Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 74
■74 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Er sæmandi að
börn öryrkja sjái
fyrir foreldrum
sínum og heimili?
Frá Margréti Guðmundsdóttur:
ÞVI ER þannig farið þegar öryrki
fer og leitar fjárhagsaðstoðar hjá
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar, sem nú heitir Félagsþjón-
usta Reykjavíkur, að byrjað er á því
að kanna hverjar
fjölskylduað-
stæður hans eru
og reiknað út
hvað hann hefur
sér til fram-
færslu á mánuði.
Og ekkert nema
allt gott um það
að segja. En við
skulum skoða
hvemig þessi út-
reikningur fer
fram. Gefum okkur að umsækjand-
inn sé einhleyp kona sem býr með 2
börnum sínum sem bæði eru undir
fermingaraldri. Þar sem hún býr
ekki ein (heldur með böraum sínum)
nýtur hún hvorki heimilisuppbótar
né sérstakrar heimilisuppbótar og
lífeyrissjóðsréttindi hefur hún ekki
áunnið sér, þannig að hún fær í laun
frá TR 45.475 kr. á mánuði. Þetta
eru þau laun sem hún hefur til að
framfleyta sér og sínum. Lágmarks
framfærsla sem Félagsþjónusta
Reykjavikur miðar við að einstak-
lingur þurfí sér til framfærslu er
53.200 kr. á mánuði. En þessum ör-
yi-kja er hins vegar synjað um fjár-
hagsaðstoð þó svo laun hans séu
undir lágmai’ksviðmiðun Félags-
þjónustunnar. Vegna þess að Fé-
lagsþjónusta Reykjavíkur reiknar
meðlög með börnunum og barnabæt-
ur til framfærslu fjölskyldunnar. Það
sem börnunum ber, er reiknað til að
greiða af húsnæði, borga mat, síma,
rafmagn og annað það sem fjöl-
skylda þarf. Barnabætur sem þess-
um börnum eru reiknaðar fara í að
sjá til þess að matur sé í ísskápnum.
Það er alveg öruggt að þessi börn
eru ekki í tónlistarnámi, skátunum,
danstímum eða öðru félagsstarfi.
Nei, þau eru að kaupa í matinn.
Við megum aldrei verða svo fírrt í
hraða neyslusamfélagsins að við
gleymum allri gagnrýnni hugsun. Við
verðum að skoða hvað okkur finnst
rétt og hvað okkur finnst rangt.
Þetta sem hér er rakið er það sem
stjómvöld bjóða mörgum íslending-
um. Finnst okkur þetta rétt?
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skipholti 16, Reykjavík.
Margfrét
Guðmundsdóttir
UÍHAT HAPPENEP LUA5
THE PON1/ EXPRE55 L05T
THEIR 5E5T PONV; ANPTHEKI
THERE WA5 A R0BBERT, ANIP
THEN 50ME BAP U)EATHER,ANP..
'Zf
Yfir 40% aldraðra
hafa fjárhagsáhyggjur
Heyrðu, Kalli, þú sendir mér ekki
Valentínusarkort í ár...
Það sem gerðist var það að smá-
hestalestin missti besta hestinn, og
síðan var rán og iliviðri, og ...
Ég þakka, Kalli... ég legg á fyrir
fimm mínútum...
Frá Þóru Bryndísi Þórisdóttur:
í MORGUNBLAÐINU 8. aprfl sl.
birtist frétt þar sem sagt er frá um-
mælum Ingibjargar Pálmadóttur
heilbrigðisráðherra um niðurstöður
könnunar á högum aldraðra. Ég er
enginn sérfræðingur um málefni
aldraðra en verð að segja að mér
þykja túlkanir Ingibjargar á niður-
stöðunum sem fram koma í þessari
frétt með ólíkindum svo ég get ekki
stillt mig um að benda á nokkur at-
riði. Ingibjörg segir að könnunin
dragi upp allt aðra mynd en aldraðir
gefi sjálfir af ástandi sínu og dregin
hafi verið upp opinberlega síðustu
misserin. Hún dregur þessa ályktun
af eftirfarandi niðurstöðum:
„Nærri 60% aldraðra hafa ekki
fjárhagsáhyggjur." Ingibjörgu virð-
ist þykja lítið að rúmlega 40% aldr-
aðra hafi fjárhagsáhyggjui-. Hélt hún
að sú mynd sem dregin hefur verið
upp undanfarið af slæmum fjárhag
eldri borgara væri fullyrðing um að
þeir hefðu það allir jafnslæmt? Af því
efni sem ég hef lesið um málin hér á
síðum Morgunblaðsins hefur mér
aldrei dottið slíkt í hug og virðist mér
fyrst og fremst verið að tala um erf-
iða stöðu þeirra sem hafa ekki unnið
sér inn rétt til greiðslna úr lífeyris-
sjóðum og þá sem hafa hlutfallslega
lág eftirlaun sem skerða samt bætur
almannatrygginga.
„97% aðspurðra telja sig ekki hafa
þurft að hætta við að kaupa lyf af fjár-
hagsástæðum." I fyrsta lagi er sem
betur fer meirihluti eldri borgara
heilsuhraustur og dreg ég því stórlega
í efa gildi þess að nota slíka spurningu
sem mælikvarða á fjárhagsástand alls
hópsins. Ef heilsuhi-austur eldri borg-
ai'i lifir við ákaflega þröngan kost
hvað fjármál sín varðar og þarf að
kaupa lyf fyrir um 7000 kr. á ári, er
þá ekki fremur ólíklegt að hann þurfi
að hætta við þau kaup? I öðru lagi er
nokkuð til sem heitir að forgangsraða
og ef maður þarf af nauðsyn að kaupa
lyf eða gera annað það sem til þarf til
að halda heilsu, lætur maður það
ganga fyrir. Það, þrátt fyrir að breyta
þurfi innkaupamatseðli og sleppa
þurfi í staðinn menningarviðburðum,
félagslífi, ferðalögum, fatakaupum,
veitingastöðum, snyrtivöram og svo
mætti lengi telja.
„84% aðspurðra eru ánægð með
lífið og tilveruna." Ég spyr, hvers-
konar mælikvarði er það á fjárhags-
stöðu aldraðra? Sem betur fer era
lærimeistarar okkar og fríður hópur
eldri borgara þrautseigt og lífsglatt
fólk sem leggst ekki í þunglyndi þótt
á móti blási. í lokin vil ég benda á að
indíánum sem lifa í regnskógum
Amazon þykir mjög óviðeigandi ef
spurt er: Ertu svangur? Hvað viltu fá
að borða? Þeim þykir sjálfsagt að
vera alltaf meira og minna svangir og
borða það sem býðst án þess að velta
því meira fyrir sér. En þeir eru lífs-
glaðir mjög og ánægðir með lífið og
tilveruna. Viljum við að líf aldraðra í
landinu okkar sé svona?
ÞÓRA BRYNDÍS ÞÓRISDÓTTIR,
Eggertsgötu 6, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
k