Morgunblaðið - 22.04.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 22.04.1999, Síða 68
68 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Afmælishátíð ' Garðyrkjuskólans Opið hús í Garðyrkjuskólanum dagana 22.-25. apríl 1999 GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins að Reykjum í Ölfusi fagnar sextíu ára afmæli sínu í ár. Frá stofnun skólans árið 1939 hefur fjöldi mætra manna og kvenna stundað þar nám og haldið út í lífið með .græna menntun í farteskinu. Menntun garðyrkjufræðinga hef- ur sett svip sinn á um- hverfí landsmanna, í einkagörðum og græn- um svæðum um land allt, að ekki sé minnst á skógrækt og gróður- setningar í kringum sumarbústaði. Mennt- unin hefur einnig sett mark sitt á neysluvenj- ur landans, íslenskt grænmeti er nú orðið borðum hverrar einustu fjölskyldu í landinu en fyrir nokkrum áratugum þýddi varla að bjóða fólki að leggja sér _^ slíkt „gras“ til munns. Fyrsti skólastjóri Garðyrkjuskól- ans var Unnsteinn Ólafsson, sem stýrði skólanum af röggsemi og myndarskap allt til dauðadags árið 1966 en að honum látnum tók sonur hans, Grétar J. Unnsteinsson, við stjórnartaumunum. Grétar hélt á loft nafni föður síns og er óhætt að fullyrða að þeir feðgar hafi komið Garðyrkjuskólanum á kortið hjá landsmönnum. Grétar hefur nýlega látið af störfum og núverandi skóla- stjóri er dr. Sveinn Aðalsteinsson. Nám við Garðyrkjuskólann er á framhaldsskólastigi og eru þeir sem ljúka þar námi titlaðir garðyrkju- fræðingar. Kennt er á 5 brautum, yl- ræktarbraut, skrúðgarðyrkjubraut, garðplöntubraut, umhverfísbraut og blómaskreytingabraut. Garðyrkju- skólinn hefur alla tíð átt gott samstarf við at- vinnulífið innan grein- arinnar og hafa fulltrú- ar atvinnulífsins haft mikil áhrif á það hvern- ig nám við skólann er byggt upp. Aðkoma þessara aðila að upp- byggingu starfs innan skólans hefur verið í gegnum fræðslu- og endurmenntunarnefnd- ir en slíkar nefndir eru starfræktar fyrir hverja braut. Viðhorf landsmanna Guðríður til garðyrkju hefur tek- Helgadóttir ið stakkaskiptum frá því fyrst var farið að rækta plöntur á Islandi. I upphafi voru garðyrkjumenn og aðrir áhugamenn um ræktun taldir stór- skrýtnir. Petta væru sérvitringar og algerlega lausir við það að vera í tengslum við raunveruleikann því það vissi hver heilvita maður að ekki væri hægt að rækta plöntur á Is- landi, þessu vindbarða skeri. Þegar plönturnar uxu úr grasi hjá sérvitr- ingunum breyttist hljóðið nokkuð, þá var Ijóst að þessi fámenni hópur var greinilega rammgöldróttur. Sem betur fer, garðyrkjunnar vegna, eyu galdrabrennur löngu liðin tíð á Is- landi enda hefur reynsla liðinnar aldar leitt mönnum það fyrir sjónir að það er hægt að rækta ýmislegt héma á skérinu auk þess sem mann- lífið blómstrar í skjóli. Það er góður og gegn siður að halda upp á stórafmæli með pomp og pragt. Garðyrkjuskólinn er eng- inn eftirbátur í þeim efnum því efnt verður til fjögurra daga afmælishá- tíðar við skólann. Hátíðin hefst sum- ardaginn fyrsta, 22. apríl næstkom- andi, og lýkur á umhverfisdaginn, 25. apríl. Sú hefð hefur skapast í gegnum tíðina að fagna nýju sumri með opnu húsi í Garðyrkjuskólanum og hafa nemendur skólans haft veg og vanda af skipulagningu dagskrár sumardaginn fyrsta. Vegna afmælis- ins hefur starfsfólk skólans lagt hönd á plóginn og verður boðið upp á bráðskemmtilega og áhugaverða Garðyrkja Nám við Garðyrkju- skólann er á fram- haldsskólastigi, segir Guðríður Helgadóttir, og eru þeir sem ljúka þar námi titlaðir garðyrkjufræðingar. dagskrá alla fjóra dagana. Meðal annars mun forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heiðra skólann með nærveru sinni og á degi umhverfísins, 25. apríl, verður und- irritaður samstarfssamningur milli Garðyrkjuskólans, Hveragerðisbæj- ar, Ölfushrepps og nokkurra stofn- ana í þessum sveitarfélögum um víð- tækt samstarf á sviði umhverfis- mála. Öllum landsmönnum er boðið í af- mælið. Skólinn er opinn frá kl. 10-18 alla dagana og er aðgangur ókeypis. Að lokum vil ég, sem gamall nem- andi, óska skólanum hjartanlega til hamingju með afmælið. Höfundur er fagdeildarstjóri garðplöntubrautar. Handverk á sumardag- inn fyrsta Á sumardaginn fyrsta var mér gefin kista styttubönd og klútur mósóttur hrútur. í ÞESSARI gömlu, litlu vísu kemur fram að gefin er vegleg sum- argjöf. Og samkvæmt heimildum voru sumar- gjafir mjög algengar og jafnvel algengari og veglegri en afmælis- og jólagjafir. En nú er öld- in önnur og áherslur hafa breyst og margir foreldrar láta sér nægja að gefa börnum sínum eitthvert smá- ræði í sumargjöf. Ekki er ætlun mín að fjalla um sumargjafir heldur handverk, en í vísunni segir frá að gefnir eru tveir heimaunnir handverksmunir þ.e.a.s. kistar og styttubönd. Styttuböndin hafa væntanlega verið spjaldofin bönd, en hvort kistan hefur verið rósamáluð eða útskorinn kistill, sem fullt eins getur verið, kemur ekki fram. Það sem er áhugavert er að í þessari litlu vísu koma fyrir giápir unnir með þeim tveim handverks- aðferðum sem við Islendingar höf- um mesta sérstöðu í og telja má til okkar listræna menningararfs. Tré- skurður okkar Islendinga hefur sterkan „karakter" sem rekja má frá miðöldum og fram á þessa öld og svo sérstakur er hann að þekkja má úr íslenska gripi á erlendum söfnum, þangað sem þeir hafa borist héðan. Það sama má segja um íslenskan textfl. Hann er með sterkum sérkennum ekki síst hvað varðar notkun út- saumsgerða en einnig hvað varðar munstur og litaval. E.t.v. ætti að gera greinarmun á handverki og listhand- verki, því þá gripi sem bestir eru má í raun flokka undir listaverk. Marga stórglæsilega tréskurðar- og textfl- gripi er að fmna á Þjóðminjasafninu og gaman verður að sjá hvern sess þeir skipa þegar safnið verður opn- að á ný. Ekki má heldur gleyma að nokkrir íslenskir gripir, ekki síst textflverk, hafa ratað inn á merk er- lend söfn, t.d. í Bretlandi, Frakk- landi, Hollandi og í Skandinavíu. Handverk og hönnun Því miður hefur handverki og handverkshefðum verið lítill gaumur gefinn á tuttugustu öldinni. En á allra síðustu árum hafa menn gert sér grein fyrir að gamlar hefðir, bæði hvað varðar sérstæða notkun á hráefni sem og aðferðir við vinnslu úr hráefninu, eru í þann veg að glat- ast. Þeirri þróun hefur nú verið snú- ið við og er það ekki síst því að þakka að opinbert fé var lagt í það Guðrún Erla Geirsdóttir finndu frelsið í fordfiesta á aðeins milljón og tólf www.brimborg.is IMOKIA 5110
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.