Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 51

Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ reyfara sem annað. Þá má ekki gleyma stórvini mínum, Andrési Ond, sem hún var óþreytandi að snara jafnóðum fyrir bamabörnin. Hún hafði mikla listræna hæfí- leika og sótti myndlistar- og tré- skurðarnámskeið og hafði unun af. Heimili ömmu hér í Reykjavík, Baldursgata 9, var í raun félags- heimili fjölskyldunnar. Þar voru allir alltaf velkomnir, hvort sem þeir voi-u glaðir eða hryggir og hjá ömmu á Baldó áttu allir skjól ef á þurfti að halda. Þegar sest var að snæðingi á Baldursgötunni þurfti oft að minna ömmu á að setjast, þvi hún var vön- ust því frá gamalli tíð að borða standandi og þjóna öðrum til borðs. Eg sagði þá stundum við hana að það væri vissara fyrir hana að setj- ast ekki því henni gæti bara orðið illt af matnum ef hún færi að bregða út af vananum. Arið 1984 brá hún undir sig betri fætinum og heimsótti mig og Sigríði Sóleyju Kristjánsdóttur til Fort Collins í Colorado þar sem við vor- um bæði við nám. Hún var hjá okk- ur í þrjá mánuði og sótti meðal ann- ars vatnslitanámskeið við listadeild Colorado State University. Það var nokkuð algengt að ömmur Kínverj- anna sem þarna voru við nám kæmu í heimsókn og dveldu langdvölum, en minna um að Evrópubúamir yrðu slíks aðnjótandi. Amma heillaði innfædda sem aðra með lífsgleði sinni og krafti og var gerður góður rómur að hinum heimsfrægu ís- lensku pönnukökum sem hún töfraði fram. Þegar amma varð áttræð árið 1989 þá opnaði hún sýningu á Mokka og kenndi þar margra grasa. Hún sýndi vatnslita-, olíu- og tré- skurðarmyndir. Sýningin heppnað- ist vel og vakti að vonum athygli að „kona á besta aldri“ skyldi vera að opna sína fyrstu sýningu. Omar Ragnarsson mætti náttúrulega á staðinn og tók viðtal við hana. Árið 1993 fór amma í uppskurð til þess að láta laga á sér hnén. Hún varð fyrir því óláni að fá blóðtappa í aðgerðinni og lamaðist öðrum meg- in. Hún var meira en ár á spítala og komst til heilsu aftur að hluta, þótt lömunin gengi ekki til baka, en hugsunin var skýr. Bjó hún eftir það á hjúkrunarheimilinu Skjóli. A Skjóli fékk hún manna mest af heimsóknum og var oft glatt á hjalla. Þegar ég heimsótti hana þá fengum við okkur oft sérrítár, konfekt eða þjóðarréttinn kók og prins póló. Hún fræddi mig um liðna tíð en ég hana um fréttir af afkom- endum, ættingjum og vinum sem hún spurði jafnan um. Ég man eftir því að í eina tíð fannst mér sjálfsagt að amma væri eins og hún var, lífsglöð og skemmti- leg með mikið og gott skopskyn, þetta væri bara eins og ömmustað- allinn segði til um. Hins vegar hef ég smátt og smátt áttað mig á því að amma á Baldó var engin venjuleg amma, heldur ofuramma sem mikil forréttindi voru að eiga íyrir ömmu. Bragi Leifur Hauksson. Nú er hún amma í Reykjavík dá- in. Amma í Reykjavík bjó á Baldurs- götunni, en við bjuggum uppi á Skaga (Akranesi). I minni barnæsku var mikið ævintýri að fara til Reykjavíkur. Þá tók tvær klukku- stundir að keyra íyrir Hvalfjörð en skemmri tíma að fara með skipinu (Akraborginni), þannig að bæjar- ferðimar voru ekki mjög tíðar í þá daga. Það var alltaf gaman að koma til ömmu, hún tók á móti okkur með sínu glaðlega „halloj“ og þar hitti maður yfirleitt eitthvað af frænd- fólkinu. Einnig eru mér minnisstæð spilaglösin hennar, en innihaldið bragðaðist yfirleitt helmingi betur úr þeim en öðrum glösum, þau voru svo falleg. Þegar ég eltist og fór að geta farið ein í Akraborgina fjölgaði heimsókn- unum til ömmu. Við Didda systir fengum stundum að fara og vera hjá ömmu. Þær ferðir voru skemmtileg- ar. Við lærðum að rata um öll Þing- holtin, fórum út í búð til Manga Mekk beint á móti, í Finnsbúð, Síld og fisk eða Bernhöftsbakarí. _ Amma var alltaf að læra eitthvað. A þessum árum stundaði hún nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Er mér það minnisstætt þegar við fór- um þangað með henni og sáum engi- sprettur í búri - það þótti okkur merkileg dýr. Einnig var hún á myndlistamámskeiðum hjá Hringi Jóhannessyni og í útskurði hjá Hannesi Flosasyni. Eru þau ófá verkin sem hún gerði, en hún var mikill listamaður. Kom það berlega í ljós er hún hélt sýningu á Mokka- kaffi á áttræðisafmælinu sínu. Kettir voru mikil uppáhaldsdýr hjá ömmu, hún átti alltaf kött. Eru mér þau Sandró (Alexander Alex- androvic) bróðir Bismarcks (Hauks og Grímhildar) og Falín minnisstæð. Amma hafði mjög gaman af að segja frá atburðum frá liðinni ævi, en hún var mjög viðburðarík. Um tví- tugt fór hún ásamt frænku sinni til Vesturheims og dvaldi þar í nokkur ár í San Diego í Kalifomíu. Sagði hún mér eitt sinn að í Ameríku væm ein- hverjir fallegustu staðir sem hún hefði komið á. Amma sneri aftur heim til Islands með Naný (Angelu) elstu dóttur sína, sem hafði fæðst henni þar ytra. Bjuggu þær mæðgur í Reykjavík þar til amma kynntist afa mínum, Braga Steingrímssyni dýra- lækni. Þau fluttu seinna á ísafjörð, voru þar í stuttan tíma, en bjuggu lengst af á Egilsstöðum, þar sem afi var héraðsdýralæknir. Á þessum tíma eignuðust þau átta böm og er pabbi minn eitt þeirra. Minningamar að austan voru henni greinilega mjög kærar. Hún talaði mikið um Braga afa, sem dó þegar ég var þriggja ára, en þannig fékk ég að kynnast honum. Hann var henni örugglega mjög kær, því það sem tungunni er tamast er hjartanu kærast. Nú er amma líklega búin að hitta hann aftur eftir langan aðsldlnað. Elsku amma - þakka þér fyrir allt. Þín Eh'sabet Steingrímsdóttir (Beta). Nú ert þú horfin á braut, elsku amma, en við eigum eftir góðar minningar um þig. Við minnumst þess þegp þú komst í heimsókn til okkar í Ólafsvík og dáðumst að því þegar þú málaðir fjöllin í kring. Það var líka alltaf spennandi að koma á Baldó, leggja kapla, skoða Andrés- blöð og æfa okkur að teikna og mála. Svo var gott að fá sér kandísmola og fylgjast með þér skera úr tré. Þú kunnir svo vel að njóta lífsins enda varstu fróð um flesta hluti, hvort sem um var að ræða vísindi eða listir. Það var auðvelt að ræða við þig um svo margt, því þú skildir okkur svo vel þrátt fyrir kynslóðabilið. Það var gaman að hlusta á sögur þínar um ferðalög þín um heiminn og aldrei var húmorinn langt undan þrátt fyrir veikindin. Við vitum að heimsóknir okkar á Skjól voru þér kærkomnar. Elsku amma, við vitum að síðast> liðin ár voru þér ekki auðveld þar sem hugur þinn vildi framkvæma miklu meira en líkaminn gat. Við vit- um að þér líður vel þar sem þú ert núna. Við þökkum fyrir að hafa kynnst þér, elsku amma. Melkorka og Arnbjörg Ösp. Elsku amma. Minningarnar um þig geymast í hjarta mínu. Heim- sóknirnar á Baldursgötuna voru alltaf ljúfar. Allt sem þú gerðir var svo aðdáunarvert. Þú varst stórkost- leg persóna, svo mikill listamaður. Að setjast í sófann þinn með fullt af Andrésar Andar-blöðum og te- bolla var það besta. Mér gat ekki annað en liðið vel. Ég heillaðist af öllum myndunum sem þú hafðir málað og ég held að þú hafir orðið neistinn hjá mér, þegar ég fór að nota pensil sjálf, því ég hef eitthvað af þessum hæfileika, en vantaði neistann. Þú varst svo falleg, alveg til hinsta dags. Það var svo gott að sitja við hliðina á þér og halda í höndina á þér, eða strjúka kinnina þína, húðin þín var svo silkimjúk og hárið svo fallegt. Alltaf fannst þér gaman að fá langömmubömin til þín og koma við þau. Þá brostir þú svo fallega. Guð geymi þig, elsku amma mín. Kristín Björg Hermannsdóttir. + Kristinn Hall- bjöm Þorgríms- son fæddist í Ólafs- vík 6. nóvember 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 22. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans vom hjónin Þorgrímur Mar- teinn Vigfússon, f. 25. mars 1887, d. 27. ágúst 1953, og Sigrún Málfríður Sigurðardóttir, f. 20. júlí 1889, d. 16. maí 1949, og vom þau kennd við Baldurshaga. Systur Kristins eru: Kristín, f. 2. ágúst 1908, d. 29. júní 1987; Laufey, f. 17. desember 1911, d. 15. nóvember 1992, og Þórdís, f. 13. október 1917. Fyrri kona Kristins var Árný Anna Guðmundsdóttir, f. 15. júní 1932. Þeirra böm era: 1) Þorgrímur Rúnar, f. 5. júlí 1956. Sambýiiskona hans er Gerður Hmnd Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn. Einnig á Þorgrímur tvö böm frá fyrra hjónabandi. 2) Hafsteinn Heið- ar, f. 20. desember 1957. Hann á eitt barn og eitt fósturbarn. 3) Emil Már, f. 12. aprfl 1959. Kona hans er Freyja Elín Berg- þórsdóttir, f. 29. september 1956, og eiga þau þijú böm. Einnig á Emil eitt barn og einn fósturson. 4) Hermann Þór, f. 6. Nú þegar við setjumst niður til að skrifa nokkrar línur til minningar um stjúpa og tengdafóður, Kristin Þorgrímsson, kemur svo ótalmargt fram í hugann, sem þessi þrjátíu ára samfylgd skilur eftir í huga manns. Kynni okkar hófust þegar hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni og móður minni, Ebbu Jóhannes- dóttur. Frá upphafi þeirra kynna tókst með okkur góð vinátta, sem var ekki síst að frumkvæði hans. Kristinn eða Ninni eins og hann var jafnan nefndur af þeim sem um- gengust hann, eða „Ninni í Baldurs- haga“, var mjög vinnusamur dugn- aðarmaður, ævistarf hans var sjó- mennska og störf tengd sjávarút- vegnum. Sjómennsku hóf hann á unga aldri eða um fjórtán ára aldur. Hann stundaði sjó og beitingu frá Suðurnesjum eins og fjölmargir ungir menn frá Ólafsvík gerðu í þá daga. Ninni var í skipsrúmi á mörg- um aflabátnum, bæði á síldarbátum á sumrin, á vertíðarbátum á línu og netaveiðum. Þá var hann um tutt- ugu ára skeið í skipsrúmi á Hug- borginni í Ólafsvík hjá þeim bræðr- um Bergmundi og Vögg, lengst af sem stýrimaður. Hann þótti kappsamur verkmað- ur, sama til hvaða verka hann gekk, „þurfti helst að vera búinn að ljúka hverju verkinu í gær“. Það hefur hann erft frá fóður sínum, því hann var þekktur fyrir að vera fljóthuga og áframgengur við það sem hann gekk að, og sagði oft: „Það hefði nú mátt vera búið að þessu í gær.“ Snyrtimennska og góð umgengni voru ofarlega á blaði hjá honum. Mátti sjá það jafnt utandyra sem innan, t.d. sást ekki lengi snjór við dyr eða á bílaplaninu hjá honum, því var jafnan blásið í burtu. Þá var hann jafnröskur þegar hann tók sér pensil í hönd, byrjaði innst og end- aði við útidyr. Hann var af gamla skólanum með það að eiga nóg til hnífs og skeiðar, salta í tunnu og svoleiðis. Ninni fylgdist vel með högum okkar fjölskyldu, var iðinn við að lyfta tólinu og þá oftar en ekki með eitthvert glens. Honum var um- hugað að fylgjast með strákunum okkar, hvemig þeim gengi, hvort sem það var í vinnunni eða í skólan- um. Það var áríðandi að allir hefðu næga vinnu. Ninni og mamma fóru margar ágúst 1960. Kona hans er Hrafnhildur Karlsdóttir, f. 20. júlí 1957, og eiga þau eitt bam. Einnig á Hermann eitt fósturbarn. 5) Ólfna Björk, f. 3. febrúar 1963. Eigin- maður hennar er Þórður Tryggvi Stefánsson, f. 23. desember 1963. Þau eiga eitt barn. Seinni kona Kristins er Ebba Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 23. septemer 1931. Börn Ebbu frá fyrra hjónabandi em 1) Jó- hanna Kristín, f. 13. mars 1949. Eiginmaður hennar er Trausti Magnússon, f. 5. nóvember 1947, og eiga þau þrjú börn. 2) Birgir Bergmann, f. 1. janúar 1951. Kona hans er Christine, f. 2. desember 1965. Birgir á fjögur börn. 3) Guðmundur Heimir, f. 30. nóvember 1954. Kona hans er Delight, f. 9. september 1955, og eiga þau þrjú börn. Birgir og Guðmund- ur em báðir búsettir í Banda- ríkjunum. Kristinn bjó mestan hluta ævi sinnar í Ólafsvík. Hann starfaði lengst við sjómennsku eða ann- að tengt því. Útför Kristins fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ferðir til Ameríku, í heimsókn til tveggja bræðra minna sem þar búa. Hafði hann gaman af þeim ferðum, en engin ferð var fullkomnuð fyrr en búið var að fara til Las Vegas og spila þar næturlangt. Spilaáhugi hans var mikill, sér- staklega á brids, en nú síðustu árinn fékk hann útrás fyrir þann áhuga í starfi hjá félagi eldri borgara í Snæ- fellsbæ. Lá hann ekki á liði sínu með að minna félagana á að mæta á þess- ar samverustundir. Ninni hafði mikla þörf fyrir að hafa eitthvað fyr- ir stafni og síðustu árinn beitti hann nokkur bjóð á viku, eða eftir þörfum bátsins. Hann hafði gamla mætinga- tímann á svo hann væri búinn með sín bjóð á hádegi. Við hjónin viljum þakka Ninna fyrir umhyggju og góðvild sem hann sýndi okkur og fjölskyldum okkar, frá fyrstu kynnum okkar til hinsta dags. Elsku mamma og aðrir aðstand- endur. Megi hinar ljúfu og björtu minningar milda söknuðinn og sorg- ina á komandi tímum. Hanna og Trausti. Okkur bræðurna langar að minn- ast stjúpafa okkar, hans Ninna, í nokkrum orðum. Þegar við komum til Ninna og Ebbu ömmu í heimsókn tók Ninni alltaf vel á móti okkur með bros á vör og kampakátur, ekki minnumst við þess að Ninni hafði nokkurn tíma verið í öðruvísi skapi. Alltaf var hann tilbúinn að spauga og gantast við okkur bræðuma. Át- veislur þeirra Ebbu ömmu og Ninna afa voru margfrægar, og þar var sko ekki skorið við nögl. Þegar við bræðurnir stóðum á blístri var Ninni tilbúinn á kantinum með ann- an umgang fyrir okkur og sagði oft- ast „Hva! Ætlið þið ekki að fá ykkur meira? Ég veit ekki hvað ég á að gera við allt þetta kjet.“ Alltaf var tekið vel á móti manni þegar við komum til ömmu og Ninna. Ninni var mikill dugnaðarforkur og ekki munum við eftir honum sem manni sem við veikindi átti að stríða. Hann var staðfastur, hjartahlýr og dugmikill maður sem gerði gott við þá sem þurftu á að halda. Ninni var yfirleitt hrókur alls fagnaðar á mannamótum og fjölskyldufundum. Ekki þótti okkur bræðrum leiðinlegt FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 51 ----------------------^ þegar Ninni og Trausti Magg voru að gantast í fjölskylduboðum, okkur bræðurna verkjaði í magann af hlátri daginn eftir slíkar stundir. Ávallt munum við minnast hans Ninna afa þegar hann brosti síniíi. blíða og hlýja brosi til okkar, þá var eins og allar áhyggjur heimsins hyrfu í burtu. Elsku Ninni. Þín verður sárt saknað, en við vitum að þú ert á góð- um stað þar sem þeir sem í kringum þig eru fá að njóta návistar þinnar, kærleiks og vináttu eins og við bræðumir höfum fengið að njóta í gegnum árin. Við vottum Ebbu ömmu og nán- ustu ættingjum Ninna okkar inni- legustu samúð á þessari erfiðu stundu. Kveðja, Bergur og Birgir. í dag verður vinur okkar borinn til grafar. Mikil sorg býr um sig í hjarta okkar allra sem til hans þekktum. Söknuður á eftir að fylgja á eftir sorginni og aðeins minningin um hann á eftir að ylja okkur um ókomna tíma. Mig langar í örfáum orðum fyrir hönd eiginkonu hans, barna hennar og okkar systkinanna að fá að minnast hans og þakka þær stundir sem við áttum með honum. Hvert og eitt okkar á sína minn- ingu um hann en öll eigum við mynd í huga okkar um góðan og ljúfan mann, vinnusaman og duglegan sem vildi gera hlutina strax og helst í gær því ekkert verk var svo stórt að akki væri hægt að bretta upp ermar og hefjast handa. Glettnin í augum hans og græskulaust gaman gleym- ist seint svo og viljinn til að leggja öðrum lið ef hann var beðinn um það. Þann stutta tíma sem hann dvaldi á Sjúkrahúsi Akraness heim- sóttu hann fjölmargir, bæði ættingj- ar og vinir. Þar kom glögglega í ljós hve marga velunnara hann átti og þökkum við þeim öllum þann stuðn-1 ing sem þeir vildu sýna honum og okkur með því að líta til hans. Ólína Bj. Kristinsdóttir. Ég fæ seint þakkað hversu gott ég á, þúertsávinur sem ég mun ávallt dá. (Rí) Þetta ljóð eftir son minn Rúnar kemur upp í hugann þegar ég minn- ist vinar míns Kristins Þorgrímsson- ar eða Ninna eins og hann var ætíð kallaður. Ég kynntist Ninna árið 1966 þeg- ar ég kom til Ólafsvíkur og urðum við mjög góðir vinir frá fyrstu kynn- um. Ungur byrjaði Ninni að stunda sjóinn og var á ýmsum bátum, bæði frá Ólafsvík og víðar. Hann var eft- irsóttur starfskraftur því hann var duglegur og samviskusamur. Við vorum samskipa á bátum frá Ólafs- vík í nokkur ár, en þó lengst á Hug- borgu SH. Ég minnist þeiira tíma með söknuði, því þar vorum við sem ein fjölskylda. Komu þar til sjós synir mínir Bjössi og Rúnar og lærðu þeir mikið af Ninna frænda sínum. Ninni spurði ætíð frétta af öllum, eftir að við fjölskyldan flutt- um frá Ólafsvík, hann vildi fylgjast með öllum. Mesta gæfuspor hans var þegar hann kynntist Ebbu konu sinni, þau voru eins og sköpuð hvort fyrir ann- að. Þau voru alltaf mjög samrýnd og bar heimili þeirra merki um það. Umhyggja og ást fyrir Ebbu og börnum þeirra var númer eitt hjá Ninna. Er ég frétti að Ninni, minn bestur vinur, væri með illkynja sjúk- dóm setti mig hljóðan. Ég hugsaði hvers vegna Ninni? Fyrir viku þeg- ar ég heimsótti hann á sjúkrahúsið á Akranesi var hann mjög máttfarinn. Hann vaknaði það kvöld og leit í kringum sig og sagði við mig: „Eig- um við að fara á sjóinn," og brosti. Þetta voru kveðjuorð hans til mín í þessu lífí. Ég kveð minn besta vin og bið al- góðan guð að styrkja Ebbu eigin- konu hans, böm þeirra og aðra að- standendur. Hvíldu í friði minn besti vinur. Þinn, Ivar og fjölskylda. t MINNINGAR KRISTINN HALLBJÖRN ÞORGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.