Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigríður Laufey
Árnadóttir
fæddist að Gröf í
Eyjafjarðarsveit 13.
desember 1909.
Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Seli á Akureyri 8.
apríl siðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá
Akureyrarkirkju
16. apríl.
r Förinni var heitið til
fyrirheitna landsins.
Lítill strákur úr Reykjavík með
foreldrum sínum á leið til bæjarins
sem var sveipaður töfrum, baðaður
norðansólinni og umvafinn trjám
svo langt sem augað eygði. Akur-
eyri. Þangað var gaman að koma.
Þar var mitt Disneyland. Auðvitað
var gist hjá Ubbu og Kára. Annað
kom ekki til greina. Þar var ætíð
nóg pláss, þótt herbergin væru
ekki stór. I augum lítils drengs var
húsið þeirra höll, þar sem Kári var
konungur og Ubba drottningin.
Margar af hjartfólgnustu minning-
um úr bernsku streyma fram þeg-
jar ég hugsa til þessara einstöku
hjóna. Að sitja inni í sólbaðaðri
stofu með nafna mínum og fá kaffi
og kökur á diski frá Ubbu. Lífið
gerðist nú ekki betra en það. Nú,
eða brauðsneið með norskum
geitaosti. Ubba vai- einstök hús-
móðir og hún spurði mann jafnan,
eftir að maður var búinn að fá sér
þrisvar á diskinn: „Ertu ekki
svangur, vinurinn minn? Þú borðar
ekkert.“ Maður átti ekkert svar við
þessu annað en að fá sér enn á ný.
•- Ubba var hlý kona, lágvaxin og
þétt, síbrosandi og hlæjandi. Eg
minnist þess þegar hún klæddi sig
upp með móður minni. Förinni var
heitið í bæinn. Þá var ekkert til
sparað og var ekki um að villast,
þetta voru fínustu konur á Akur-
eyri. Kári þurfti svo ekki nema að
setja upp hattinn, þá
var allt fullkomið.
Leiðin lá auðvitað í
Amaro, KEA og aðrar
ævintýrabúðir. Eftir
bæjarferðimar var svo
auðvitað haldið aftur
heim á leið til nægta-
borðanna í höllinni. Þá
var nú gaman að lifa,
Ubba og Kári sáu til
þess.
Ubba og Kári
byggðu einstakt heim-
ili er geislaði af gleði,
rausn og hlýju. Eg var
svo lánsamur að njóta þess sem
barn.
Megi geislar norðansólar lýsa
þér veginn heim, Ubba mín.
Jóhannes Kári Kristinsson og
ijölskylda, Bandaríkjunuin.
Sigríður Laufey Amadóttir -
Ubba frænka - var af eyfirskum og
austfirskum ættum. Faðir hennar
var Ámi S. Jóhannsson, síðast að-
algjaldkeri KEA og bæjarfulltrúi á
Akureyri og móðir hennar var
Nikolína Sigurjóna Sölvadóttir
ömmusystir mín, ættuð úr Loð-
mundarfirði og frá Brú á Jökuldal.
Hugurinn reikar tæpa hálfa öld til
baka þegar ég kom fyrst á heimili
Ubbu frænku og Kára á Skólastíg
1 á Akureyri og fann lífsgleðina
sem þar ríkti. Hjartahlýjan og
frændræknin höfðu mikil áhrif á
drenginn sem nokkrum árum síðar
fór í skólaferð norður til Akureyrar
og lét þá verða sitt fyrsta verk að
heimsækja frænku sína á Skóla-
stígnum. Örlögin höguðu því svo
þannig, að sunnlenski drengurinn
settist um haustið í Menntaskólann
á Akureyri þar sem hann og Arni
síðar dýralæknir, eldri sonur Ubbu
og Kára, urðu bekkjarbræður í
fjóra ógleymanlega vetur. Frænka
mín lét sér einkar annt um ungan
frænda sinn og á Skólastígnum var
annað heimili hans þessa fjóra vet-
ur á Akureyri. Þegar við Ái-ni út-
skrifuðumst frá MA í stórhríðinni
17. júní 1959, var það Ubba frænka
sem kom með og festi drottningar-
blómið eða nellikuna í barm ungu
mannanna. Frænka hugsaði alltaf
fyrir hlutunum.
Vinir og vandamenn og skólafé-
lagar sonanna tveggja drógust að
þessu hlýja og glaðværa viðmóti
sem þeim mætti. Höfðingsskapm-
og gestrisni, glaðværð og félags-
lyndi voru aðalsmerki heimilisins og
Ubba frænka var í essinu sínu þeg-
ar skólafélagar og vinir Arna og
Gunnars settust við veisluborðið
sem alltaf var boðið til og þar var
sannarlega glatt á hjalla. Minning-
arnar frá heimsóknum á Skólastíg-
inn eni ofarlega í huganum, þegar
hann reikar til þessara ára. Ubba
frænka var hláturmild og glaðsinna.
Hún var vel heima í ættfræðinni og
óþreytandi við að miðla af þjóðleg-
um fróðleik og glæða áhuga unga
fólksins á frændsemi, ættartengsl-
um og sögu forfeðranna. Með henni
er genginn einn af þessum sérstöku
tengiliðum kynslóða aldamótanna
tveggja, ef svo mætti segja. Heilsu
Ubbu frænku fór hrakandi eftir að
þau hjónin urðu að sjá á bak Áma
syni sínum, sem lést í blóma lífsins
frá konu og ungum bömum, hinn 1.
október 1980, eftir tveggja ára
harða baráttu við miskunnarlausan
sjúkdóm. Við bekkjarsystkin hans
og vinir úr MA sem fylgdum honum
til grafai-, gleymum hvorki honum
né foreldmm hans og minningin er
okkur kær.
Örlögin hlífðu ekki frænku minni
og hún varð að vera á sjúkrahúsi
mörg síðustu æfíárin, háöldruð og
farin að heilsu. I síðasta skiptið
sem ég kom til hennar, voram við
bræðurnir tveir saman. Hún gat
ekki tjáð sig, við horfðumst í augu
og ég þrýsti hönd hennar. Allt í
einu sagði hún. „Drengir mínir“!
Það þurfti ekki fleiri orð. Ubba
frænka er horfin sjónum, en í
minningunni lifir hún lengi og það
eru margir sem þakka henni sam-
fylgdina.
Skúli Jón Sigurðarson.
SIGRIÐUR LAUFEY
ÁRNADÓTTIR
KJARTAN Ó.
KJARTANSSON
+ Kjartan Ó.
Kjartansson
fæddist í Reykjavík
4. júlí 1913. Hann
andaðist á heimili
sínu í Reykjavík 15.
mars síðastliðinn.
Hinn 4. júní 1938
kvæntist Kjartan
Guðríði Rósborgu
Jónsdóttur frá
Súðavík, f. 6. febrú-
ar 1915, d. 17. júlí
1981. Eignuðust þau
tvo syni; Kjartan
Þór, f. 18. niaí 1947,
og Jón Grétar, f. 1.
ágúst 1949.
Utför Kjartans fór fram frá
Fossvogskapellu 30. mars.
Ég man eftir tóbaksklútum á öll-
um snúranum í _ þvottahúsinu á
Njarðargötu 47. Ég man eftir að
læðast upp til Kjartans og fá
brjóstsykur þegar amma og Kata
vora í djúpum samræðum á neðri
hæðinni. Ég man eftir að fara heim
af Njarðargötunni um páska með
tvö páskaegg númer sex. Ég man
eftir bakinu á Kjartani sitjandi á
stól hreyfast góðlátlega upp og nið-
ur þegar hann hló. Ég man eftir
neftóbaksslóðinni sem hann skildi
eftir sig alls staðar. Ég man eftir
ömmu að býsnast og að stjóma
hlutunum í símann, í gegnum Kötu.
Ég man eftir jóla- og afmæliskort-
unum undiiTÍtuðum: „Þinn einl.
frændi KÓK“. Ég man efth- Kjart-
ani að keyra Kötu allt sem hún
þurfti að fara. Ég man eftir Kjart-
ani alltaf blíðum og góðum. Ég man
eftir Kjartani fyrir tíu áram að
kveðja ömmu mína hinstu kveðju
með orðunum „Farvel systir“.
Það var þegar ég heyrði þessi
orð á sínum tíma sem þyrmdi yfír
mig. Það þyrmdi yfir mig að amma
mín væri farin og kæmi aldrei aft-
ur. Það þyrmdi líka yfir mig vegna
smæðar minnar; hvað ég man lítið
og hvað þetta full-
orðna fólk á sér langa
sögu, hvað það hefur
upplifað margt og
hvað það man margt.
Einhvern tíma voru
þau bara lítil börn,
amma, Kata og Kjart-
an. Þau höfðu alltaf átt
hvert annað að og þau
voru náin systkini. Ég
naut góðs af því.
Vegna þess hve sam-
gangur var mikill fékk
ég að kynnast systkin-
um ömmu minnar vel
og Kjartan vai- alltaf mikill uppá-
haldsfrændi. Nú era þau öll farin.
Það í fari Kjartans sem er mér
minnisstæðast er áhugi hans á fólki.
Áhugi hans var einlægur, hann
spurði alltaf frétta og fylgdist vel
með því sem maður var að gera
hverju sinni. Hann var sérstakur
bamavinm- og hafði einstaklega
gaman af htlum bömum. Ef maður
gekk á hann sagði hann skemmti-
legar sögur af sérstökum karakter-
um sem hann hafði kynnst um æv-
ina. Af fínum frám sem geymdu
sém í Borgundarhólmsklukkum og
af gömlum frændum sem ferðuðust
um heimsins höf og komust alla leið
til Hull. Kjartan var mikill húmoristi
og sá spaugilegar hhðar á flestum
málum, og þótt hann segði fyndnar
sögur af fólki vai- það ekki á kostnað
neins, í gegnum sögumar hans
skein fordómaleysi og manngæska.
Fólkinu hans sendi ég einlægar
samúðarkveðjur: Kjartani Þór og
Jóni Grétari og fjölskyldum þeirra,
Ástu, Guðmundi, Kjartani Ægi og
ekki síst Söndra og fjölskyldu sem
hefur staðið sig eins og hetja í um-
önnun og eftirliti með afa sínum að
undanförnu. Þessi einstaki maður
mun lifa í minningum okkar allra
sem kynntumst hlýju hans og kær-
leika.
Farvel frændi.
Málfríður Garðarsdóttir.
HOSKULDUR
EGILSSON
Höskuldur
Egilsson fædd-
ist í Reykjavík 18.
janúar 1943. Hann
lést á Landspítalan-
um 26. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Heydalakirkju 3.
apríl.
Elsku pabbi.
Kveðjustundin er
runnin upp. Það er
svo margt sem mig
langar að segja þér
enda skipar faðir alltaf órjúfanleg-
an sess í lífi ungrar stúlku. Fyrst
kemur upp í huga mér innilegt
þakklæti fyrir traust uppeldi og
ómælda ást. Þú kenndir mér
snemma að þekkja muninn á réttu
og röngu og þú sást ávallt til þess
að ég fylgdi eigin sannfæringu.
Þegar ég tók þá ákvörðun að
hætta í menntaskóla, studdir þú
mig þó ég viti að þú varst ekki al-
veg sáttur við það. En þú sýndir
líka óspart stoltið þegar ég lauk
námi síðasta vor.
Að leiðarlokum renna fyrir hug-
sjónum mínum allar minningarnar
sem eru svo Ijúfar. Það var svo
sem ekki margt sem við gerðum
tvö saman enda við fimm systkinin
úm athyglina. En það sem við
gerðum, er fyrir vikið eftirminni-
legra. T.d. þegar þú keyrðir áætl-
unarbílinn milli Egilsstaða og
Breiðdalsvíkur. Það passaði til,
þegar ég var búin í skólanum
varst þú að leggja af stað og oft
fór ég með. Stundum vora engir
í£rþegar og það fannst mér best
því þá spjölluðum við
um svo margt. Ein
ferð stendur þó upp
úr. Það var bæði rok
og rigning alla leiina
heim. Við lentum í
grjóthruni og sáum
hvernig malbikið
flettist af veginum í
mestu rokunum. Þá
hélst þú ró þinni og
komst þér og stelp-
unni þinni heilum á
húfi heim. Þá var ég
sko stolt af pabba
mínum.
Þegar ég var yngri var oft
þröng á þingi í stofunni heima, fá
sæti en margt heimilisfólk. Þá
skreið ég alltaf í fangið þitt. Mikil
ósköp sárnaði mér þegar ég mátti
ekki sitja þar á meðan þú varst að
jafna þig eftir rifbeinsbrotið. Ég
þykist vita að þér þótti það jafn-
leitt.
Þú varst pabbi sem ég var alltaf
stolt af að eiga. Allstaðar sem þú
varst réði gleðin og söngurinn
ríkjum. Lífsglaðari mann var tæp-
lega hægt að finna. Þeirri gleði
fannst þú farveg í tónlistinni. I
tengslum við Jassshátíð á Egils-
stöðum var eitt sinn skrifað:
Höskuldur Egilsson hlustaði með
öllum líkamanum. Þannig varst
þú. Jassinn var mjög mikilvægur í
þínu lífi og í gegnum hann fékkstu
útrás. En þrátt fyrir þennan mikla
áhuga á jassinum var eitt áhuga-
mál honum æðra. Það var fjöl-
skyldan. Alltaf skyldi hún höfð í
fyrirrúmi. Og það er þér og
mömmu að þakka hversu sam-
heldin og samrýnd við systkinin
erum. Betri gjöf er varla hægt að
hugsa sér. Á stundum finnst mér
Guð ósanngjarn að hafa tekið þig
svona snemma í burtu frá okkur.
En það hjálpar mér að hugsa til
þess að þú fékkst þín 56 ár til að
skapa okkur, sem eftir eram, svo
margar góðar minningar. Þú nýtt-
ir þinn tíma vel, komst þér upp
stórri fjölskyldu sem nú stendur
saman sem einn klettur í þessari
miklu sorg. Það er erfitt að takast
á við þá staðreynd að þú munir
ekki framar taka á móti, eða
kveðja gesti á tröppunum heima,
ekki framar ganga blístrandi um
húsið, senda einhvern eftir kaffinu
þínu eða syngja fyrir okkur „All of
me“. Og aldrei framar munum við
sjá skemmtilega „prakkarabrosið"
þitt, eins og Stebbi bróðir kallaði
það. En svona er víst gangur lífs-
ins og ég hef þá trú að þú munir
áfram fylgjast með okkur og
styðja.
Mig langar að lokum að láta
fylgja með nokkur orð sem þú
sagðist eitt sinn hafa leitað hugg-
unar við. Ég er sannfærð um að
þessi orð vilt þú að við notum okk-
ur til huggunar.
„Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekki um
dauðann með hai-mi eða ótta. Ég
er svo nærri að hvert eitt ykkar
tár snertir mig og kvelur, þótt lát-
inn mig haldið. En þegar þið hlæið
og syngið með glöðum hug, sál
mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur og ég, þótt látinn
sé, tek þátt í gleði ykkar yfir líf-
inu.“
Elsku pabbi minn, ég kveð þig
með kæru þakklæti fyrir allt og
bið Guð um að blessa minningu
þína.
Þín dóttir
Ragnheiður Arna.
DAÐINA
MATTHILDUR
GUÐJÓNSDÓTTIR
+ Daðína Matt-
hildur Guðjóns-
dóttir fæddist á
Arnarnúpi í Keldu-
hverfi í Dýrafirði
hinn 30. desember
1903. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 9. mars síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Háteigskirkju 17.
mars.
Það var suðvestan
andvari, sléttur sjór og
sólskin. í austri glamp-
aði á snjóþakta Goðeyju og íjall-
stoppana. Heima var frændgarður-
inn allur að fylgja henni ömmu
minni til grafar en ég stóð á dekki
við Noregsstrendur og beindi ásjón-
unni til vesturs og reyndi að láta
hug og hjarta vera hjá frændum og
vinum.
Amma Dadda tróð aldrei neinum
um tær. Það var ekki hávaði eða fyr-
irferð þar sem hún var, en nálægðin
var mikil og sterk. Hún amma var
lítil og nett og hún var stór. Eitt það
íállegasta sem var skrifað um hana
gengna er eftir hana mágkonu mína,
Sigríði, sem sagði: „Daðína vai' fal-
leg kona til sálar og líkama.“
Ég græt ekki ömmu mína látna.
Hennar tími var kominn. Hún vissi
það og vildi, og við vissum það öll.
Þess í stað þakka ég það að hafa
fengið að kynnast henni og þekkja.
Þeir era til sem halda því fram að
óvitar og hundar séu bestu mann-
þekkjarar. Bömin mín rötuðu ávallt
beint fangið á „löng-
unni“ sinni og hundarn-
ir mínir hafa alltaf
hnusað af ömmu þegar
hún kom í heimsókn,
geispað svo og hlunkað
sér á gólfið við fætur
hennar og farið að sofa.
Ég held að það sé stað-
festing á þeirri trú
minni að áran hennar
ömmu hafi verið
fjarska hrein og hvít.
Þau eru mörg minn-
ingabrotin sem tengj-
ast ömmu. Jóladagarn-
ir þegar við spiluðum
„tíu“ og ömmurnar mínar sátu á
upphlutum og drukku súkkulaði og
afi með stífaðan kraga og vasaúr, sló
með vinnulúnum hnúum í borðið og
sagði: „Ég á þennan." „Ónei,“ sagði
hún litla og fína þá stundum, „ætli
ég setji ekki dömuna mína út núna.“
Það er svo margt annað sem kem-
ur upp í hugann. Þegai' amma vann í
Karnabæ og vissi miklu meira um
tískuna en mamma og við þessi enn
yngri. Þegar amma saumaði fyrstu
„bítlabuxurnar" mínar, eða þegar
litla konan ætlaði að lemja hrekkju-
svínin í Heiðargerðinu, þegar ég
fékk að sofa fyrir ofan hana tvær
nætur ‘62 og kom grenjandi inn af
róló.
Það eitt er víst að það er fallegt
og fínt í kringum hana ömmu mína
núna eins og alltaf. Þannig á það að
vera.
Ég græt þig ekki. Ég heilsa þér.
Kveðja
Sverrir.