Morgunblaðið - 28.05.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.05.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR Ráðstefna um athyglisbrest með ofvirkni - misþroska Meðferð bætir verulega fram- tíðarhorfur Morgunblaðið/Þorkell GISLI Baldursson læknir, Matthías Kristiansen, formaður Foreldra- félags misþroska bama og formaður norrænu neftidarinnar um at- hyglisbrest með ofvirkni - misþroska, Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir- læknir baraa- og unglingageðdeildar Landsspítalans, og Páll Magn- ússon sálfræðingur en þeir skipa ásamt Málfn'ði Lorange taugasál- fræðingi undirbúningsnefnd norrænu ráðstefnunnar. FIMMTA norræna ráðstefnan um athyglisbrest með ofvirkni - mis- þroska verður haldin hér á landi í haust og munu helstu fræðimenn á þessu sviði kynna niðurstöður nýrra rannsókna sinna á ráðstefn- unni. Að sögn Ólafs Ó. Guðmunds- sonar yfirlæknis barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans hef- ur meðal annars komið í Ijós að með viðeigandi meðferð má bæta verulega framtíðarhorfur barnanna og draga úr vímuefnanotkun. Pað er Norræna samstarfsnefndin um ADHD/DAMP, athyglisbrest með ofvirkni - misþroska, sem stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Barna- og unglingageðdeild Lands- spítalans og Foreldrafélag mis- þroska bama. Gert er ráð fyrir að um 300 manns sæki ráðstefnuna og sagði Matthías Kristiansen, formaður norrænu nefndarinnar, að ákveðið hafi verið að einskorða ekki fyrir- lesarana við Norðurlönd að þessu sinni heldur leita til helstu fag- manna á þessu sviði, m.a. í Banda- ríkjunum, Kanada og Hollandi. Einkenni fyrir sjö ára aldur Athyglisbrestur með ofvirkni er hegðunartruflun sem kemur fram hjá börnum fyrir sjö ára aldur. Rætt er um tvö hugtök ofvirkni og misþroska en misþroski vísar til frávika í þroska, oftast skerðingar einhverra þátta mál- og/eða hreyfi- þroska. Ofvirknihugtakið vísar til of mikillar virkni í hegðun en oft fer þetta tvennt saman. Mörg mis- þroska börn eru ofvirk og ýmis væg þroskafrávik eru algeng í hópi ofvirkra barna. Ofvirknieinkenni koma snemma fram og um 3-4 ára aldur eru einkenni venjulega orðin nokkuð skýr. Lengi var álitið að ofvirkni eltist af börnum á ung- lingsárum en rannsóknir hafa sýnt að það sé langt frá því að vera regla og teljast 70% sem greinst hafa enn eiga að stríða við ofvirkni á unglingsárum. Talið er að þegar komið er fram á fullorðinsár hafi dregið svo úr einkennum hjá 15-50% að einkennin valdi ekki lengur vanda. Rannsóknir benda til að á ung- lingsárum eigi allt að 40% ofvirkra við alvarleg hegðunarvandkvæði að stríða. A fullorðinsárum er mikið um andfélagslega hegðun og fíkni- efnanotkun í þeim hópi ofvirkra sem hafa þróað með sér alvarleg hegðunarvandkvæði á unglingsár- um. Þegar tilfinningalegir erfiðleik- ar bætast við ofvirkni lýsa þeir sér oftast í depurð og neikvæðri sjálfs- mynd. Námserfiðleikar eru einnig algengur fylgifiskur bæði þar sem ofvirknieinkennin hamla námsá- stundun og einnig vegna þess að ýmis væg þroskafrávik eru algeng meðal ofvirkra barna. 4-5% skólabarna ofvirk Að sögn Ólafs Ó. Guðmundsson- ar yfirlæknis, má gera ráð fyrir að um 1.600 börn á skólaaldri hér á landi séu ofvirk eða 4-5% og er það sama hlutfall og í öðrum löndum bæði vestan hafs og austan. Aðeins hluti þess hóps kemur til greining- ar og meðferðar og er það líklega vegna þess að einkennin eru svo væg að ekki er þörf á sérstakri að- stoð. Til þessa hefur verið talið að fleiri drengir séu ofvirkir en að sögn Matthíasar Kristiansen, benda nýjustu rannsóknir til að stúlkur séu mun fleirl en talið hefur verið til þessa. „Meðferð sem beitt hefur verið á Barna- og unglingageðdeildinni hefur skilað góðum skammtimaár- angri,“ sagði Ólafur. „Spurningin er hvernig reiðir þeim af til lengri framtíðar, en núna á næstunni verða kynntar niðurstöður nýrra rannsókna þar sem meðal annars koma fram bættar horfur þeirra sem fá rétta meðferð og verða þess- ar rannsóknir kynntar á ráðstefn- unni.“ Urskurðaður í gæsluvarðhald Grunaður um innbrot í ráðuneyti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur úrskurðaði mann í gæslu- varðhald á miðvikudag, vegna gruns um að hann ætti þátt í innbroti á skrifstofur félags- málaráðuneytisins um síðast- liðna helgi. í innbrotinu var meðal ann- ars stolið tveimur fistölvum, vogum og fleiru. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og bendir á í því sambandi að í þremur innbrotum á skömmum tíma hafa þjófarnir verið að sækjast eftir fistölvum. Lögreglan í Reykjavík hand- tók í gærmorgun mann á fer- tugsaldri um borð í bát í Slippn- um. Vaktmaður hafði orðið var við mannaferðir í bátnum og hafði samband við lögreglu í kjölfarið. Þegar að var komið hafði maðurinn tekið saman nokkurt magn af verkfærum, auk þess sem hann hafði stungið á sig nokkrum slíkum. Þrír réðust á mann Lögreglan í Reykjavík flutti einn af hinum svo kölluðu góð- kunningjum á slysadeild á mið- vikudagskvöld, eftir hann hafði reynt að komast undan laganna vörðum. Hann hafði tekið reið- hjól óftjálsri hendi og reyndi að hjóla á þýfinu af vettvangi glæpsins þegar til hans sást. Þjófurinn féll af reiðhjólinu og hlaut skurð á augabrún. I róMP Við erum í sumarskapi og ætlum þess vegna að gefa 15% afslátt af allri vefnaðarvöru! Notaðu tækifærið, komdu og skoðaðu, úrvalið hefur aldrei verið meira! Athugaðu að þetta tilboð stendur aðeins í nokkra daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.