Morgunblaðið - 30.06.1999, Page 13

Morgunblaðið - 30.06.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 13 FRÉTTIR ÞAÐ var ófögur sjón sem mætti augum landeigenda í Vatnsskógar- landi eftir að ferðamenn höfðu nýtt sér gestrisni þeirra og tjaldað í iandinu án endurgjalds. 20 ára góð reynsla af Norm-X setlaugum á íslandi Haflð samband og fáið nánarl upplýslngar. Síml 585 8822. www.lslandla.ls/normi m Skelðarási við Arnarvog, 210 8arðabæ. Mikiivæg atriði sem hafa ber í NORM-X AÐRAR TEG. Já Nei Já Nei Full dýpt a.m.k. 90 cm ✓ Litekta / Nær liturinn í gegn / Brothættur / Hætta á sprungum Hætta á flöpnun / Frostþolinn -40° 7 Hitaþolinn +90° ✓ Auðvelt að bora fyrir nuddstútum o.s.frv. / Mjúkur viðkomu / Helst yfirborðsáferð óbreytt / Þolir hitaveituvatn / Viðgerðir auðveldar / Öryggislok / Löng reynsla á Islandi / Verð á setlaug 1200 I. kr. 59.500 Verð á setlaug 1900 I. kr. 87.500 Oskemmti- leg aðkoma FERÐALANGAR, sem fyrir skömmu áðu í Vatnsskógarlandi, voru ekki að launa gestrisni land- eigenda með því að taka til eftir sig heldur skildu eftir rækileg ummerki um neysluvenjur sínar. Á tjaldstæðinu lágu matarumbúð- ir, rifnir pokar og hálftómar gos- flöskur auk hálfónýts grills, grilltanga og -spaða. Landeigendur í Vatnsskógar- landi leyfa ferðamönnum að tjalda án endurgjalds, en á skilti á tjald- stæðinu er það skilyrði sett að vel sé gengið um land og gróður. Að sögn landeigenda vill brenna við að því sé ekki sinnt, þótt um- gengni Islendinga um landið hafi batnað á undanförnum árum. Bærinn Vatnsskógar er við Skriðuvatn á leiðinni milli Breið- dalsvíkur og Egilsstaða. --------------- Fíkniefni fundust við húsleit LÖGREGLAN í Reykjavík, sem hefur að undanförnu haft sérstakt eftirlit með þeim sem vitað eða grunað er að noti fíkniefni, fann lítið eitt af efnum við húsleit um síðustu helgi og er talið að um hass sé að ræða. Lögreglan segir að oft sé um sömu aðila að ræða í fíkniefnamálum og komið hafa við sögu auðgunar- brota. Lögreglan handtók þrjá unga menn sem voru á ferð í bíl og kom í ljós að þeir höfðu í fórum sínum þýfi úr sumarbústað við Þingvallavatn. Lagði lögreglan hald á þýfið. Einnig handtók lögreglan tvo menn með stolna fólksbílakeiTu við gám sem þeir höfðu brotið upp utan við tölvu- fyrirtæki. Þá tilkynnti starfsfólk tölvufyrirtækis að maður sem keypt hefði þar tölvur fyrir helgina hefði greitt með fölsuðum ávísunum. Mannsins er nú leitað en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar er hann kunnur að fíkniefnaneyslu. ------♦-♦-♦---- Nú heitir íslancisfltia erlendis Úrslit í Huamvndafluoi íslandsfluos YFIR 50.000 MANNS SKILUÐU INN TILLÖGUM AÐ NÝJU NAFNI ÍSLANDSFLUGS ERLENDIS. GUÐMUNDUR EGILSSON VAR EINN AF 45 MANNS SEM SKILUÐU INN TILLÖGU UM NAFNIÐ ICEBIRD. GUÐMUNDUR VAR SVO HEPPINN AÐ VINNA VIKUFERÐ FYRIR 4 TIL RIMINI Á ÍTALÍU Á VEGUM SAMVINNUFERÐA/LANDSÝNAR. íslandsflug óskar vinningshöfum til hamingju og óskar þeim og öðrum góðrar ferðar með íslandsflugi. ISLANDSFLUG gerir fleirum fwrt a<5 ttjúga 1. verðlaun: Fjölskylduferð til Rimini Guðmundur Þ. Egilsson, Blikastíg 5, 225 Bessastaðahreppi. 2. verðlaun: Dagsferð til Grænlands Lárus Gunnlaugsson, Möðrusíðu 3, 603 Akureyri. 3. -10. verðlaun: Flug fýrir 2 á einhvern áfangastað íslandsflugs innanlands Bergdís H. Jónsdóttir, Sverrir Heiðar Júlíusson, Halldór Hlöðversson, Sigurður E. Sigurðsson, Heiðar Örn Gunnlaugsson, Birgir Ingólfsson, Stefanía Björnsdóttir, og Hafliði Skúlason. Rafmagn fór vegna vatnsleka RAFMAGNSLAUST varð um tíma á veitingastaðnum Pottinum og pönnunni í Brautarholti 22 á mánu- dagskvöld vegna vatnsleka. Að sögn slökkviliðsins hafði íbúi á þriðju hæð gleymt að skrúfa fyrir vatnskrana með þeim afleiðingum að vatn lak inn í íbúðina á næstu hæð fyrir neð- an og þaðan niður á veitingastaðinn. Að sögn slökkviliðs urðu töluverð- ar skemmdir á húsnæðinu. -------♦-♦-♦---- Kviknaði í bfl Eldur kom upp í bíl við Engjasel á mánudagskvöld og samkvæmt lög- reglunni í Reykjavík er bfllinn, sem er af Pontiac-gerð, trúlega ónýtur. Slökkviliðið var kallað á staðinn og slökkti eldinn fljótlega. Ekki er vitað um eldsupptök.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.