Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 HELGA SIGMARSDÓTTIR OG KJARTAN MAGNÚSSON + Kjai-tan Magn- ússon, bóndi og smiður á Mógili á Svalbarðsströnd, var fæddur í Lyng- holti í Ólafsfirði 12. febrúar 1911. Hann lést á Hjúkrunar- beimilinu Seli á Akureyri 15. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Sölvason og Halldóra Þor- steinsdóttir. Helga Sigmarsdóttir hús- freyja var fædd á Mógili 3. nóvember 1912. Hún lést á Seli 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigmar Jóhannesson og Sigurlaug Krist- jánsdóttir. Börn Kjartans og Helgu eru: Kristján smiður, kvæntur Ellen Hákansson íþróttakennara, þau eiga eitt barn og eitt baniabam; Unnur Gígja tónlistarkennari, gift Roar Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgr.) Einhvern veginn fmnst manni að ástvinir manns iifi að eilífu og allt verði ætíð óbreytt. Svo er auðvitað ekki. Lífið gengur sinn gang og dauðinn er jú hluti af tilverunni. Elsku amma og afi. Við kveðjum ykkur með söknuði, en minnumst með þakklæti allra yndislegu stund- anna, sem við áttum með ykkur. Við trúum því að nú líði ykkur vel og þið haldið saman á vit nýrra ævintýra. Guð veri með ykkur. Inga Helga, Helga, Jón Aðalsteinn, Magne, Kjartan, Hulda og Ellert. Kvam tónlistarmanni og skóla- stjóra, þau eiga tvö börn; Hall- dóra Marý bóndi, gift Páli Heið- ari Hartmannssyni bónda, þau eiga tvö böm og Halldóra átti eitt fyrir hjónaband. Kjartan og Helga verða jarðsett frá Svalbarðskirkju á Sval- barðsströnd í dag og hefst af- höfnin klukkan 14. Kær frænka, Helga Sigmarsdótt- ir, frá Mógili á Svalbarðsströnd, er látin. Hún kvaddi þetta jarðlíf á sól- fögi-um páskadegi, jafn kyrrlátt og hljótt eins og hún lifði. Ég var smá- stelpa þegar ég kom að sunnan í heimsókn í Mógil að beiðni fóður Helgu. Hann var ekkjumaður eftir langömmusystur mína og var ég iát- in heita í höfuðið á konu hans. Mér var vel tekið í Mógili og þau heið- urshjón Helga og Kjartan eru í mín- um huga amma og afi. Amma í Mógili var mikill dýravinur og henni var blómarækt afar hugleikin. Manni virtist alltaf sem það væri sumar í stofunni hjá þeim og blóma- angan lagði um allt bæði úti og inni. Mér er efst í huga á þessari kveðjustund innilegt þakklæti til ömmu í Mógili fyrir alla hlýjuna og notalegheitin sem hún sýndi mér og mínum. Þakklæti til þeirra beggja fyrir að leyfa mér að eiga stað hjá þeim og fyrir að vera jafnmikilvæg fyrir mig og bömin mín, eins og raunveruleg amma og afi. Guð blessi minningu Helgu og gæti fólksins hennar alls. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Sigurlaug. Kjartan afi í Mógili, var stór hluti af lífi mínu, rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara en að hafa litlar frænk- ur konu sinnar í fóstri, ekki bara á sumrin heldur seinna árið um kring. Það var fátt sem togaði mig meira burt frá ástríku heimili foreldra minna en hugsunin um Mógil, sólina sem ávallt skein í Eyjafirði, tré- smíðalyktina og fjósalyktina af Kjartani, ekkert síður en blóma- anganina og kökuilminn, sem aldrei vantaði í bæinn. Kjartan leyfði mér að dinglast á eftir sér og fræddi mig um landsins gagn og nausynjar. Hann var upptekinn maður, hrepp- stjóri, meðhjálpari, bóndi og smið- ur, en átti þó ávallt stund fyrir fólk- ið sitt. Það er varla hægt að minnast Kjai-tans án þess að nefna Helgu í sama mund, svo samrýnd voru þau hjónin, og er það ljúfsárt að horfa á eftir þeim svo til samtímis yfir móð- una miklu. Maður ímyndar sér að þau leiðist hönd í hönd, afi sjáandi og amma léttfætt, laus við kuldann og veturinn inn í hið eilífa sumar. Og tónlistin hljómar, öll sú tónlist sem þeim þótti svo gott að hlusta á. Ekki síst hljómar heimilisfólksins, sem æfði sig á píanó og fiðlu, kyn- slóð eftir kynslóð. Góðri ævi góðs manns er lokið og kveð ég Kjartan afa í Mógili með innilegri hlýju, þökk og virðingu. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og pfa engla geyma, öD bömin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Sigurlaug. SIGURBORG GUÐMUNDSDÓTTIR + Sigurborg Guð- mundsdóttir fæddist á Arngerð- areyri við ísafjarð- ardjúp 13. mars 1901. Hún lést 2. apríl síðastiiðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 9. apríl, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Látin er í hárri elli ástkær ömmusystir mín, Sigurborg Guð- mundsdóttir. Bogga frænka, en svo var hún köliuð af öll- um í stórfjölskyldunni, giftist ekki og eignaðist ekki böm. Hún var samt alla tíð sem besta ættmóðir afkom- enda Valgerðar systur sinnar, er lést fyrir rúmum þrjátíu árum. Bogga ft’ænka var einhver sú kær- leiksríkasta og gjafmildasta mann- eskja, sem ég hef kynnst. Hennar mesta gleði í lífinu var að gefa og hlúa að öðrum, gefa af sínum mikla and- lega auði og litlu veraldlegu efnum. Bogga var mikill mannasættii-, sem trúði öllu því besta um alla og vildi ekki heyra neitt illt um nokkurn mann. Hún lagðrsig fram um að bæta mannlífið í kringum sig á þann hátt sem í hennar valdi stóð. Kæmi maður til hennar með dapurt hjarta, fór maður alltaf glaðari og bjartsýnni af hennar fundi. I æsku, fórum við systkinin margar ferðimar suðui' með mömmu, að heimsækja ættingja og vini. Þá var það Bogga frænka sem tók okkur að sér og hafði ofan fyrir okkur á allan hátt. Amma vai- heilsuveil, en Bogga tók við hennar hlutverki með glöðu geði og virt- ist hafa ómældan tíma fyrir okkur þrátt fyrir langan og strangan rinnudag. Föst hefð var að fara niður að Tjörn að gefa öndunum, og síðan borðaður ís í Hljómskálagarðinum. Þar naut Bogga þess að sitja innan um blómin og fræða okkur um styttumar í garðinum og fleira. Bogga var mikil blómakona og ótrúlegustu tegundir blóma uxu og döfnuðu í litla garðinum hennai-. Mannkostir hennar komu einnig vel í ljós, þar sem öll böm og dýr hændust að henni. Margir í fjöl- skyldunni, bæði fátækir námsmenn og aðrir áttu skjól hjá Boggu um lengri eða skemmri tíma. Þegar gaus í Eyjum fyrir rámum aldai-fjórðungi og allir urðu að flýja heimili sín, þá leituðum rið til Boggu frænku. Hún tók okkur opnuin öi-mum, gekk úr Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. rúmi fyiTr okkur og hjá henni í litla húsinu á Njálsgötunni dvöldum rið í góðu yfirlæti, fjögurra manna fjöl- skylda, fram á vor að fest voru kaup á íbúð. Bogga frænka hefur nú verið lögð til hinstu hvílu rið hlið fóður míns og móður, sem létust langt um aldur fram. Bogga og mamma voru alla tíð mjög nánar og miklar rinkonur og mátu hvor aðra mikils. Bogga sakn- aðihennar mikið. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minn- ar votta mínum elskulegu móður- systrum og mönnum þeirra dýpstu samúð og þakka þeim fyrir alla um- hyggjuna rið Boggu frænku. Hvíl í friði, elsku Bogga frænka, og hjartans þökk fyrir allt og allt. Þín Valgerður M. Blómastofa Friðfúms Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. SVEINN JÓNSSON + Sveinn Jónsson vélsljóri fæddist á Hlíðarenda í Ölf- usi 8. febrúar 1917. Hann lést á Hrafn- istu 3. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 16. apr- fl. Sveinn Jónsson vél- stjóri er fallinn frá. Vélstjórastéttin og þá kælimenn sérstaklega hafa misst úr sínum röðum mikinn frumkvöðul kæliþróunar á Islandi. Óhætt er að segja að margir fær- ustu burðarásar verkþekkingar kælifyi-irtækjanna í dag séu mótað- ir af handbragði hans. Sveinn var lærður vélstjóri frá Fiskifélagi Is- lands og vann sem vélstjóri til sjós á skipum Vestmanneyinga, en hann var uppalinn í Eyjum. Þegar hafin var uppsetning kælitækja í Mjólk- urbúi Élóamanna varð til sú starfs- stefna í lífinu er hann fetaði dyggi- lega til dánardags. Hann stofnsetti og rak síðar eitt af stærstu kælifyr- ii-tækjum landsins í áratugi, kæli- verkstæði Sveins Jónssonar. Sveinn fylgdist mjög vel með öll- um nýjungum í kælifaginu og las bækur og tímarit um allt er að gagni mætti koma. Hann kenndi einnig kælitækni rið Vélskóla Is- lands. Félagsstörf Sveins fyrir vél- stjóra voru mikil, hann var stéttvís með afbrigðum og stoltur af að vera vélstjóri. Ég kynntist Sveini ekki fyrr en haustið 1975. Ég var þá nemandi við Vélskólann í Reykjavík. Ekki gekk alltof vel að innbyrða þurr tormelt kælifræðin í skólanum. Sá ég í hendi mér að utanaðkomandi hjálp og það að koma puttunum í „dótið“ væri lykillinn að brúkhæfum tölum á vorspjaldi Vélskólans. Það gekk eftir, Sveini tókst hið ómögulega. Þar sem rinna mín hjá Sveini fór aðallega fram á kvöldin og um helg- ar náði ég lítið að kynnast einfaldari störfum í minna magni á verkstæði hans. Að nokkru leyti var þetta líkt og að nálgast verkefnin ofan frá. Kvöld- og helgarvinnan með Sveini gat nefnilega oft verið fólgin í betrumbótum á þegai’ starfandi kerfum eða rið bilunargreiningar sem aðrir höfðu ekki leyst. Þetta voru því fyrir mig stór skref sem illa tengdust þeim grunni þekkingarlega er ég stóð á. En allt leystist þetta farsæl- lega. Sveinn var ein- stakt ljúfmenni og jafnaðargeðið slíkt að þrátt fyrir að allt væri á iði og uppíloft í stór- um verkum í kringum hann var eins og hann missti aldrei sjónar á hvemig gera bæri hlutina. Það var ekki fyrr en seinna að ég áttaði mig á því að langar rinnustundir kvöld og helgar voni auðritað framhald á fullum vinnudegi hans með mönn- um sínum. Vinnusemi Sveins og áhugi var hreint með eindæmum. Seinna þegar ég gerðist starfsmað- ur hans af alvöru kynntist ég ótrú- legri greiðasemi hans rið menn er áttu í basli með kælikerfi sín. Attu margir þeirra enga peninga til að greiða fyrir þjónustu, og voru að brasa rið riðgerðir sjálfir. Gleymd- ust þá allir reikningar, bara leysa málið. Það segir sig sjálft að Sveinn og fjölskylda varð ekki efnislega rik^ á vinnu manns sem áleit það skyldu sína að leysa vandamál samferða- manna sinna fyrst og fremst en líta síðast til eigin þarfa. Ég kynntist börnum Sveins og Esterar eiginkonu hans í gegnum störf þeirra hjá fyrirtækinu. Þau eru vandaðir og vel gerðir einstak- lingar sem eru foreldrum sínum til mikils sóma. Ekki get ég skilist svo við að kveðja minn gamla húsbónda og rin að ég minnist ekki Esterar eigin- konu Sveins. Það er sagt að á bak við mikinn framkvæmdamann standi vel gerð kona. I öll þau skipti sem ég kom á heimili þeirra hjóna að leita eftir bókum, fróðleik, já, eða í rinnusnöpum var tekið alveg ein- staklega vel á móti mér af Ester. Vinarþel þeirra hjóna og barna í minn garð og minna verður seint fullþakkað. Nú að leiðarlokum Sveins vil ég þakka honum allt gott. Ester, Ólaf- ía, Haukur og Jón, ykkur og fjöl- skyldum ykkar bið ég blessunar Guðs í sorg ykkar. Þór Sævaldsson og fjölskylda. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTMUNDAR SÖRLASONAR frá Gjögri, Strandasýsiu. Fyrir hönd aðstandenda, Addý Guðjónsdóttir, Ólafía Guðrún Kristmundsdóttir, Kristmundur Kristmundsson, Ólafur Sörti Kristmundsson. t Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengda- móður og ömmu, KRISTfNAR AXELSDÓTTUR, Álfhóti 5, Húsavík. Reynir Jónasson, Jakobína Reynisdóttir, Kristinn Jónsson, Jónas Reynisson, Brynja Björgvinsdóttir, Oddfríður Dögg Reynisdóttir, Magnús Hreiðarsson, Axel Reynisson, Jóhanna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.