Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KEIKO er vel á sig kominn og gengur vel að venja hann af samneyti við menn. KEIKO lék listir sínar en fékk ekkert hói að launum. Morgunblaðið/Sigurgeir Keiko í minna sam- neyti við fólk en áður JÓN Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Islands, Jeff Foster, gæslumaður Keikos, og Hallur Hallsson. KEIKO er þessa dagana í minna samneyti við menn en nokkru sinni frá því hann var fangaður úti íyrir Islandsströndum fyrir rúmum 20 árum. Þess er gætt að raska sem minnst náttúrulegu umhverfi hans og þjálfarar á vegum Ocean Futures-stofnunar- innar reyna að venja hann á að dveljast sem mest neðansjávar um leið og fylgst er gjörla með öllu atferli hans með neðansjáv- armyndavélum og hljóðupptöku- tækjum. Engu síður eru nú hafn- ar skipulagðar ferðir í PH Vík- ingi með ferðamenn út að kvínni. Enginn fær þó að fara út í sjálfa kvína nema starfsmenn og þjálfarar, með örfáum undan- tekningum. Ferðamenn verða að gera sér að góðu að fylgjast með háhyrningnum úr 20-30 metra íjarlægð en ferðirnar eru samt yfirleitt á þeim tíma sem þolæf- ingar Keikos standa yfír. Einnig hefur verið komið upp sjónauk- um ofan við Skansfjöru þar sem fylgjast má með kvínni og Keiko. Loks má nefna að innan fáeinna daga hefst bein útsending frá kvínni og verður hægt að fylgjast með henni jafnt á Keiko-setrinu, sem opnað var með pomp og prakt siðla maímánaðar, og á Netinu. Net fyrir Klettsvík í september Jeff Foster, gæslumaður Keiko, segir að það gangi vel að venja háhyrninginn af samneyti við menn. Tilgangurinn með því sé sá að fá Keiko til að leita meira út í náttúruna svo hann eigi auðveldara með að bjarga sér upp á eigin spýtur áður en honum verður endanlega sleppt. Foster segir að nú sé unnið að verkfræðilegum þætti þess að strengja net fyrir Klettsvík. Stefnt er að því að Ijúka því verki í september og stækkar þá verulega athafnasvæði Keikos. Það hafí þó strax aukist til muna þegar hann var fluttur til fslands því kvfin í Klettsvík, þar sem dýptin er um 10 metrar, sé 60% stærri en laugin sem hann hafði til afnota í Newport í Oregon. Fjölmiðlamenn fengu að fylgj- ast með æfingu úti í kvínni í gær. Foster segir að tilgangur æfing- arinnar sé að byggja upp vöðvamassa háhyrningsins. Áhersla er lögð á það að hér sé um æfíngu að ræða en ekki leik og er Keiko gefið það til kynna með látbragði þjálfara. Þeir forð- ast að horfast í augu hans og hæla honum ekki fyrir æfingarn- ar, eins og jafnan var gert meðan Keiko var sýningardýr. Með þessu móti á einnig að beina at- hygli hans að náttúrulegu um- hverfí hans og segir Foster að hann sýni því meiri áhuga með hveijum degi. Keiko er hins vegar afar for- vitinn og félagslyndur og gat ekki setið á sér að fylgjast með aðkomumönnum í kvínni. Hann er greinilega í góðu formi ef marka má sundhraðann og stökkkraftinn sem hann sýndi blaðamönnum. Sýkna í skaðabótamáli Nathans & Olsen á hendur PricewaterhouseCoopers og Gunnari Sigurðssyni endurskoðanda Bera ekki bótaábyrgð vegna fjárdráttar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði á mánudag endurskoðunar- íýrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. og Gunnar Sigurðsson, löggiltan endurskoðanda, af öllum kröfum Nathan & Olsen í máli sem síðar- nefnda fyrirtækið höfðaði. Þá var Nathan & Olsen gert að greiða stefndu 800 þúsund krónur í máls- kostnað. I dómnum er bent á ábyrgð stjórnenda Nathan & Olsen, sem hafi vitað að ýmsu var ábótavant í bókhaldi gjaldkera fyrirtækisins, en hafi látið það óátalið. Það hefði verið á þeirra ábyrgð að sjá til þess að bókhaldinu yrði komið í lag. Málavextir eru þeir helstir að í febrúar 1998 höfðaði Nathan & 01- sen hf. mál á hendur Pricewaterhou- seCoopers ehf., sem þá hét Coopers & Lybrand - Hagvangur hf., og Gunnari Sigurðssyni, og gerði kröfu um að þessir aðilar greiddu skaða- bætur að upphæð rúmlega 25,5 milljónir króna auk vaxta og máls- kostnaðar, vegna misræmis sem komið hafði fram í bókhaldi félags- ins. Við gerð milliuppgjörs í N&O fyrstu sex mánuði ársins 1996 og af- stemmingar því tengdu kom í ljós misræmi í bókhaldi félagsins og leiddi nánari eftirgrennslan í ljós að þáverandi gjaldkeri og bókari félags- ins, hafði dregið sér fé úr sjóðum fyrirtækisins. Málið var kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins í ágúst 1996 og viðurkenndi gjaldkerinn fjárdrátt á tímabilinu apríl 1992 til mánaðamóta júlFágúst 1996, án þátt- töku eða vitundar annarra starfs- manna félagsins. Rannsókn á bókhaldsgögnum leiddi í ljós að fjárdrátturinn á um- ræddu tímabili nam ríflega 32 millj- ónum króna og var gjaldkerinn dæmdur i mars 1997 til að sæta tveggja ára fangelsi. I því máli var lögð fram bótakrafa að fjárhæð krónur ríflega 32 milljónir króna og var gjaldkerinn dæmdur til að greiða ríflega 25,5 milljónir króna, en þá var hann búinn að greiða rúm- ar 7 milljónir króna inn á kröfuna. Ekki fundust frekari eignir í búi hennar og freistaði N&O þess þá að semja við PWC um bótagreiðslur, en þær umleitanir báru ekki árang- ur. N&O hafði keypt endurskoðunar- og sérfræðiþjónustu af Pricewater- houseCoopers ehf. (þá Coopers & Lybrand - Hagvangur hf.) í nokkra áratugi og allt fram til desember 1996. Gunnar Sigurðsson hafði áritað reikningsskil félagsins hin síðari ár og verið ábyrgur fyrir þeirri þjón- ustu sem félaginu var veitt, og hafði hann verið kjörinn endurskoðandi félagsins á grundvelli laga. Jafnframt endurskoðun ársreikn- inga félagsins, auk ráðgjafarstarfa, annaðist PWC einnig gerð milliupp- gjöra fyrir félagið allt til ársins 1991 og dótturfyrirtæki PWC, Tölvumið- stöðin hf., annaðist tölvuvinnslu bók- haldsgagna stefnanda frá 1975 til 1985. Frá árinu 1985 veitti PWC einnig N&O ráðgjöf um skipulagn- ingu bókhalds og innra eftirlits, auk þess að vera endurskoðandi félags- ins. Innra eftírliti ábótavant I niðurstöðum héraðsdóms segir að ágreiningslaust þyki að fjárdrátt- urinn var falinn með því að gjaldker- inn ýmist falsaði afstemmingar eða skilaði þeim ekki inn á réttum tíma og aldrei öllum í einu, og að árs- reikningar félagsins voru áritaðir án athugasemda, þótt allar athuga- semdir lægju ekki fyrir. Ljóst þyki ennfremur að innra eft- irlit N&O, sem var í höndum stjórn- enda þess, hafi veríð ábótavant hvað varðar umsjón og eftirlit með störf- um gjaldkerans. Þó að það þekkist í fyrirtækjum að starf bókara og gjaldkera sé á einni og sömu hendi, kalli það á aukið eftirlit með þeim starfsmanni. Gjaldkerinn hafi notið mikils trausts hjá stjórnendum fyrir- tækisins og þegar ítrekað kom í ljós að hún skilaði afstemmingum seint og illa og aðeins hluta þeirra við hvert uppgjör, var ekki brugðist við því með neinum hætti, heldur látið gott heita að hún væri störfum hlað- in og því treyst, að ástandið myndi lagast, þegar um færi að hægjast hjá fyrirtækinu. Þá þótti það sannað að fram- kvæmdastjóri N&O vissi af því að gjaldkerinn skilaði afstemmingum ekki tímanlega og að afstemmingar nokkurra liða vantaði ítrekað við gerð ársreikninga félagsins. Með hliðsjón af lögum um hlutafélög, verði að líta svo á að upplýsingar um veikleika í innra eftirliti og misbrest á skilum á afstemmingum hafi legið hjá stjórn fyrirtækisins. Löggilta endurskoðandanum hafi ekki verið gert kunnugt um að hluta afstemminga hafði vantað við milli- uppgjör um árabil en brást þó að vissu leyti starfsskyldum sínum þeg- ar hann áritaði ársreikninga félags- ins frá 1992 til 1995 athugasemda- laust, þótt hluta afstemminga á lið- um í efnahagsreikningi vantaði ít- rekað við lokafrágang ársreikninga. Það firri stjórnendur N&O hins veg- ar ekki ábyrgð, þar sem sannað þyki að þeir höfðu vitneskju um þá van- kanta sem voru á störfum gjaldker- ans og jafnframt að innra eftirliti væri ábótavant, en það var á þeirra ábyrgð að sjá til þess að því yrði komið í lag. Þrátt fyi-ir þessa vit- neskju brugðust þeir ekki við og létu ótalið að gjaldkerinn væri með und- anbrögð við hvert uppgjör. Sam- kvæmt þessu sé ekki hægt að fallast á að PWC beri ábyrgð á því tjóni sem N&O varð fyrir vegna fjárdrátt- ar gjaldkerans, og beri því að sýkna þá af öllum kröfum stefnenda í mál- inu. Héraðsdómararnir Sigríður Ólafs- dóttir og Guðjón St. Marteinsson kváðu upp dóminn ásamt Stefáni Franklín, löggiltum endurskoðanda. M - vi7*ú t'ý: 1 * \,15 S # .;r,t b mmm +17' A bestu dögunum er mikilvægt aó nota bestu sólarvörnma www.jsh.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.