu í ríkisstjórn, en það er
ljóst að af því verður ekki nema við
náum því að verða stærsti flokkurinn
í ýmsum landsbyggðarkjördæmum
og það er algjört lykilatriði að við
verðum stærsti flokkurinn í Norður-
landi eystra,“ sagði Halldór Ás-
grímsson.
Fyrirspurnir um auðlindaskatt
komu upp, en einum fundarmanna
þótti undarlegt að þegar útgerðir
þyrftu að kaupa kvóta í eigu ríkisins
væru þær blankar, en annað væri
uppi á teningnum væru þær að
kaupa hver af annarri. Halldór
kvaðst eitt sinn hafa látið reikna út
látið draga sig á asnaeyrunum inn í
fjölmiðladansinn. Margi-ét sagði öfl-
uga sveit Samfylkingai- á Austur-
landi og skoraði á fólk að vinna vel
með frambjóðendum fram að kosn-
ingum í kjördæminu.
Lög um umhverfismat sett
vegna inngönguí EES
Gunnlaugur sagði að á sínum tíma
þegar lög um umhverfismat vora
sett vegna inngöngu í Evrópska
efnahagssvæðið til að samræmast
reglum þar að ekki hefði komið fram
þrýstingur hér heima fyrir til þess.
Alger samstaða var um það í þinginu
að undanskilja þær framkvæmdir
þar sem búið var að samþykkja lög
um umhverfismat, Hjörleifur Gutt-
ormsson var þar ekki undantekning.
Gunnlaugur sagði að ekki væri hægt
að hætta við frekari virkjanir, það
mundi gjörbreyta lífsafkomu í land-
inu, en virkjanir verður að byggja í
sátt við landið. Tilfinningar mega
ekki bera virkjanaumræðuna ofur-
liði.
Gunnlaugur sagði Samfylkinguna
hafa verið gagnrýnda fyrir leiðtoga-
leysi en sagði það úr lausu lofti grip-
ið eins og fundarmenn hefðu heyrt
því hér hefði talað öflugur leiðtogi
Samfylkingar, Margrét Frímanns-
dóttir. Gunnlaugur sagði Samfylk-
inguna sögulegt tækifæri og brýndi
fundarmenn til að vinna vel í kosn-
ingabaráttunni og ítrekaði að at-
kvæði greidd öðrum flokkum en
Samfylkingunni væru í raun atkvæði
greidd Sjálfstæðisflokknum vegna
þess að baráttan á Austurlandi stæði
milli annars manns á lista Samfylk-
ingar og annars manns á lista Sjálf-
stæðisflokksins.
fyrir sig hvað það þýddi ef lagður
yrði á 6 milljarða króna auðlinda-
skattur og tók dæmi af Útgerðarfé-
lagi Akureyringa í því sambandi. Fé-
lagið yrði þá að greiða 2-300 milljón-
ir króna í skatt á ári. Hefði auðlinda-
gjaldið verið lagt á t.d. árið 1993
væri eigið fé ÚA uppurið nú. „Það
gefur auga leið að félögin hafa þá
ekki möguleika á að efla sig og hag-
ræða, né heldur að bæta kjör fólks-
ins sem hjá þeim starfar," sagði
HaUdór.
Menntafólk á landsbyggðinni
Elsa Friðfinnsdóttir sem er í
þriðja sæti á lista Framsóknar-
flokksins í kjördæminu ræddi einnig
við fundarmenn og sagði mikilvægt
að Akureyri og raunar kjördæmið
allt yrði raunverulegt mótvægi við
höfuðborgarsvæðið. Það yrði að gera
í samvinnu, varhugavert væri að
stilla þessum svæðum upp sem and-
stæðum. Þá nefndi hún mikilvægi
þess að halda menntafólki á lands-
byggðinni.
Könnun Gallup á
Norðurlandi vestra
Stjórnar-
flokkar
með svip-
að fylgi
FRAMSÓKNARFLOKKUR
fær 34,3% fylgi og Sjálfstæðis-
flokkur 31,7% fylgi samkvæmt
skoðanakönnun Gallup á fylgi
flokkanna á Norðurlandi
vestra, sem gerð var fyrir Rík-
isútvarpið dagana 13. til 18.
apríl.
Samíylkingin fær 24,1%,
Vinstrihreyfingin - grænt
framboð 7,6%, Frjálslyndi
flokkurinn 2% og Húmanista-
flokkurinn 0,2%.
I síðustu kosningum fékk
Framsóknarflokkurinn 38,7%
atkvæða og tvo þingmenn úr
kjördæminu, Sjálfstæðisflokk-
urinn 30,7% og tvo þingmenn,
Alþýðubandalag og óháðir
15,6% og einn þingmann og Al-
þýðuflokkur, Þjóðvaki og Sam-
tök um kvennalista fengu sam-
tals 18,6% en engan þingmann.