Morgunblaðið - 19.05.1999, Page 6

Morgunblaðið - 19.05.1999, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikill verðmunur er á ávöxtum milli verslana Mikill munur reyndist á verði ávaxta milli verslana á höfuðborgarsvæðinu þegar Morgunblaðið gerði verðkönnun í sex verslunum í gær. Þannig reyndist kílóið af appelsínum kosta 75 krónur þar sem þær voru ódýrastar en 198 krónur í þeim tveimur verslunum, þar sem appelsínur voru dýrastar. Er verðmunurinn 164%. APPELSÍNURNAR voru ódýrast- ar hjá Bónusi í Hafnarfirði, 75 kr. kílóið, 81 krónur kostuðu þær hjá Nettó í Mjódd, 85 krónur hjá Hag- kaupi í Smáranum og 86 krónur hjá Fjarðarkaupum. Langdýrastar voru appelsínurnar hjá Nýkaupi í Garðabæ og Nóatúni við Hring- braut og kostuðu 198 kr. kg. Rauð epli kostuðu frá 70 krónum upp í 198 og bananar frá 85 krón- um upp í 194 krónur. Sem fyrr voru Hagkaup og Nóatún dýrustu búð- irnar. Minni verðmunur var á papriku. Meðfylgjandi tafla sýnir verðdæmi frá í gær en meira en hugsanlegt er að verðið sé orðið annað í dag enda breytast verðin stundum oft á dag. Hærra verð á pökk- uðum ávöxtum Þá var verð ávaxta hærra þar sem þeir voru boðnir pakkaðir, t.d. kostuðu lausar appelsínur 85 krón- ur í Hagkaupi en voru komnar í 189 kr. kg. þegar þær voru komnar nokkrar saman í pakka. Var ekki tilgreint að tegundirnar væru ólík- ar. Verðlækkun á ákveðnum vör- um í einum stórmarkaði kallar oft á iækkun í þeim næsta og þannig koll af kolli. Þetta var uppi á teningnum á dögunum þegar Fjarðarkaup í Hafnarfírði buðu ávexti og græn- meti á lækkuðu verði Bónus í Hafnarfírði tók strax við sér þegar Fjarðarkaup lækkuðu verðið og síðan nokkrar aðrar verslanir. Forráðamenn Fjarðar- kaupa segja unnt að bjóða tíma- bundna verðlækkun á ákveðnum vöruflokkum en síðan fjari hún út þar til kannski næsta verslun kem- ur með tilboð á öðrum vöruflokkum - og þá elta hinar. Fjarðarkaup riðu á vaðið að þessu sinni og ákváðu forráðamenn verslunarinnar að efna til suð- rænna daga eða hitabeltisdaga dagana fyrir kosningar og átti tii- boðið fyrst að standa fram á þá helgi. Var komið fyrir trjám, kókoshnetum og ananas og fugla- söngur látinn óma í ávaxtadeildinni auk þess sem verðið var lækkað á einum 10 til 12 vörum. Þessu ávaxta- og grænmetistilboði var strax svarað af Bónusi í Hafnarfirði sem kynnti lægra verð en Fjarðar- kaup. En hvernig getur stórmark- aður boðið svo mikla verðlækkun sem er í sumum tilvikum niður fyr- ir heildsöluverð? „Við gerum þetta í stuttan tíma og síðan fjara tilboð sem þessi alltaf út þar til okkur dettur eitt- hvað annað í hug,“ segir Sigurberg- ur Sveinsson, framkvæmdastjóri Fjarðakaupa, er rætt var við hann og Svein Sigurbergsson verslunar- stjóra. „Þetta er hægt meðan við höfum nokkra heildsala úr að velja til að skipta við. Þannig er ástandið í kjötinu og það er líka nokkuð gott í mjólkurvörunum, þar hafa versl- unarkeðjurnar ekki náð öllum tök- um,“ segir Sigurbegur en Fjarðar- kaup er svo til eini stórmarkaður- inn á höfuðborgarsvæðinu sem ekki er í samstarfi við aðra eða í verslunarkeðju. Heil búgrein í hættu vegna tilboðsdaga? „Það er hins vegar þrýst á okkur núna að hækka verðið aftur eftir að tilboðið hefur staðið í nokkra daga. Það er eins og að stóru samkeppn- isaðilamir með margar búðir geti ekki unnt okkur þess að keyra einir niður verð á tómötum og agúrkum. Það kostar þá sem eru með 5-6 verslanir mun meira en okkur að setja fram svona tilboð. Grænmetið er líka stór vöruflokkur, kringum 10% af heildarveltunni í matvörun- um,“ segir Sveinn. „Við getum leyft okkur þetta í stuttan tíma en keðj- umar síður og þess vegna geta heildsalarnir lent svolítið milli steins og sleggju." Sveinn og Sigurbergur segja að þeir hafí fengið margar hringingar þar sem þeim hafi verið bent á að standi tilboð Fjarðarkaupa um lágt Morgunblaðið/Kristinn FJARÐARKAUP hafa að undanförnu verið með tilboð á ávöxtum og grænmeti og hér er Sigurbergur Sveinsson við ávaxtaborðið. BÓNUS í Hafnarfirði svaraði tilboði Fjarðarkaupa strax og segir Ró- bert Skúlason verslunarstjóri það stefnu fyrirtækisins að svara jafnan strax tilboðum annarra stórmarkaða með því að bjóða enn lægra verð. Verð á nokkrum tegundum ávaxta í nokkrum stórmörkuðum síðdegis í gær, 18. maí 'g'e S-s Bónus Hafnarfirði Hýkaup Bardabæ Hagkaup Smáratorgi Hettó Nijóðú Hóatún Hringbraut Appelsínur 86 75 198 85 81 198 Bananar 95 85 194 95 91 194 Rauð epli 84 75 198 86 70 198 ísl. paprika græn 695 595 698 695 686 785 fyj Paprika rauð/gul 585 499 598 585 575 598 verð á íslenskum tómötum og gúrk- um áfram geti það sett búgreinina í uppnám. Stóm verslunarkeðjumar myndu knýja fram verðlækkun hjá heildsölum í krafti umfangsmikillá viðskipta sinna og verð til bændá því lækka. Með því yrði ógnað at- vinnuöryggi fjölda manna. Mætti því segja að litla þúfan Fjarðar- kaup gæti velt þungu hlassi þar sem heil búgrein er annars vegar. Bónus tók fyrst verslana við sér og bauð viðskiptavinum sínum einnar krónu lægra verð á vörun- um sem vom á tUboði í Fjarðar- kaupi. „Stefna okkar er sú að bjóða alltaf betur þegar tilboð hjá sam- keppnisaðilum em í gangi,“ sagði Róbert Skúlason verslunarstjóri þegar rætt var við hann í gær. Fylgjast með hver hjá öðrum Svar Fjarðarkaupa var frekari lækkun, tvær til þrjár krónur og þá seig verðið hjá Bónusi enn um krónu og í framhaldinu var það einnig tekið upp í öðmm verslunum fyrirtækisins enda stefnan að hafa sama verð í öllum Bónusbúðunum þótt í upphafi hefði aðeins átt að svara tilboðsdögunum í Fjarðar- kaupum í Bónusi í Hafnarfirði. Fulltrúar stórmarkaðanna fylgj- ast vel með hverjir hjá öðram og þannig em starfsmenn Bónuss til dæmis búnir að þreifa á stöðunni fyrir hádegi til að geta aðlagað verð sitt þegar Bónusverslanirnar eru opnaðar klukkan 12. En ræður verðmunur upp á fáar krónur á nokkram vömflokkum því hvort neytandinn leitar í Fjarðarkaup eða Bónus? „Neytendur fylgjast vel með,“ segir Róbert í Bónusi, „og við verð- um vör við að þeir færa sig á milli og versla þar sem álitleg tilboð eru í gangi og grænmetið skiptir tals- vert miklu máli í innkaupakörf- unni.“ Þeir Fjarðarkaupamenn segja tilboð skipta máli en að þau ríði kannski ekki baggamuninn. „Hins vegar veit viðskiptavinurinn nokk- uð vel hvert verðlagið er í þessari versluninni eða hinni þegar litið er til langs tíma og það ræður miklu um trúnað hans við sína verslun." Jóhann Ólason, verslunarstjóri í Nóatúni við Hringbraut, segir Nóa- túnsbúðimar í stómm dráttum með svipað verðlag og er hjá versl- unum Nýkaups. „Það er eðlilegri viðmiðun en t.d. Bónus þar sem við emm með opið lengur, höfum kjöt- borð og fleira starfsfólk og erum því ekki síður að leggja áherslu á að bjóða neytendum okkar góða þjónustu." Jóhann segir að yfirleitt sé ekki verið að elta einstök tilboð í öðmm stórmörkuðum en Nóatún setji fram eigin tilboð og þannig sé reynt að gefa viðskiptavinum svip- uð tækifæri þótt það geti verið i öðmm vömflokkum. Hann segh" daglega fylgst með verði hjá öðrum og breytt í samræmi við það þegar nauðsyn krefji. Finnur þú ódýrari fargjold i sumar? London Kaupmannah Madrid Gautaborg Berlín ln»ln" «69 io1° Verö frá 19.880 kr. til London Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir þigl Dreifibréf um Framsóknarflokkinn + -----------------------—. Islandspóstur neitar að upplýsa um höfundinn ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur með vísan til lagaákvæða um póstleynd hafnað beiðni Framsóknarflokks- ins um að gefið verði upp hver hafi komið með til póstdreifingar fyrir alþingiskosningamar bækling þar sem fjallað er um forystumenn flokksins með niðrandi hætti. Talið er að 100-120 eintök af bæklingn- um hafi verið borin út á Selfossi áð- ur en íslandspóstur ákvað að stöðva dreifinguna vegna innihalds hans. I bréfi Andra Ámasonar, lög- manns íslandspósts, til Jóns Sveinssonar, lögmanns Framsókn- arflokksins, kemur fram að sam- kvæmt póstlögum megi einungis „veita upplýsingar um póstsend- ingar og notkun póstþjónustu að undangengnum dómsúrskurði eða samkvæmt heimild í öðmm lög- um.“ Jón segir að niðurstaða Islands- pósts hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart en að málið verði kannað nánar í nokkra daga áður en ákvörðun verður tekin um fram- haldið. Hann segir að töluvert hafi borist af vísbendingum, um það hver hafi látið dreifa bæklingnum, eftir að Framsóknarflokkurinn vakti athygli á málinu, en ekki sé víst að þær dugi til að fá vissu fyrir því hver hafi verið að verki. Þrjár leiðir koma til greina „Við getum valið um þrjár leiðh' nú,“ segir Jón Sveinsson. „í fyrstá lagi getum við látið málið kyrrt liggja, í öðm lagi lagt málið fyrir lögreglu og óskað eftir opinbern rannsókn og í þriðja lagi leitað til dómstóla til að fá úrskurð þess efn- is að Islandspóstur láti uppi hver hafi látið dreifa bæklingnum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.