Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 38

Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SKAGFIRSKA söngsveitin. Árlegir vortónleikar Skagfírsku söngsveitarinnar í Reykjavík Krýningarmessa Mozarts í Langholtskirkju Reykjalund- arkórinn syngurinn sumarið REYKJALUNDARKÓRINN held- ur tónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld, síðasta vetrardag, kl. 20.30. Kórinn er að mestu skipaður starfsmönnum Reykjalundar og mökum þeirra og er þetta þrettánda starfsár hans. Efnisskráin er fjöl- breytt, sígild tónverk, bæði innlend og erlend. Asdís Arnalds syngur ein- söng með kórnum. Stjórnandi kórs- ins í gegnum árin hefur verið Lárus Sveinsson og undirleikaj-i er Hjördís Elín Lárusdóttir. Harpa Harðar- dóttir hefur séð um raddþjálfun í vetur. Reykjalundarkórinn heldur tón- leika ásamt Rökkurkórnum úr Skagafirði í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ laugardaginn 24. apríl kl. 14. -------------- Kvennaraddir í sumarsveiflu Á SUMARDAGINN fyrsta mun Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur bjóða til söngveislu^ í Islensku óper- unni, kl. 17 og 20. Á dagskrá eru ís- lensk og erlend lög. Með Léttsveit- inni leika Árni Scheving, Pétur Grét- arsson, Rúnar Georgsson, Tómas R. Einarsson og Aðalheiður Þorsteins- dóttii-, sem er undirleikari kórsins. Einsöngvari er Jón Kr. Ólafsson. Léttsveitin hefur starfað frá árinu 1995 undir stjóm Jóhönnu V. Þór- halisdóttur og við undirleik Aðal- heiðar. í kórnum eru 120 konur á öll- um aldri sem hafa það að markmiði að sameinast í söng og gleði. SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavik heldur sína árlegu vortónleika sumardaginn fyrsta, og laugardaginn 24. apríl, kl. 17 í Langholtskirkju báða dagana. Viðfagnsefnið eru íslensk lög m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Þórar- in Guðmundsson, Eyþór Stefáns- son, Sigfús Einarsson og Björg- vin Þ. Valdimarsson. Einnig eru á efnisskránni lög eftir Hans Nyberg, G. Bizet, G.F. Hándel og Krýningarmessa W.A. Mozarts. Alls samdi Mozart 17 messur og er talið að fyrstu messuna hafi hann samið 12 ára gamall. Krýn- ingarmessan er dagsett 23. mars 1779 og hefur Mozart því verið 23 ára þegar hann samdi hana, segir í fréttatilkynningu. Skagfirska söngsveitin flytur Krýningarmessuna ásamt kamm- erhljómsveit og kammerkór Skagfirsku söngsveitarinnar. Meðal annarra verka á tónleik- unum má nefna Hallelújakórinn eftir Handel, Steðjakórinn eftir Verdi og Ave Maria eftir Nyberg. Þá frumflytur kórinn tvö lög eftir söngstjórann Björg- vin Þ. Valdimarsson. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni eru Þorgeir J. Andrésson og kórfélagarnir Kristín R. Sigurðardóttir og Guð- mundur Sigurðsson. Píanóleik annast Sigurður Marteinsson. Kórinn hyggst fara í söng- ferðalag í Skagaíjörðinn síðustu helgina í maí og halda tónleika á Siglufirði og með Karlakórnum Heimi á Hofsósi og í Varmahlíð. BÆKUR i»ýdd speki- iig trúarrit LEIÐ PÍLAGRÍMSINS OG VERALDARVISKA eftir óþekktan höfund og Balthasar Garcián í þýðingu Isaks Harðarsonar. Forlagið. 1998. VISKAN og bænin eru tvær hliðar á vitundarlífi manna og þeim má hæglega stilla upp sem andstæðum. Bænin er andleg brú yfir til guðdómsins en viskan er áþreifanlegur lærdómur aldanna, nærtækur og höndlanlegur. ísak Harðarson hefur verið drjúgur við þýðingar að undanförnu. Tvær þeirra fjögurra þýðinga sem hann hefur sent frá sér eru þvílíkar andstæður, Veraldarviska Balt- hasars Garciáns og Leið Píla- grímsins eftir ókunnan höfund rússneskan. Veraldarviska er bók full af aforismum og heilræðum tengdum daglegu lífi. Það er fátt guðlegt við þetta rit. Það er lipurlega skrifað og á að vera leiðsögn uppvaxandi spænskum stórmennum á 17. öld en bókin er rituð 1637. Sjálfur Arthur Schopenhauer þýddi ritið á sínum tíma yfir á þýsku svo að það Fréttagetraun á Netinu ý§> mbl.is _ALLTTA/= e/TTH\/A£> NÝTT hefur verið þekkt og hin þrjúhundrað gagnorðu heilræði um hvernig best sé að komast áfram í heim- inum og ná árangri í lífi og starfi hafa vafa- laust haft áhrif á sín- um tíma. Þótt margt sé vitur- lega sagt í bókinni er hún bam síns tíma og auk þess era heilræð- in oft þess eðlis að segja má að siðferðis- gildin séu fremur völt. Ollu fremur miðar höfundurinn heilræðin við hagsmuni einstaklingsins. Því eru lífsreglumar stundum út- smognar og háttprýðin sem lýst er oftar en ekki hræsnisfull og með keim af flærð. „Vertu öllum allt,“ segir á einum stað. „Gefðu gaum að skapi fólks og aðlagaðu þig því hverju sinni, hversu kátt eða alvar- legt sem það kann að vera. Fylgdu fordæmi þess en leyndu hentisem- inni eins kænlega og þér er unnt.“ Annað heilræði hljómar svo: „Gerðu skemmtilegu hlutina sjálf- ur, en láttu aðra um þá óskemmti- legu.“ En eiginhagsmunir og skynsam- leg og siðsamleg breytni fara þó oft saman í lífsreglunum: „Eini kostur valdsins er sá að þú getur látið gott af þér leiða.“ Heilræðin í þessari bók era raunar mörg hver skemmtileg lesning. Leið Pílagiimsins er allt annars konar rit. Það er rússneskt trúar- rit með fjóram frásögnum sem all- ar tengjast bæninni. Það er strannik eða pflagrímur sem segir sögurnar sem minna í senn um margt á flakkarasögur og trúai-rit. Sögusviðið er rássnesk sveit á 19. öld. Pflagrímurinn er nafnlaus og í raun lýsir sagan í heild viðleitni hans til að skilja orð Páls postula: „Biðjið án afláts." Hann tileinkar sér bænaraðferð sem hesychat nefnist og í því bænarferli leiðir hann okkur með sér í flækingsveröld píla- grímsins. Bænaaðferð- in er harla sérkennileg og byggist á því að endurtaka sömu bæn- ina allan daginn við- stöðulaust þangað til hún er orðin ósjálfráð, tengist innöndun og útöndun og slætti hjartans: „Sem þú andar að þér, þá sérðu hjarta þitt fyrir þér og segir: „Drottinn Jesú Kristui'." Sem þú andar frá þér segirðu: „vertu mér miskunn- samur!“„ Við þessa meðferð á maðurinn að fyllast hlýju í hjart- anu og öðlast eilífa sælu og nánd við guðdóminn. Frásagnir þessa pílagríms af tráarlífi sínu era vissulega ekki í takt við hugmyndir nútímamanna um tráariðkun, enda vakna spurn- ingar um öfgakennda dulhyggju við lesturinn. Frásegjanda og þýð- anda tekst þó býsna vel að halda athygli lesenda. Svo athyglisverð er sú aldarfars- og tráarlífslýsing sem þarna er á ferðinni. Það má spyrja sig um hvert er- indi slíkar bækur sem þessar tvær hafa til okkar nútímamanna. Þær auka eins og önnur þau rit sem Isak hefur þýtt að undanförnu á margbreytileika þeirrar sýnar sem okkur gefst til heimsmenn- ingarinnar. En auk þess hafa þær töluvert gildi sem góðar bók- menntir. Skafti Þ. Halldórsson Sýning á dagbókar- skrifum HJÁ Máli og menningu kemur út á morgun, miðvikudag, sýnisbók með úrvali dagbókarskrifa Is- lendinga frá Degi dagbókarinnar sem haldinn var 15. október sl., en safninu eru enn að berast að- föng. Af þessu tilefni mun Lands- bókasafn efna til sýningar á nokkrum af þeim nýju aðföngum sem bárust í átakinu 15. október sl. Sýningin mun standa út apríl- mánuð. Þá mun Hermann Þorsteinsson framkvæmdastjóri afhenda dag- bækur tengdaföður síns, Magnús- ar Gíslasonar frá Arakoti á Skeiðum, til varðveislu í hand- ritadeild safnsins. Það var Landsbókasafn fslands - Háskólabókasafn og Þjóðminja- Franskt kvöld í Kaffileik- húsinu TÓNLIST Francis Poulenc í leikhúsformi, sem flutt var í Kaffileikhúsinu 27. mars sl., verður endurtekin í kvöld, þriðjudag kl. 21. Flutt verða fiinm verka Poulenc, samin á áranum 1919-1940. í fyrstu era ljóðin flutt af Sævari Sig- urgeirssyni, leikara, en síðan tekur Þórann Guðmundsdótt- ir, söngkona, við þeim og flyt- ur ásamt hljóðfæraleikuram. Viskan og bænin ísak Harðarson • • Oðlinga- kvöld á Múlanum KVARTETT Ómars Axelsson- ar leikur á Múlanum í kvöld, þriðjudag kl. 21.30, á Múla- djassviku sem nú stendur yfir. Tónleikarnir bera yfirskrift- ina Gulldrengir meðal hljóm- listarmanna til margra ára. Hljómsveitin, sem skipuð er Ómai’i Axelssyni, píanóleikara, Hans Jenssyni, saxófónleikara, Gunnari Pálssyn, kontrabassa- leikai-a og Þorsteini Eiríkssyni trommuleikara, leikur þekkt djasslög. Auk þeiiTa koma fram söngvararinn og básúnuleikar- inn Friðrik Theódórsson, trommarinn og söngvarinn Skapti Ólafsson og trommarinn Guðmundur Steingrímsson. Skólatónleik- ar í Borg’ar- hólsskóla SÖNGDEILD Tónlistarskóla Húsavíkur verður með tónleika í sal Borgarhólsskóla í dag, þriðjudag, kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram þau Ásta Magnúsdóttir, Aðal- steinn Júlíusson, Garðar Egg- ertsson og Kristján Þórhallur Halldórsson, en þessir nemend- m- eru að ljúka 6. stigi í söng- námi. Á efnisskránni eru aríur úr óperum og söngleikjum, þýsk, frönsk og skandinavísk ljóð og íslensk einsöngslög ásamt dúettum, sem þau syngja með söngkennara sínum, Hólmfríði Benediktsdóttur. Píanóleikari er Juliet Faulkner. i—8- #1.—g- — . y ''MÍÉZZy M*}'*****, ... v*>•*?'*■**,*. 4;, T j.,1 7 •• tj . .««. .. ,.0,«., A/./T,, ' ••,«*>>v .. "-<>*■■ ■ -r- 'VT'-rý'/ : ■■p:,yrrs’.. 2 - 1 li “ 'l • ■'■■)' •■ ./í,í£T.,.,.v ../t* --4w , .&■/■:*-.. " „U x.-t ». * /o.'t... t if'-••/- ‘-X ~,Aat Ctoj '■■J ...-3,v /.■•<* „U, ***-'£& ,,«e <•<:£. *ti. .tí/i kt SÝNISHORN úr dagbók frá ár- inu 1920. safn Islands sem stóðu að dagók- arsöfnuninni. Verkefnisstjóri var Sigurður Gylfi Magnússon sagn- fræðingur. Námskeið í hlustun á klassíska tónlist ÁTTA kvölda námskeið í hlustun á sígildri tónlist hefst mánudaginn 3. maí og verður á efstu hæð veitinga- staðarins Caraso, Þingholtsstræti 1. Á námskeiðinu verða tekin fyrir valin tónverk og fjallað um helstu atriði er varða stíl, form, uppbygg- ingu og listrænt gildi. Grannt verð- ur hlustað á nokkur lykilverk tón- bókmenntanna, m.a. verða mis- munandi flytjendur bornir saman. Leiðbeinandi verður Ólafur Elí- asson píanóleikari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.