Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 18
18 ÞRIÐ JUDAGUR 20. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
LILJA Guðnadóttir með hluta af framleiðslunni.
Sj ávarsaltpúðar
góðir við verkjum
Haldið
upp á
afmælis-
ár ME
Egilsstöðum - Menntaskólinn
á Egilsstöðum fagnar 20 ára
afmæli á þessu ári. Fjölmargt
verður gert til þess að minn-
ast afmælisins. Á sumardag-
inn fyrsta verður skólinn með
opinn dag og verður kennsla
með nokkuð hefðbundnum
hætti þennan dag en gestum
boðið að sitja í kennslustund-
um og fylgjast með skóla-
starfínu.
Kaffíhús verður opið en þar
flytja nemendur tónlistarat-
riði og verða allar veitingar
kaffíhússins í boði skólans.
Barnagæsla verður til staðar.
Sýndar verða myndir úr
starfí skólans og kynntur
verður fjarfundabúnaður með
þátttöku Verkmenntaskóla
Austurlands og Fjölbrauta-
skóla A-Skaftafellssýslu.
Tölvustofa skólans verður op-
in þar sem gestum gefst kost-
ur á að kynna sér notkun
Netsins.
Kór MEÍ
Egilsstaðakirkju
Að kvöldi sumardagsins
fyrsta verða nemendur með
tónleika í Egilsstaðakirkju og
kór Menntaskólans kemur
fram. í tilefni afmælisins mun
haustblað Glettings vera til-
einkað skólanum og á árinu
mun Myndbandaklúbbur ME
vinna myndband um skólann
sem fyrrverandi og núverandi
nemendum verður boðið til
kaups.
Hveragerði - Góð virkni sjávar-
salts við hinum ýmsu kvillum hef-
ur löngum verið þekkt, en heldur
hefur venjulegu fólki gengið erf-
iðlega að nálgast þá góðu eigin-
leika sem sjávarsaltið hefur upp
á að bjóða. Nú hefur Lilja Guðna-
dóttir, snyrtifræðingur í Hver-
gerði, hafið framleiðslu á harla
nýstárlegum púðum með íslensku
sjávarsalti í.
Lilja sagðist aðspurð fyrst hafa
notað púðana á snyrtistofu sinni
en siðan viljað að fleiri fengju að
njóta þeirra eiginleika sem þeir
eru gæddir. Með aðstoð Arndísar
Guðmundsdóttur sem saumar
púðana var hafin framleiðsla á
púðunum seint á síðasta ári og
hefur sala þeirra gengið framar
vonum. Saltverksmiðjan á
Reykjanesi útbýr sérstaka salt-
blöndu sem Lilja síðan notar í
púðana. Þeir eru framleiddir í
Ijórum stærðum og henta á mis-
munandi Iíkamshluta og einnig
fyrir börn og fullorðna. Púðarnir
eru hitaðir í ofni þar til réttu
hitastigi er náð og þá eru þeir
lagðir á þá staði líkamans sem á
þurfa á halda. Reynslan hefur
sýnt að hin virku efni í saltinu
virka mjög vel á gigt, bólgna
vöðva, lélega blóðrás, bjúgmynd-
un og fleira. Eins og áður sagði
er í púðunum húðvænt, sérunnið
íslenskt heilsusalt. f því er meðal
annars að finna bæði kalíum og
magnesíum ásamt kalsíum, joði
og járni. „Þegar lieitur púðinn
liggur á húðinni síast þessi efni
inn í húðina og gera öllum gott,“
segir Lilja.
Fram að þessu hafa sjávarsalt-
púðarnir svo til eingöngu verið
seldir í póstkröfu en nú munu
þeir fást í völdum verslunum með
heilsuvörur út um allt land og í
nokkrum lyfjaverslunum. Sjávar-
saltpúðarnir verða kynntir í
Lyfju, Lágmúla, Reykjavík, í dag,
þriðjudag, frá klukkan 14 og á
sumardaginn fyrsta frá kl. 13.
Einnig verður kynning í Hag-
kaupi, lyfjabúð, Skeifunni næst-
komandi laugardag.
Hitabakstrar úr íslenskum leir
Hafínn út-
flutningrir til
Danmerkur
Búðardal - Hitabakstrar sem fram-
leiddir eru úr íslenskum leir í Búð-
ardal hafa reynst vel, að sögn Bald-
vins Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Megins ehf. sem
framleiðir bakstrana. Nú er verið að
athuga möguleika á útflutningi og
eru komin á föst viðskipti við dreif-
ingaraðila í Danmörku. Þangað hafa
farið fimm sendingar, alls á þriðja
tonn.
I sex ár hefur verið unnið að at-
hugun á notkun íslensks leirs sem
fyllingu í hitabakstra og síðustu ár-
in hefur Trésmiðjan Megin ehf. í
Búðardal framleitt bakstrana. Var-
an er komin í neytendaumbúðir.
Pharmaco hefur séð um dreifingu
hitabakstranna í lyfjabúðir og á
sjúkrastofnanir.
Framleiðandinn hefur kynnt vöru
sína allt frá árinu 1995, meðal ann-
ars á handverkssýningum. Ein slík
hefst í Laugardalshöll 22. apríl og
verður Megin ehf. þar með sýning-
arbás.
Framleiðsla og sala fór hægt af
stað en hefur farið vaxandi enda
varan reynst vel í rannsóknum og
notkun hjá sjúkraþjálfuram. Bald-
vin Guðmundsson segir ánægjulegt
að sjá hve miklar og góðar undir-
tektir fólks hafa verið. Þeir vinni sí-
fellt á eftir meira en sex ára kynn-
ingar- og sölustarf. „Það sýnir líka
að þarna er á ferðinni góð vara sem
fólki líkar vel, hvort sem er í
heimashúsum, á sjúkraþjálfunar- og
endurhæfingarstöðvum og sjúkra-
húsum,“ segir Baldvin.
Fyrsta dekk
hjá Marinex
Hveragerði - Sólningarverksmiðj-
an Marinex ehf. í Hveragerði hóf á
laugardag framleiðslu hjólbarða til
útflutnings. Fyrirtækið hefur kom-
ist inn á markaði erlendis þrátt
fyrir harða samkeppni og hafa að
sögn forsvarsmanna fyrirtækisins
öflugir fjárfestar frá Kanada og
Svíþjóð óskað eftir að eignast hlut.
Gunnar Guðmundsson framleiðslu-
stjóri heldur hér á fyrsta hjólbarð-
anum, sem framleiddur hefur verið
á Islandi til útflutnings.
Morgunblaðið/Aldís
„Nýstárleg og framsækin“ hugmynd verður að veruleika á Hornafírði
Byg'gðin styrkt með
Nýheimum á Höfn
Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson
ÁÆTLAÐ hefur verið að byggja Nýheima á þessari lóð í miðbænum á
Höfn á bak við Ráðhúsið, sem er lengst til hægri á myndinni.
Höfn - Undirbúningur að stofnun
Nýheima er nú á lokastigi á Horna-
firði. Hugmyndin á bak við Nýheima
felur í sér að sameina undir einu
þaki Framhaldsskóla Austur-
Skaftafellssýslu, Nýherjabúðir og
nútíma upplýsingaveitu fyrir náms-
fólk, skólamenn og almenning. Jafn-
framt því hefur Páll Skúlason há-
skólarektor lýst yfir fullum vilja til
að háskólastofa Austurlands verði
staðsett í Nýheimum.
Lögð verður áhersla á að innleiða
nýja hugsun, tækni og vinnubrögð
við eflingu menntunar, þróunar-
starfs og styrkingar atvinnulífs á
svæðinu. Byggt verður á þverfag-
legum vinnubrögðum, notkun upp-
lýsingatækni og sveigjanlegu rými
sem auðvelt verður að Iaga að
breyttum kröfum. Hver aðili mun
hafa rými út af fyrir sig en áhersla
lögð á samnýtingu húsnæðis þar
sem því verður við komið.
Garðar Jónsson, nýráðinn bæjar-
stjóri Hornafjarðar, segir að nú sé
unnið að því að semja við mennta-
málaráðuneytið um þátttöku Fram-
haldsskóla Austur-Skaftafellssýslu í
Nýheimum, en ráðherra hefur lýst
því yfir að hugmyndin um Nýheima
sé bæði „nýstárleg og framsækin“
og samrýmist vel stefnu ríkisstjórn-
arinnar í mennta- og byggðamálum.
Bæjarstjóri Hornafjarðar tekur
undir það og telur byggingu Ný-
heima sérlega góða leið til að
styrkja byggð á Austurlandi með því
að efla stórlega menntun og nýsköp-
un í atvinnulífi sem sé eina leiðin til
að halda í og laða að nýtt fólk.
Nýheijabúðir
Hugmyndin að baki Nýheimum er
sprottin upp úr verkefni sem fór í
gang sl. haust og kallað var Ný-
herjabúðir. Tilgangur Nýheijabúða
er að greiða götu þeirra sem vilja
standa að nýsköpun og þróun at-
vinnulífsins með því að sjá þeim fyr-
ir ódýra húsnæði ásamt góðu að-
gengi að upplýsingatækni og at-
vinnulífi á staðnum. Dóra Stefáns-
dóttir, verkefnisstjóri Nýherjabúða,
segir hugmyndina hafa undið upp á
sig og endað í Nýheimum. Til stóð
að hefja byggingu Nýherjabúða í
þessum mánuði en þeim fram-
kvæmdum var slegið á frest þar sem
Ijóst er að Nýherjabúðir standa mun
styrkari fótum í Nýheimum.
Fyrsta „afkvæmi" Nýherjabúða
hefur nú þegar litið dagsins ljós. Á
næstunni mun fyrirtæki í líftækni-
iðnaði hefja starfsemi sína á Höfn,
en fyrirtækið sérhæfir sig í fram-
leiðslu á ensímum úr fiskúrgangi og
náttúralegum bragðefnum sem
unnin era úr humarúrkasti. Einnig
mun fyrirtækið leggja mikla
áherslu á rannsóknir og þróun í
vinnslu á ensímum. Þar sem Ný-
heimar hafa ekki risið enn var grip-
ið til þess ráðs að taka í notkun hús-
næði Mjólkurstöðvarinnar á Höfn
sem staðið hefur ónotað um nokkurt
skeið og er nú unnið að endurbótum
á því húsnæði.
Þátttaka Háskóla íslands
Ákveðið hefur verið að háskóla-
stofa Austurlands verði staðsett í
Nýheimum og hefur Páll Skúlason
háskólarektor lýst yfir ánægju sinni
með þetta íyrirkomulag og kveðst
reiðubúinn til að setja upp Austur-
landssetur Háskóla Islands um leið
og farið verði af stað með byggingu
Nýheima.
Páll segir að eftir sé að þróa starf
slíkrar háskólastofu, en sjá megi
íyrir sér að annars vegar verði um
að ræða að miðla ákveðnu námi sem
eftirspurn er eftir á Austurlandi og
hins vegar að „styðja og styrkja þau
rannsóknarverkefni sem nú þegar
eru og jafnframt að leita að nýjum
rannsóknarverkefnum sem tengjast
sérstaklega aðstæðum, s.s. jöklun-
um, landinu og sjónum á svæðinu."
Með þátttöku í Nýheimum mun
starf Framhaldsskóla Austur-
Skaftafellssýslu taka miklum
stakkaskiptum, en húsnæðisvand-
ræði hafa staðið skólastarfinu nokk-
uð fyrir þrifum undanfarin ár. Björn
Bjarnason menntamálaráðherra tel-
ur fýsilegri kost að skólinn gangi til
samstarfs um byggingu Nýheima í
stað þess að reist verði nýtt skóla-
húsnæði annars staðar, að því er
fram kemur í bréfi ráðherra til bæj-
aryfirvalda á Höfn.
Ráðherra segir opinbera mennta-
stefnu gera ráð fyrir áherslu á aukin
tengsl skóla og atvinnulífs og nýt-
ingu upplýsingatækni í námi og
kennslu. Þetta sé hvort tveggja
nærtækt í sambýli við upplýsinga-
miðstöð og Nýherjabúðir og ætti að
„auðvelda skólanum aðgang að sér-
hæfðum kennslukröftum, þátttöku í
raunhæfum viðfangsefnum og draga
úr hættunni á faglegri einangi’un
sem ávallt er til staðar í litlum stofn-
unum.“
Nú standa yfir samningaviðræður
menntamálaráðuneytis og bæjaryfir-
valda á Hornafirði um þátttöku
ráðuneytisins í byggingu Nýheima,
en kostnaður við byggingu skólahúsa
skiptist þannig að ríkið greiðir 60%
byggingar- og stofnkostnaðar á móti
40% sveitarfélagsins. Þar sem hús-
næði Nýheima verður á ýmsan hátt
samnýtt af öllum aðilum þarf að skil-
greina hver eignarhlutdeild fram-
haldsskólans er áður er samþykki
ráðuneytisins getur legið íyrir.
Upplýsingamiðstöð
„Infotek"
Nýsköpun í atvinnulífi og fram-
haldsmenntun kallar á góðan að-
gang að upplýsingum. Undanfarin
misseri hefur verið leitað lausna á
húsnæðisvandræðum Sýslusafns
Austur-Skaftafellssýslu og þegar
hugmyndin um Nýheima fór að taka
á sig mynd þótti ljóst að ráðlegt
væri að byggja upp öfluga upplýs-
ingamiðstöð með þátttöku Sýslu-
safnsins, þannig að úr yrði nútíma
upplýsingaveita sem kölluð hefur
verið „Infotek“.
Ætlunin er að upplýsingamiðstöð-
in verði miðlæg í Nýheimum með
öfluga þjónustu við menntastofnanir
og nýsköpunarfyrirtæki Nýheima
sem og almenning. Jafnframt er
gert ráð fyrir að rekið verði svokall-
að netkaffihús og tölvuver fyrir
safngesti.