Morgunblaðið - 20.04.1999, Síða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Hvað eru
mennirnir
að segja?
NÚ HEYJA stjóm-
málaflokkar kosninga-
baráttu og stjómmála-
menn fara mikinn. Ég
er að taka þátt í leikn-
um í fyrsta sinn og
margt kemur nýliðan-
um skringilega fyrir
sjónir. Ég velti meðal
annars fyrir mér að-
ferðum flokkanna við
að koma sínum mönn-
um á framfæri. Spurn-
ingar um trúverðug-
leika skjóta líka upp
kollinum. Hversu sann-
færandi era myndir af
frambjóðendum þar
sem þeir tróna á
veltiskiltum úti um borg og bý, í
._ gluggaski-eytingum og jafnvel í yf-
irstærðum á heilu húshliðunum?
Stjórnmál
Ef fólk leggur það á
sig, segir Kolbrún Hall-
dórsdóttir, komast nú
einhverjir að þeirri nið-
urstöðu að allir séu
flokkarnir að syngja
sama lagið.
Svo eru þeir hinir sömu famir að
birtast í auglýsingatímum sjón-
varpsins kyssandi bömin sín eða
bamabömin. Fólk er líka að rekast
á þá í eigin persónu í Kringlunni, á
Laugaveginum, í Kolaportinu og
víðar veifandi faglega hönnuðum
bæklingum, flestum með vönduð-
um portrettum af þeim sjálfum. Já,
stjómmálamenn era sýnilegir
þessa dagana. En hvað hugsa kjós-
endur? Finnst þeim t.d. Geir sæt-
ari en Finnur, eða Margrét ung-
*““iegri en ég? Eða Rannveig í flottari
dragt en Siv? Eða Halldór fyldari
en Mörður? Ég er sannfærð um að
hugsanir á borð við þessar fljúga
um hugi fólks, enda era skilaboðin
sem stjómmálamennimir varpa til
kjósenda á þessum nótum. En hvað
eru mennimir að segja?!
hverfið, í stuttu máli
sagt: Allir ætla að
auka gæði mannlífs-
ins.
Um hvað er kosið?
Nú, um hvað er þá
verið að kjósa? Ög
missti ég af einhverju
...? Var ekki Sjálf-
stæðisflokkurinn í
ríkisstjóm síðasta
kjörtímabil? Og var
það ekki þá sem góð-
ærið grasseraði í vös-
um ríka fólksins? Og
var það ekki þá sem
fátæka fólkið varð
enn þá fátækara? Og
var það ekki á síðasta ári sem
skuldir heimilanna jukust um 54
milljarða? Og var ekki Framsókn-
arflokkurinn með félagsmálin?! Og
var það ekki á síðasta kjörtímabili
sem bamabæturnar vora skertar?
Og félagslega húsnæðiskerfið lagt
niður? Og var ekki Finnur með
umhverfismálin? nei ..., Guðmund-
ur ..., nei, hver var það aftur ... var
það kannski Halldór ...? Skrifuðu
þeir kannski undir Kyoto-bókunina
...?
Að standa með
verkum si'num
Er það þetta sem stjórnmála-
mennirnir reiða sig á í kosningabar-
áttu? Að kjósendur muni ekki fyrir
hvað þessi andlit stóðu eða þessi
bros (sem vora reyndar ekki svo al-
geng fyrr en nú á vordögum). Halda
menn í alvöra að slagorð eins og
„Verkin tala“ afli flokknum at-
kvæða? Halda þeir að kjósendur
kaupi þetta með fínu fötin og bama-
bömin? Mér finnst þetta full yfir-
borðslegar og innantómar aðferðir.
Ég hafði vonað að málefnin fengju
meira pláss, að menn stæðu með
verkum sínum og fyrri ákvörðun-
um, en létu ekki eins og þeir hefðu
aldrei nærri fortíðinni komið. Ég
neita því ekki að ég legg meira upp
úr því sem kemur að innan, ég vil
finna fyrir blóði sem rennur og
hjarta sem slær.
Höfundur skipar 2. sæti U-lista
Vinstrihreyfingarinnar - græns
frumhoðs í Kcykjavík.
Kolbrún
Halldórsdóttir
Af hverju
Grænt framboð?
STJÓRNVÖLD sem
nú sitja í ríkisstjóm
hafa að mörgu leyti
klúðrað stöðu Islend-
inga varðandi þróun
umhverfismála jafnt
hér heima sem erlend-
is. Svo beitt sé samlík-
ingu litrófsins hefur
grænn litur Fram-
sóknarflokksins breyst
með greinilegum hætti
í bláan lit stöðulóna og
blár litur Sjálfstæðis-
flokksins hefur um-
breyst í svart ský
mengunar hérlendra
málmbræðslna. Hér er
því brýn þörf á nýrri
og framsækinni stefnu í umhverfis-
málum. Til að útlista þetta örlítið
nánar skulu hér reifuð þrjú megin-
atriði.
í fyrsta lagi er um að ræða við-
horf og þau gildi sem ráðandi
stjórnmálamenn endurspegla út í
samfélagið. Vitræna rökræðu á
sviði stjórnmála um umhverfismál
hefur skort hér á landi. Birtist
slíkt ekki einungis í umræðum um
landsmál heldur og í mennta-
stefnu landsins. Möguleikar sem
t.d. felast í menntakerfinu og
starfi með ungu fólki hafa verið
stórkostlega vannýttir hvað varð-
ar þekkingu og vakandi umræðu
um sjálfbæra þróun og möguleika
þjóðarinnar í því tilliti. Það er
helst að olíufélög og bílainnflytj-
endur hafi fengið það sjálfskipaða
hlutverk að uppfræða okkur fá-
fróðan lýðinn um hvernig breyta
megi olíudropum í grænan gróður
og hve akstur tiltekinna „grænna"
bifreiða bæti ástand varðandi upp-
hitun jarðar! Óhætt er að fullyrða
að hér á landi er umræðan á eftir
og úr öllu samhengi við alþjóðleg
sjónarmið og gengur oft beint
gegn áliti vísindamanna. Hér ættu
umhverfismál og sjálfbær þróun
þvert á móti að vera eitt af mikil-
vægari þemum í uppeldisstarfi
skóla og félagsmiðstöðva.
I öðra lagi verður að nefna lífs-
hætti okkar. Gera þarf Islending-
um kleift að ástunda „græna“ lífs-
hætti. Allt í kringum okkur sjáum
við lífshætti sem samrýmast á
engan hátt sjálfbærri þróun. Hér
er m.a. átt við slælega frammi-
stöðu vegna frágangs á sorpi, los-
unar á skolpi og almennt þá sóun
sem felst í óhóflegri neyslu af
ýmsu tagi. Augljóst
dæmi um slóðaháttinn
má sjá í samgöngum
hér á landi. Jákvæðir
valkostir á borð við al-
menningssamgöngur
fá engan stuðning frá
stjórn landsins og al-
þingi, í t.d. formi nið-
urfellingar á aðflutn-
ingsgjöldum strætis-
vagna. Tilraunir með
hreina orkugjafa til
samgangna hafa dreg-
ist aftur úr öllu hófi.
Ekki eru réttindi og
öryggi . hjólreiða-
manna tryggð í um-
ferðar- og vegalögum
á meðan ekki er neitt
sparað til uppbyggingar sam-
göngukerfis fyrir annars flokks
lausnir fyrir umhverfið. Erlendir
ferðamenn sem hjóla frá Keflavík-
urflugvelli til Reykjavíkur gapa af
undrun yfir aðstöðuleysinu hér á
Stjórnmál
Þeirri öfugþróun sem
íslensk stjórnvöld
standa nú fyrir á al-
þjóðavettvangi í um-
hverfísmálum, segir
Oskar Dýrmundur
---g------------------
Olafsson, verður að
linna.
hinu „vistvæna" íslandi. Sterkasti
valkosturinn sem fólki býðst er sú
sóun og mengun sem felst í notk-
un einkabílsins sem hefur í bók-
staflegum skilningi lagt undir sig
heilu byggðarlögin eins og skipu-
lag Reykjavíkur ber með sér.
Þetta er afleiðing þeirrar stefnu
sem uppi hefur verið í samgöngu-
málum hér á landi. Stjórnvöld elta
skott umhverfisviðmiða megin-
lands Evrópu með auma von um
að „sérstakar“ aðstæður okkar
leyfi undanþágur!
I þriðja lagi blasir við ömurleg
staða Islands í alþjóðlegu sam-
starfi þjóðanna þegar horft er til
umhverfismála. Hérlend yfírvöld
hafa spilað frá sér trausti á al-
þjóðavettvangi með því að neita að
skrifa undir KYOTO sáttmálann
fyrir uppsettan frest í mars, eitt
vestrænna þjóða. Það sem hér um
ræðir er sú hætta sem okkur
stafar af upphitun jarðar vegna
mengunar og samstöðu þjóðanna
sem þarf til að snúa við þeirri þró-
un. Ef ekki væru hér á ferðinní
stjórnvöld sem fengu meirihluta
kosningu í síðustu alþingiskosn-
ingum, þá mætti ætla að hér væra
að verki fámenn öfgasamtök sem
svífast einskis í þágu stóriðju. Lík-
lega er ein helsta ástæða þess að
ekki hefur verið skrifað uppá
þennan mikilvæga umhverfissátt-
mála þjóðanna að ríkisstjómin vill
fá að menga 5% meira og bæta
þar með við heildarlosun gróður-
húsalofttegunda í heiminum. Ekki
einungis er þetta sjálfhverft sjón-
armið heldur einnig afskaplega
slæmt fordæmi, og það hjá þjóð
sem hefur alla möguleika á vist-
vænni atvinnuuppbyggingu með
mengunarlausri framleiðslu. Hall-
að er stórkostlega á aðra hags-
muni hér á landi svo ekki sé
minnst á aðrar alþjóðaskuldbind-
ingar sem kunna að vera í upp-
námi. Ef Island var einhvern tím-
ann talið hreint og ómengað land
þá vinna núverandi yfirvöld hörð-
um höndum að því að þurrka út þá
ímynd á alþjóðavettvangi. Þeiri-i
öfugþróun sem íslensk stjórnvöld
standa nú fyrir á alþjóðavettvangi
í umhverfismálum verður að linna.
A tímum hátækni og eftirspum-
ar eftir hreinum náttúraauðlindum
þá höfum við ríka möguleika á því
að byggja hér fyrirmyndarsamfé-
lag sem tekur mið af sjálfbærri
þróun. Aðra þróunarmöguleika í
atvinnumálum er hér að finna í rík-
um mæli, ef menn hafa dug til að
trúa því. Nýta má verðmætan
mannauð í að þróa með öflugum
hætti enn frekar hátækni og nýta
auðlindir landsins þannig að meng-
un skilji ekki eftir sig óbætanlegan
skaða. Fyrir sjónarmiðum sem
þessum mun Vinstrihreyfing-
in - Grænt framboð beita sér fyr-
ir af alefli. Þess vegna er þörf á
grænu framboði inn á AJþing Is-
lendinga sem veitt getur styrka og
uppbyggilega forystu í umhverfis-
málum hér á landi jafnt sem er-
lendis.
Höfundur er tómstundaráðgjafi og
situr í 7. sæti lista Vinstrihreyfing-
ar - Græns framboðs (Reykjavík.
Óskar Dýrmundur
Ólafsson
Er einhver að hlusta?
Hefur fólk þolinmæði til að
hlusta á allar yfirheyrslurnar í út-
varpinu? Allar þjóðarsálimar? Eða
fylgjast með umræðunum í sjón-
varpssal? Eða hlusta á og lesa allt
skjallið í auglýsingunum? Lesa
greinarnar og bæklingana? Ef fólk
^leggur það á sig komast nú ein-
hverjir að þeirri niðurstöðu að allir
séu flokkamir að syngja sama lag-
ið. Allir ætla að gera betur við aldr-
aða og öryrkja, allir ætla að
styrkja byggðirnar, allir ætla að
hlúa að fjölskyldunni, allir ætla að
leggja áherslu á mennta- og menn-
ingarmál, allir ætla að vemda um-
Sjálfvirkur sleppi-
búnaður í öll skip
NÚ HEFUR sá merki áfangi
náðst að sjálfvirkur sleppibúnað-
ur af tveimur gerðum hefur feng-
ið vottun og viðurkenningu. Það
hefur átt sér langan aðdraganda.
Fyrst þurfti að gera sér grein
Siíreínisvönir
Karin Herzog
Oxygen face
mbl.is
fyrir hvaða kröfur
yrðu gerðar til slíks
búnaðar þannig að
við þær yrði hægt að
standa. Það er sjálf-
sögð krafa sjómanna
og mannréttindi að
þeir geti treyst þeim
öryggisbúnaði sem
er um borð í skipun-
um.
Sigmund-búnaður
og Varðeldur hafa á
síðustu dögum feng-
ið vottun og viður-
kenningu um að bún-
aðurinn standist
kröfur. Ég er auðvit-
að ekki í neinum
færum um að mæla með öðram
þeirra hinum fremur. En ég tel
það mikilsvert að nú eiga útgerð-
armenn og sjómenn
kost á vali. Og von-
andi fylgir Olsen-bún-
aðurinn í kjölfarið.
A sl. hausti tókst
okkur að fá viður-
kenningu fyrir því á
hinu Evrópska efna-
hagssvæði að okkur
væri heimilt að krefj-
ast sjálfvirks sleppi-
búnaðar í íslenskum
skipum. En vitaskuld
var það háð því skil-
yrði að slíkur búnaður
hefði gengið í gengum
nauðsynlegar prófanir
og eftirlit.
Ég óska íslenskum
sjómönnum til hamingju með að
nú skuli völ á sjálfvirkum sleppi-
búnaði. Það hefur ksotað stríð og
Ilalldór
Blöndal
Björgunartæki
Ég óska íslenskum sjó-
mönnum til hamingju
með, segir Halldór
Blöndal, að nú skuli
vera völ á sjálfvirkum
sleppibúnaði.
eftirrekstur að ná því fram. En nú
er ekkert því til fyrirstöðu að
fylgja eftir áætlunum um að sjálf-
virkum sleppibúnaði verði komið
fyrir í öllum skipum. Samkomulag
heiui' orðið milli mín og Far-
manna- og fiskimannasambands-
ins og LIÚ um að skipa þriggja
manna starfshóp til þess að gera
áætlun um hvernig sjálfvirkum
sleppibúnaði verði komið í íslensk
fiskiskip. Siglingastofnun mun
fylgja áætluninni eftir. Ekkert á
að vera því til fyrirstöðu að sjálf-
virkur sleppibúnaður verði kominn
í öll fiskiskip um næstu áramót,
vonandi fyrr.
Höfundur er samgönguráðherra.