Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 76

Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 76
76 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ v o r í h a b i t a t K r i n g l u n n i Forræðishyggja við með- göngu, fæðingu og sængurlegu í Morgunblaðinu 24. mars síðastliðinn birt- ist grein eftir Eyrúnu Ingadóttur og Mar- gréti Jónsdóttur undir heitinu: „Af framför- um og forræðishyggju á Landspítala", þar sem þær eru að fjalla um fæðingar og fæð- ingaaðstöðu fyrr og nú. Greinin, sem bæði er ósmekkleg og lág- kúruleg, sýnir einnig fádæma vanþekkingu. Ætla ég að grípa hér niður í greinarskrifin þar sem þær segja: „Ástæðan fyrir því að konur voru rakaðar fyrir fæðingu var við- leitni til hreinlætis á tímum flóa og flatlúsa sem oft var erfitt að eiga við í íslenskum torfkofum. Þessi venja að afskræma kynfæri kvenna í fæðingu, fylgdi svo konum inn á sótthreinsað hátæknisjúkrahúsið á ofanverðri 20. öld.“ Þvílík skrif og þvílíkur hroki! Vesalings manneskjurnar! Þær tala um að viðleitnin til hreinlætis- ins hafí verið vegna flóa og flatlúsa! Málið var nefnilega talsvert ann- að. Viðleitnin til hreinlætisins, sem raunar bar fljótt mjög mikinn ár- angur um og upp úr síðustu alda- mótum, var fyrst og fremst til að fyrirbyggja hina hræðilegu „barns- farasótt", sem dró fjölda kvenna til dauða hér á landi áður fyrr, þegar engin þekking var á bakteríusýk- ingum. Enn í dag ásamt blæðing- um við fæðingar veldur bamsfara- sóttin dauða tugþúsunda kvenna í vanþróuðum ríkjum jarðar. Islenskar nú- tímakonur mega vera þakklátar fyrir þá góðu fæðingaþjónustu, sem þær fá alls staðar í dag (sem hefur í raun alltaf verið reynt að leitast við að hafa sem besta, samkvæmt þekkingu á hverjum tíma), ef þær vildu að- eins bera hana saman við það sem konur í mörgum öðrum lönd; um verða að búa við. I raun veit ég að flestar konur hér á landi eru þakklátar fyrir þá þjónustu sem hér er veitt, það hef ég upplifað við störf mín. Það er einungis einhver lítill hópur Fæðingar Aldamótaljósmæðurnar hér á landi fengu heitið „boðberar hreinlætis- ins“, segir Eva S. Ein- arsdóttir, vegna þess að alls staðar sem þær komu kenndu þær fólki um gildi hreinlætis. kvenna, með sérstakar hugmyndir, sem sífellt er með vanþakklæti og óánægju. Aldamótaljósmæðurnar hér á landi fengu heitið „boðberar hrein- lætisins", vegna þess að alls staðar sem þær komu kenndu þær fólki um gildi hreinlætis. Fyrir fæðingar var rakstur kynfæranna fyrst og fremst gerður til að geta haft á því svæði sem mest hreinlæti. Geflð var síðan skol yfír þau með soðnu vatni, en hreinlætisaðstaða í formi sturtubaða var óþekkt um síðustu aldamót og langt fram eftir öldinni, og engin sýklalyf voru til á þeim tímum. Þegar leið fram á öldina og spít- alar fóru að sjá dagsins ljós, voru það ekki sjúkrahús þar sem beita mátti nútíma tækni, varð því að viðhalda áfram sömu hreinlætis- venjum. Kvennadeild Landspítal- ans má fyrst fara að kalla hátækni- sjúkrahús upp úr 1975. Þá batnaði öll hreinlætisaðstaða fyrir sængur- konur og var þá hætt að raka yfir kynfæri kvenna. Alltaf verða ljós- mæður samt að hafa vakandi augu fyrir því að ekki komi upp sýking eftir fæðingu, hvort sem það verði nú kölluð „forræðishyggja“ eða ekki. - Til fróðleiks fyrir greinar- höfunda má geta þess að nú sjást margar stúlkur, sem raka sjálfar yfír kynfæri sín. Það mun nefni- lega vera „móðins“ í dag. Lítillega langar mig að koma inn á vatnsfæðingar sem greinarhöf- undar era einnig að nefna. Heit vatnsböð geta haft verkjameðferð- argildi við fæðingar, en gæta verð- ur að hitastigi vatnsins. Því verði hiti vatnsins hærri en eðlilegur lík- amshiti aukast líkurnar fljótt á að hiti bamsins geti hækkað í móður- kviði, en auðvelt er að láta hann hækka í allt að 40 gr. sé ekki aðgát höfð þar á. Jafnframt verða miklar Eva S. Einarsdóttir ' ELANCYL EXTREME MINCEUR V0RTILB0Ð Meðferð við appelsínuhúð í 21 dag á sama verði og 14 daga meðferð EIN VIKA FRÍ í hverri pakkningu er þriggja vikna skammlur en aðeins er greitt fyrir tveggja vikna skammt ALGJÖR BYLTING EINSTAKUR ÁRANGUR EXTREME MINCEUR er mjög virk likamsvara sem vinnur á appelsínuhúð og styrkir húðvefinn þannig að húðin fær jafnari og fallegri áferð EXTREME MINCEUR inniheldur óvenjuhátt hlutfall kaffíns og kaffínsalta eða 7% sem orsakar niðurbrot fitu og kemur í veg fyrir uppsöfnun fitulaga. NÝTTU ÞÉR EXTREME MINCEUR Á EINSTÖKU TILBOÐSVERÐI GALÉNIC ------PARIS------ ELANCYl BÝÐUR UfT Á FJÓtOA VÓRUTEGUNDA SEM MJÁIPA 1>ÉR AD VKXAUIA FEGt*D UKAMANS 345 DAGA Á ÁJÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.