Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 58

Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 Ljóska Ferdinand Smáfólk HEY,CHUCK,YOU U)ANNA PLAY ON MY TEAM THI5 YEAK? U)ELL, I NEED 50MEONE WMO'D LET MIM5ELF 6ET HIT ONTME HEAPWITH THE EALL..YOUKNOW, TO 6ET ON BA5E.. NO? U)ELL, OKAY.. I 1/N0EK5TANP.. Hæ, Kalli, Nú, ég þarf einhvem sem Nei? viltu leika með Lætur boltann hitta sig í Jæja, allt liðinu mínu hausinn..þú veist, til að í lagi.. á þessu ári? komast í höfn.. ég skil. Hvað um það, gangi þér vel í ár með þetta svokallaða lið þitt... Þurftirðu að segja þetta, herra? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sorgleg örlög svanaunga Frá Þórgunni Jónsdóttur: MÖRGUM er enn í fersku minni er Morgunblaðið greindi frá því í fyrra (föstudag 27. nóv. 1998), þegar Kristín og Sigurjón á Sjónarhóli, Stokkseyri, fundu svanaunga út við Knarrarós, sem þau fóstruðu og kölluðu Dolla. Mánudaginn 17. maí, þegar ég var að undirbúa afmæli sonar míns og fyrstu gestimir voru mættir, heyrðum við skothvelli - fyrst einn og svo fylgdu nokkrir á eftir. Rétt niður við jaðarinn á lóð- inni okkar, á svæði sem myndar vinkil við leikskólalóðina, stóð lög- reglumaður með dauðan hálfstálp- aðan svan við fætur sér. Hvers vegna þurfti þetta fallega ævintýri um björgun svanaungans og upp- eldi hans að fá svo skelfilegan endi? Ekki hafði Dolli skaðað nokkurt bam. Hann var farinn að hafa gam- an af að elta bíla og eitthvað var far- ið að kvarta undan honum. Sigurjón og Kristín höfðu reynt að fara með hann til annarra svana en hann hafði ætíð flogið til baka, því þá varð hann fyrir aðkasti frá eldri svönum. Áður en afmælið hófst, hafði ég tvívegis farið niður að svæðinu á milli leikskólalóðarinnar og okkar lóðar. I fyrra skiptið var svanurinn að heilsa upp á leikskóla- bömin. Hann stóð og blakaði vængjum og kvakaði fyrir utan rammgert vímet og virtust bömin hafa gaman af, því böm elska svani. Eg kallaði til einnar fóstrannar og spurði hvort svanurinn kæmi oft í heimsókn. Hún sagði að þetta væri í annað skiptið sem hann kæmi. Svo kom hún með kústskaft og otaði því ótt og títt í áttina að Dolla, til að stugga honum frá. Mér þóttu þetta undar- legar aðfarir. Svo ég fór aftur niður- eftir með fyrsta afmælisgestinum. Við náðum strax athygli Dolla, sem virtist svolítið hissa er við heilsuð- um honum að svanasið. Að vísu vor- um við ekki með vængi , en gátum blakað höndum. Hann heilsaði okk- ur á móti; kvakaði og blakaði vængjum og fór svo með okkur nið- ur í lágina. Þvínæst gekk hann hæg- um skrefum að pollinum sem hafði verið skautasvell í vetur og spymti sér til sunds, sveigði svanahálsinn og fékk sér sopa. Sólin gægðist fram og sló ljóma á fannhvítar fjaðrimar. Við heilluðumst alveg af fegurð hans. Það var engu líkara en að Muggur hefði málað hann. Hann virtist vera kominn í ömggt skjól. Það kom okkur því alveg í opna skjöldu hvemig fór. Ekki hafði svanurinn gert sig líklegan til að ráðast á okkur eða bíta. Eftir því sem ég best veit, hafði Dolli ekki valdið neinum skaða. Þessvegna spyr ég; hvers vegna var hann álit- inn svo hættulegur að það þyrfti að drepa hann? Eru svanir ekki lengur friðaðir? Þótt yfivöld hefðu flokkað hann sem gæludýr, hvaða rétt höfðu þau til að senda lögreglumann til að skjóta hann og það í návist margra barna? Ekki em hundar skotnir nema þeir hafi valdið skaða. Sigur- jón hafði farið fram á að fá að finna úrræði fyrir Dolla. Því var synjað. Hafði hann engan rétt? Honum var bara tilkynnt um aftökuna rétt áður en hún var framin. Ekki hefur foreldrum þótt ástæða til að óttast um böm sín inn- an um alla svanina á Tjörninni í Reykjavík og skrýtið að fóstmr skuli ekki treysta sér til að gæta bama fyrir einum mannelskum svani. Við sem urðum vitni að því sem fram fór emm harmi slegin yfir þessum atburði og finnst okkur að eigendum svansins hafi verið gróf- lega misboðið. Bömin eiga eftir að muna hann lengi. Leikskólabömun- um hafði að vísu verið smalað sam- an inn í skólann, en þau heyrðu skothvellina og hljóta að vita hvað var á seyði. Þau vissu líklega að það var leikskólastjórinn sem hringdi á lögregluna og vera kann að þau taki síðar óbeint á sig sökina, því það var jú verið að verja þau fyrir óvætt- inni. Hugsanlega hafa því bömin borið skaða af atferli mannanna, en ekki því er svanurinn aðhafðist. ÞÓRGUNNUR JÓNSDÓTTIR, ljóðskáld á Stokkseyri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.