Morgunblaðið - 22.04.1999, Síða 82

Morgunblaðið - 22.04.1999, Síða 82
82 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Smáfólk A5K YQUR P06 T0 COME OUT, AND ROMP IN THE SNOUL T0'R0MP"MEAN5 TO PLAY OR FROLIC IN A BOI5TEROU5, LIVELY U)AY„ Biddu hundinn þinn Að „ærslast“ þýðir að koma út og ærslast að leika sér með í snjónum... hávaða og látum... Hann sagði „nei“. Ég veit hvað „Nei“ þýðir að neita það þýðir! eða hafna eða vera ósammála... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kveðja til Víkverja Frá Steindóri Hjörleifssyni: ÁGÆTI Víkverji. Mér er ánægja að sjá að þú hef- ur lesið af áhuga viðtal við mig í páskablaði Morgunblaðsins. Aðeins örfáar athugasemdir við ágæta grein þína. I þessu viðtali, sem fjallar að mestu um leikhús en ekki um upphaf sjónvarpsins að ráði, er- um við að tala um, eins og þú segir, „þegar það var að stíga sín fyrstu skref* árið 1966. Þeir sem muna þann tíma vita að sjálfsögðu að út- sendingar voru aðeins tvo daga í viku, dagskráin var stutt og sjón- varpið náðist aðeins hér í Reykja- vík og næsta nágrenni. Það er því misskilningur sem stendur í grein þinni, að dagskrárstjórinn eigi sök á því að „áhorfendur sjónvarpsins annars staðar á landinu, þar sem sett eru upp eitt eða tvö leikrit á ári,“ - hafi misst af góðu dagskrár- efni á þessum tíma. Sú ákvörðun sem talað er um, að sýna ekki á þessu tímabili „framhaldsþætti þar sem hver þáttur hafði ekki sjálf- stæðan endi“, var ekki eingöngu vegna leikhúsanna, eins og skilja mátti á spjalli okkar í páskablað- inu, heldur ekki síður vegna þeiiTa mörgu áhorfenda sem urðu að sinna öðrum störfum á útsending- arkvöldunum tveimur og gátu því ekki verið „límdir við tækin“ heima, þar sem þetta var fyrir tíma myndbandsins sem nú er til á hverju heimili. Þetta átti t.d. við um sjómenn og vaktavinnufólk - og til gamans má geta þess að sænska ríkið greiddi á þessum ár- um sérstaklega fyrir endurtekn- ingar á ýmsu dagskrárefni sænska sjónvarpsins. Það var gert að kröfu hinna vinnandi stétta. Til slíkra hluta fengum við ekki fjármagn. Við létum nægja að sýna „Dýrling- inn“ og aðra þætti þar sem sögulok urðu á hverju kvöldi. Eg held að Islendingum hafi ætíð þótt til lítils að byrja að hlusta eða horfa á framhaldssögu og missa svo úr marga lestra eða þætti. Við Emil Bjömsson, dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar, vonim samstiga í því að stýra dagskrá sjónvarpsins þannig, ef unnt væri, að áhorfend- ur yrðu ekki dregnir frá öðru lista- og menningarefni sem á boðstólum var, hvort heldur var í tónleikasöl- um eða leikhúsi. Dagski-árstjórar sjónvarpsstöðva dagsins í dag gætu að sjálfsögðu ekki leyft sér að móta slíka stefnu í þeim harða slag samkeppninnar sem nú er orðin staðreynd, en staða Ríkissjón- varpsins var önnur þá en hún er í dag. Áhorfendum sjónvarpsins fjölg- aði hratt og sýningardagar urðu sex í viku á haustmánuðum 1967. Dagskráin tók að sjálfsögðu mið af því og framhaldsþættir urðu smátt og smátt eðlilegur hluti af henni. Ég vona að þessu sögðu, að sú skoðun Víkverja að hagsmunir leikhússins hafi verið ofar öllu í huga dagskrárstjórans og að „hagsmunaárekstrar hafi gert hon- um ókleift að sinna launuðu starfi sínu hjá ríkinu, þjóðinni, með við- unandi hætti“ megi endurskoðast og að hann, sem og aðrir lesendur Morgunblaðsins, forláti gálga- húmor gamallar leikhúsrottu í þessu páskaviðtali. Ein athuga- semd að lokum: Það er blaðamaður Morgunblaðsins en ekki ég, sem segir í þessu viðtali - „að það verði að teijast athyglisvert að fyrsti dagskrárstjórinn hafi verið fundinn í formanni LR“, - í Sjónvarpinu starfaði ég í 1001 dag og nótt, með góðu fólki, áður en ég hvarf aftur til leikhússins. Ég var beðinn að gerast þar dagskrárstjóri einmitt á þeirri forsendu að ég hefði starfs- reynslu sem deildarstjóri í Seðla- bankanum og formaður Leikfé- lagsins í langan tíma. Það hefur mikið vatn til sjávar runnið síðan og ef til vill væri það ekki talinn heppilegur undirbúningm- undir þetta starf í dag. - Og þó, - er það kannski bara skondin tilviljun að formaður Leikfélags Reykjavíkur í dag er einmitt dagskrárstjóri á Stöð 2? STEINDÓR HJÖRLEIFSSON, Laufási 7, Garðabæ. Bættur réttur öryrkja með börn á framfæri Frá Sæmundi Stefánssyni: AÐ GEFNU tilefni og í framhaldi af bréfi Margrétar Guðmundsdótt- ur í Mbl. þriðjudaginn 20. apríl þykir Tryggingastofnun rfldsins rétt að taka eftirfarandi fram: Frá því í mars hefur stofnunin greitt heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót til öryrkja sem eru með börn á framfæri sínu, þar sem aðrir era ekki um heimili. Þessi breyting er grundvölluð á úi-skurði tryggingaráðs hinn 19. mars sl. vegna tiltekins kæramáls. Trygg- ingastofnun kynnti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti síðan úr- skurð tryggingaráðs og gerði ráðu- neytinu grein fyi-ir þeim útgjalda- auka sem af hlytist. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti svaraði á þá leið að það liti svo á að framveg- is myndi þessi málsmeðferð gilda í slíkum tilvikum frá og með 1. mars en ekki afturvirkt. Breyting þessi hefur því talsverða bót í för með sér fyrir þá sem búa við aðstæður sem þessar. Síðan þetta var hefur Trygg- ingastofnun samþykkt greiðslu heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar til öryrkja með barn/börn á framfæri í þónokkram tilvikum. F.h. Tryggingastofnunar ríkis- ins. SÆMUNDUR STEFÁNSSON. Allt efni sem birtist 1 Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.