Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 15 AKUREYRI Gleðilegt sumar á Grenivík Geysimildll snjór í þorpinu „VISSULEGA er fólk orðið dálítið þreytt, en um leið og sólin fer að skína fyllist fólk bjartsýni. Eldri menn hér um slóðir segja þetta með leiðin- legri vetrum,“ sagði Jón Stefán Ingólfsson, verslunar- maður í Jónsabúð á Greni- vík. Geysimikill snjór er nú í þorpinu og fátt sem minnir á sumarið, þótt íbúarnir fagni líkt og aðrir landsmenn sum- ardeginum fyrsta í dag. Stórhríð var allan síðasta föstudag og bætti þá mikið á. „Það byrjaði að snjóa um miðjan október og snjó hefur ekki tekið upp síöan, en bæst vel við í allan vetur, ég held þetta hafi ekki verið eins mikið í langan tíma,“ sagði Jón. Helsta tómstundagaman margra Grenvíkinga er akstur vélsleða og miðað við magnið sem enn er eftir eiga menn enn eftir að geta sinnt þessu tóm- stundagamni. Þá er mikið um að aðkomufólk skjótist út með firði og bregði sér á sleðanum ýmist á Kaldbak eða í Fjörður. Fer einhvern tíma Jóakim Júhusson var á ferð- inni ásamt Berglindi Erlings- dóttur, konu sinni, og Agnesi, dóttur þeirra. Þau eru búsett Morgunblaðið/Kristján JÓN Stefán Ingólfsson og Júlía Eyfjörð, dóttir hans, í Jónsabúð á Grenivík. syðra en voru í heimsókn á æskuslóðum Jóakims. Þeim þótti nóg um snjóinn, en móðir Jóakims kvaðst hafa séö meiri snjó á svipuðum tíma. „Eg man að við komum heim frá Kanarí- eyjum í byrjun apríl árið 1995 og þá fannst mér vera meiri snjór,“ sagði Sigurlaug Kristjánsdóttir. Hún var sammála Jóni um að veturinn hefði verið heldur þreytandi og nefndi að eitt sinn þegar hún var að koma heim úr vinnu um miðjan janúar hafi hún Ient í miklum snjóbyl. Hún vinn- ÞAÐ rétt grillir í þakið á húsinu við Túngötu, en hér eru þau Jóakim Júlíusson og Berglind Erlingsdóttir á ferðinni með Agnesi dóttur sína. FARA þarf um rúmlega tveggja metra djúp snjógöng ef menn eru á leiðinni út úr þorpinu, frá Akurbakka að Finnastöðum. ur á Grenilundi, dvalarheimili fyrir aldraða, sem er í um 200 metra fjarlægð frá heimili henn- ar við Túngötu. „Eg var 20 mín- útur að komast heim, þetta var rosaleg ferð,“ sagði hún. Sigur- laug taldi að snjórinn yrði um það bil einn mánuð að hverfa, en þá þurfi að vera um 10 til 12 stiga hiti yfir daginn og ekkert næturfrost. „Þetta fer einhvern tíma,“ sögðu þau. Fimm tilboð í innréttingu á FSA Hyrna bauð lægst FIMM tilboð bárust í innréttingu nýrrar bamadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, fjögur frá fyrirtækjum á Akureyri og eitt frá Dalvík. Tilboðin voru opnuð í gær og voru þau öll innan kostnað- aráætlunar, sem hljóðaði upp á rúmar 114 milljónir króna. Hyrna ehf. átti lægsta tilboðið og bauðst til vinna verkið fyrir 94,2 milljónir króna, sem er um 82,4% af kostnaðaráætlun. Fjölnir ehf. bauð 95,1 milljón króna, eða um 83,2% af kostnaðaráætlun, SS Byggir ehf. bauð 95,6 milljónir króna, eða um 83,6% af kostnaðaráætlun, Tréverk hf. á Dalvík bauð 102,1 milljón króna, eða um 89,3% og SJS verk- takar ehf. buðu 102,7 milljónir króna, eða tæp 90% af kostnaðará- ætlun. --------------- Skákþing Norðlend- inga í yngri flokkum SKÁKÞING Norðlendinga í yngri flokkum verður háð um helgina. Teflt verður í húsakynnum Skákfé- lags Akureyrar við Þingvallastræti og hefst taflið kl. 13 á laugardag, 24. apríl. Afram verður haldið á sunnu- dag og verður byrjað að tefla kl. 10. Teflt verður í fjórum flokkum; Ung- lingaflokki, 13 til 16 ára, drengja- flokki, 10 til 13 ára, barnaflokki, 9 ára og yngri og kvennaflokki. Mót- inu lýkur með hraðskákmóti sem hefst kl. 14 á sunnudag, 25. apríl. Þátttökugjald er 500 krónur. Einangrunarstöð Svínaræktarfélags íslands í Hrísey Um 500 grísir hafa verið Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson KRISTINN Árnason, bústjóri í Einangrunarstöð Svínaræktarfélags Islands f Ilrísey, með göltinn Bjart 764 sem vegur um 400 kíló. MATARTIMI í einangrunarstöðinni. Þökin halda ekki vatni Viðbeins- brotnaði á æfíngu ODDUR Helgi Halldórsson bæjar- fulltrúi L-listans kom inn á örygg- ismál í íþróttahúsum bæjarins á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í vikunni. Þök Iþróttaskemmunnar og Iþróttahallarinnar hafa lekið undanfarin ár og hefur ástandið á gólfi Iþróttaskemmunnar verið sérstaklega slæmt. I máli Odds Helga kom fram að 15 ára sonur hans varð nýlega fyrir slysi vegna bleytu á gólfmu í Iþróttaskemmunni. Sonurinn, sem er 15 ára, var á handboltaæfíngu með Þór og var að kljást um bolt- ann við félaga sinn er þeir runnu báðir í bleytu og skullu í gólfið. Sonur Odds viðbeinsbrotnaði við fallið en félagi hans slapp betur. „Strákamir voru búnir að merkja með handklæðum þá staði á gólfinu þar sem voru pollar en vissu ekki af þessari bleytu sem þeir runnu í. Sonurinn þaif því að hvíla sig frá æfingum í einar sex vikur og það gæti reynst ei’fitt að halda honum frá þeim,“ sagði Oddur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði þetta ástand undirstrika það aðstöðuleysi sem íþróttafólk býr við og þá sér- staklega Þórsarar, sem stunda sín- ar æfingar m.a. í Skemmunni. 5 milljónir í Höllina Þórarinn B. Jónsson formaður íþrótta- og tómstundaiúðs sagðist harma þetta slys. Hann sagði að þak Iþróttahallarinnar hafi einnig lekið til fjölda ára en ákveðið hafi verið að setja 5 milljónir króna í að laga þakið í sumai-. Fyrirtækið Sandblástur og málmhúðun hefur keypt Iþróttaskemmuna en leigir bænum hana fram til vors árið 2001. Þórarinn sagði húsið ekki boðlegt til leigu á meðan þakið lek- ur og hann vonast til að eigendur hússins geri við það í sumar. UM 500 grísir hafa verið fluttir úr einangrunarstöð Svínaræktarfélags Islands í Hrísey á svínabú á fasta- landinu síðastliðið eitt og hálft ár, en í næsta mánuði eru liðin tvö ár frá því félagið flutti inn frá Finnlandi 25 kynbótasvín, 17 fengnar gyltur af Yorkshire-kyni og 8 gelti af Land- kyni. Fyrstu grísirnir fóru í land haustið 1997. Um 70% þeirra tæplega 500 grísa sem flutt hafa verið í land hafa verið hæf til ásetnings og sölu sem kynbótadýr. Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags Islands, sagði kynbótastefnu þess miða að því að búa til blendingsgyltur með því að blanda saman Yorkshire og Land- kynsstofnunum. Til ásetnings væru teknar gyltur sem væru 50% Yorks- hire og 50% Landkyn, en slíkar gylt- ur þættu best henta sem mæður slát- urgrísa. Feður giásanna væru geltir, ýmist hreinræktaðir Yorkshire eða af Landkyni. „Yorkshire-kynið gefur okkur heilmikinn blendingsþrótt, en það eru áhrifin af því þegar þessum tveimur kynjum er blandað saman. Reynsía nágrannaþjóðanna er sú að blendingsgylta skilar af sér til frá- lags þremur grísum meira að jafnaði á ári en hreinræktuð gylta,“ sagði Kristinn. Annar ávinningur af þess- ari blöndun er aukinn lífsþróttur grísanna og hærri fæðingarþyngd. Einn liður í kynbótastefnu Svína- ræktarfélagsins og fagráðs í svína- rækt er að flytja inn þriðja svína- stofninn, Duroc-kyn, en það eru brún svín sem upprunnin eru frá Kanada. Sagði Kristinn Gylfi að hugmyndin væri sú að hefja innflutning á Duroc- kyninu næsta haust og vinna í fram- haldi að því að koma þeim stofni inn í íslenska svínarækt á næstu árum. Markmiðið er að Duroc-svínin myndu nýtast sem feður sláturgrísa, ýmist hreinræktaðir eða í bland við hinar tegundirnar tvær. ,Ávinningurinn af því að fá Duroc-kynið inn í íslenska svínarækt er að ná sem bestum kjöt- gæðum og auka innri vöðvafitu," sagði Kristinn Gylfi. Aukið samstarf milli N orðurlandanna „Grunnurinn í okkar kynbóta- stefnu er sá að flytja reglulega inn erfðaefni, aðallega í formi sæðis en einnig lifandi svína. Við erum með litla svínahjörð hér á landi og erum eingöngu að framleiða fyrir innan- landsmarkað, við munum því aldrei ná sambærilegum kynbótaframfór- um við það sem nú á sér stað í því skipulega kynbótastarfi sem er á hin- um Norðurlöndunum. Þess vegna ætlum við að kaupa reglulega inn erfðaefni til að geta staðið jafnfætis félögum okkar á Norðurlöndum hvað varðar góð kynbótadýr, en í framtið- inni þurfum við hugsanlega að horfast í augu við aukna samkeppni frá þeim,“ sagði Kristinn Gylfi. Hann sagði umræðu á Norðurlönd- um aukast um samstarf á kynbóta- sviði og hefðu fulltrúar Svínaræktar- félags Islands fylgst með en líklegt væri að félagið yrði aðili að slíku sam- starfi. „Það mun styikja svinaræktina hér á landi verulega og tryggja betri aðgang að því besta sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum. Þetta skiptir svínaræktina hér verulegu máli varðandi samkeppnishæfni í framtíðinni," sagði Kristinn Gylfi. Sparar kostnað við kynbótastarfið Þá er félagið í viðræðum við for- svarsmenn Norsvin, sem er eins kon- ar svínaræktarfélag Norðmanna, um aukið samstarf, sem felst í því að tryggja reglulegan innflutning á erfðaefni til uppfærslu á öllum þrem- ur svínastofnunum. I ljós kemur á næstu mánuðum hvað út úr viðræð- unum kemur. „Með þessu gætu skap- ast geysimiklir möguleikar fyrir svínaræktina hér, en við gætum orðið eins konar áskrifendur að erfðaefni og setið þannig við sama borð og bændur í Noregi og Finnlandi. Þannig gætum við sparað okkur heil- mikinn kostnað við kynbótastarfið hér á landi og getum einbeitt okkur að því að framleiða gott svínakjöt með hagkvæmum hætti,“ sagði Krist- inn Gylfi. „Þetta gæti því styrkt sam- keppnisstöðu okkur til framtíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.