Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 60 ÁR eru liðin frá ákvörðun sjómanna- dagsráðs um byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða. Eftir fyrstu hátíða- höld sjómannadagsins, 6. júní 1938, var alvar- lega farið að huga að stefnumálum dagsins. Það eitt að halda reglu- legan sjómannadag væri stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði ekki nægjanlegt verkefni til gæfuríks samstarfs um ókomin ár. Sigurjón Á. Ólafsson, fyrrverandi formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, hafði getið þess á fundum áður að auk þess að halda * sjómannadag og reisa minnisvarða um drukknaða sjómenn væri rétt að stefna að byggingu elliheimilis fyrir aldraða sjómenn. Líkur á að þjóðfélagið hefjist ekki handa um ... að lífsstarfí sínu eru eignalausir einstæð- ingar á elliárum. Fyrir slíka menn hefir meðal stórþjóðanna verið komið upp elliheimil- um, en hér hjá oss er ekkert slíkt heimili til og má sjá hér margan sjómanninn búinn á sál og líkama, langt um aldur fram. Vér leggjum því svohljóðandi tillögu fram: sjómannadagsráð samþykkir að vinna að því nú þegar og í nán- ustu framtíð, að safna fé til stofnunar elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða far- menn og fiskimenn." Auk Sigurjóns Á. Ólafssonar áttu sæti í nefndinni Guðbjartur Ólafs- son hafnsögumaður, Þórarinn Guð- mundsson, sjómaður í Hafnarfirði, Grímur Þorkelsson stýrimaður og Júlíus Kr. Ólafsson vélstjóri. 16 árum síðar Hrafnistuheimilin eru sem lítið samfélag þar sem öll þjónusta hins daglega lífs er veitt og þar innan- dyra eru m.a. leikfimisalir, sund- laugar, hár- og fótsnyrting, fóndur, upplestur, félagsstarf, hjúkrun, að- hlynning og sálgæsla. Það hefur verið lán sjómannasam- takanna að eiga á að skipa á hverj- um tíma mjög hæfu starfsfólki sem allt hefur lagt sig fram um að þeir sem á eða við Hrafnistu búa megi njóta sem best þeirrar fjölbreyttu þjónustu sem veitt er. Þótt lagt hafi verið upp með það markmið að byggja dvalar- og hvíld- arheimili fyl•h• aldraða sjómenn þró- uðust mál þannig fljótlega og hafa verið að þróast, að um og yfir helm- ingur þeirra sem dveljast á Hrafn- istuheimilunum er fyrrverandi sjó- menn, sjómannsekkjur eða tengjast fjölskyldum þeirra. Ekki lagt árar í bát Um 200 aldraðir eru nú í þörf fyr- ir vistun á hjúkrunarheimili og tæp- lega 200 bíða eftir að fá inni á vist- heimili. Sjómannadagsráð er tilbúið til að byggja 60 rýma hjúkrunar- Hrafnista Um 200 aldraðir eru nú í þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimili, segir Guðmundur Hallvarðs- son, og tæplega 200 bíða eftir að fá inni 60 ár frá ákvörðun um stofnun DAS Guðmundur Hallvarðsson Stefnuskrárnefnd sjómanna- dagsráðs skilaði af sér tillögum 28. mars 1938. I greinargerð segir m.a.: ,Á hverju er sjómannastétt- inni mest þörf og sem líkur benda til að þjóðfélagið ekki hefjist handa um? Hvaða viðfangsefni væra það sem stéttarfélög sjómanna væra samhuga um að vinna að og gætu komið öllum einstaklingum innan starfsgreina sjómannastéttarinnar að jöfnum notum? Meira en 60% þjóðarinnar býr nú í bæjum og kauptúnum. Sjómennska fiski- mannsins er ekki lengur árstíða- bundið íhlaupastarf, vaxið hefur upp ný stétt, fai-mannastéttin, sem gera má ráð fyrir að eigi vaxtarskil- yrði fyrir höndum. Það mun því að líkindum sækja í sama horf eins og þekkt er meðal þessara stétta ann- arra þjóða og er þegar einnig farið að koma í ljós hjá okkur að allstór hundraðshluti þeirra manna sem gert hafa farmennsku og fiskveiðar 13. júní 1954 er homsteinn lagður að Hrafnistu Reykjavík. Alþingi samþykkti lög um happdrætti DAS og bæjarstjóm veitti leyfi til kvik- myndahússrekstrar. Ekki leikur nokkur vafi á að fyrmefnd atriði ásamt einstökum stuðningi almenn- ings alis staðar á landinu veitti sjó- mannasamtökunum þann byr og brautargengi sem verkin sýna í dag. Árið 1977 er lagður homsteinn að Hrafnistu í Hafnarfirði og smíði vemdaðra íbúða fyrir aldraða hefst 1982. 60 ára aldahvörf Á Hrafnistu í Reykjavík dvelja nú 182 á hjúkrunardeildum og 134 á vistdeildum eða alls 316 manns. Á Hrafnistu í Hafnarfirði dvelja 146 á hjúkranardeildum, 81 á vistdeildum og daglangt dvelja 26 manns, sam- tals 253. Þá era við Hrafnistuheimil- in 120 sérbúnar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. 1 Sýnishorn úr söluskrá 1. Flulningafyrirtæki sem flytur vörur á milli Reykjavíkur og tveggja þjónustumiðstöðva á Suðurlandi. Þægileg keyrsla með öruggum föstum viðskiptum, sem fara stöðugt vaxandi. 2. Snyrtistofa, falleg og skemmtileg, sú eina sem er sérhæfð á sínu sviði í Reykjavík. Vel staðsettí nýlegu húsi. Góð aðstaða. Þekkt fyrirtæki. 3. Nýtt veitingahús, það eina í 25 þús. manna hverfi. Sæti fyrir 50 manns. Mjög gott eldhús með öllum hugsanlegum nýjum tækjum og aðstöðu. Öll leyfi til staðar. Veisluþjónusta. Flottur matseðill, einnig skyndibiti. Vantar duglegan og sterkan aðila, sem kann að markaðssetja nýtt fyrirtæki. Hverfið og fyrirtækin í kring bíða eftir þér. 4. Þekkt barna- og ungtáningaverslun á frábærum stað í Reykjavík. Selur aðeins mjög góðar vörur. Nýjar innréttingar. 5. Þekktur dagsöluturn með mikla samlokusölu og íssölu á sumrin. Opið til kl. 18.30 virka daga. Góð vinna fyrir samhent hjón eða dug- lega einstaklinga. Mikil framlegð. 6. Föndurverslun til sölu. Selst af sérstökum ástæðum mjög ódýrt. 7. Til leigu er gott verslunarpláss í Suðurveri fyrir blómabúð (einmitt það sem vantar i húsið). 8. Einn þekktasti skyndibitastaður borgarinnar. Selur mikið af hamborg- urum, léttum steikum og fiskmeti. Einnig ís og sælgæti. Góð staðsetn- ing, siðlegur vinnutími og huggulegur staður. 9. Höfum kaupanda að bakaríi, má vera hvar sem er á landinu eða framleiðslufyrirtæki í matvörum. 10. Einn þekktasti pizzastaður á höfuðborgarsvæðinu. Sá eini með þessu nafni í 20 þús. manna hverfi. Sæti fyrir 50 manns. Góð bjórsala. Færibandaofn á tveimur hæðum. Hægt að greiða að mestu með yfirtöku á skuld sem tryggð er með posagreiðslum. sem tryggð er með posagreiðslum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. mTTTTWr^TITPyiTVITTI SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. á vistheimili. álmu við Hrafnistu í Reykjavik og 90 rýma hjúkranarálmu við Hrafn- istu í Hafnarfirði fáist til þess rekstrar- og framkvæmdaleyfi heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Mjög hagkvæmt er að reisa þess- ar byggingar við Hrafnistu þar sem allar stoðdeildir era fyrir. Ætla má að bygging 90 rýma hjúkranarálmu sé um helmingi ódýrari í byggingar- kostnaði við Hrafnistu þar sem allar stoðdeildir era fyrir hendi en slík bygging ein og sér þar sem allt þarf til. Þá standa vonir til þess, ljúki skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði og Garðabæ störfum við skipulagningu lóðar við Hrafnistu í Hafnarfirði á fyrri hluta þessa árs, að hefja smíði á sérstökum íbúðum fyrir aldraða á komandi hausti. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Þannig hljómaði slagorð happ- drættis DAS sem Baldvin Jónsson, þá forstjóri happdrættisins, lét hljóma á öldum ljósvakans sem hvatningu til almennings um stuðn- ing við gott málefni. Innan dyra Hrafnistuheimilanna hefur sjómannadagsráð með góðu starfsfólki gert þessi orð að sínum. Mikið vatn hefur rannið til sjávar frá tillögu stefnuskrámefndai- um byggingu dvalai’heimilis auk mark- miða sjómannadagsins. Á hvoragum þessum málaflokki hefur sjómanna- dagsráð Revkjavíkur og Hafnar- fjarðar misst sjónar og áfram er unnið að endurbótum og nýbygging- um Hrafnistu og eflingu sjómanna- dagsins hvai- minnst er á mikilvægi sjómannastéttarinnar fyrir land og þjóð. Höfundur er alþingisniaður og for- maður Sjómannadagsráðs. I W MARIA W LOVISA W FATAHÖNNUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3A • S 562 6999 Otrúleg umræða MÁLALIÐAR rík- isstjórnarflokkanna keppast við að telja al- menningi trú um að lausn á deilunni um fiskveiðistjómarólögin sé á næsta leiti. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi talað, lausn sé í sjónmáli, og ekki verði þeir herrar vændir um óheildindi. En í hverju eru yfir- lýsingar formanna kvótaflokkanna fólgn- ar aðallega? Landsfundarsam- þykkt Sjálfstæðis- flokksins verður ekki misskilin: Grundvallaratriði nú- gildandi fískveiðistjórnarkerfís skulu óbreytt standa. Formaður hins kvótaflokksins, Halldór Ásgrímsson, einn af stærri kvótaeigendunum, sagði á miðstjórnarfundi flokksins að at- huga mætti að breyta lögunum í afmörkuðum atriðum, en grund- vallarkerfíð yrði óbreytt, enda hefði það reynzt okkur vel. Hver eru svo þessi umtöluðu grundvallaratriði? Að sjálfsögðu gjafakvótakerfið og hið frjálsa framsal veiðiheimildanna. Um þessi atriði snýst öll deilan en ekki um aukaatriði eins og auðlinda- skatt, sem flaggað er með til að drepa á dreif því sem máli skiptir. Málpípur kvótaflokkanna full- yrða að því megi treysta að þeir muni standa við orð sín eftir kosn- ingar um breytingar á kerfinu. Það má vel vera, enda þótt enginn viti í hverju þær breytingar eigi að vera fólgnar. En hitt vita menn líka, að þeir muni standa við þær yfirlýsingar að kerfinu verði ekki breytt í grundvallarat- riðum. Yfirlýsingar foringj- anna og samþykktir æðsta valds flokkanna eru ótvíræðar: Grand- vallaratriði núgildandi fiskveiðistjórnar skulu óbreytt standa! Fái þeir til þess umboð í kosningunum 8. maí að stjórna áfram mun aðalatriðum kerfisins fram haldið óbreyttum með aug- ljósum afleiðingum, sem menn hafa þegar fyrir augum: Aðal-auð- lind þjóðarinnar mulin undir örfáa lénsherra; ofboðslegt fjárstreymi úr greininni vegna sölu sægreif- anna á gjafakvótanum fyrir eigin reikning; áframhaldandi brottkast fisks fyrir milljarða árlega; sjávar- útvegurinn lokuð starfsgrein fyrir ungum athafna- og aflamönnum. Að því er varðar aðalatriði fisk- veiðideilunnar tala formenn ríkis- stjórnarflokkanna af fullum heil- indum: Þeir ætla þar engu að breyta. En látalæti þeirra í orði um að þeir muni leita sátta vekja grun um hreinræktuð loddara- brögð. Skráðmælgi þeirra nú rétt fyrir kosningar um nauðsyn þess að ná sáttum um sjávarátvegsmál- in er glært froðusnakk, enda ekki bent á eitt einasta atriði sem sætt- fi gætu tekizt um. Að vísa til auð- Sverrir Hermannsson Skattheimtu- mönnum svarað TVEIR ágætir há- skóladrengir hafa séð ástæðu til að svara grein minni frá 23. mars s.l. þar sem ég gagnrýndi málflutning fámenns hóps vinstri manna innan Háskól- ans í tilefni af hækkun námslána. I málflutn- ingi sínum líktu þeir námsmönnum við sveltandi börn með uppblásinn maga, nag- andi bækur og blý- anta. Þessi framsetn- ing gerði lítið úr stúd- entum og vann mál- stað þeirra mikið tjón í augum almennings og íjölmargra stúdenta. Barátta þeirra var svert. Pétur Maack Pétur Maack, stjórnarmaður í ungliðasamtökum Samfylkingar- innar og starfsmaður Stúdenta- ráðs, spyr hvort ég hafi talað gegn betri vitund meðan ég starfaði innan Stúdentaráðs eða kúvent í afstöðu minni til LIN. Báðum þessum spurningum get ég svarað neitandi. Á undanförnum árum hafa verið gerðar ýmsar breyting- ar á LÍN í þágu stúdenta; endur- greiðsluhlutfallið er nú 4,75% í stað 7%, samtímagreiðslur eru komnar á í gegnum bankakerfið, lánþegar fá styrki til að niðurgreiða vexti, grunnframfærslan hefur hækkað um 5% og hækkar um 3% 1. júní, frítekjumarkið hækkað úr 185.000 í 250.000 og kærunefnd hefur verið komið á fót. Vaka stóð í bar- áttu fyrir þessum breytingum af heilum hug og það er hreint og beint ósvífinn mál- flutningur af hálfu Péturs að gefa annað í skyn. Launafólk borgar Ekkert af þessu hefði verið mögulegt ef fjárhagsleg staða sjóðsins hefði ekki verið eins góð og raun bar vitni. LIN stefndi í Stúdentar Eg myndi síðastur manna halda því fram að regluverk LIN sé fullkomið, segir Björgvin Guð- mundsson sem telur víðs fjarri að líkja stúd- entum við sveltandi börn í þriðja heiminum. þrot vegna óskynsamlegrar lán- töku þegar skoðanabróðir Péturs Maacks, Svavar Gestsson, var menntamálaráðherra. í kjölfarið þurfti að skera niður útlán og bitn- aði það á stúdentum en með skyn- samlegri fjármálastjórn hefur gef- ist svigrúm nú til að auka útgjöld til þessa málaflokks. En fyrir út- gjöldum þurfa að vera til peningar. Björgvin Guðmundsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.