Morgunblaðið - 19.05.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.05.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 I i Eitt bréf til Balk- an-Islendinga ÁGÆTU Serbar og Kosovo-Albanar og aðrir Balkanar sem hér búið. Um leið og ég leyfi mér að bjóða ykkur hjartanlega velkomna til þessa lands sem hef- ur fóstrað okkur ís- lendinga um aldir vona ég að landar mínir flestir ef ekki allir taki vel á móti ykkur svo að kuldinn og menningar- áfallið verði ykkur ekki um megn. Við Islendingar er- um nokkuð friðsöm þjóð og lítt vön hemaði og varla vopnaburði en tökum okk- ur stundum sumir haglabyssur í hönd og röltum til rjúpna og aðrir eru fræknir fiskimenn sem sigla á fjarlæg mið til að hrella og herja á frændur okkar og vini Norðmenn. Okkur er þannig lýst að við erum álútir og ábúðarfullir á göngu en stöldrum við og störum eins og naut á nývirki er við mætum ókunnug- um. Þess á milli tökum við til hend- inni einbeittir og gaddfreðnir, hæfir lítt að þéna undir öðmm en erum jafnframt ákaflega fróðleiksfúsir um náungann. Bækur eru hér gefn- ar út margar og sumar lesnar. Best- ar þykja ævisögui- og sérdeilis þær er krydda mergjað. Að öðru leyti látum við hvurjum degi nægja sína þjáning, gjöldum keisaranum það sem keisarans er (nema þeir sem vinna á svörtu), erum flestir kristnir og sækjum meira að segja kirkjur einstaka sinnum á ævinni ef vel viðrar og alltaf er við deyjum. Þá sækir aragrúi miðilsfundi og spyr almæltra tíðinda af astralplaninu. Við höfum sumsé hjarað hér í rúm- lega 1000 ár og varla drepið nokkurn að heitið getur síðan á St- urlungaöld en þá geis- aði hér borgarastyrjöld þar sem Halldórar og Davíðar þeirra tíma börðu hveijir á öðrum með deigum skálmum og söxum. Þið ættuð eins fljótt og auðið er að hefja lestur á Sturl- ungu til að kynnast þeirra tíma vopnaskaki en þá hófu menn gjarn- an orrahríðar að morgni og létu grjótið dynja á andskotum fram eftir degi vegna skorts á góðum sverðum og öðrum þungavápnum, bitu svo í skjaldar- rendur og gengu um eiskrandi. (Það gera þeir sumir enn en sjást nú helst á krám hvar þeir svolgra mjöð í stórum stfl og vaða síðan um froðufellandi.) í þann tíma gilti að drepa andstæðinginn mikið með því að reka hann rækilega í gegn hér og þar og afbragð þóttu dráp ef fyrst tókst að aflima í einu höggi. Þegar borgarastyrjöldinni lauk kom í ljós að allir höfðu tapað og við glötuðum sjálfstæði okkar í hendur téðra Norðmanna enda ekki búið að stofna SjálfstæðisflokMnn og ný framsókn ekki hafin, hvað þá að nokkur kjaftur væri farinn að íylkja sér saman. En við urðum smám saman friðsamari og fátækari, þraukuðum ómældar náttúruham- farir og sumir forfeður og -mæður þreyðu svartadauðaj Dani og aðrar drepsóttir og lásu Islendingasögur sér til óbóta á vökum og reyndu þess á milli af veikum mætti að búa til fleiri íslendinga. Sumir sigldu eins og það heitir til þess að kynna Balkanskagastríðið Ég harma reyndar alla villimennsku hvort sem er af völdum Serba eða annarra, segir Hannes __---------------------- Orn Blandon, eða jafn- vel Tyrkja, félaga okk- ar í NATO, sem hafa verið að kvelja Kúrda áratugum og öldum saman. sér siðu og háttu annarra þjóða og einhverjir rýndu í mannkynssög- una. Til að gera langa sögu stutta skulum við þeysa fram í tuttugustu öldina. Þar segir sagan að fyrr á öldinni var austurrískur prins skot- inn í plássi einu er Sarajevó heitir í Bosníu. Þetta var svo lukkað skot að fyrr en varði var farið að skjóta í allar áttir og úr varð vel heppnað stríð að því leyti að skyndilega lágu nokkrar milljónir í valnum sem end- aði auðvitað með því að allir töpuðu. Góð heimild um þessa styrjöld er í „Góða dátanum Svejk“ sem landar mínir lesa margir oft og það ættu verðandi Balkan-íslendingar að gera einnig. Nú héldu sumir að búið væri að striða nóg og stofnuðu bandalög gegn stríðum: En eins og fjandinn úr sauðarieggnum birtist á sjónarsviðinu Adolf nokkur Schicklgruber úr Austurríki og fór að stríða. Það var enn betra en hið íyrra sem var hreinasti bófahasar í samanburði. Nú voru nefnilega Hannes Öm Blandon Hraustir starfsmenn á heilsusamlegum vinnustað GÓÐ heilsa er hverjum manni dýr- mæt. Hún er ein mik- ilvægasta forsendan fyrir þróun jákvæðra afla eins og áhuga, sköpunargáfu, vilja til að læra og leggja sig fram. Velgengni fyrir- tækja í framtíðinni byggist á að þau hafi vel þjálfað, menntað, áhugasamt og heil- brigt starfsfólk. Þetta er staðreynd sem stjómendur fyrir- tækja eru í auknum mæli famir að átta sig á. Innan Evrópska samstarfsnetsins um heilsueflingu á vinnustað, sem kynnt var í Morg- unblaðinu í gær, er lögð áhersla á vinnustaðinn sem ákjósanlegan vettvang heilsueflingar. Hvernig er heilsusamlegur vinnustaður? Flest höfum við trúlega upplifað að vinnustaður getur haft jákvæð og góð áhrif á okkur en einnig hið gagnstæða. Hvað einkennir góða vinnustaði? Að mörgu er að hyggja. Leiðum fyrst hugann að því áþreifanlega í vinnuumhverfinu. Mikilvægt er að húsnæðið henti starfseminni og nóg rými sé fyrir innréttingar, búnað, vélar, tæki og verkfæri sem nota þarf við vinn- una. Huga þarf að starfsmönnum og vinnuaðstæðum þeirra. Vinnu- aðstöðu á að vera hægt að laga að þörfum starfsmanna þannig að þeir geti unnið í þægi- legum vinnustelling- um með heppilegum vinnuhreyfingum. St- arfsmenn sem vinna fjölbreytt störf, þar sem álag er hæfilegt og breytilegt, fá síður álagseinkenni en þeir sem vinna einhæf störf. Þetta er mikil- vægt að hafa í huga þegar innihald starfa er ákveðið. Dagsbirta, lýsing, litaval, inniloft, áhrif efna, hávaði og slysahætta hafa einnig mikil áhrif á líðan starfsmanna og nauðsynlegt er að huga að þessum þáttum við mótun vinnuumhverf- isins. Það óáþreifanlega í vinnuum- hverfinu er ekki síður mikilvægt. Rannsóknir sýna að góð samskipti og upplýsingaflæði á vinnustað stuðla að vellíðan. Möguleikar starfsmanna til að hafa áhrif á eig- ið starf og skipulagningu þess eru einnig taldir skipta miklu. Ábyrgð og hlutverk starfsmanna þurfa einnig að vera skýr. Mikilvægt er að samsvörun sé milli þeirra krafna, sem gerðar eru til starfs- manna, og færni þeirra og þekk- ingar. Því er nýliðafræðsla og starfsþjálfun nauðsynlegur þáttur í daglegu starfi fyrirtækja. Áð hafa tækifæri til að læra nýja hluti, að fá stuðning og möguleika til þróast í starfi eru einnig veigamikil atriði sem stuðla að góðri heilsu og fram- þróun fyrirtækisins. Heilsuefling Rannsóknir sýna að góð samskipti og upp- lýsingaflæði á vinnu- stað, segir Þórunn Sveinsdóttir, stuðla að vellíðan. Áhrif lifsstíls á heilsu Ljóst er að áhrif lífsstfls á heils- una vega einnig þungt. Má þar nefna hreyfingu, mataræði, reyk- ingar, óhóflega neyslu áfengis og streitu. Mikilvægt er að við sem einstaklingar gerum okkur grein fyrir eigin ábyrgð á heilsunni. Það er mjög svo af hinu góða að fyrir- tæki hvetji og styðji starfsmenn sína til að lifa heilbrigðu lífí til ágóða bæði fyrir einstaklinginn og vinnustaðinn. Stefna fyrirtækja Til að skapa heilsusamlegan vinnustað er mikilvægt að sam- þætta heilsueflingu á vinnustað stefnu fyrirtækisins. Fjallað verð- ur nánar um það og fleira í blaðinu á morgun. Höfundur er sjúkraþjálfari hjá Vinnueftjrliti ríkisins og starfsmað- ur Evrópska samstarfsnetsins um heilsueflingu á Islandi. Þórunn Sveinsdóttir komin til til sögunnar sýnu stór- kostlegri tól fyrir hershöfðingjana til að leika sér að og hægt að murka lífið úr þúsundum í einu vetvangi. Er ekki að orðlengja að nefndur Schicklgruber valtaði yfir flestar þjóðir Evrópu þótt aldrei tækist honum að svínbeygja Serba. Þess- um hildarleik lauk með því að nú lágu enn fleiri milljónir í valnum og allir töpuðu nema íslendingar sem græddu á tá og fingri. Aftur voru stofnuð bandalög mót stríðum og hinir moldríku íslendingar voru með. Við höldum að vísu ekki her og engin eigum við morðtólin en við er- um með. Eg er með. Eg er með þegar þessar líka flottu og rándýru Stealth-vélar frá varnarbandalaginu svífa yfir Serbíu og sprengja allt í tætlur. Ég var líka með þegar ein svona vél sem kostar meira en tutt- ugu sjúkrahús með læknum og græjum og öllu tilheyrandi (þar með talið eitt stykki heilbrigðis- málaráðherra í ódýrari kantinum) réðst til atlögu við flóttamenn og felldi nokkra tugi. Og ég fylgdist með þegar talsmaður NATO birtist á skjánum og talaði um pínulítið óhapp í því sambandi en skítt með það, sagði hann upp í opið geðið á mér, við sprengjum áfram. Eg varð að kyngja því. Ég verð að kyngja því að skattpeningar mínir sumir fari í að sprengja fólk. Vitið þið það, verðandi landar mínir, að mig lang- ar bara ekkert til þess. Ég harma það mjög að ég get lítið annað en mótmælt. Ég harma það að kirkjan mín skuli ekkert geta aðhafst frekar en kirkjur ykkar og moskur þarna suðurfrá. Ég harma það að við mannskepnumar skulum vera komnar svona ktið áleiðis á þroska- brautinni hafandi staðnaemst á and- legu steinaldarstigi. Ég harma reyndar alla vilkmennsku hvort sem er af völdum Serba eða annarra eð^ jafnvel Tyrkja, félaga okkar í NATO, sem hafa verið að kvelja Kúrda áratugum og öldum saman. Ég harma einnig að vera svona ófróður um sögu ykkar og þjóðir. Ég veit að vísu að þið eruð af ólíku kyni, tungum, hefðum og trú. En eruð þið ekki af holdi og blóði? Eruð þið ekki með svipaða hormóna, krómósóma, DNA og gen, svipaðar lifrar lungu og nýra? Blunda ekki með ykkur svipaðar óskir og þrár? Elskist þið ekki ósköp líkt? En skítt með það, eins og maðurinn sagði. Við skulum fara og tala við Kár^. Hann Kári ætlar nefnilega að fara að skoða genin í íslendingum. Það eru einhverjir með múður en ég ætla bráðum að svara bréfinu sem hann sendi mér og bjóða honum að skoða öll mín gen ef geðveilur mín- ar allar ásamt með tilheyrandi sjúkrasögum komi einhverjum að gagni í framtíðinni. Við skulum biðja hann um að athuga NATO- genið og láta hann fjarlægja sprengjugenið en meir um það síð- ar. Það laukst upp fyrir mér skiln- ingur er ég horfði á hana Siv okkar Friðleifs stara á hann Ögmund um daginn og fallegu bláu augun skutu gneistum er hún varði aðgerðir þeirra er nú framsækja í Serbíu. SíSk mín baðaðist skyndilega ljósi og ég bókstaflega lýstist upp. Þarna blasti þá við mér hin dæmigerða kyn- bomba. Ólíkt eru það yndislegri bombur. Höfundur er sóknarprestur á Syðra- Laugalandi. 30 ára reynsla Hljóðeinangrunargler GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasandur 2 • 850 Hella * 487 5888 • Fax 487 5907 Queen size m/dýnu verðfrá kr. 99.800stgr " Kingsizem/dýnu verófrá kr. 119.800^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.