Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Staða lands-
byggðarinn-
ar áhyggju-
efni hjá
RARIK
MEÐ hliðsjón af þeim breyt-
ingum sem framundan eru á
raforkumarkaði þar sem stefnt
er að markaðsumhverfi þar sem
komið verður á samkeppni í
orkuvinnslu og sölu er staða
landsbyggðarinnar nokkuð
áhyggjuefni hjá RARIK. Þetta
kom fram á ársfundi fyrirtækis-
ins hinn 21. maí sl. þar sem
meðal umræðuefna voru hug-
myndir um nýjar virkjanir og
framtíðarsýn í Ijósi aukinnar
samkeppni.
í fréttatilkynningu RARIK
um fundinn segir m.a. að nú
þegar hafi stærstu veitufyrir-
tækin á suðvesturhorni lands-
ins ýmist sameinast eða tekið
upp náið samstarf. Á sama
tíma heyrist raddir úr einstök-
um byggðarlögum um að
stofna litlar héraðsveitur. Er
það skoðun RARIK að til þess
að tryggja hag landsbyggðar-
innar í þeirri samkeppni sem
framundan er, sé nauðsynlegt
að koma á öflugu orkufyrírtæki
landsbyggðarinnar sem veitt
geti sambærilega þjónustu og
orkuverð og býðst á höfuð-
borgarsvæðinu.
Rekstrartekjur RARIK á
síðasta ári námu rúmum 4,7
milljörðum króna, en að auki
nam innheimtur virðisauka-
skattur 833 milljónum króna.
Tekjur af orkusölu námu rúm-
um 4,3 milljörðum króna, en
þar af nam smásala raforku
tæpum 3,4 milijörðum króna.
Segir gengið
framhjá
Verkamanna-
sambandinu
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Verkamannasambands íslands
segir að stöðugt sé gengið
framhjá VMSÍ þegar boðað sé
til funda hagsmunaaðila í sjáv-
arútvegi og um fiskvinnslu-
stefnu. Segir stjórnin að ítrek-
að hafi verið vakin athygli á
þessu án þess að breyting hafi
orðið á.
„Það er staðreynd og veru-
legt áhyggjuefni að þessi mis-
munun hefur aukist í tíð síð-
ustu ríkisstjómar. Engar aug-
ljósar skýringar eru á þessu og
því verður vart trúað að þetta
beri vott um sérstaka óvirðingu
við þær þúsundir starfsmanna
innan VMSI, sem við atvinnu-
greinina starfa. Það vekur sér-
staka athygli, að ekki virðist
alltaf liggja ljóst fyrir hvaða
ráðuneyti fer með málefni fisk-
vinnslunnar hverju sinni,“ segir
einnig í ályktuninni og eru
stjómvöld hvött til að endur-
skoða starfshætti sína.
Veittust að
manni
ÞRÍR menn um tvítugt vom
handteknir síðdegis í gær eftir
að þeir höfðu veist að manni á
Rauðarárstíg. Maðurinn hlaut
áverka í andliti og þurfti að
flytja hann á slysadeild til að-
hlynningar. Árásarmennirnir
fóra af vettvangi á bifreið en
vora stöðvaðir skömmu síðar
af lögreglumönnum. Þeir verða
krafðir skýringa á gerðum sín-
um, samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni, en árásin er nú
til rannsóknar.
FRÉTTIR
Ráðstefna um umhverfísáhrif bflaumferðar í Reykjavík
Margir verða ekki fyrir
óþægindum af hávaða
Hávaði frá umferð og
mengun, afstaða borg-
aranna og aðgerðir
Reykj avíkurborgar
var meðal þess sem
fjallað var um á ráð-
stefnu um áhrif frá
bílaumferð. Johannes
Tómasson nam
þar meðal annars
þann fróðleik að taka
þurfí mið af titringi
og loftmengun ekki
síður en hávaða við
aðgerðir vegna áhrifa
umferðarinnar.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
ÁHRIF frá bflaumferð geta verið margvísleg, svo sem loftmengun og hávaði og verður að grípa til ráða til
að sporna við þeim neikvæðu áhrifum.
MEIRIHLUTI Reykvíkinga telur
sig hvorki finna fyrir loftmengun né
óþægindum af hávaða frá umferð á
heimilum sínum samkvæmt niður-
stöðum könnunar á viðhorfum til
umhverfismála. Hjalti Guðmunds-
son, verkefnisstjóri umhverfis-
stefnu Reykjavíkur kynnti nokkrar
niðurstöður úr könnuninni á ráð-
stefnu um betra loft og minni há-
vaða sem haldin var í Reykjavík í
fyrradag.
Könnunin fór fram í lok mars,
náði til 800 manna úrtaks og var
nettó svöran rúm 73%. Spurt var
meðal annars um forgangsröð verk-
efna á sviði umhverfismála og telja
um 80% svarenda sig ekki verða
íyrir loftmengun af völdum umferð-
ar á heimilum sínum. Rúm 16%
telja sig verða íyrir miklum eða
frekar miklum óþægindum. Þá telur
yfir helmingur svarenda sig ekki
verða íyrir ónotum vegna hávaða
frá umferð en milli 15 og 20% telja
Ríkið styrki al-
menningssam-
göngur
FÁTT bendir til annars en að bíllinn
verður um alla nánustu framtíð snar
þáttur í borgarlífinu en hann á að vera
þjónn okkar en við ekki þrælar hans,
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
meðal annars í ávarpi sínu. Hún sagði
að gæfust aðrir og hentugri ferðamát-
ar en einkabíllinn segði það sig sjálft
að ekki stæði á fólki að nota þá.
Borgarstjóri sagði borgaryfirvöld
hafa reynt að spoma á margvíslegan
hátt við neikvæðum áhrifum síaukinn-
ar umferðar. Hún sagði borgina
greiða um 500 milijónir króna á ári
með rekstri Strætisvagna Reykjavík-
ur og hún vakti athygli á þeirri stað-
reynd að í mörgum nágrannalöndum
greiddi ríkið hlut í kostnaði við al-
menningssamgöngur sveitarfélaga.
Hér léti ríkið sig ekki muna um að
hafa góðar tekjur af almenningssam-
göngum, SVR greiddi um 150 til 200
milljónir króna til ríkisins í gjöld. Rík-
ið verði ekki krónu til að styrkja al-
menningssamgöngur á sama tíma og
það verði milljörðum á hveiju ári til
framkvæmda við stofnbrautir. Kvaðst
borgarstjóri vonast til að nýr um-
hverfísráðherra sæi þá mótsögn sem í
þessu fælist og myndi leggjast á ár-
amar með sveitarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu með það að markmiði
að styrkja almenningssamgöngur.
Ingibjörg Sólrún sagði að góðar al-
menningssamgöngur gætu verið val-
kostur á móti öðram bíl heimilisins.
sig hins vegar verða fyrir miklum
eða frekar miklum óþægindum.
Hjalti sagði niðurstöður könnun-
arinnar benda til þess að taka yrði á
þessum málum, þótt meirihluti
borgarbúa virtist ekki verða fyrir
óþægindum af völdum mengunar
eða hávaða væri sá hópur það stór
sem yrði fyrir slíkum óþægindum
að taka yrði á málunum eins og
reyndar væri þegar byrjað. Þær
verða kynntar borgaryfirvöldum
næstu daga en könnunin var hluti af
verkefninu Staðardagskrá 21 og
gerð í þeim tilgangi að fá fram við-
horf og vilja almennings til viðmið-
unar vegna ákvarðanatöku í verk-
efnum á sviði umhverfismála.
Þá kom fram í máli Helga Guð-
bergssonar, yfirlæknis á atvinnu-
sjúkdómadeOd Heilsuvemdarstöðv-
ar Reykjavíkur, að loftmengun getur
haft áhrif á augu, húð, öndunarveg,
lungu og önnur líffærakerfi, svo sem
taugakerfi. Þar er m.a. um að ræða
KRINGUM 2.200 íbúðir í Reykja-
vík eru þannig í sveit settar að
hávaði við þær af völdum um-
ferðar er á bilinu 65 til 75 desíbel
og eru þar með styrkhæfar
vegna aðgerða til að draga úr
óþægindum af völdum hans. Um
tveir þriðju þessara íbúða eru við
þjóðvegi í þéttbýlinu.
Reylgavíkurborg hefur síðustu
þrjú árin varið um 20 milljónum
króna árlega til slíkra aðgerða
og snúa þær bæði að íbúðunum
sjálfum og aðgerðum í nágrenni
við þær, svo sem að reisa hljóð-
manir eða koma upp öðrum
hljóðtálmunum. Verkfræðingarn-
ir Baldur Grétarsson og Ólafur
Björnsson greindu frá því hvar
þessar ibúðir eru einkum og til
hvaða aðgerða grípa má til að
draga úr hávaða. Reiknaður hef-
ur verið út hávaði af völdum um-
ferðar og segir Baldur óþægindi
af hennar völdum ekki koma fyr-
ir í Árbæjar-, Breiðholts- eða
Grafarvogshverfi. Mest sé um
íbúðir með þetta vandamál við
Hringbraut, Miklubraut, Sæbraut
koltvísýring, brennisteinsdíoxíð og
köfnunarefhistvíildi. Vitnaði hann til
erlendra rannsókna, m.a. einnar sem
sýndi að lungnakvef og lungnabólga
væri tíðari meðal breskra bréfbera á
svæðum með rneiri mengun en með-
al póstmanna sem unnu innan dyra á
sömu svæðum.
Einnig segir Helgi að hávaði valdi
lífeðlisfræðilegri örvun og valdi
mælanlegri truflun á svefni, erfið-
ara sé að sofna og ásýnd svefnsins
breytist. Einnig segir hann rann-
sóknir hafa sýnt að fylgi titringur
hávaða truflist svefninn enn meira.
Benti hann á að rúmdýna geti
magnað titring frá umhverfinu og
því verði að taka mið af honum líka
við ákvarðanir um aðgerðir gegn
áhrifum frá umferð. Helgi sagði í
lokin að mjög væri einstaklings-
bundið hvemig fólk þyldi hávaða og
kvartanir vegna hávaða væra óhlut-
lægar sem gerði vandann hvorki
léttari né auðleystari.
og Kleppsveg. Baldur segir fátt
hægt að gera þar sem hús Iiggja
nálægt umferðargötum nema
koma fyrir hljóðeinangrandi
gleri í gluggum. Þar sem rými er
meira er hægt að koma fyrir
hljóðtálmunum en Baldur sagði
stundum þann vanda uppi að þær
skyggðu á útsýni. Þessi vandi
væri hins vegar ekki fyrir hendi
þegar ný hverfi væru skipulögð.
Ólafur Bjarnason sagði borg-
ina styrkja eigendur íbúða um 40
til 60% kostnaðar vegna aðgerða
til að draga úr hávaða sem fælust
helst í því að koma fyrir hljóðein-
angrandi gleri og voru ýmsir
möguleikar í því kynntir. í heild
hafaþó aðeins 117 íbúðareigend-
ur notað sér þessar styrkveiting-
ar borgarinnar að upphæð sam-
tals um 27,7 mil^jónir króna.
Borgarstjóri nefndi í ávarpi sínu
á ráðstefnunni að á Norðurlönd-
um hefði rfldsvaldið komið til
móts við íbúðareigendur og
sveitarfélög í þessum efnum og
greitt um þriðjung kostnaðar við
aðgerðir sem þessar.
Nýjar að-
ferðir nauð-
synlegar við
skipulag
„VILJINN til að ráða þessum
málum til verulega betri vegar
þarf að vera til og hann þarf að
koma bæði frá almenningi og
stjómmálamönnum," sagði
Gestur Ólafsson, arkitekt og
skipulagsfræðingur, er hann
ræddi um umhverfisálag vegna
samgangna í framtíðinni sem
hann sagði að fara myndu hrað-
vaxandi. Hann sagði æskilegt að
taka upp nýjar aðferðir við
skipulag vegna umferðar og
umhverfismála.
Reiknaður hefur verið út af
OECD margs konar kostnaður
vegna umferðar og heimfærði
Gestur þær tölur uppá Island en
þær era reiknaðar út frá þjóðar-
framleiðslu. í mörgum Evrópu-
löndum era umferðartafir talinn
hár kostnaðarliður og sagði
Gestur þær nema um 2% af
þjóðarframleiðslu. Gera mætti
því ráð íyrir að þær kostuðu hér-
lendis kringum 12 milljarða út
frá þessum forsendum, umferð-
arslys 6 til 12 milljarða, kostnað-
ur vegna hávaðamengunar væri
kringum 2 milljarðar og 2,5
milljarðar vegna loftmengunar í
þéttbýli. Kostnaður vegna henn-
ar annars staðar væri á bilinu 6
til 60 milljarðar.
Gestur sagði að hugsunarhátt-
ur manna yrði að breytast og
breyta yrði stefnu í grundvallar-
atriðum til að draga úr umferð
og neikvæðum áhrifum hennar.
Miða yrði skipulag borga við það
að draga úr ferðum einkabíla og
auka notkun almenningsfarai'-
tækja og nauðsynlegt væri
einnig að gera þéttbýlið þannig
úr garði að menn þyrftu ekki að
ferðast eins mikið milli borgar-
hverfa og áður. Slíkt væri mögu-
legt með margs konar breyting-
um sem orðið hefðu í vinnu og
lífsstíl manna.
Þá sagði Gestur nauðsynlegt
að ná yrði pólitískri samstöðu
milli sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu til að farið yrði út í
raunhæfar aðgerðir í skipulags-
málum er snertu umferð og um-
hveifí og taldi hann að gera yrði
ráð fyrir að sú þróun gæti tekið
tvo tÚ þrjá áratugi.
Hljóðmanir
og hljóðeinangr-
andi gler