Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 50

Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 50
;j>0 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGAR Frá Háskóla íslands Félagsvísindadeild A. Viö félagsvísindadeild Háskóla íslands, stjórnmálafræöiskor, er laust til umsóknar starf lektors í stjórnmálafrædi með alþjóda- stjórnmál að sérsviði. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi í stjórnmálafræði og sannað hæfni sína til sjálfstæðra rannsókna. Meðal æskilegra kennslu- og rannsóknarsviða eru kenningar í alþjóðastjórnmálum, alþjóðleg öryggismál, Evrópusamvinna og utanríkismál íslands. B. Við félagsvísindadeild Háskóla íslands, stjórnmálafræðiskor, er laust til umsóknar starf dósents í íslenskum stjórnmálum í stjórn- málafrædi. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í stjórnmálafræði. Ráðið verður í starfið á haustmánuðum 1999 eða eins fljótt og dómnefnd hefur lokið störfum. Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, stjórnunar- og kennslureynslu og vísindastörf og einnig 5—10 '-helstu fræðilegar ritsmíðar sínar sem þeir óska að teknar verði til mats. Umsækendur þurfa að gera grein fyrir því hverjar rannsóknarniður- stöður sínar þeir telja markverðastar og jafn- framt hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í greinum þar sem höfundar eru fleiri en um- sækjandi. Laun eru skv. kjarasamningi Félags hálskóla- kennara og fjármálaráðherra, og raðast starf lektors í launaramma B en starf dósents í launaramma C samkvæmt forsendum röðunar starfa í samkomulagi aðlögunarnefndar. Umsóknarfrestur ertil 17. maí 1999 og skal umsóknum og umsóknargögnum skilað í þríriti til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal- byggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nán- ari upplýsingar gefur Gunnar Helgi Kristinsson, skorarformaður stjórnmálafræðiskorar í síma 525 4521, netfang ghk@rhi.hi.is. Viltu vinna heima? Hlutastörf: 70—120 þús. krónur á mánuði. Fullt starf: 250 þús. krónur á mánuði. Frí ferðalög fyrir duglega aðila. Upplýsingar gefur Sverrir í síma 562 1600 milli kl. 9.00 og 11.00. Viltu vinna heima? Leitum að ákveðnu, dugmiklu og jákvæðu fólki. Hafðu samband við Guðjón eða Ölmu í síma 898 4346. Menntaskólinn á Egilsstöðum, 700 Egilsstaðir, sími 471 2500 Lausar stöður frá 1. ágúst 1999: Efnafrædi, 50—100% staða. Franska, 100% staða. Enska, 100% staða til eins árs. Enska, 75% staða. Ferdaþjónustugreinar, 50% staða. íslenska, 75% staða til eins árs vegna forfalla. íslenska, 50% stða til eins árs. íþróttir, 50% staða til eins árs. Sálar- og uppeldisfræði, samskipti og tjáning, 100% staða. Sérkennsla, 50—100% staða. Stærdfræði, 100% staða. Viðskiptagreinar og tölvufr., 75—100% staða. Krafist er háskólamenntunar og kennslurétt- inda í viðkomandi greinum. Laun samkvaémt kjarasamningi HÍK/KÍ og ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skólameistara Mennta- skólans á Egilsstöðum, sem einnig veitir nánari upplýsingar í símum 471 2501 og 471 3820. Netfang: hob@ismennt.is. Umsóknarfrestur rennur út 7. maí 1999. Skólameistari. Kennarar óskast Við Lýsuhólsskóla í Snæfellsbæ eru lausartil umsóknar kennarastöður. Kennslugreinar, auk almennrar kennslu, eru: íþróttir, myndmennt, handmennt, vélritun, heimilisfræði og sér- kennsla. Skólinn erá sunnanverðu Snæfellsnesi. Nem- endur eru rúmlega 40 í 1. —10. bekk. Umsókn- arfrestur ertil 15. maí og skulu umsóknir send- ar til skólastjóra, Guðmundar Sigurmonssonar, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar. Vs. 435 6830, hs. 435 6698. Flúðaskóli — kennarar Stöður kennara eru lausartil umsóknar. Kennsla er á mið- og unglingastigi. Umsóknir berist fyrir 1. maí. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 468 6601 og aðstoðarskólastjóri í síma 468 6435. Afgreiðslu- og sölumaður Húsgagna- og gjafavöruverslunin Casa óskar eftir að ráða til starfa sem fyrst starfskraft í heilsdagsstarf með mikla sölu- og afgreiðslu- hæfileika. Æskilegur aldur er 30—35 ára. Lögð er áhersla á snyrtimennsku og heiðarleika. Verslunin flytur inn hágæða vörur m.a. frá Frakklandi, Italíu, Þýskalandi og Finnlandi. Góð ensku-, tölvu- og Internetkunnátta er skilyrði. Launakjöreru samningsatriði. Meðmæli óskast. Skrifleg umsókn, ásamt mynd, sendist fyrir 25. apríl 1999 í pósthólf 5301, 125 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. JAFNINGJAFRÆDSLA FRAMHALDSSKÓLANEMA Sumarstörf í Jafningjafræðslunni Sumarstörf við Jafningjafræðsluna sumarið '99 eru laus til umsóknar í Vinnumiðlun skóla- fólks í Hinu húsinu. Leitað er eftir fólki á aldrinum 16—25 ára. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Sumarstarf Óskum eftir vingjarnlegu, sveigjanlegu og áhugasömu fólki í fullt starf/hlutastarf hjá fyrir- tæki í miðbænum, sem sérhæfir sig í gjaldeyr- isþjónustu fyrir ferðamenn. Við bjóðum upp á alhliða starfsþjálfun. Hafir þú reynslu af sölustarfi, þjónustustarfi á hóteli, veitingahúsi, gjaldkerastarfi, helst sem tengist gjaldeyrisþjónustu, þá vinsamlegast hafið samband við Valgerði Dagmarsdóttur í síma 552 3752. Löggittur skjalaþýðandi óskar eftir aðstoðar- eða samstarfsmanni í hálft eða fullt starf. Kraftist er góðrar ensku- kunnáttu og helst einhverrar reynslu af þýðing- um. Ekki er verra að umsækjandi hafi ensku að móðurmáli ef íslenskukunnátta er góð. Þekking eða áhugi á viðskiptum, fjármálum og íslensku atvinnulífi telst kostur. Til greina kemur að ráða lærling sem hyggst afla sér lög- gildingar sem skjalþýðandi. Umsókn, merkt: „L — 7906", sendisttil af- greiðslu Mbl. fyrir23. apríl. R AOAUGLYSING A VI ÍMIMU VELAR HUSNÆÐI i BOQ TILK YNNINGAR GROVE bílkrani model T.M.S 300LP til sölu. Upplýsingar í símum 481 2224 og 893 1124. Til leigu Til leigu um 150 fm björt og góð skrifstofuhæð í nágrenni við miðbæinn. Góð bílastæði. Laus nú þegar. Tilboð, með upplýsingum um lengd leigutíma, leiguupphæð og hvaða starfsemi erfyrir- huguð, sendist til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 22. apríl nk., merkt: „Laus skrifstofuhæð". Hafnarfjörður Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði til- kynnist hér með, að þeim ber að greiða leiguna fyrir 1. maí nk., ella má búast við að garðlönd- in verði leigð öðrum. LISTMUNAUPPBOÐ Bæjarverkfræðingur. TIL SÖLU Er óttinn valdatæki? Hér hefur mjög verið fylgst með skoðunum fólks og hvenær og hvort það kýs í almennum leyni- legum kosningum. Skýrsla um samfélag, sem lýsir stjórnarháttum aðgerðarleysis og þagnar íæst í Leshúsi, Reykjavík. Listaverk Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum gömlu meistar- anna. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, s. 551 0400. Fríkirkjan í Reykjavík Adalsafnadarfundur Fríkirkjunnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl kl 20.00. Fundurinn hefst í kirkjunni með helgistund en færist síðan yfir í sal safnaðarheimilisins. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Safnaðarstjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.