Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Um bók- mennta- stofnunina „Þetta er hin altalaða barátta um valdið yfir sannleikanum. “ Er til eitthvað sem heitir opinbert og viðurkennt viðhorf til bókmennta? Og ef svo er: Hvemig verður það til? Og hvar? Hér verður því haldið fram að til sé bókmenntastofnun sem móti viðhorf til bókmennta og skilning á þeim. Skilgreina mætti bókmenntastofnunina með eftir- farandi hætti: Sú opinbera og við- urkennda orðræða sem á sér stað um bókmenntir á hverjum tíma og þeir sem taka þátt í henni, hafa vald á henni. Hið opinbera, viðurkennda viðhorf myndast í samræðu sem á sér stað á op- VIÐHORF inberum vett- ------ vangi en hana Eftir Þröst má greina í Helgason nokkur lög. Þessi samræða er sýnilegust í fjölmiðlum eins og dagblöðum, útvarpi og sjón- varpi. Undir henni liggur svo akademískari eða fræðilegri um- ræða sem birtist í bókmennta- tímaritum á borð við Tímarit Máls og menningar, Skírni og Andvara. Slík umræða á sér einnig stað í bókum um bók- menntir og á málþingum og ráð- stefnum af ýmsu tagi. Þessi fræðilega umræða skilar sér að vissu marki inn í fjölmiðlana sem styðja sig að meira eða minna leyti við hana. Annað lag er síð- an þarna undir, ef við viljum skoða þetta á þessum lóðrétta skala, en það er sú samræða sem á sér stað inni í háskólastofnun- um sem vel að merkja mennta og móta bróðurpartinn af þeim sem taka þátt í umræðunni á báðum fyrrnefndum plönum. Það mætti ef til vill kalla há- skólastofnanirnar - svo sem Há- skóla Islands og Kennaraháskóla Islands - vöggu bókmennta- stofnunarinnar. Það er þó einkum HI sem er uppeldisstöð þeirra sem hafa vald á hinni viðurkenndu bókmennta- orðræðu, þar læra menn ákveðið klíkumál, læra að fara með ákveðin grunnhugtök og grunn- hugmyndir sem eru lyklamir að bókmenntastofnuninni, að hinni opinberu umræðu um bókmennt- ir. Þama verða sem sé bók- menntafræðingamir til sem verða síðan uppistaðan í orð- ræðusamfélagi bókmenntanna og það eru yfirleitt aðeins þeir sem geta í krafti þekkingar sinnar á opinbem orðræðunni brotið upp eða jafnvel umbylt viðteknum viðhorfum. Ef breyting verður á viðhorfum þá verður hún yfirleitt alltaf innan frá. Það er því hægt að tala um ákveðnar útilokunaraðferðir sem orðræðusamfélagið beitir. Þú þarft til dæmis að kunna skil á klíkumálinu, orðaforðanum, inn- anhringsgolfrönskunni eins og Halldór Laxness kallaði það, til þess að geta tekið þátt í hinni op- inbem umræðu um bókmenntir. Ef þú kannt ekki klíkumálið þá er ekki tekið mark á þér. Ef þú hefur ekld vald á hugtökum eins og metafóra, allegóría eða orð- ræðusamfélag þá ertu ekki gjald- gengur í umræðunni og þetta úti- lokar væntanlega bróðurpartinn af almenningi. Því má samt halda fram að til séu lokaðri orðræðu- samfélög en bókmenntirnar, til dæmis læknisfræðin þar sem annars vegar er talað um lækna og hins vegar skottulækna. En þá er hægt að spvrja hvort og þá hvaða áhrif bókmennta- stofnunin hefur á bókmennta- sköpun? Við gætum líka spurt: Þurfa rithöfundar ef til vill að kunna skil á klíkumáli stofnunar- innar til þess að vera gjaldgengir rithöfundar, til að hljóta áheyrn? Þurfa þeir ekki að kunna að skrifa í samræmi við hugmyndir hennar til þess að vera inni? Verða þeir ekki að kunna að brjóta upp á réttan hátt? Verða þeir ekki, eins og fræðimennirnir, að vera inni í stofnuninni og hafa vald á hugtökum hennar og hug- myndum til þess að geta bylt við- teknum viðhorfum, skrifað eitt- hvað nýstárlegt? Er skýringanna á misjöfnum viðtökum nýstár- legra verka ef til vill að leita í því að höfundar þeirra eru ekki allir innan stofnunarinnar? I sumum tilfellum er reyndar hægt að tala um að bókmennta- stofnunin sé hreinlega ekki í stakk búin til þess að taka við ný- stárlegum verkum. Þannig er oft talsverður vandræðagangur á rit- dómurum við að útskýra hvað er á ferðinni þegar fjallað er um ný- stárleg verk sem ekki falla full- komlega að skilgreiningu stofn- unarinnar á hefðbundnum bók- menntaformum - skáldsögu, Ijóði, ritgerð. Sagt er að hér sé um að ræða sambræðslu skáldsögu og ljóðs, eða að skáldsagnaformið sé brotið upp með heimspekilegum ritgerðum eða eitthvað slíkt. Fyr- ir vikið dettur verkið, sem er kannski eitthvað alveg nýtt, upp á milli stóru hefðbundnu hugtak- anna og liggur þar óskýrt, það týnist kannski alveg, hlýtur ekki viðhlítandi umræðu. Þetta lýsir ákveðnum takmörkunum bók- menntastofnunarinnar, orðræðu- hefðin er svo sterk að hún yfir- gnæfir eða kæfir sjálfa bók- menntasköpunina, nýjabrumið. Umræðan um þetta nýstárlega verk fer jafnvel að snúast meira um orðaforða stofnunarinnar, þessar takmarkanir hennar en bókmenntaverkið sjálft. Skýrt dæmi um þetta var umræðan sem átti sér stað um bækur þeirra Sigfúsar Bjartmarssonar, Huldars Breiðfjörðs, Haraldar Jónssonar og fleiri um síðustu jól. Þessi vandræðagangur er hluti af þeim vanda að ný bókmennta- fræðileg hugtök eiga oft erfitt uppdráttar, ekki síst hér á landi. Þá eru gömlu mennimir í stofn- uninni eða fulltrúar hefðarinnar innan hennar, sem kunna orðið góð skil á sinni golfrönsku, að verja sína stöðu, sín fræðilegu vígi með því að haida uppi harðri gagnrýni á allt sem ógnar stöðu þeirra og þekkingargrundvelli. Þetta er hin altalaða barátta um valdið yfir sannleikanum. Þessi valdabarátta innan stofnunarinn- ar birtist með ýmsum hætti og er oft frjó en stundum h'ka hamlandi, hún getur komið í veg fyrir eðlilega endurnýjun í fræð- unum. En það er jú alltaf undir þeim komið sem hafa fengið inn- göngu í stofnunina að bylta og breyta þegar þarf, en ekki sam- lagast. INGVAR KRISTINN ÞÓRARINSSON + Ingvar Kristinn Þórarinsson fæddist á Húsavík 5. mai 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga 7. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 17. apríl. Ingvar Þórarinsson ólst upp við ástríki og öryggi á heimili for- eldra sinna í Þórarins- húsi á Húsavík á þeim dögum þegar hjólbörur voru helstu flutningatæki almenn- ings og fólk gaf sér tíma til að leysa snærishnúta í stað þess að skera á tauma utan af pinklum og pökkum. Nánast engu var hent. Hver varð að búa að sínu og snæristaumur gat komið í góðar þarfir í eigin þágu eða annarra. Olafsgerðisnýtni, orðaði heimilisvinm- í Þórarinshúsi slíka að- haldssemi, og Ingvar vitnaði löngum til og henti gaman að. Og var þetta þó engan veginn einstakt á þeim tíma. Skáld og rithöfundar á ferð svo og bændur í kaupstaðarerindum lögðu leið sína í bókaverslun Þórar- ins Stefánssonar til að ræða við hús- bóndann, hreppstjórann og bóksal- ann, sem var fróður og vel heima í bókmenntum íslenskum, nýjum og fornum. A skrifstofu hans var skraf- að og skeggrætt um nýútkomnar bækur. Síðan var boðið upp á loft í Þórarinshúsi þar sem húsmóðirin fyrirmannleg í fasi, ljósmyndarinn og félagsmálamanneskjan, sem löng- um sópaði að, bar gestum kaffi og enn var skrafað um stund. Osjaldan var lagið tekið í Þórarinshúsi enda hjónin bæði söngvin vel og höfðu yncfi af tónlist. Ur þessum jarðvegi var Ingvar sprottinn og í slíku andrúmslofti ólst hann upp ásamt yngri systkinum sínum tveim, Stefáni og Margréti, svo og Hermanni Jónssyni, systur- syni Sigríðar Ingvarsdóttur, sem fóstraður var hjá þeim hjónum frá sjö ára aldri. Sá andi sem á heimilinu ríkti átti eftir að móta Ingvar um langa framtíð. I glöðum hópi vina var leikið og lagið tekið, fátt sem skyggði á. Þróun öll hægfara og mátti segja nokkuð fyrir um hvað næsti dagur bæri í skauti sér. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Systir- in eina lést í blóma lífsins um ferm- ingaraldur og á sama sólarhring dó og móðurafinn í sama húsi. Litlu fyrr en þessi atburður varð í Þórarins- húsi var nýhafinn sá hildarleikur sem breytti heiminum svo að hann varð ekki samur eftir. Síðari heims- styrjöldin skollin á. Ingvar hóf snemma að starfa í bókaverslun föður síns. Síðan lá leið- in í Menntaskólann á Akureyri með stúdentsprófi 1945. A þeim árum var söngkennsla að nafninu til í skólan- um og fámennur kór nemenda starf- andi. Hins vegar söng þorri nem- enda kröftuglega við ýmis tækifæri. Fyrir gráglettni örlaganna varð Ingvar ekki þeirrar náðar njótandi að vera í skólakómum. Honum sárn- aði og hann söng ekki næstu árin en það átti heldur betur eftir að breyt- ast. Að loknu stúdentsprófi gerðist Ingvar kennari við nýstofnaðan gagnfræðaskóla á Húsavík og gegndi þar fullu starfi til ársins 1966. Varð síðan stundakennari til ársins 1973. Kenndi löngum stærðfræði og eðlisfræði sem oft reyndi á kennar- ann enda fóg sem mörgum nemend- um hafa orðið þung í skauti. Starf sitt rækti Ingvar af elju og sam- viskusemi. Hann reyndist skólanum ávallt vel, vildi veg hans sem mestan og vék góðum gjöfum að honum löngu eftir að hann lét þar af störf- um. Hjá Ingvari áttu skólarnir á Húsavík löngum hauk í homi. Bókaverslun Þórarins Stefánsson- ar var stofnuð árið 1909 og er nú elsta bókaverslun starfandi á landinu utan Reykjavíkur. Ingvar tók við rekstri hennar 1945. Og í eigu hans og konu hans Bjargar var hún rekin til hans hinsta dags. Breyttir tímar vom orðnir er Ingvar tók við stjórnartaumum. Hann vildi rýma til og jafn- framt færa út kvíamar. Þeir bræður, Stefán og hann, hugðust fleygja á hauga ýmsu sem safn- ast hafði í áranna rás og höfðu borið út úr húsi þegar að bar karl föður þeirra sem fylgst hafði grannt með rekstri verslunarinnar þótt dregið hefði sig í hlé. „Ég er ekki dauður enn, drengir mínir,“ mælti hann til sona sinna. „Látið þið þetta inn aftur.“ Boðinu var hlýtt. Eftir lát fóður síns byggði Ingvar á ámnum 1966-1968 nýtt verslunar- húsnæði við Þórarinshús og tók að versla með fleira en bækur. Sem kaupmaður var Ingvar fyrir- greiðslusamur í besta lagi. Lagði metnað sinn í að verða við óskum viðskiptavina sinna. Hringt var á augabragði til Reykjavíkur eftir því sem viðskiptavininn vanhagaði um og fast var ýtt á eftir að sent yrði um hæl. Þessarar greiðasemi sinnar naut Ingvar hjá viðskiptavinum sín- um. Og ýmsum sem raun var að búð- arrápi þótti þægilegt, þegar velja þurfti gjöf, að fá góðar ábendingar frá Ingvari og skjóta afgreiðslu af hans hendi. Þórarinn, faðir Ingvars, hafði um árabil verið formaður Húsavíkur- sóknar og jafnframt gjaldkeri, síðar safnaðarfulltrúi. Hafði kirkjulykill- inn því löngum verið í fóram Þórar- ins og þangað leituðu þvi gestir sem skoða vildu kirkjuna. Éftir að Þórar- inn hætti afskiptum af kirkjulegum málum var lykillinn geymdur í versl- uninni og kom í hlut Ingvars um ára- tugaskeið að sýna kirkjuna gestum, innlendum sem erlendum. Kunni flestum betur að segja sögu hennar. Kvað það eitt ánægjulegasta vek sem hann innti af höndum. Oft varð hann um helgar að sinna slíku kvabbi og taldi ekki eftir sér. Þegar hann hætti þeim starfa reyndist ekki auðvelt að Ieysa þann vanda sem þá varð til. Ingvar fékk að heyra að þama væri um hagsmuni að ræða er ferða- menn versluðu hjá honum, jafnframt því sem þeir skoðuðu kirkjuna. Átti hann til að opna verslun sína fyrir slíkum gestum þegar aðrar verslanir vom lokaðar. Vegna þessa var hann eitt sinn kallaður fyrir sýslumann Þingeyinga. Ingvar gerði grein fyrir máli sínu, taldi hneisu íyrir Húsavík þegar ferðamenn úr fjarlægum lönd- um kæmu í fyrsta og eina sinn til Húsavíkur, oft í leiðindaveðri, og hefðu þá sögu eina að segja frá þeim stað að þar væri lítil fyrirgreiðsla og naumast hægt að komast á snyrt- ingu. Þetta kvaðst Ingvar ekki þola samvisku sinnar vegna og staðarins hvað sem öllum reglum liði. Stund- um bryti nauðsyn lög. Sýslumaður hlýddi á, stóð síðan upp úr sæti sínu, gekk til Ingvars, tók í hönd honum, þakkaði honum komuna og ámaði honum heilla með vel rekið fyrirtæki í eigin þágu og staðarins. Þar með lauk því máli. Var þó ekki eðli Ingv- ars að misvirða lög og reglur. En sú tíð kom að afgreiðslutími verslana var rýmkaður. Vegna þjónustulipurðar Ingvars, m.a. vð erlenda ferðamenn sem leið áttu um Húsavík, fékk hann iðulega bréf og kort frá þeim þar sem látið var í Ijós þakklæti fyrir veitta fyrir- greiðslu. Éitt sinn sem oftar sat ég á skrifstofu hans er hann tók upp póst sem borist hafði. Rétti hann mér þá úrklippu úr spönsku blaði þar sem sagði frá fór ferðamanns til Islands og hann hvatti þá sem þangað legðu leið sína að koma við í bókaverslun á Húsavík á Norðurlandi þar sem þeir fengju einstaka fyrirgreiðslu. Slik vinsemd var Ingvari ánægjuefni sem ekki varð til fjár metin. Það olli Ingvari nokkrum sárind- um er hann á sínum tíma þótti ekki hæfur til að syngja í kór. Það var ekki fyrr en mörgum ámm seinna að hánn áræddi að syngja með karlakórnum Þrym á Húsavík og þótti þar ekki lakari en svo að hann var látinn syngja einsöng með kórn- um. Það jók honum sjálfsöryggi á þessum vettvangi. Hann söng með kirkjukór Húsavíkur áratugum sam- an. Og loks stofnaði hann ásamt Stefáni bróður sínum og tveim fé- lögum þeirra kvartett sem hlaut nafnið Tónakvartettinn á Húsavík, starfaði í nokkur ár og yljaði mörg- um sem á hann hlýddu því allvíða fór kvartettinn og hélt söngskemmt- anir. Ingvar söng ætíð 1. tenór. Undirleikari kvartettsins var Björg Friðriksdóttir, eiginkona Ingvars. Hún var dóttir sr. Friðriks A. Frið- rikssonar og Gertmd Friðriksson. Og má nærri geta að kynni Ingvars af tengdaforeldrunum hafa glætt tónlistaráhuga hans, jafnáhrifamikil og ötul og þau hjón voru í tónlistar- lífi Húsvíkinga um árabil. En víðar lét Ingvar að sér kveða en syngja í kómm og sitja þar í stjórn, hann var og einn af hvata- mönnum þess að tónlistarskóli var stofnaður á Húsavík og í kjölfarið var hann driffjöður þess að ýmsum kunnum tónlistarmönnum var boðið til Húsavíkur til að halda þar tón- leika. Þar mæddi mest á Ingvari þar sem hann m.a. annaðist það van- þakkláta verk að selja miða að tón- leikunum, koma þeim til styrktar- manna, hljóp þá gjarnan út úr búð sinni væri einhver líklegur úti fyrir sem selja mætti miða. En með þessu móti fékkst oft trygging fyrir góðri aðsókn og listafólkið var himinlif- andi yfir aðsókninni. Eftir slíka tón- leika var þessum góðu gestum ásamt nokkrum heimamönnum gjarnan boðið til kaffidrykkju á heimili þeirra Ingvars og Bjargar og setið og spjallað þar í góðum fagn- aði. Stundum henti að aðgangseyrir dugði ekki fyrir kostnaði við komu þessa listafólks og greiddi Ingvar þá úr eigin vasa. Þannig átti Olafsgerð- isnýtnin sér ýmsar hliðar sem ekki vora alltaf tíundaðar enda ekki til þess ætlast. En maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðmm meiri en hann sjálfur. Það sannaðist og hér. Árið 1947 gekk Ingvar að eiga Björgu Friðriksdóttur. Saman unnu þau við fyrirtækið og óþreytandi hefur hún verið að styðja við bakið á manni sínum að tónlistarmálum, m.a. með undirleik og þrotlausum raddæfing- um árum saman á heimili þeúra hjóna. Ætíð reiðubúin að taka á móti gestum, oft með litlum fyrirvara. Og hefir henni þá komið vel að þekkja eitthvað svipað frá uppvaxtarárum sínum á heimili foreldra sinna. Að tónlistar- og félagsmálum hafa Ingv- ar og Björg unnið um langt árabil, notið þess starfs en jafnframt auðg- að mannlíf á staðnum með framlagi sínu. Sem þakklætisvott vora tón- leikar haldnir til heiðurs þeim hjón- um í Húsavíkurkirkju í nóv. 1995 þar sem kunnir listamenn komu fram og fjöldi Húsvíkinga var við- staddur. Ingvar var félagslyndur maður og gegndi mörgum trúnaðarstörfum um ævina, starfsamur hvar sem hann gekk að verki og lét ekki sitt eftir liggja, drattaðist aldrei með. Hann var vinfastur, hreinskiptinn, glað- lyndur jafnan, ör á stundum og sagði mönnum til syndanna mislíkaði hon- um eitthvað. En jafnan hvarf sú gremja fljótt. Fyrir nokkmm ámm kenndi Ingv- ar sjúkleika sem ölli því að hægt og bítandi hvarf honum heimurinn og hann heiminum. I því stríði mæddi mest á hans nánustu, ekki síst eigin- konunni sem studdi hann og styrkti sem fyrr, allt til hinstu stundar. Erfiður endir á lífi sem um margt hafði verið ánægjuríkt. Húsavíkurkirkju unni Ingvar, hús- inu tignarlega sem stóð handan göt- unnar þar sem hann ólst upp og starfaði um ævina. Því húsi hafði hann þjónað um langt árabil, verið formaður sóknarnefndar, haft þar lyklavöld, átt þar margar gleðiríkar stundir, sungið og sagt ótölulegum fjölda sögu hennar. Þar kveður hann í dag. Góður vinur er genginn. Blessuð sé minning hans. Sigurjón Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.