Morgunblaðið - 22.04.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.04.1999, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Manchester United og Bayern Munchen leika til úrslita í Meistaradeildinni Afar stoltur á Með yfirhöndina LEIKMENN Manchester United sýndu mikla elju er þeir sigruðu Juventus í Tórínó í gærkvöldi og með sanni má segja að leik- menn enska liðsins hafi haft yfirhöndina. Framherjinn Dwight Yorke, sem hér sést í flugferð langt fyrir ofan hinn franska fyrir- liða Juve, Didier Deschamps, skoraði annað mark liðsins og jafnaði metin í 2:2. Á minni myndinni fagna þeir félagar í fram- línu liðsins, Dwight Yorke og Andy Cole, en sá síðarnefndi skor- aði einmitt sigurmark leiksins. Bayern hefur ekki unnið sigur í keppni meistaraliða í Evrópu, und- anfara Meistaradeildarinnar, síðan um miðjan áttunda áratuginn, en „keisarinn" sjálfur, Franz Becken- bauer sagði að sigurinn væri geysilega mikilvægur, ekki aðeins fyrir Bæjara, heldur einnig þýska knattspyrnu. „Auðvitað höfum við ekki unnið titilinn enn, en þetta gæti orðið hreint stórkostlegt ár fyrir okkur. Möguleikarnir eru okkar.“ Athyglisvert er að liðin tvö léku saman í riðli í Meistaradeildinni fyrr á leiktíðinni og komust áfram á kostnað Barcelona og Brondby. Fyrri viðureign þeirra í Miinchen lauk með jafntefli, 2:2, hinni seinni í Manchester sömuleiðis, en 1:1. Reuters ÚRSLIT Knattspyma Meistaradeildin Undanúrslil, siðari leikir: Tórínó, Ítalíu: Juventus - Man. Utd...............2:3 Filippo Inzaghi 6, 11 - Roy Keane 24, Dwight Yorke 34, Andy Cole 84. 60.806. • Man. Utd. vann samtals 4:3. Juventus: Angelo Peruzzi - Alessandro Bir- indelli (Nicola Amoruso 46.), Ciro Ferrara, Mark Iuliano (Paolo Montero 46.), Gianluca Pessotto - Antonio Conte, Didier Deschamps, Edgar Davids, Angelo Di Livio (Daniel Fonseca 79.) - Zinedine Zidane, Fil- ippo Inzaghi. Man. Utd.: Peter Schmeichel - Gary Neville, Ronny Johnsen, Jaap Stam, Denis Irwin - David Beckham, Roy Keane, Nicky Butt, Jesper Blomqvist (Paul Scholes 68.) - Dwight Yorke, Andy Cole. Múnchen, Þýskalandi: Bayern Munchen - Dinamo Kiev .....1:0 Mario Basler 35. 59.000. • Bayern vann samtals 4:3. England Urvalsdeild: Liverpool - Leicester...............0:1 - Ian Marshall 90. 36.019. • Arnar Gunnlaugsson var í byrjunarliði Leicester. Sheff. Wed. - Newcastle ............1:1 Philip Scott 52 - Alan Sheai'er 45. - vítasp. 21.545. 2. dcild: Fulham - Millwall...................4:1 3. deild: Scarborough - Leyton Orient.........1:3 Holland Ajax - Nijmegen ....................3:0 Leiðrétting Á töflu í íþróttakálfí á bls. E/6 féll út hvar lið Man. Utd. væri á hálfleikstöflunni. Þar er Man. Utd. í fjórða sæti, hefði 55 stig. MANCHESTER United og Bayern Munchen tryggðu sér í gær- kvöldi réttinn til að leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Man. Utd sigraði Juventus í stórkostlegum leik í Tórínó, 2:3, og Bæjarar tóku á móti Dynamo frá Kænugarði á Ólympíuleikvanginum í Munchen og höfðu sanngjarnan sigur, 1:0. Liðin unnu bæði samanlagt 4:3 í viðureignum sínum og munu mætast í úrslitaleik á Camp Nou í Barcelona 26. maí nk. Athyglisvert er að liðin urðu bæði í 2. sæti í deildarkeppnum sín- um á síðustu leiktíð, en eru sem stendur í toppsætinu heima fyr- ir - bæði stefna raunar að sögulegum sigri á þremur vígstöðvum - í deild, bikar og Evrópukeppni. Undanúrslitaleikurinn í Tórínó var sögulegur því heimamenn í Juventus komust í draumastöðu, 2:0 og 3:1 samanlagt, eftir aðeins ellefu mínútna leik. Var þar að verki fram- herjinn Filippo Inzaghi, fyrst á 7. mínútu og svo aftur fjórum mínútum síð- ar. Þögn sló á þúsundir enskra aðdáenda Manchester-liðsins sem ferðast höfðu með liðinu, enda staðan nálega von- laus strax í upphafí leiks, en þeir tóku þó fljótlega gleði sína á ný, því fyrirliðinn Roy Keane minnkaði muninn með skalla eftir hornspymu og Dwight Yorke jafnaði metin skömmu síðar með öðru frábæru skallamarki. Það var síðan Andy Cole sem inn- siglaði frábæran útisigur enska liðsins undir lok leiksins er hann skoraði af stuttu færi. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Man. Utd, var í sjöunda himni eftir leikinn og lýsti fyrri hálfleiknum í gærkvöldi sem ánægjulegustu 45 mínútum lífs síns og bestu knattspyrnu sem hann hefði séð um dagana. „Ég er afar stoltur á þessari stundu, ég get ekki annað og leikmennimir voru hreint stórkostlegir. Við náð- um okkur eftir mikið áfall í upphafi leiks og áttum sigurinn svo sannar- lega skilinn. Það er á þessu sviði knattspyrnunnar sem við viljum leika,“ sagði Ferguson. Ferguson hefur náð frábæmm árangri með Manchester-liðið í gegnum árin, unnið deild og bikar í Englandi, jafnvel tvöfalt, en lengi hefur verið draumurinn að ná góð- um árangri á Evrópumótunum. Hann notaði tækifærið í gærkvöldi, mitt í öllum fagnaðarlátunum, og hughreysti tvo leikmenn sína, þá Roy Keane og Paul Scholes, sem fengu áminningu í leiknum og missa því af sjálfum úrslitaleikn- um. „Þetta er áfall fyrir þá og einnig fyrir liðið, því báðir em þeir lykilmenn," sagði stjórinn. Fyrir- liðinn Keane tók þó öllu með stóískri ró og taldi aðalmálið að lið- ið hefði komist í úrslitin. Þetta var fyrsti sigur Manchest- er-liðsins á ítalski-i gmndu í Evr- ópukeppni í 42 ár, en hann var fyllilega verðskuldaður og liðið hafði nokkra yfírburði eftir hina slæmu byrjun, liðsmenn þess skutu m.a. tvisvar í stöng úr góðum fær- um. Kahn hetja Bæjara I Munchen var það markvörður- inn Oliver Kahn sem var hetja Bæjara í l:0-sigri á Dynamo Kiev, en Mario Basler gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik með þramu- skoti efst í markhornið. FyiTÍ leik liðanna lyktaði með 3:3-jafntefli og Kahn varð á stund- um að taka á honum stóra sínum í gærkvöldi gegn vöskum framherj- um Ukraínumanna. „Með frammi- stöðu sinni sýndi Kahn að hann er einn besti markvörður í heimi,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bæjara, eftir leikinn. Undir það tók fyrirliðinn Lothar Matthaus: „Leikurinn vannst á frábærri markvörslu og góðum liðsanda. Ég hlakka mjög til úrslitaleiksins. Það yrði algjör draumur að sigra í Meistaradeildinni - hampa Evr- ópubikamum," sagði Matthaus. Island upp um sjö sæti ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu hækkar sig um sjö sæti frá síðasta mánuði á nýjum styrkleikalisla Aiþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, sem var birtur í gær. Island er nií í 48. sæti og á lista yfír 50 sterk- ustu knattspyrnuþjóðir heims í fyrsta sinn frá því í febrúar 1996. Kemur þetta gríðarlega stökk ís- lands í framhaldi af sigri á And- orra og ekki hvað síst vegna jafnteflis við Ukraínu ytra í lok síðasta mánaðar. Þess má gefa að ísland var í 64. sæti iistans í byrjun þessa árs. íslenska landsliðið er á meðal „hástökkvara" á listanum að þessu sinni ásamt Úkraínu sem bætir stöðu sína um þrettán sæti, er nú í 22. sæti. Þá bæta Búigarar sig einnig um sjö þrep og Tyrkir um 5. Er sérstök at- hygli vakin á framfórum þessara þjóða á heimasíðu FIFA á Net- inu. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sreti og heimsineistarar Frakka koma í kjölfarið eins og undanfarna mánuði. Þjóðverjar eru nú í 3. sæti og hækka sig um tvö sæti frá því í síðasta mánuði. Þar á eftir kom ítalir, þá Tékk- ar, Króatía, Argentína, Spánn, Hollaud og loks eru Englending- ar og Rúmenar jafnir í 10. sæti. þessari stundu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.