Morgunblaðið - 28.05.1999, Page 60

Morgunblaðið - 28.05.1999, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Borðið mikið salat Hvað er salat? Það er svo margt sem er flokkað undir þetta nafn að það er. til að æra óstöðugan segir Kristín Gestsdóttir, sem gefur okkur að þessu sinni uppskriftir að því sem Bretar kalla „side salat“ Þar er átt við salat til hliðar við aðalréttinn, þ.e. meðlæti. Salatlögur 2 msk. vínedik eða _______nýkreistur sítrónusafi__ 8 msk. salatolía nýmalaður svartur pipar u.þ.b 1/8 tsk. ___________'A tsk. salt________ örlítið maloð sinnepsduft, síðan má bæta í hálfum mörðum hvítlauk eða 1 tsk. smátt klipptum graslauk, eða 1 tsk. klipptri ferskri basiliku eða minna af þurrkaðri eða öðru því jurtakryddi sem hentar. Blandað salat í skál Fersk salatblöð, bæði rauð og græn nýsprottin fíflablöð (má sleppa) __________smábiti gúrka 'h lítil rauð papríka 1. Þvoið og þerrið salatblöðin, rífið í sundur með höndunum og setjið í skál. Þvoið fíflablöðin og setjið saman við. 2. Afhýðið gúrkubitann með ostaskera, skerið gúrkuna í sneiðar með honum og setjið saman við. 3. Fjarlægið steina úr papríku, skerið hana í smábita og bætið út í salatið. Blandið saman með tveimur göfflum. 4. Hellið eins miklu af salatlegi yfir og ykkur hentar. Blandið saman með göfflunum. 5. Leggið disk eða annað yfir skálina og geymið í kæliskáp þar til borið er fram. Vítamín varð- veitist betur ef lok er á skálinni. ■■■iiitiiiiiiiiiiiiiíiTwriTriirnwM Salat með radísum eða kínahreðku Fersk salatblöð, _______sú tegund sem hentar_____ nokkrar radísur eða ________smábiti kínahreðka______ fersk steinselja Farið eins að og í fyrri upp- skrift, skerið radísumar eða kínahreðkuna í sneiðar með ostaskera, setjið steinseljuna í bolla og klippið með skærisodd- um. Blandið á sama hátt og í fyrri uppskrift. ÍSLENDINGAR hafa aldrei verið duglegir að borða salat þó einhver breyting hafi orðið á hin síðari ár með auknum utanlands- ferðum og innflutningi á græn- meti. Svo hefur líka ræktun gróðurhúsagrænmetis aukist mikið. Ég man að fyrir nokkrum árum voru lesendur D.V. spurðir hvort þeir borðuðu grænmeti. Flestir sögðust borða tómata og gúrkur og þar með upptalið. Gaman væri eða spyrja hins sama í dag og athuga hvort breyting hafi á orðið. I mínuni huga er salat einkum salatblöð enda ólst ég upp við það, en for- eldrar mínir ræktuðu mikið af því. Nágrannamir voru undr- andi á þessu „grasáti" fjölskyld- unnar. í apríllok dvöldumst við hjónin í nokkra daga hjá vinkonu okkar í Austurríki. Þegar hún fór á grænmetismarkaðinn keypti hún alltaf fíflablöð með blaðsalatinu, þau blöð eru mjög ljúffeng ung og nýtínd, en mega ekki vera af plöntum sem farnar em að blómstra. Nóg er af „þessum salatblöðum“ allt í kringum okkur. Þegar ég var á unglingsárum fór elsta systir mín til Ameríku. Þegar heim kom borðaði hún alltaf salatblöð með áleggi á brauð og ég fór líka að gera það, böm mín og barna- böm halda þeim sið. Ég horfði um daginn á rúmlega ársgamlan dótturson minn borða samloku með skinku, osti og salatblöðum með miklum sælusvip enda er þetta lystugt og fallegt á að líta. Böm læra ekki að borða græn- meti nema því sé haldið að þeim frá blautu bamsbeini. Salatlögur (vinaigrette) mýkir salatið og laðar fram bragðgæði þess. Uppistaða hans er matarol- ía og edik eða sítrónusafi, en ým- islegt má setja út í svo sem sinn- epskom, kryddjurtir eða hvít- lauk. Þennan lög má kaupa inn- fluttan í glösum en auðvelt er að búa hann til heima. Hann geym- ist vel í kæliskáp ef edik er í hon- um en ekki eins lengi með sítrónusafa. Notið alltaf gott ed- ik, vín- eða eplaedik og notið ekki of mikið af því, aftur á móti má nota mikið af olíu og það þarf að vera góð olía. Þumalputta- regla fjórir hlutar olía og einn hluti edik eða sítrónusafi, en smakkið ykkur áfram. Oh'a er mismunandi, ólífuolía hefur sér- stakan þungan keim, sólblóma-, maís- og soyaolía eru léttari og auðveldari í notkun en hnetu- og möndluolíu hættir til að þrána. f DAG VELVAKA3ÍDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til bráðamót- töku Landspítalans FYRIR nokkrum dögum síðan veiktist kona mín skyndilega og var lögð inn á bráðamóttöku Landspít- alans til lækningar. Það vakti athygli mína hversu frábært starfsfólk starfar þar í þröngum húsakynn- um, hvort heldur var hjúkrunarkonur eða lækn- ar. Sýndu þau miklar til- finningar í starfi og eiga heiður skilið fyrir sína erf- iðu vinnu. Mættu ráða- menn hugsa sinn gang þar sem aðstæður bráðamót- töku eru ekki góðar, bæði eru húsakynni þröng og svo þurfa sjúklingar að liggja frammi á göngum í sínum rúmum. Hjúkrunarfólk vinnur örugglega fyrir launum sínum á bráðamóttöku Landspítalans. Hafið kær- ar þakkir fyrir framkomu við konuna mína er þið lin- uðuð þjáningar hennar. Drottinn Jesús blessi ykk- ur öll. Hafliði Helgason, Völvufelli 50. Tapað/fundið Svunta af vagni týndist í Kópavogi SVUNTA af bláum Sil- vercross vagni týndist í roki frá Engihjalla 22. maí sl. Þeir sem hafa orðið var- ir við svuntuna hafi sam- band í síma 564 6393. Týnt hjól í Kópavogi TÝNST hefur eldrautt TREK barnareiðþjól. Það er 6 gíra fjallahjól fyrir 6-8 ára. Finnandi er vinsa- smlegast beðinn um að koma því til lögreglunnar í Kópavogi ásamt nafni og símanúmeri. Fundarlaun. Barnakerra í óskilum BARNAKERRA með stórum dekkjum og barna- fótum í fannst í Laugardal sl. þriðjudagskvöld. Upp- lýsingar í síma 587 7834 eftir kl. 17. Dýrahald Högni óskar eftir heimili TÆPLEGA hálfs árs gul- bröndóttur högni óskar eftir góðu heimili. Ahuga- samir hringi í síma 863 2478. Kettlingar fást gefins GULLFALLEGIR kett- hngar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 555-2655 eða 699-2771. Klara. Kettlingur í óskilum SVARTUR og hvítur kett- lingur, stálpaður, fannst í Laugarneshverfinu (Teig- unum) í síðustu viku. Upp- lýsingar í síma 588-9412. Lítil læða týndist frá Karfavogi LÍTIL svört læða, 6 mán- aða, týndist frá Karfavogi 20. maí. Hún er með rauða ól með hvítri sjálflýsandi rönd. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 553 1165. Morgunblaðið/Árni Sæberg Börn að leik. Hlutaveita Morgunblaðið/Kristján ÞESSAR brosmildu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri, til styrktar Rauða krossinurn og söfnuðust rúm- lega 4.100 krónur. F.v. Halldóra Gunnarsdóttir, Anna Bryndís Stefánsdóttir og Elisabet Ýr Guðjónsdóttir. Morgunblaðið/Kristján ÞESSIR ungir drengir héltu nýlega hlutaveltu á Akur- eyri, til styrktar Rauða krossi Islands og söfnuðust 2.100 krónur. Þeir heita f.v. Jóhann Guðjónsson og bræðurnir Steinar Logi og Friðrik Ingi Þórðarsynir. Víkverji skrifar... ENGINN veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Þessi orð hafa komið Víkverja í hug þegar hann hefur þurft að ná sam- bandi við ýmis fyrirtæki og stofnan- ir upp á síðkastið. í stað þess að vera svarað af manneskju klæddri holdi og blóði svarar vélmenni með mannsrödd eitthvað á þessa leið: „Þú hefúr náð sambandi við [nafn fyrirtækis eða stofnunar]. Símtöl verða afgreidd í þeirri röð sem þau berast.“ Eftir þennan formála kem- ur stundum tónlist eða þá útsending einhverrar síbyljustöðvar. Eftir að því er virðist endalaust hringsól símtalsins í iðrum svarvélarinnar kemur röddin aftur til að róa óþolin- móðan hlustandann í biðinni enda- lausu. Reynsla Víkverja er þó sú að tuggan ergi hann frekar en rói! Sumar svarvélamar byrja á að til- kynna þeim sem hringir að hann hafi náð sambandi við fyrirtækið og svo hefst upptalning möguleika á því hvemig rata megi á hina ýmsu þjón- ustuþætti. „Ýttu á einn...“ eða „Ýttu á tvo...“ Ekld er þó alltaf tryggt að í þessari upptalningu sé einmitt það sem símhringjandinn er að leita að. XXX OTKUN farsíma færist sífellt í vöxt. Þótt rekstrarkostnaður þeirra hafi lækkað töluvert er hann samt ærinn. Notkun hefðbundinna talsíma er heldur ekki ókeypis. Ekki bjóða nærri öll fyrirtæki upp á gjald- fn' númer. Víkverja svíður það sárt í hvert sinn sem hann þarf að verja dýrmætum tíma í að hlusta á óper- sónulega svarvél eða útvarpsstöð sem hann hefur lítinn áhuga á. Þurfa svo í ofanálag að borga fyrir herleg- heitin! Víkverji er því farinn að hugsa hlýtt til allra þeirra karla og kvenna sem hafa atvinnu af að svara í síma og liðsinna fólki sem leitar upplýsinga, þjónustu eða afgreiðslu. XXX ÍKVERJI telur að þau fyrir- tæki sem taka svarvélar í notk- un séu með því að draga úr þjón- ustu við viðskiptavini sína. Hann er enda farinn að forðast að hringja í fyrirtæki sem hafa vélvædda sím- svörun og velur heldur önnur með mannlegt viðmót. Eflaust má reikna út einhvern spamað og hagræðingu af því að segja upp fólkinu sem svarar í símann og kaupa vél. Má Víkverji heldur biðja um holdi klædda viðmælendur en talvélar, þótt þær hafi einhvem snefil af gervigreind!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.