Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 87
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 87
FÓLK í FRÉTTUM
U'ijil A1
l!M]||jl!l.l!U.|.l.llll,l.l.,U,l,UI«
Mikill áhugi
meðal ungs fólks
I LOFTKASTALANUM á laugar-
daginn var mátti heyra seiðandi
harmonikutóna þegar fram fór
hæfileikakeppni ungs fólks í harm-
onikuleik en felag harmonikuunn-
enda í Reykjavík stóð fyrir keppn-
inni. Fjórtán keppendur tóku þátt í
keppninni og komu þeir víðs vegar
að af landinu. Keppt var í flokki 10
ára og yngri barna, 11-15 ára og
16-25 ára. Fóru leikar svo að í
yngsta flokknum voru tveir kepp-
endur hnífjafnir að stigum, Guðný
Björk Óðinsdóttir úr Mosfellsbæ og
Jón Þorsteinn Reynisson úr Skaga-
firði og deildu þau fyrsta sæti þess
flokks. í fiokki 11-15 ára bama bar
Oddný Björgvinsdóttir frá Akra-
nesi sigur úr býtum og í elsta
flokknum var Matthías Kormáks-
hoven, Brahms, Schubert sem út-
sett eru fyrir harmoniku.
- Nú tengja margir harmonik-
una við eldri tónlistarmeun og
danstónlist. Er það ranghugmynd?
„Já, hljóðfærið býður upp á mikla
möguleika og verk eftir þessi frægu
tónskáld hljóma mjög vel á harmon-
iku.“ Messíana segir að nemendur
hemiar hafi tekið stigspróf eins og
nemendur í öðru tónlistamámi und-
anfarin fimm ár og núna um ára-
mótin hafi komið út námskrá fyrir
harmonikunám. Einn nemandi
Messíönu sem þátt tók í keppninni á
laugardaginn er Helga Kristbjörg
Guðmundsdóttir. Hún er aðeins 11
ára gömul og varð í öðm sæti í
flokki 11-16 ára unglinga.
„Ég ætlaði fyrst að læra á blokk-
flautu en svo fannst mér harmon-
ikan miklu stærra og flottara
'Z^temnsi* Reyu*
son úr Kópavogi hlutskarpastur.
Að sögn Friðjóns Hallgrímsson-
nr, formanns Félags harmoniku-
unnenda, er mikill áhugi meðal
ungs fólks á harmonikuleik og víða
um landið er kennt á harmoniku
eins og heyra mátti glögglega á
laugardaginn. „Hver keppandi
þurfti að leika eitt skyldulag og síð-
an léku þeir eitt lag að eigin vali.“
Skyldulag flokks 11-15 ára barna
var Vorgleði eftir Braga Hlíðberg,
en Bragi vann síðustu sambærilega
keppni í harmonikuleik sem haldin
hefur verið hérlendis og var það
árið 1939 þegar Bragi var þrettán
úra gamall. Friðjón segir að lagaval
keppenda hafi verið fjölbreytt og
borið vitni um mikinn metnað.
23 nemendur á fsafirði
Messíana Marsellíusdóttir kenn-
ir á harmoniku við Tónlistarskóla
Isafjarðai'. „Ætli ég sé ekki með
yngsta nemanda á landinu, bara
fimm ára,“ segir hún hlæjandi.
i.Það er geysilega mikill áhugi
hérna og 23 nemendur eru í harm-
onikunámi og ég veit að það eru
8-10 nemendur í Bolungarvík að
•æra á harmoniku." Messíana segir
að aðaláherslan hjá henni sé á
klassíska tónlist og nemendur
hennar æfi m.a. verk eftir Beet-
'sson.
hljóðfæri og miklu skemmtilegra
að spila á hana en flautuna," segir
Helga Kristbjörg sem byrjaði að
læra á harmoniku fyrir fjórum ár-
um. „Ég fer í tíma tvisvar í viku og
æfi mig alltaf á hverjum degi,“
segir Helga og ljóst er að áhuginn
er mikill því hún lýsir yfir von-
brigðum með að missa af tónlistar-
tímanum sem fellur niður sumar-
daginn fyrsta.
- Hvernig lög fínnst þér
skemmtilegast að æfa?
„Mér fannst mjög gaman að æfa
lagið fyrir keppnina eftir Beet-
hoven og eiginlega öll klassísk lög
eru skemmtileg." Helga segir að
þau séu þrjú í liennar bekk sem
æfi á harmoniku og einnig séu þau
í hljómsveit sem komi oft fram við
hátíðleg tækifæri í bænum. „Ég
spila líka oft f fjölskylduboðum og
spilaði til dæmis í áttræðisafmæli
afa,“ segir Helga sem segist vera
orðin alvön því að koma fram og
spila fyrir fólk.
Þessi unga ísfirska tónlistarkona
segist ætla að halda áfram því sem
henni finnist skemmtilegast, að
spila á harmoniku, og býst fastlega
við að tónlistin muni á einn eða
annan hátt tengjast starfi hennar í
framtíðinni.
HARMONIKUBALL
verður laugardagskvöldið 24. apríl
í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Alfheima og hefst kl. 22.00.
Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi.
Söngvari er Ragnheiður Hauksdóttir.__________
ALLIR VELKOMNIR
Bingó
Bingó í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld
kl. 19.45. Góðir vinningar.
Allir velkomnir.
Morgunblaðið/Kristinn
HELGA Kristbjörg Guðmundsdóttir varð í öðru sæti í flokki 11-16 ára bama, en hún er
aðeins 11 ára gömul og var yngsti þátttakandi flokksins.
Laugavegi 97 • Kringlunni
VERO
MODA'