Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðstoðarlandlæknir segir ófrjósemisaðgerðir á þroskaheftum gerðar í undantekningartilvikum Um það bil 5 aðgerðir eru gerðar á ári í dag MATTHÍAS Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að viðhorf hafi breyst mikið tO þroskaheftra frá því sem áður var og því sé mjög fátítt að gerðar séu ófrjósemisaðgerðir á þroskaheftu fólki. Könnun sem gerð var fyrir nokkru bendi til að gerðar séu um fimm ófrjósemisaðgerðir á þróskaheftum hérlendis á ári. Stefna heilbrigðisyfirvalda sé að beita ekki þessu ráði nema í undan- tekningartilvikum. í Morgunblaðinu í gær er sagt frá manni sem gerður var ófrjór árið 1973 án sinnar vitundar þegar hann var 18 ára gamall, en slíkt var ólög- legt. Honum voru í héraðsdómi dæmdar bætur og í framhaldi af því voru systur hans greiddar bætur, en hún hafði einnig verið gerð ófrjó án sinnar vitundar. Breytt viðhorf „Viðhorf til þessara mála eru ger- breytt í dag samanborið við það sem var á þessum árum. í fyrsta lagi hafa viðhorf til þroskaheftra breyst mikið og í öðru lagi eru getnaðar- vamir miklu auðveldari núna en þá. Það er stefnan að gera ekki ófrjó- semisaðgerðir, eins og það er kallað núna, nema í algjörum undantekn- ingartilvikum. Þegar slíkar aðgerðir eru gerðar er farið stranglega eftir þeim lögum sem um þetta gilda sem eru frá árinu 1975,“ sagði Matthías. Matthías sagði að ófijósemisað- gerðir sem gerðar væru í dag á grundvelli laganna væru mjög fáar, líklega um fimm á ári. I flestum tilvik- um væri um að ræða mjög þroskaheft fólk sem gæti ekki alið önn fyrir bömum sínum. Það væri hins vegar hægt að nota ýmsar aðrar aðferðir við að koma í veg fyrir getnað, eins og t.d. lykkjuna og pilluna. „Það amast enginn við því lengur að þroskaheftir stundi kynlíf," sagði Matthías. „Nýjar aðferðir við getnaðarvamir og breytt viðhorf í samfélaginu hafa komið tii. Eg tel því að við megum ekki dæma það sem gerðist fyrir mörgum árum eins og það væri að gerast í dag. Það er algerlega bannað að gera núna, eins og var kannski eitthvað um á ámm áður, að gera þetta um leið og önnur læknisaðgerð var gerð. Núna þurfa umsóknir um ófrjósemisaðgerðir á gmndvelli þess- ara laga að fara í gegnum mjög stranga síu.“ Vonandi var yfirleitt farið að lögum Aðspurður útilokaði Matthías ekki að ófrjósemisaðgerðir hefðu í einhverjum tilvikum verið gerðar á ámm áður án þess að leitað hefði verið eftii' samþykki landlæknis. Slíkt væri að sjálfsögðu lögbrot. „Það hafa komið upp dæmi, eins og þetta sem sagt er frá í Morgun- blaðinu, þar sem virðist ekki vera farið stranglega eftir lögunum. I þá daga hefur hugsanlega skort hæfa fagmenn til að meta andlega heilsu fólksins. Þar hefur orðið breyting á. Ég hef því ekki trú á að það sé mikil ástæða tO að óttast að svona hlutir gerist í dag. Það er hins vegar mikil- vægt að hafa í huga að það er ekki ástæða til að ætla að allar aðgerðir sem gerðar vom á þessum ámm hafi verið ólöglegar. Það heyrir von- andi til undantekninga að lögin hafi verið brotin." Morgunblaðið hefur óskað eftir ítarlegum upplýsingum frá land- lækni um ófrjósemisaðgerðir sem gerðar hafa verið á gmndvelli laga nr. 16 frá 1938. Matthías sagði að landlæknir myndi svara hluta spuminganna fljótlega, en sumar þeirra kölluðu á talsvert mikla gagnaöflun. Enn er hluti af lögum um afkynjanir og vananir í gildi Lögunum breytt ár- ið 1975 LÖGIN um afkynjanir og vananir frá árinu 1938 vom leyst af hólmi með lögum um fóstureyðingar sem sam- þykkt vom 1975. Enn er þó í gildi kafli laganna um afkynjanir. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að stjórnvöld ættu að endur- skoða þennan kafla laganna einnig enda hafi komið fram hjá læknum í tengslum við umræður um ófrjósem- isaðgerðir á kynferðisglæpamönnum að afkynjanir dygðu ekki til að draga úr hættu á að kynferðisofbeldismenn héldu áfram afbrotum. Lögin um afkynjanir og vananir vom samþykkt samhljóða á Alþingi árið 1937. Þau vora numin úr gildi þegar lög um fóstureyðingar vom samþykkt á Alþingi árið 1975 nema hvað varðar kaflann um afkynjanir. Heimilt er að gera afkynjanir á mönnum þegar talið er að óeðlilegar kynhvatir séu líklegar til að leiða til kjTiferðisglæpa. Lögin frá 1938 er enn að finna í lagasafninu og m.a. vora gerðar breytingar á þeim árið 1991 í tengslum við breytingar á lög- um um meðferð opinberra mála. Þetta var gert til að tryggja réttar- stöðu manna sem hugsanlega geng- ust undir afkynjun. Ragnar sagðist telja þann kafla um afkynjanir eftirhreytur af úreltum lögum. Það væri þörf á að setja nú- tímalegri lög um þetta. Ragnar sagði að erlendis væri víða mikil umræða um réttmæti ófrjósem- isaðgerða á þroskaheftu fólki og yfir- leitt allt sem héti nauðung í sambandi við þroskahefta. Hann sagði að þessi umræða ætti eftir að fara af stað hér- lendis einnig. Þetta mál varðaði sjálf- ræði og mannlega virðingu og reisn þroskaheftra einstaklinga. Leita þarf úrskurðar dómara Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði að heil- brigðisyfirvöld hefðu ekki hugað að breytingum á lögum sem fjölluðu um ófrjósemisaðgerðir þótt skoðaðar hefðu verið hugsanlegar breytingar á ýmsum öðmm þáttum fóstureyðing- arlöggjafarinnar. Hann sagði að við- horf væm mjög breytt til þessara mála og mun strangari reglur sem giltu um þetta í dag. Eftir að ný lög um meðferð opinberra mála vom samþykkt hefði t.d. orðið sú breyting að öllum ósjálfráða einstaklingum sem færa í ófrjósemisaðgerð væri skipaður tilsjónarmaður sem ætti að líta eftir hagsmunum þeirra. Enn- fremur þyifti að kveða upp dómsupp- skurð, þegar um mjög þroskahefta ósjálfráða einstaklinga væri að ræða, áður en aðgerð færi fram. Morgunblaðið/Jim Smart Þróunaráætlun miðborgarinnar kynnt OPINN kynningarfundur um þróunaráætlun miðborgarinnar var nýlega haldinn í Ráð- húsinu en áætlunin er ný leið til að stuðla að uppbyggingu miðborgarinnar fyrir íbúa, at- vinnurekstur og gesti. Að sögn Önnu Mar- grétar Guðjónsdóttur verkefnisstjóra miðar áætlunin að því að breyta gildandi aðal- skipulagi og breyttri afmörkun miðborgar. Svæði sem tilheyra miðborginni samkvæmt áætluninni ná frá Ægisgötu í vestri að Rauð- arárstíg í austri án þess að um samfellt svæði sé að ræða. Vaxandi umræða á sér stað innan Þorskahjálpar um ófrjósemisaðgerðir Þroskaheftir andvígir öllum ófrj ósemisaðgerðum GUÐMUNDUR Ragnarsson, for- maður Þroskahjálpar, segir að um- ræða um löglegar ófrjósemisaðgerð- ir á þroskaheftum hafi verið að aukast innan félagsins. Þroskaheftir hafi sjálfir beitt sér talsvert mikið í þessari umræðu og lagt mikla áherslu á að hætt verði að gera þess- ar aðgerðir. Guðmundur sagði að viðhorf tO þroskaheftra hefðu breyst mikið á síðustu áram. Fyrstu lög um málefni þroskaheftra væm frá árinu 1979 og þau hefðu leyst af hólmi lög um fá- vitastofnanir. Bara heiti laganna segði sitt um viðhorfsbreytinguna. „Ófrjósemisaðgerðir era við- kvæmt mál sem varða ýmsar hliðar á einkalífi fólks. Við höfum ekki ályktað um þessi mál, en við for- dæmum hins vegar þegar í ljós kem- ur að gerðar hafa verið ólöglegar að- gerðir á fólki eins og þarna eru dæmi um. Það er forkastanlegt að svona skuli geta gerst, því þarna er verið að ganga freklega á mannréttindi fólks,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagðist telja að réttur fólks væri betur tryggður í dag með þeirri lagabreytingu sem gerð var 1975. Skiptar skoðanir innan félagsins „Það hefur átt sér stað talsverð um- ræða innan okkar raða um ófrjósemis- aðgerðir sem framkvæmdar em sam- kvæmt gildandi lögum. Það era skipt- ar skoðanir um þessar aðgerðir. Sam- tök þroskaheftra víða um lönd hafa barist á móti því að þetta sé yfirhöfuð heimilað og benda á rétt þroskaheftra til að eignast böm og fjölskyldu. Það hefur verið talsvert ríkjandi viðhorf að þroskaheftir geti ekki alið upp böm og rekið heimili. Nýlegar rannsóknir, sem við höfum kynnt okkur, sýna að þroskaheft fólk getur alið upp böm ef það fær til þess réttan stuðning, en það þarf auðvitað mjög mikinn stuðn- ing því að hagsmunir barnsins em auðvitað mjög ríkir og þá þarf að vemda til hins ýtrasta." Þegar ófrjósemisaðgerðir eru gerðar á þroskaheftum þarf að koma til upplýst samþykki viðkomandi. Guðmundur sagði ekki alltaf gott að átta sig á hvenær það liggur raun- verulega fyrir. Jafnframt vaknaði sú spurning undir hvaða þrýstingi þetta samþykki væri fengið. „Innan okkar landssambands er félag sem heitir Átak, sem er félag þroskaheftra sjálfra. Þar hefur verið mikil umræða um þessi mál og þau hafa verið mjög andsnúin þessum ófrjósemisaðgerðum. Þau hafa tekið mjög virkan og góðan þátt í þessari umræðu og gengið fram fyrir skjöldu í henni. Þau segja að þetta sé mannréttindamál og þau eigi þennan rétt og enginn hafi leyfi til að taka hann af þeim.“ Guðmundur sagði að Þroskahjálp hefði enn sem komið er ekki farið með þessa umræðu mikið út í samfé- lagið. Það sama ætti við um umræðu um kynlíf þroskaheftra, sem hefði talsvert verið rætt, auk þess sem námskeið hefðu verið haldin á vegum félagsins til að upplýsa starfsfólk og aðra um þessi mál. Ennfremur hefði talsvert verið fjallað innan félagsins um kynferðislegt ofbeldi gagnvai’t fötluðum, en rannsóknir bentu til að það væri meira vandamál en hvað varðar aðra hópa í samfélaginu. Verst væri staða þroskaheftra kvenna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.