Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 80

Morgunblaðið - 20.04.1999, Page 80
80 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SAMÚEL í Lambinu beitir ýmsum brögðum í baráttunni við kölska. KRISTBJÖRG Kjeld og hvutti í hlutverkum sinum í Fíaskó. Tökum að ljúka á kvikmyndiimi Fíaskó Ástir þriggja kynslóða Ragnar Bragason segir kvikmynd sína Fíaskó sérstaka að því leyti að hún fjalli um íslenskt fólk. Hildur Loftsdóttir litaðist um á tökustað undir lokin. SILJA Hauksdóttir og Björn Jörundur lenda í ástarævintýri. Ljósmynd/Friðrik Örn Morgunblaðið/Golli SKÚLI, Þórir Snær og Ragnar heima hjá Steingerði. MARGRÉT Ákadóttir slakar á í anda Steingerðar. IKVIKMYNDAVERINU við Seljaveg er verið er að taka upp fyrstu kvikmynd Ragnars Bragasonar, Fíaskó. Þegar leikstjórinn og handritshöfundurinn birtist á svæðinu óma fagnaðarlætin um allt því Ragnar er hetjan á svæð- inu; nýbakaður faðir tvíburadrengja hleypur hann af fæðingardeildinni og hellir sér beint út í næstu töku. Steingerður er svo saklaus Leikkonan Margrét Ákadóttir er ekki með í fyrstu skotunum og getur því hvílt sig aðeins lengur og sagt blaðamanni frá persónunni sinni, Steingerði, sem er eitt af stóru hlut- verkunum. „Steingerður býr með fóður sín- um og dóttur, sem Róbert Arnfinns- ^son og Silja Hauksdóttir leika,“ út- skýrir Margrét. „Handritið er byggt á þremur ástarsögum sem tengjast allar Steingerði, en hún verður sjálf mjög hrifin af trúarleiðtoga nokkrum, Samúel í söfnuðinum Lambinu, sem Eggert Þorleifsson leikur. Steingerður er afskaplega góð kona og saklaus. Hún hefur lifað í vemduðu umhverfi og í rauninni aldrei farið að heiman, og vantar því ákveðinn reynsluheim. Fyrir bragð- ið hefur hún mikla trú á lífínu og til- verunni, og sér alls enga galla á Samúel, en við sjáum í myndinni að sá ágæti maður er að glíma við djöfla." - Þér hefur strax litist vel á hlut- 'verkið? „Já, og handritið, þó ég hafi ekki vitað neitt um þennan unga leik- stjóra. Maður veit aldrei hver er for- múlan fyrir góðu leikriti eða góðri kvikmynd, en það skiptir örugglega máli að hafa handritið gott og vel uppbyggt. Svo ef tekst að segja sög- una trúverðugleglega þá er björninn unnin, og ég hef fulla trú á að þessi mynd verði mjög skemmtileg. Mér hefur fundist mjög gaman allt upp- tökutímabilið, og það kom mér á óvart að svona ungur og óreyndur leikstjóri skyldi standa sig jafn frá- bærlega og hann Ragnar hefur gert.“ Stefnt á bæði stórt og smátt Framleiðendur Fíaskó eru Zik Zak kvikmyndir og íslenska kvik- myndasamsteypan, auk meðfram- /psiðendanna Zentropa í Danmörku og Tradewind Pictures í Þýskalandi. Skúli Friðrik Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson stofnuðu Zik Zak í september 1995. Þá um vorið hringdi Þórir Snær í viðskipta- og hagfræðinemann Skúla Friðrik til Parísar og bað hann að koma með sér til Cannes að kynna verkefni, þar sem hann hefði vit á fjármálum. Það tók Skúla Friðrik hálftíma að breyta framtíðaráætlununum, og síðan þá hafa þeir félagai- eignast níu handrit, fimm erlend og fjögur íslensk. Fíaskó er fyrsta kvikmynd- in sem þeir hefja tökur á. „Það hefur gengið mjög vel í upp- tökunum," segir Þórir Snær, „ekk- ert stórvægilegt hefur gerst fyrir utan fæðingu tvíburanna. Ég er samt eiginlega feginn að tökum er að Ijúka, annars er þetta ekki búið hjá okkur Skúla fyrr en næsta haust þegar við frumsýnum." - Af hverju var Fíaskó fyrst til að fara í framleiðslu af handritunum sem þið eigið? Skúli Friðrik: „Fjár- mögnunin á Fíaskó gekk mjög hratt fyrir sig. Fyrst komst hún á lokastig í handritaþróun Kvik- myndasjóðs, og fékk síðan styrk úr sjóðnum. Það auðveldaði mjög fjármögn- un hjá sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndum og til að finna meðframleiðendur þar og í Þýskalandi. Eftir að handritið var fullbúið, lukum við við að fjár- magna myndina innan árs, og innan átján mánaða var farið að kvikmynda hana.“ Þórir Snær: „Það lá því beinast við að byrja á henni og klára hana.“ - Hvað vakti áhuga ykkar á þess- ari mynd? Þórir Snær: „Sagan er mjög góð og skemmtileg, en einnig vinnum við ávallt með Ragnari í því sem hann gerir og erum opnir fyrir öllu sem vekur áhuga hans. Síðan 1995 höfum við unnið með honum að ýmsum verkefnum, m.a. handritinu Feldur, sem hann er að skrifa með Huldari Breiðfjörð." Skúli Friðrik: „Við höfum alltaf getað sagt okkar álit á því sem Ragnar er að skrifa og hann tekið tillit til þess. Við höfum áhuga á að vinna með þessum hætti; að fylgja verkefninu frá upphafi og hafa okk- ar að segja um þróun þess, í stað þess að koma að því fullbúnu. Ein- ungis tvö handritanna sem við höf- um keypt voru fullbúin, en við er- um reyndar að breyta þeim báð- um.“ Skúli Friðrik og Þórir Snær hafa komið sér upp yfirlestrarkerfi fyrir handritin sín sem teygir anga sína víða. Vissir íslendingar, Bretar og aðili í Bandaríkjunum lesa yfir handritin og segja álit sitt á þeim. Þeir vinna svo úr þeim umsögnum og láta höfundinn fá til að vinna með. - Er þá Fíaskó byrjunin á ein- hverju rosastóru hjá ykkur félög- um? Skúli Friðrik: „Eins og er er ég ánægður ef ég fer brosandi í vinn- una og kem brosandi heim. En með þeim verkefnum sem við höfum safnað að okkur stefnum við að ein- hverju stærra í framtíðinni. Það hefur verið mikill skóli fyrir okkur að vinna með Friðriki Þór og; Hrönn Kristinsdóttur hjá Islensku kvikmyndasamsteypunni að Fíaskó, og það á tví- mælalaust eftir að nýtast okkur í framhaldinu." Þórir Snær: „Næsta mynd verður annaðhvort Neutron, mjög stór og dýr framtíðarmynd, leikstýrt af Friðriki Þór, eða mjög ódýr mynd sem heitir Villi- ljós, og munu fimm ungir íslenskir leikstjórar leik- stýra henni. Við erum er- um opnir fyrir öllum skal- anum, þegar að kvikmynd- um kernur." Skúli Friðrik: „Ekki segja þetta, maður! Ekki víkingamynd!" Þórir Snær: „Ef sagan er góð, af hverju þá ekki? Kannski ekki hasar- myndir og bláar. Allt þar á milli er í lagi.“ - Hvert á Fíaskó að komast full- kláruð? Skúli Friðrik: „Vonandi ferðast Fíaskó sem víðast, bæði á kvik- myndahátíðir og í dreifingu erlend- is. Nú þegar hefur verið lagður grundvöllur að því að myndin fari á Toronto-hátíðina, sem er ein af fimm stærstu í heimi. A hinn bóginn væri mjög sterkt að komast til Cannes, þar sem Fíaskó er evrópsk mynd. En þessir þættir koma í ljós á næstu mánuðum." Þórir Snær: „Þetta er samt fyrst og fremst mynd fyrir íslendinga og ís- lenskan markað.“ Fæðingn frestað fyrir hópatriði Það er verið að lýsa fyrir næsta skot og Ragnar á lausar fjórar mín- útur til að spjalla við blaðamann. Þá er um að gera að tala hratt. Jafnvel í stikkorðum. „Fíaskó fjallar um fólk. Það er mjög sérstakt því íslenskar kvik- myndir eru yfirleitt ekki um fólk. Þetta er íslensk mynd um íslenskt fólk og gerist í Þingholtunum í nú- tímanum, á einum sólarhring, svona bárujárnsmynd, þetta er grínmynd, þetta er drama, þetta er ýmislegt. Þetta er fjölskyldusagan hennar Steingerðar, Júlíu dóttur hennar og Karls Bardal fóður hennar. Öll lenda þau í ástarævintýri hvert á sinn á sinn hátt með misjöfnum ár- angri eins og gengur og gerist." - Hvernig finnst þér upptökurnar hafa gengið? „Vonum framar. Stundum hefur ekkert gengið, en yfirleitt gengur mjög vel.“ - Ertu reynslunni ríkari og til í allt núna? „Ja, eigum við ekki að segja að einhver grunnur hafi verið lagður fyrir framtíðina á seinustu tveimur mánuðum?" -Hvernig var að fá tvö fyi-stu börnin ofan í tökurnar á fyrstu kvik- myndinni? „Það er alltaf gaman að eignast tökubörn; þau komu á þriðja sein- asta tökudegi. Og ég er með það góða menn í vinnu að ég gat sleppt hálfum degi frá vinnu til að skreppa upp á fæðingadeild, reyndar eftir að hafa frestað fæðingunni um einn sólarhring svo ég næði stærsta hópatriðinu. Annars er þetta mjög fín tímasetning hjá strákunum litlu. Þau gefa manni smá spark í lokin, auk þess hef ég eitthvað að gera eftir að tökum lýkur í stað þess að leggjast í þunglyndi. Heyrðu ég verð að stökkva...“ Og þá er Ragnar rokinn inn í sett, en segja má að hann hafi skap- að sér sérstöðu meðal íslenskra leikstjóra. Ætli hann hafi kannski verið að stelast upp á fæðingar- deild?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.