Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 26

Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ERLENT ÁRNA Friðrikssyni, nýju hafrannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, lileypt af stokkunum í Asmar-skipasmíðastöðinni í Chile á laugardag. Þorsteinn Pálsson við sjósetningu nýs hafrannsóknaskips „Þekking á hafinu er forsenda framfara“ NYTT hafrannsóknaskip Hafrann- sóknastofnunar, Ámi Friðriksson RE, var sjósett við formlega athöfn í Asmar-skipasmíðastöðinni í Talcahu- ano í Chile á laugardag. Ingibjörg Rafnai’, eiginkona Þorsteins Páls- sonar, sjávarútvegsráðherra, gaf skipinu nafnið. Við athöfnina fluttu sjávarútvegsráðherra og fulltrúar Asmar skipasmíðastöðvarinnar ávörp og Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, veitti viðurkenningu til handa starfsmönn- um skipasmíðastöðvarinnar fyrir framúrskarandi framlag við nýbygg- inguna og veitti viðtöku táknrænum kveðjum byggingaraðila til eigenda nýja skipsins. Gert er ráð fyrir að skipið komi til Islands í september nk. og taki þátt í rannsóknaverkefn- um Hafrannsóknastofnunar á síð- ustu mánuðum ársins. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í ávarpi sínu á laugardag, að hag- sæld íslendinga væri íyrst og fremst STRANGAR kröfur um vinnslu um- fram flatningu og flökun um borð í vinnsluskipum eru til þess fallnar að hafa eftirlit með kvótaútreikningum skipanna. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag hefur frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA verið sviptur vinnsluleyfi vegna þess að enginn eftirlitsmaður frá Fiskistofu var um borð þegar þar var unninn fiskur í bita. Aðstoðarfiski- stofustjóri segir að ekki sé hægt að haga eftirliti með slíkri vinnslu með öðrum hætti. Um borð í frystitogurum reikna sjómennirnir sjálfir út nýtingu afl- ans í vinnslunni með sérstökum nýt- ingarstuðli og finna þannig út hversu mikinn afla skipin draga úr sjó. Fiskistofa ber síðan skýi-slur sem koma frá skipunum saman við nýt- ingarsýni, eða flökin, úr vinnslunni og staðreyna þannig að rétt sé staðið að málum og hversu mikinn afla skipið hefur veitt í hverri veiðiferð. Sé misræmi í því er nýtingarstuðull- inn lækkaður. Grétar Hannesson, byggð á sjávarútvegi. Áfangi í smíði nýs hafrannsóknaskips minnti enn einu sinni á að þekkingin á hafinu væri öðru fremur forsenda framfara og hagsældar. „Atvinnubylting þess- arar aldar á Islandi á rætur að rekja til þeirrar þekkingar sem við höfum smám saman aflað okkur á hafinu og lífríki þess. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við frumherja vísinda- rannsókna á þessu sviði og alla þá sem síðan hafa lagt fram krafta sína til að auka við þekkingu okkar.“ Sagði Þorsteinn það almennt við- urkennt að skynsamleg og ábyrg sjálfbær nýting fiskimiðanna byggð- ist á vísindalegri þekkingu. En stundum og sums staðar væri sú við: urkenning meira í orði en á borði. I alþjóðlegu samhengi væri það þekkt vandamál við fiskveiðistjórnun, að útgerðarmenn og sjómenn kjósi oft að taka skammtíma hagsmuni fram yfir langtíma stefnumótun. „Þeir benda gjaman á að vísindalegri lögfræðingur á Fiskistofu, segir að þegar flök séu hinsvegar skorin í bita verði slíkt eftirlit ekki mögulegt lengur. Ekki sé hægt að tryggja með nýtingarsýnum að skýrslur séu rétt- ar. Bitavinnslan verði þannig háð eftirliti. Ekki haft nægileg úrræði Ámi Múli Jónasson, aðstoðarfiski- stofustjóri, segir Fiskistofu ekki í stakk búna að halda uppi skilvirku eftirliti með bitavinnslu um borð í vinnsluskipum að svo stöddu. Hún vilji hinsvegar leita leiða til að þróa slíkt eftii-lit til að standa ekki í vegi fyrir hagkvæmum aðgerðum. „Eins og staðan er núna teljum við okkur ekki hafa haft nægileg úrræði til að hafa stjóm á nýtingunni þegar fiskur er unninn með þessum hætti. Þess vegna var sett skilyrði um að eftirlits- maður væri um borð ef vinnslan væri umíram flökun eða flatningu. Það er ekki tilbúið eftMitskerfi sem getur leyft vinnslu með þessum hætti,“ seg- ir Árni Jón. þekkingu em takmörk sett á þessu sviði sem öðrum. Sú staðreynd er notuð til þess að ala á tortryggni og efasemdum þegar veiðum era sett takmörk með vísindalegum rökum. Stjómmálamenn allra fiskveiðiþjóða þekkja þessi átök og hafa glímt við að leiða þau til lykta.“ Þorsteinn sagði samtök útvegs- manna og stærstu samtök sjómanna á Islandi jafnan hafa treyst vísinda- mönnum og stutt stjórnmálamenn- ina í að framfylgja nýtingarstefnu á grandvelli vísindalegrar þekkingar. Þegar gripið hafi verið til harkalegra vemdarráðstafana hafi samtökin þannig beinlínis stutt aðgerðimai-. „Það er til marks um þennan skiln- ing að samtök íslenskra útvegs- manna samþykktu með glöðu geði að kosta smíði þessa skips með sérstök- um skatti í þróunarsjóð sjávarút- vegsins. Það ber vott um framsýni og hyggindi þeirra sem þai’ hafa ráð- ið ferð,“ sagði Þorsteinn. Sama fjöl- skyldan á meirihluta MEIRIHLUTI hlutabréfa í ís- húsfélagi ísfirðinga hf. á ísafirði er í eigu sömu fjölskyldunnar en nýstofhað eignarhaldsfélag Gunnvarar hf. keypti þriðjung hlutabréfa Gunnvarar af Islands- banka hf. fyrir helgi. Áður hafði banldnn keypt umrædd bréf á 450 milljónir kr. af hjónunum Þórði Júlíussyni og Báru Hjalta- dóttur, sem stofnuðu Gunnvöru ásamt hjónunum Jóhanni Júlíus- syni og Margréti Leós og Jóni B. Jónssyni og Helgu Engilberts- dóttur 7. október 1955. Til stendur að sameina Ishús- félag ísfirðinga og Gunnvöru en eigendur Gunnvarar eiga tæp- lega 99% í íshúsfélaginu; eign- arhaldsfélagið á um 1/3, Jóhann Júlíusson og sonur hans Krist- ján um 1/3 og Helga Engilberts- dóttir, ekkja Jóns B., um 1/3. Vignir Jónsson, sonur Jóns og Helgu, Jón Benjamín Oddsson, dóttursonur þeirra, og Guðni G. Jóhannesson, tengdasonur þeirra, eiga jafnan hlut í eignar- haldsfélaginu ásamt Kristjáni Jóhannssyni. Bitavinnsla í frystiskipum háð eftirliti Eftirlitskerfí ekki tilbúið Reuters FYLGISMENN Þjóðernissinnaða framtaksflokksins í Tyrklandi fagna óvæntum sigri hans í þingkosningunum á laugardag með því að mynda tákn flokksins, úlfshöfuð, með fingrunum. Þingkosningarnar í Tyrkiandi Ecevit og þjóðern issinnaðir hægri- menn sigruðu Aiikara. Reuters. BULENT Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, og flokkur hægrisinn- aðra þjóðernissinna, Þjóðernissinn- aði framtaksflokkurinn (MHP), vora sigurvegarar þingkosninganna í Tyrklandi á laugardag. Flokkur Ecevit fékk mest fylgi en ekki er víst að hann geti myndað nýja sam- steypustjórn vegna óvæntrar fylgis- aukningar MHP. Samkvæmt nýjustu tölum var Lýðræðislegi vinstriflokkurinn (DSP), flokkur Ecevits, með 22,1% fylgi þegar 81% atkvæðanna höfðu verið talin. Flokkurinn fékk 14,6% atkvæð- anna í síðustu kosning- um árið 1995. Þjóðernissinnaði framtaksflokkurinn er nú næststærsti flokk- urinn, með 18,2% fylgi, og bætti við sig 10 prósentustigum. Flokkurinn fékk um 130 þingsæti, en engin í síðustu kosningum þar sem tyrknesku flokkarnir þurfa að fá 10% atkvæð- anna til að fá menn kjörna á þing. Talið er að flokkurinn hafi aukið fylgi sitt á kostnað flokks heittrú- aðra múslima, íslamska dyggða- flokksins, sem fékk tæpum sex pró- sentustiga minna fylgi en fyrir- rennari hans, íslamski velferðar- flokkurinn, sem varð stærsti flokk- urinn á þinginu árið 1995. íslamski dyggðaflokkurinn er nú þriðji stærsti flokkurinn, með 15% kjör- fyigi- Flokkur „Gráúlfanna“ í stjórn? Mið- og hægriflokkamir, Föður- landsflokkurinn (ANAP) og Flokk- ur hinnar sönnu leiðar (DYP), fóru einnig halloka í kosningunum. Fylgi ANAP minnkaði úr 19,6% í 13,4% og DYP úr 19,2% í 12,7%. Fyrir kosningarnar höfðu margir spáð því að mynduð yrði miðju- stjórn en ljóst er nú að þær spár rætast ekki. Tyrkneska dagblaðið Sabah lýsti niðurstöðu kosninganna sem póli- tískum „landskjálfta". „Uppgangur DSP var fyrirsjáanlegur en MHP kom öllum á óvart.“ Nokkur dagblaðanna röktu upp- gang þjóðemissinna til átaka Tyrkja og kúrdískra uppreisnar- manna í suðausturhluta landsins síðustu 14 árin, en þau hafa kostað rúmlega 29.000 manns lífíð. Ecevit fékk byr undir báða vængi í febrúar þegar Kúrdaleið- toginn Abdullah „Apo“ Öcalan var handtekinn. Uppreisnarleiðtoginn bíður nú réttarhalda og á yfir höfði sér dauðadóm verði hann fundinn sekur um landráð. „MHP fékk kjósendur á sitt band með því að krefjast þess að Apo yrði hengdur," skrifaði stjórnmálaskýrandinn Enis Berberoglu í Hurriyet. Talið er að kosningasigur Þjóð- . ernissinnaða framtaksflokksins verði til þess styrkja harðlínustefnu Tyrkja í málefnum Kúrda og í deil- ' unni við Grikki um Kýpur. MHP skírskot- ar oft til Tyrkjaveldis og telur að Tyrkir verðskuldi meM virð- ingu í Evrópu og heim- inum öllum. Flokkurinn hefur lagt áherslu á að | treysta einingu allra tyrkneskra þjóða frá Balkanskaga til Kína- múrsins. Fylgismenn hans eru hugfangnir af goðsögninni um úlfynju, sem nefndist Asena og er sögð hafa leitt Tyrki úr háska í Mið-Asíu á blómaskeiði þeirra. Fylgismenn flokksins, „Gráúlfarn- ir“, hafa enn til siðs að mynda merki | hreyfingarinnar, úlfshöfuð, með fingrunum á fundum sínum. Gráúlfarnir tóku þátt í daglegum * drápum og bardögum við vinstri- menn á áttunda áratugnum. Átökin kostuðu 5.000 manns lífið og leiddu til valdaráns hersins árið 1980. Stofnandi hreyfingarinnar, Alparsl- an Turkes, sem lést árið 1997, var þá handtekinn ásamt fleiri stjórn- málaleiðtogum, s.s. Ecevit. Forsætisráðherrann kvaðst ekki óttast að átök blossuðu upp á ný milli hægri- og vinstrimanna og sagði að þeir tímar væru liðnir. Verði Ecevit falið að mynda nýja stjórn gæti hann komist að þeirri niðurstöðu að það yrði ekki hægt án stuðnings MHP. Leiðtogi flokksins, Devlet Bahceli, kvaðst ljá máls á stjórnarsamstarfi við Lýðræðislega vinstriflokkinn og Föðurlandsflokk Mesuts Yilmaz. Flokkur Kúrda í sókn en fékk engan þingmann Stærsti flokkur tyrkneskra Kúrda, HADEP, bar sigur úr být- um í sveitarstjórna- og borgar- stjórakosningum í suðausturhluta landsins á laugardag. Síðustu tölur bentu til þess að flokkurinn hefði sigrað í borgarstjórakosningum í Diyarbakir, Batman, Bingol, Hakk- ari, Siirt og Sirnak. Forystumenn flokksins urðu hins vegar fyi’ir von- brigðum með fylgi flokksins í þing- kosningunum, sem var um 4% og ívið minna en í síðustu kosningum. Flokkurinn fékk því engan mann kjörinn á tyrkneska þingið. Bulent Ecevit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.