Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999
-
_________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
ÁRÁSIR NATO Á JÚGÓSLAVÍU
Stöðugur straumur
flóttafólks frá Kosovo
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins
vilja Milosevic frá völdum
Tirana, Lundúnum, Bonn, Skopje, Brussel, Washington. Reuters. Tlie Daily Telegi*aph.
GIFURLEGUR straumur flótta-
fólks var frá Kosovo um helgina sem
þykir styðja þær staðhæfingar að
þjóðemishreinsanir serbneskra her-
sveita hafí aukist verulega sl. daga.
Um 50.000 manns eru taldir hafa
farið yfir landamærin til Albaníu og
Makedómu um helgina. Hefur fólkið
greint frá aftökum og nauðgunum
hermanna á Kosovo-Albönum. Þá
ræna Serbar, að sögn flóttafólksins,
öllu steini léttara og brenna heimili
þeirra og stærri eignir. Fulltrúar
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
eru harðorðir í garð Slobodans
Milosevics, forseta Júgóslavíu, og
segja frið í héraðinu langsóttan verði
Milosevic miklu lengur við völd.
Um þúsund Kosovo-Albanar eru
taldir hafa flúið héraðið á hverri
klukkustund er hæst stóð um helg-
ina og segja talsmenn hjálparstofn-
ana og NATO að svo virðist sem
Milosevic sé að takast ætlunarverk
sitt; að „hreinsa“ héraðið af
Kosovo-Albönum.
Alls er talið að yfir 600.000
manns hafí flúið frá því að loftárás-
ir NATO hófust 24. mars sl., en
fjölmargir höfðu þegar yfirgefið
Kosovo áður en árásirnar byrjuðu.
Samkvæmt heimildum AP-
Reuters
ALBÖNSK kona staflar brauði í Elbasan í Albaníu. Brauðinu er komið
með þyrlum og vörubflum til fldttamanna sem búa í tjöldum í Kukes.
fréttastofunnar eru nú um 365.000
flóttamenn í Albaníu, 132.500 í Ma-
kedóníu, 73.500 í Svartfjallalandi og
32.300 í Bosníu-Herzegóvínu. Um
32.000 flóttamenn hafa verið fluttir
frá Makedóníu að beiðni yfirvalda
þar til annarra landa víðsvegar,
þ.á m. Islands.
Starfsmenn hjálparstofnana í Al-
baníu sögðu flóttafólkið sem kom
um helgina hafa verið mun verr á
sig komið en til þessa.
Flóttamannabúðir að
bresta undan álagi
í Makedóníu er ástandið í flótta-
mannabúðunum mjög slæmt, að
sögn Rons Redmonds, talsmanns
flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna (UNHCR). Redmond
sagði búðirnar að verða yfirfullar
og heilbrigðis- og hreinlætisaðstöðu
vera að nálgast hættumörk.
Hafa starfsmenn UNHCR óskað
eftir því að aukið landsvæði verði
veitt undir flóttamenn, en yfirvöld í
Makedóníu hafa hafnað þeirri
beiðni.
Að sögn talsmanna Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) og NATO er nú ver-
ið að undirbúa flutning flóttamanna
frá Makedóníu og Albaníu loftleiðis
til annarra landa til að mæta þess-
um vanda.
Að sögn Kris Janowskis, tals-
manns UNHCR, virtist sem
straumur flóttafólks til nágranna-
ríkjanna hefði tekið skjótan endi í
lok helgarinnar en búist hafði ver-
ið við nokkrum þúsundum til við-
bótar.
Ekki er vitað með vissu hvað
veldur þar sem talið er að landa-
mæri Júgóslavíu standi opin. Ja-
nowski sagði grun leika á að
serbneskar hersveitir hefðu bannað
flóttafólkinu að fara yfir landamær-
in og að sögn vitnis, hefðu
serbneskar hersveitir skipað a.m.k.
tveimur rútum og lest að snúa við.
Jarðsprengja verður fimm
manns að bana
A sunnudag létu fimm Kosovo-
Albanar lífið er þeir keyrðu yfir
jarðsprengju við landamæri Alban-
íu. Þrír þeirra létust samstundis en
tveimur tókst naumlega að komast
yfir landamærin til Albaníu þar
sem þeir létust skömmu síðar.
Fregnir herma að serbneskar
hersveitir hafi verið að koma jarð-
sprengjum fyrir við landamærin sl.
vikur og að í sumum tilfellum hafi
Kosovo-Albanar nauðugir verið
látnir sinna starfinu.
Að því er starfsmenn hjálpar-
stofnana hafa eftir flóttafólki lágu
lík á víð og dreif á leið þeirra að
landamærunum og í sumum tilfell-
um þurftu þeir að grafa lík barna
sem örmögnuðust á leiðinni. Sögðu
starfsmennirnir það hugsanlegt að
sumum líkunum hefði verið komið
fyrir á leiðinni til að hræða flótta-
fólkið.
www.velaverk.is
Geislafæhi
s. 568 3536
Aukin grimmdarverk
serbneskra hersveita
Stöðugar fregnir berast nú af
grimmdarverkum og fjöldamorðum
serbneskra hermanna í Kosovo og
sagði fulltrúi Bandaríkjanna í mál-
um stríðsglæpa að margt benti til að
voðaverk Serba í Kosovo væru um-
talsvert alvarlegri en talið hefði ver-
ið til þessa.
Doug Henderson, yfirmaður
breskra hersveita í herliði NATO,
sagði serbneskar hei’sveitir hafa
brennt yfir 200 þorp og bæi til
grunna og að nú notuðu þeir
Kosovo-Albana til að „hreinsa til“ og
afmá ummerki þeirra fjöldamorða
sem framin hafa verið á samlöndum
þeirra.
Ovíst er um afdrif a.m.k. 100.000
karlmanna, en talið er að þeim hafi
verið komið fyrir í fangabúðum sem
margt bendir til að séu starfræktar
víðsvegar í héraðinu. Einnig hafa
fregnir borist af því að ungir dreng-
ir og karlar séu í nauðungarvinnu í
kolanámum í Pristina, héraðshöfuð-
borg Kosovo.
Fyrir skömmu lagði Guiseppe
Marani, herforingi í heijum NATO,
fram sönnunargögn um tilvist 43
fjöldagrafa í Kosovo sem talið er að
íbúar héraðsins hafi verið látnir
grafa.
Fulltrúar NATO hafa síðustu
daga mælt með hertum árásum á
Júgóslavíu og ítrekað bent á að það
sé Slobodan Milosevic sem eigi sök-
ina á hörmungum stað í héraðinu.
Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði
á blaðamannafundi á sunnudag að
loftárásir NATO „væru ein af fáum
raunverulegum mannúðarstyrjöld-
um sem háðar hefðu verið á okkar
tímum.“
Shea sagði lítið sem ekkert að
marka þær fregnir sem bærust frá
júgóslavneskum fjölmiðlum þar sem
Milosevic stjómaði fréttaflutningi í
Serbíu sem hefði þær afleiðingar að
fréttir væm sniðnar að hugmyndum
hans og áróðri gegn NATO.
Shea sagði „hlutlausar staðreynd-
ir“ ekki til í Serbíu og að fjölmiðlar
Milosevics endurskrifuðu söguna
eftir eigin hentisemi.
Milosevic verði að stöðva
Stuðningur NATO-ríkjanna við
loftárásirnar hefur verið áréttaður
og hefur Bill Clinton, forseti
Bandaríkjanna, leitað eftir stuðn-
ingi leiðtoga nágrannaríkja Jú-
góslavíu, Albaníu, Ungverjalands,
Rúmeníu og Búlgaríu.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, hét hertum aðgerðum til
að hrekja serbneskar hersveitir úr
Kosovo og að skila héraðinu aftur í
hendur „þeirra sem það tilheyrir".
Ummæli hans eru af sumum talin
bera þess merki að hvikað hafi ver-
ið frá fyrri afstöðu NATO um að
kröfur um sjálfstæði héraðsins frá
Serbíu myndu ekki hljóta stuðning
bandalagsins.
A laugardag sagði Clinton Milos-
evic vera „versta lýðskmmara í
sögu Evrópu“ og „herskáan ein-
ræðisherra“ sem yrði að stöðva.
Blair undirstrikaði orð Banda-
ríkjaforseta í viðtali við bandaríska
sjónvarpsstöð á sunnudag.
„A því leikur enginn vafí að svo
lengi sem Milosevic er við völd
stöndum við frammi fyrir verulegu
vandamáli... Við verðum að finna
úrræði til að tryggja að Milosevic
geti ekki miklu lengur beitt fólk á
þessu svæði kúgun,“ sagði Blair.
riðnófdagkl. 17-19
ásamt efstu frambjóðendum
Framsóknarflokksins f Reykjavfk
Ný f ramsókn
til nýrrar aldar
.