Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 1

Morgunblaðið - 22.04.1999, Side 1
90. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fótknúið sjónvarp gegn offítu New York. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN, sem stunda rannsóknir á offítu við sjúkra- hús í New York, hafa hannað sjónvarp sem fer ekki í gang nema börn stígi æfingahjól sem sér sjónvarpinu fyrir raf- magni. Um leið og börnin hætta að hjóla slokknar á sjón- varpinu. Rannsókn vísindamannanna náði til of feitra barna á aldrin- um átta til tólf ára og leiddi í ljós að börn sem þurfa að hjóla til að geta horft á eftirlætis sjónvarpsþættina sína horfa ekki aðeins miklu sjaldnar á sjónvarp heldur léttast þau einnig verulega. David Ailison, sem stjórnaði rannsókninni, sagði að 13% bandarískra barna væru álitin of feit og að þeim færi fjölg- andi. Rannsóknin hefði leitt í ljós að börnin, sem þurftu að nota fótknúið sjónvarp, horfðu að meðaltali í eina klukkustund á viku á sjónvarpið, en hvert barn í viðmiðunarhópnum í rúmar 20 klukkustundir. Allison hefur einnig lagt til að fólki verði gert að greiða fyrir að nota lyftur til að hvetja það til að ganga frekar upp og niður stigana. Morgunblaðið/Sverrir Gleðilegt sumar! NATO nálgast ákvörðun um landhernað Fimmtán létust í harmleiknum í Colorado 30 sprengjur fínnast á skólalóðinni Sofía, Brussel, Tirana. Reuters. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) virtist í gær hafa tekið skref í þá átt að hefja landhernað í Kosovo en talsmenn bandalagsins sögðu að yfirmenn herja NATO myndu endurnýja áætlanir um innrás í Kosovo, sem gerðar voru í fyrra, þegar þess gerðist þörf. A sama tíma komu fyrstu Apache- árásarþyrlurnar loksins til Alban- íu en þyrlurnar, sem geta flogið mjög nálægt jörðu, munu gefa NATO tækifæri til að miða nákvæmlega út hersveitir Serba, sem starfa í litlum einingum í Kosovo, og gera árásir á þær. Joe Loekhart, talsmaður Hvíta hússins, sagði að bandarísk stjórn- völd myndu verða samþykk því að yfn-menn NATO endurnýjuðu áætlanir um landhernað, en því færi fjarri að það þýddi að búið væri að taka ákvörðun um innrás í Kosovo. Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, hafði fyrr um daginn látið hafa eftir sér að landhernaður væri útilokaður fyrr en búið væri að veikja varnir Serba enn frekar. Engu að síður sögðu fréttaskýrendur að ummæli ráða- manna í gær bentu til að líkurnar á landhemaði hefðu heldur aukist fremur en hitt. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, sagði aukinheldur í gær- kvöldi að þótt hann kysi helst að loftárásir yrðu látnar duga þá myndi hann styðja landhemað á seinni stigum, yrði slíkt talið nauð- synlegt. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hafði áður viðhaft svipuð ummæli en dagblaðið The Guardian hafði haldið því fram í gærmorgun að Blair þrýsti nú á um að gerðar yrðu áætlanir um landhernað í Kosovo. Höfuðstöðvar Sósíalistaflokks Milosevics sprengdar Ivan Kostov, forsætisráðherra Búlgaríu, sagði í gær að svo gæti farið að Búlgarar myndu strax á mánudag leyfa NATO að fljúga um lofthelgi Búlgaríu, en Solana og Wesley Clark, yfirmaður herafla NATO, höfðu fyrr í gær farið fram á slíkt leyfi í því skyni að auðvelda herjum NATO að ná fram mark- miðum sínum í stríðinu gegn Júgó- slavíu. Tékkar og Slóvakar lofuðu NATO sambærilegri aðstoð í gær. A sama tíma samþykktu Evrópu- sambandsríkin áætlun sem miðast að því að koma í veg fyrir að Jú- góslavíu berist oh'a. Það voru Frakkar sem lögðu áætlunina fram og verða allir olíuflutningar til og frá ríkjum ESB til Júgóslavíu bannaðir skv. henni. NATO beindi í árásum í fyrri- AP STARFSFÓLK í Andrew Mell- on-byggingunni í Washington undirbjó í gær hátíðarfund Atl- antshafsbandalagsins (NATO) sem hefst á morgun. nótt sjónum sínum að höfuðstöðv- um stjómvalda í Belgrad, höfuð- borg Júgóslavíu, þegai- loftárásir voni gerðar á höfuðstöðvar Sósí- ahstaflokks Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta í borginni. A sama tíma héldu fjölmiðlar í Júgó- slavíu því fram að flugskeyti bandalagsins hefðu valdið dauða að minnsta kosti tíu manns í flótta- mannabúðum í Kosovo. Hátíðarfundur NATO, í tilefni af fimmtíu ára afmæh bandalagsins, hefst í Washington í Bandaríkjun- um á morgun og líklegt er að stríðsrekstur NATO í Júgóslavíu muni setja svip sinn á fundinn. Jafnframt verða spurningar um framtíðarhlutverk bandalagsins of- arlega á dagskránni. ■ Sjá umfjöllun á bls. 33 og 49. Littleton, London. Reuters, AP. SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR lögreglu í Bandaríkjunum fundu í gær meira en þrjátíu sprengjur sem komið hafði verið fyrir á skóla- lóð menntaskóla í bænum Littleton í Colorado þar sem tveir átján ára piltar gengu berserksgang í fyrra- dag og urðu a.m.k. þrettán manns að bana, áður en þeir réðu sjálfum sér bana. Talsmaður lögreglunnar sagði að m.a. hefðu heimatilbúnar sprengjur, sem ódæðismennirnir tveir útbjuggu, fundist í tveimur bifreiðum á skólalóðinni, inni í skólabyggingunni sjálfri sem og á heimili drengjanna. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði erfitt að skilja hvernig svona atburður gæti átt sér stað en lagði áherslu á að allur almenningur í Bandaríkjunum fyndi til með íbú- um Littleton og ekki síst ættingj- um fórnarlambanna. I fyrstu hafði verið tahð að a.m.k. tuttugu og þrír, auk ódæðis- mannanna tveggja, Dylans Kle- bolds og Erics Harris, hefðu látist í harmleiknum en í gær var staðfest að fórnarlömbin væru fimmtán. Fómarlömbin gætu hins vegar orðið fleiri, allt að tuttugu og átta, því margir vora enn á gjörgæslu í gærkvöldi, að sögn lögreglu. Skotárásin í fyrradag vakti mik- inn óhug úti um allan heim og mörg dagblöð utan Bandaríkjanna sögðu að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slíkar blóðsúthelhngar í bandarískum skólum nema með því að setja strangari lög um byssu- kaup. Vekur minningar um atburðina í Dunblane „Þegar ég vaknaði í morgun fór um mig hrollur við tilhugsunina um að slíkur byssuharmleikur hefði átt sér stað í einu af sið- menntuðustu ríkjum heims,“ sagði George Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að fara að dæmi Breta sem settu nær algjört bann við skammbyssum eftir að fimmtán börn og kennari þeirra vora myrt í skoska bænum Dun- blane 13. mars 1996. Jóhannes Páll páfi harmaði einnig blóðsúthellingarnar í Little- ton og lét í ljós þá von að Banda- ríkjamenn brýndu fyrir börnum sínum „þá siðferðislegu hugsjón og þau gildi sem ein geta tryggt virð- ingu fyrir friðhelgi mannslífsins". ■ Leitað að/30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.