Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 35

Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 35 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell GRETAR Reynisson í Gallerí Ingólfsstræti 8. Nýjar bækur • KOKKTEILAR er eftir David Biggs í þýðingu Atla Magnússonar. Bókin er prýdd fjölda lit- mynda og í henni eru yfír hundrað aðgengilegar upp- skriftir að jafnt sígildum sem óvenjulegum hanastélum, segir í fréttatilkynningu. Einnig eru uppskriftir að di-ykkjum eins og Black Russian og Harvey Wallbanger, en einnig fágætar blöndur eins og Banana Bomber og Cactus Flower. Þá er í bókinni úrval af óáfengum drykkjum. David Biggs hefur skrifað nokkrar bækur og greinar um vín, m.a. um hanastél. Hann heldur reglulega fyrirlestra um vínsmökkun og telur að hver tegund búi yfír góðum eiginleik- um sem njóta beri án fordóma. Utgefandi er Islendinga- sagnaútgáfan/Miminn bókaút- gáfa. Bókin er 128 bls. prentuð í Singapore. Bókin er á tilboðs- verði í apríl á 1.490 kr. Áður aðeins í tískublöðum Nú fáanlegt í ‘Vuíbttíií Brauð dagsins, mynd vikunnar MYNPLIST Ingólfsstræti 8 TEIKNINGAR/BRAUÐ GRETAR REYNISSON Opið frá 14-18 fimmtudag til sunnu- dags. Sýningunni lýkur 25. apríl. SÝNING Gretars Reynissonar ber yfírskriftina „1998“ og er eins konar framhald eða tilbrigði við sýn- ingu sem hann hélt í febrúar á síð- asta ári. A þeirri sýningu var við- fangsefnið árið 1997, en allt það ár hafði Gretar á hverjum degi unnið litla teikningu á krossviðarplötu og auk þess eina sjálfsmynd á pappír. Sýningin var þannig eins konar dag- bók í myndum og þar sem verkun- um var raðað í tímaröð gátu áhorf- endur fylgt listamanninum eftir gegnum árið, séð hvernig hann kom undan vetri, upplifað með honum bjartsýni sumarsins og vangaveltur haustins. Sýningin lét ekki mikið yf- ir sér en fyrir þann sem gaf sér tíma til að skoða hana vandlega hafði hún ýmislegt að geyma, varð undarlega ágeng og áhrifamikil. Að þessu sinni gefur Gretar sér heila viku í hverja teikningu og hef- ur hana jafnframt nokkru stærri en á sýningunni fyrir ári. Þannig verða myndirnar fimmtíu og tvær en ekki 365 eins og áður. En jafnframt hefur Gretar á hverjum degi bakað eitt brauð og eru því á sýningunni ásamt teikningunum 365 brauð sem orðin eru þun' og hörð. Slík skráning á tíma, „dagbók í myndum“, er ekki óþekkt í listasög- unni, en það má einu gilda því þetta er sérstök og áhrifarík aðferð til að skrá hugmyndir og tilfinningar svo úr verði aðgengilegt og skiljanlegt samhengi. Slík skráning verður ekki úrelt þótt aðrir hafi fengist við hana áður, ekki frekar en það úreldist að skrá dagbók í orðum þótt ótalmargir aðrir hafi gert það á undan manni. í slíkum verkum finnur maður tímann líða og sér hugmyndir kvikna og þróast. Aginn sem listamaðurinn beitir sjálfan sig í þessu reglu- bundna verki sem tekur heilt ár að vinna skilar sér til áhorfandans og hann skynjar regluna og þá skýru hugsun sem af henni kviknar. Líkt og sýning Gretars á síðasta ári verð- ur þessi sýning áhrifamikil þegar hún er skoðuð vandlega og fyrir þann sem skoðaði vel fyrri sýning- una vaknar tilfínning sem er ekki ósvipuð því að lesa annað bindið í langi-i skáldsögu, að kynnast fram- haldinu af sögunni sem maður las 1 fyira. Óperutónleikar í E gilsstaðakirkju OPERUSTUDIO Austurlands heldur óperutónleika í Egils- staðakirkju á morgun, miðviku- dag kl. 20.30. Þetta eru fjáröfl- unartónleikar vegna uppfærslu á Töfraflautunni eftir Mozart á komandi sumri á Eiðum og end- ir á söngferðalagi hópsins um Austurland nýlega. A efnisskránni eru óperuarí- ur, dúettar og kórar, m.a. Báts- söngur úr ævintýrum Hoff- manns eftir Offenbach, Aría úr ópemnni Astardrykknum eftir Donizetti, Habanera og Söngur nautabanans úr óperunni Car- men efír Bizet og þættir úr óp- erunni Töfraflautan eftir Moz- art. Píanóleikarar eru Suncana Slamnig og Keith Reed. SKRIFSTOFUHUSNÆÐI 54 FM Til sölu er 54 fm (brúttó) innréttað skrifstofuhúsnæði ó 2. hæð með sérinngangi frá stigahúsi. Húsnæðið er í Armúla. Það skiptist í skrifstofuherbergi og afgreiðslu. Húsnæðið er laust. Söluverð er kr. 3.990 þús. Nánari upplýsingar veitir Hanna Rúna á skrifstofutíma í síma 515 5500. Þar sem hver mynd er nú unnin á heilli viku er hún auðvitað jafnframt meira unnin og í henni meiri ígrundun og yfirlega. Hver mynd fær að þróast í viku áður en hún er lögð til hliðar og í myndunum birt- ast gjarnan munstur, oft byggð á hringformum og samhverfum drátt- um. Að þessu leyti til er sýningin nokkuð ólík þeirri fyrri. Hér skynj- ar maður ekki hið beina flæði sem þarf til að vinna mynd daglega, vinna hana hratt og leggja hana síð- an frá sér. En á móti kemur að mað- ur fær að kafa dýpra í hugarheim og myndhugsun listamannsins. Tíminn líður hér hægar en áður, en gefur jafnframt meira tilefni til um- hugsunar. I sýningarski'á er vandaður texti eftir Ólaf Glslason, sérfræðing hjá Listasafni Islands, þar sem hann bendir á að Gretar veki „áleitnar spurningar um skilning okkar á tím- anum og verunni". Víst er að þessi hógværa sýning er bæði vönduð og vandlega ígrunduð og gott framhald af afbragðsgóðri sýningu Gretars á síðasta ári. Jón Proppé Nýjasta línan frá AI5T\ AHDO PCDLLini derign Dömuskór Art 3651 WALK itir: Svartur og silfurlitt Art 3719 LAST litir: Svartur og grár Herraskór Art 9067 GUMP skóverslun___________ Kringlan, s. 553 2888 KFUM ÆíKFUK Sumarbúðir KFUM og KFUK Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK Hólavatni, Vindáshlíð, Ölveri og Kaldárseli hefst miðvikudaginn 21. apríl. Vikuflokkar fyrir 7-15 ára börn og unglinga. Spennandi og fjölbreytt dagskrá við allra hæfi. Vikudvöl í sumarbúðunum kostarfrá kr. 15.900 - 16.700 Flokkaskár sumarsins er að finna á bls. 629 í textavarpi sjónvarpsins og á heimasíðu KFUM og KFUK, www.kfum.is. Skráning í húsi KFUM og KFUK á mótum Holtavegar og Sunnuvegar. Opið kl. 8-16, sími 588 8899. Frísk félög fyrir hressa krakka! Skráning i sumarbúdirnar Vatnaskógi er þegar hafin!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.