Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 82
*82 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
FARRELLY-bræðurnir í uppstillingu sem gæti verið tekin beint úr einni af myndum þeirra. Bob er sá með
snuðið og Peter með hringluna.
MENNIRNIR bak við
myndina Það er eitt-
hvað við Mary eru
bræðurnir Peter og
Bob Farrelly sem
eru báðir nýskriðnir yfir fertugt og
búa í litlum bæ í Nýja-Englandi.
Mynd þeirra um Mary sem þeir
bæði skrifuðu handritið að og leik-
stýrðu er að fara yfir 340 milljóna
dollara markið sem er besta gengi
myndar frá bræðrunum, en aðrar
myndir á lista þeirra ei-u Heimskur
heimskari og keilumyndin Kingpin.
Þrátt fyrir þessar gífurlegu vin-
sældir eru bræðurnir með báða
fætur á jörðinni svo fremi að það sé
ekki jörðin í Hollywood. „Við kunn-
um betur við vini okkar heima. Við
getum slappað af með þeim.“ Þó
fylgir starfinu að heimsækja
Hollywood reglulega og víst hafa
ferðir þeirra þangað borið árangur.
Viku eftir að „Mary“ var frumsýnd
í Los Angeles bauð framleiðandinn
þeim til veislu. Bill Mechanic og
Tom Sherac frá Fox-kvikmynda-
verinu mættu í veisluna og afhentu
hvorum bróður ávísun upp á eina
milljón dala sem fyrirframgreiðslu
fyrir væntanlega sölu myndarinnar.
„Svona atvik hleypa vissulega fjöri í
matarboð," segir Peter.
Carrey og Allen væru
góðir tvíburar
Síðasta heimsókn bræðranna til
Hollywood var tii að kynna nýjustu
mynd þeirra, „Stuck on You“, sem
fjallar um síamstvíbura sem deila
sömu lifur en eru að öðru leyti afar
ólíkir. Draumaleikararnir í hugum
bræðranna fyrir hlutverkin eru
þeir Jim Carrey og Woody Allen,
en þeir gera sér þó grein fyrir að
erfitt gæti verið að ná því pari sam-
an. Þeir treysta framleiðendunum
til að kanna möguleikana á því sam-
starfí og einbeita sér að öðru.
Þegar málin hafa verið afgreidd í
Hollywood flýta bræðurnir sér
heim í litla bæinn til að hitta fjöl-
rmrLT.iriii;iTro mn rrr nnr i jju
VINSÆLUSTU
MYNDBÖNDIN
A
ISLANDI n -
VIKAN
Nr. var | vikur Mynd Úlgefandi ; Tegund
1. 1. i 2 There's Something About Mory Skífan 1 Gamon
2. NÝ ; 1 Snake Eyes Sam myndbönd ; Spenna
3. 2. ; 3 Rush Hour Myndform i Goman
4. 3. ; 5 Out of Sight CIC myndbönd i Gaman
5. 4. : 2 Knock Off Myndform i Spenna
6. 5. i 6 Dr. Dolittle Skífon i Gaman
7. 7. j 4 The Horse Whisperer Som myndbönd i Drama
8. 11.; 2 Savior Bergvík ; Spenna
9. NÝ; 1 Apt Pupil Skífon ! Spenna
10. 6. i 4 Halloween: H20 Skífan : Spenna
11. 9. ; 8 Mask of Zorro Skífan : Spenna
12. 12.: 9 Perfect Murder Warner myndir i Spenna
13. 10 j 3 Wishmaster Sam myndbönd i Spenna
14. 8. i 7 Blade Myndform i Spenna
15. ný ; í Eve's Bayou Som myndbönd i Drama
16. 13. i 3 Dance With Me Skífon i Gaman
17. NÝ 1 Dansinn Hóskólobíó ! Drama
18. NÝ i 1 Chairman of The Board Stjörnubíó ; Gamon
19. 14. i 7 Smali Soldiers CIC myndbönd i Gaman
20. 20.1 3 General Skífon : Spenna
OIIIIII i miii ririii i líi í i miiiiui i
skyldur sínar og vini. Bob, sem er
eldri bróðirinn, virkar íhaldssamari
og auðvelt væri að ruglast á honum
og opinberum starfsmanni lítils
bæjarfélags. Peter er hippalegri í
útliti í síðum íþróttabol og galla-
buxum. Ef ekki væri fyrir stríðnis-
legt blik í augum myndi enginn
halda að bræðurnir skæru sig á
nokkum hátt úr í sínu bæjarfélagi.
„Við höfum gaman af þvi að
ganga eins langt og við getum án
þess að þurfa að skammast okkar,“
segja bræðurnir. „Fólkið sem við
vinnum með er eins og hluti af fjöl-
skyldunni og við reynum að taka
allt upp íjaiTÍ glaumnum í
Hollywood.“ Bræðurnir vilja einnig
forsýna myndir sínar nærri heima-
högunum til að sjá hvaða brandar-
ar virka og hverjir ekki. „Það er
hægt að komast að miklu meiru
þegar maður er ekki með allt kvik-
myndaverið yfir sér og áhorfendur
hérna segja okkur mun meira um
myndirnar, en áhorfendur í
Hollywood."
Sjálfstæði skilar fjölbreytni
Bræðurnir láta frægðina ekki
hafa of mikil áhrif á sig. Peter er
nýgiftur og á von á sínu fyrsta
barni, en Bob hefur verið giftur
lengi og á tvö börn. Peter er að
hugsa um að byggja hús á eyjunni
Martha’s Vineyard, en að öðm leyti
hefur hann engar sérstakar hug-
myndir um hvernig nýfenginn auð-
ur mun hafa áhrif á lífsstíl hans.
„Það var sú tíð að ég hugsaði um
sjálfan mig sem frumkvöðul," segir
Bob. „Eg fann upp og setti á mark-
að hringlaga strandhandklæði svo
fólk þyrfti ekki að standa upp þeg-
ar sólin færðist á himninum. Af ein-
hverjum ástæðum seldist þessi
vara treglega."
Kvikmyndirnar hafa sýnt sig að
vera betri vettvangur fyrir bræð-
urna en handklæðagerð svo fremi
að þeir fái að gera myndirnar eftir
sínu höfði. Sem þýðir að þeir geti
tekið upp myndir sínar fjarri
glaumi Hollywood og þar sem við
„getum verið í kringum alvöru
fólk“.
Arangur bræðranna styður skoð-
un margra kvikmyndagerðarmanna
að sjálfstæði leikstjóra og minni af-
skipti kvikmyndafyrirtækjanna
geti skilað sér í frumlegri handrit-
um og fjölbreyttari myndum. Víst
er að sú er raunin með Farrelly-
bræðurna.
CAMERON Diaz sem leikur hina eftirsóttu Mary.
Myndbandaiistinn
Ekkert lát á vin-
sældum Mary
FÁAR kvikmyndir hafa
notið jafn gífurlegra vin-
sælda undanfarið og gam-
anmyndin Það er eitthvað
við Maríu með Cameron Di-
az, Ben Stiller og Matt
Dillon í aðalhlutverkum.
Fádæma aðsókn var á
myndina þegar hún var
sýnd í kvikmyndahúsum og
ekkert lát virðist á vinsæld-
unum eftir að hún var gef-
in út á myndbandi. Heldur
myndin enda toppsætinu
aðra vikuna á lista.
Nýjasta mynd leikstjórans
Brians de Palma, Snáka-
augu með Nicolas Cage í að-
alhlutverki, kemur ný inn á
listann og fer beint í annað
sætið. Spennumyndin
Námfús nemandi sem byggð
er á sögu Stephens Kings
fór í níunda sæti listans.
Þrjár aðrar nýjar myndir
eru á listanum þessa vikuna
og má þar nefna suðurríkja-
myndina Eve’s Bayou sem
sýnd var hér á listahátíð, en
hún er fyrsta mynd leik-
stjórans Kasi Lennnons og
skrifar liún einnig handrit-
ið. Með helstu hlutverk fara
Samuel L. Jackson og Lynn
Whitman og hefur myndin
hlotið góða dóma gagn-
jlnenda. Dansinn hans
gústs Guðmundssonar
kemur einnig ný inn á lista
vikunnar og fór í 17. sætið,
en hún hefur hlotið lofsam-
lega dóma gagnrýnenda
bæði hér heima og erlendis.
Gamanmyndin Fremstur á
brettinu með rauðhausinn
Scott Thompson í aðalhlut-
verki fór í 18. sætið sína
fyrstu viku á lista.
rý:
Ag