Morgunblaðið - 22.04.1999, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 22.04.1999, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN i i ; Þjóðarsátt Halldórs og Steingríms J. SÚ HUGMYND að skattleggja sérstak- lega hagnað af sölu veiðiheimilda hefur mikið verið rædd að undanfómu. Á tals- mönnum Framsóknar- flokksins og Vinstri grænna hefur mátt skilja að í þessari leið væri þjóðai'sáttin um kvótakerfið fólgin. Við fyrstu sýn virtist þessi hugmynd geta bætt úr þeim ágalla kerfisins að menn geti farið út úr greininni með gífur- lega fjármuni sem þeir fá vegna sölu á að- gangi að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. En sé hugmyndin skoðuð betur kemur strax í ljós að hún er óframkvæmanleg. Skatt- lagning hagnaðar af hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum getur aldrei orðið með öðmm hætti en gerist hjá fyrirtækjum almennt. Þetta hefur Halldór Ásgrímsson í raun þegar staðfest sem sína skoð- un. I því er ég sammála honum. Gangi menn út frá þessu sem staðreynd í málinu er augljóst að með sérstakri skattlagningu á hagnað vegna beinnar sölu á kvóta yrði til mismunun í skattkerfinu milli þeima sem seldu kvóta með beinum hætti og þeirra sem seldu hlutabréf í fyrirtækjum sem ættu veiðiheimildir. Davíð Oddson sagði á fundi á Akranesi fyrir skömmu að sérstök skattlagning kvótagróða bryti lík- lega í bága við ákvæði í stjómar- skránni. Ég tel vafalítið að mis- munun af því tagi sem hér er til- færð sem dæmi myndi brjóta í bága við jafnræðis- ákvæði stjómarskrár- innar. Blekkingaleikur I leið Steingríms og Halldórs er gert ráð fyrir áframhaldandi eignarhaldi útgerðar- innar á fiskinum í sjónum. Hún leysir ekki vandann og virð- ist ekki einu sinni sett fram í fullri alvöru. Þeir vilja engar breyt- ingar á eignarhaldi út- gerðarinnar á veiði- heimildunum. Þeir vilja þjóðarsátt um óbreytt kerfi hvað eignarhaldið varðar. Skattlagning kvótagi-óðans er bara í plati fyrir kosningar. Kvótaskattlagning Hinn raunverulegí ágreiningur stendur ekki um fískveiðistjórn, að mati Jóhanns Arsælssonar. Hann stendur um eignarhald á veiðiheimildum. Davíð Oddsson lofaði á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins að hann myndi hlusta á hugmyndir um breytingar á sjávarútvegstefnunni. Hann hefur nú hlustað á tillögur þeirra Steingríms J. og Halldórs, lagt á þær mat og dæmt þær úr leik. Hann fyllir að vísu þann hóp stjórnmálamanna sem telur sæm- andi að útgerðarmenn ráðskist með helstu auðlind þjóðarinnar eins og hverja aðra eign, þvert of- aní réttlætiskennd meginþorra landsmanna. En Davíð má eiga það að hann tekur ekki þátt í blekking- um af því tagi sem Steingrímur J. og Halldór hafa verið að bera á borð fyrir þjóðina. Þær hafa þann tilgang einan að slá ryki í augu fólks og telja því trú um að þeir vilji breyta kerfi sem þeir hafa stutt alla tíð. Hvað vill Samfylkingin? Það er óhjákvæmilegt verkefni stjórnmálaflokkanna sem ekki má dragast lengur að skapa sátt meðal landsmanna um þetta mikla hags- munamál. Samfylkingin hefur sett fram ítarlegar tillögur í þeim efn- um sem ég hvet fólk til að kynna sér vel. Samfylkingin vill auðvelda aðkomu nýrra aðila að sjávarút- veginum, koma í veg fyrir sam- þjöppun veiðiheimilda á fárra hendur og tryggja trausta byggð í landinu með því að stuðla að eðli- legri dreifingu aflaheimilda. Færa í raun sjávarbyggðunum aftur rétt- inn til að nýta fiskimiðin. Það er leið réttlætisins, leiðin til þess að skapa þjóðarsátt. Hinn raunverulegi ágreiningur stendur ekki um fiskveiðistjórn. Hann stendur um eignarhald á veiðiheimildum. Til að skapa þjóð- arsátt þarf að afnema það ígildi eignarhalds sem útgerðin hefur á auðlindinni. Þá leið viU Samfylk- ingin fara í áföngum. Höfundur er i forystu fyrir lista Sanifylking'arinnar á Vesturlandi. Jóhann Ársælsson FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 75 MMMMMMMHMMMMMMNMNNMMMMMHMMMMMMNMMMMMMI Bolur kr. 738 ■ ’ rv RCWELLS 1 I Ullarselia Purity Herbs Galleri Mót Danskt handverk Alpyðulist Skagafirdi =o; Sýningin hefst í dag sumardaginn fyrsta í Laugardalshöll og stendur til 25. apríl Opið: Fimmtudag 10-19 föstudag 13-19 laugardag og sunnudag 10-19 Aðgangseyrir 400 kr. Böm 12 ára og yngri ókeypis í fylgd með fullomum Jenny-keramik Philip Ricart Leðursmiðja Lóu Textíl kjallarinn Græna smiðjan Grænlenskt handverk Ferðabionusta Ullarselid Finnskt handverk Ha fer rk usta Jöklaljós Ferðaþjónusta Suðurnesja Jólahúsið Húfur sem hlæja Ullarselið Hnoss Heimilsiðnaðarfelagið Alpyðulist Skagafirði Hnoss handverkshús
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.