Morgunblaðið - 30.06.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 21
Tyrkneskur dómstóll dæmir Öcalan til dauða fyrir landráð
Nokkur ár gætu liðið
þar til aftakan fer fram
Reuters
OCALAN hlýðir á úrskurð dómara í gær, en Öcalan var dæmdur til
dauða fyrir landráð.
Reuters
ÆTTINGJAR tyrkneskra hermanna, sem látist hafa í átökum við
skæruliðasveitir Kúrda, bíða úrskurðar yfir Öcalan í gær.
Imrali-eyju, Ankara, London. Reuters.
TYRKNESKUR dómstóll dæmdi í
gær Abdullah Öcalan til dauða fyrir
að stjórna 14 ára aðskilnaðarbar-
áttu Kúrda sem hefur kostað 29.000
manns lífið. Dauðadómurinn kom
ekki á óvart en fréttaskýrendur
sögðu að margir mánuðir og jafnvel
nokkur ár gætu liðið þar til dómn-
um yrði fullnægt.
Öcalan sýndi engin viðbrögð og
stóð með krosslagðar hendur fyrir
aftan bak í skotheldu glerbúri rétt-
arsalar á tyrknesku fangelsiseyj-
unni Imrali þegar dómarinn,
Turgut Okyay, dæmdi hann til
hengingar fyrir landráð. Fyrstu við-
brögð tyrknesku þjóðarinnar ein-
kenndust hins vegar af miklum til-
finningahita og kröfum um dómnum
yrði fullnægt en í Vestur-Evrópu
óttuðust menn að stuðningsmenn
Öcalans gripu til ofbeldisaðgerða í
evrópskum borgum.
„Hann hefur myrt þúsundir sak-
lausra manna án tillits til þess hvort
um var að ræða börn, konur eða
aldrað fólk,“ sagði dómarinn, sem
var klæddur svartri skikkju með
skarlatsrauðum kraga. „Starfsemi
hans stefndi landinu í alvarlega og
bráða hættu.“
Eftir dómsuppkvaðninguna var
Öcalan færður inn í klefa sinn og
tyrkneski þjóðsöngurinn var leikinn
í réttarsalnum. Mæður tyrkneskra
hermanna, sem féllu í átökum við
kúrdíska aðskilnaðarsinna, héldu á
myndum af sonum sínum.
„Ég tel mig hafa barist fyrir ein-
ingu landsins og frelsi“
Réttarhöldin yfir Öcalan höfðu
staðið í mánuð og hann hafði ýmist
lýst yfir hollustu við lýðveldið sem
hann barðist gegn eða hótað mann-
skæðum hefndaraðgerðum af hálfu
stuðningsmanna sinna ef hann yrði
hengdur. Hann bauðst til að sldpa
stuðningsmönnum sínum að hætta
vopnaðri baráttu sinni í suðaustur-
hluta Tyrklands ef hann yrði ekki
dæmdur til dauða en sagði að 5.000
Kúrdar væru reiðubúnir að fóma
lífi sínu í sprengjutilræðum ef hann
yrði hengdur.
„Ég fellst ekki á landráðsá-
kæruna," sagði Öcalan í stuttu
ávarpi áður en dómurinn var kveð-
inn upp. „Ég tel mig hafa barist fyr-
ir einingu landsins og frelsi...“
Öcalan sýndi engin merki geðs-
hræringar meðan réttað var í máli
hans. Hann kom jafnt bandamönn-
um sínum sem óvinum á óvart með
því að viðurkenna að hann bæri
ábyrgð á mörgum dauðsfóllum
vegna baráttu sinnar gegn Tyrkj-
um.
„Ég deili með ykkur þjáning-
unni,“ sagði hann eitt sinn og
hneigði sig fyrir grátandi konum
sem héldu á myndum af látnum son-
um sínum í réttarsalnum. Hann
horfði samt sjaldan á þær og var yf-
irleitt niðursokkinn í eigin hugsanir
eða hlustaði með athygli á dómar-
ana og lögfræðingana.
Togstreita við
Evrópusambandið
Mál Öcalans hefur lengi valdið
togstreitu milli Tyrklands og Evr-
ópusambandsins, sem Tyrkir segja
hafa hafnað aðildarumsókn þeirra
með lítilsvirðingu. Þjóðverjar hafa
sagt að verði Öcalan hengdur dragi
það úr líkunum á.því að Tyrkir fái
aðild að Evrópusambandinu og Ital-
ir hafa tekið harða afstöðu gegn
dauðarefsingum út um allan heim.
ítalir og Þjóðverjar deildu við
Tyrki seint á síðasta ári þegar
Öcalan var handtekinn á flugvelli í
Róm eftir að hafa neyðst til að fara
frá Sýrlandi vegna þrýstings
Tyrkja. ítalir neituðu að framselja
hann til Tyrklands og Þjóðverjar
vildu ekki fylgja eftir alþjóðlegri
handtökutilskipun sem þeir höfðu
áður gefið út á hendur Kúrdaleið-
toganum. Öcalan flúði þá til Rúss-
lands og Grikkir laumuðu honum
þaðan í gríska sendiráðið í Nairobi
en útsendarar tyrknesku leyni-
þjónustunnar rændu honum og
fluttu hann með flugvél til Tyrk-
lands í febrúar.
Þorri Tyrkja virðist nú hlynntur
því að dauðadómnum verði fullnægt
og líklegt er að aftakan fari fram á
Imrali-eyju, þar sem Öcalan hefur
verið haldið frá því hann var hand-
tekinn. Talið er þó að ganga hans að
gálkanum verði löng og hæg.
Fáir Tyrkir efast um að Öcalan
verði tekinn af lífi. „Ef hann verður
ekki hengdur kasta ég mér í Marm-
arahaf," sagði móðir tyrknesks her-
manns sem féll í átökum við Kúrda.
Máli hans verður þó fyrst skotið
til áfrýjunardómstóls í Tyrklandi og
staðfesti hann dóminn í sumar þarf
þingið að samþykkja sérstök lög til
að heimila aftökuna. Þjóðernissinn-
ar styrktu stöðu sína í þingkosning-
unum í apríl, meðal annars vegna
handtöku Öcalans, og talið er nán-
ast öruggt að þingið samþykki lögin
og heimili fyrstu henginguna í
Tyrklandi í fimmtán ár.
„Evrópa er paradís hermdar-
verkamanna"
Líklegt er að Öcalan skjóti mál-
inu til Mannréttindadómstóls Evr-
ópu heimili þingið aftökuna. Sá
dómstóll er ekki þekktur fyrir
skjóta afgreiðslu mála og áfrýjunin
gæti tekið sex til átján mánuði jafn-
vel þótt hún fengi forgangsmeðferð.
Mannréttindadómstóllinn gæti
kveðið upp úrskurð um hvort hand-
taka Öcalans hefði verið lögmæt og
hvort mál hans hefði fengið sann-
gjama meðferð í Tyrklandi. Tyrkir
hafa skuldbundið sig til að virða úr-
skurði dómstólsins.
Úrskurði Mannréttindadómstóll-
inn Öcalan í vil er viðbúið að við-
brögð Tyrkja verði mjög harkaleg.
Hurriyet, söluhæsta dagblað
Tyrklands, birti í vikunni sem leið
fréttaskýringu sem endurspeglar
afstöðu Tyrkja til Evrópusam-
bandsins. ,AHt Öcalan-málið hefur
verið mjög gagnlegt fyrir okkur!
Við höfum séð raunverulega ásjónu
Evrópu,“ skrifaði fréttaskýrandi
blaðsins, Emin Colasan. „Við höfum
séð þann lævísa fjandskap sem álf-
an hefur sýnt tyrknesku þjóð-
inni... Hin siðmenntaða Evrópa er
paradís hermdai-verkamanna.“
'V.AN^
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. júlí 1999 er 27. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 27 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.466,30
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1999 til 10. júlí 1999 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 12. júlí 1999.
Reykjavík, 30. júní 1999
SEÐLABANKIÍSLANDS
Yuksel Soylemez, tyrkneskur
sérfræðingur í utanríkisstefnu
Tyrkja, telur þó að almenningi í
Tyrklandi sé ekki eins umhugað um
að dauðadómnum verði fullnægt og
fjölmiðlunum og háværustu þjóð-
ernissinnunum. „Öcalan er glæpa-
maður en það þjónar einfaldlega
ekki hagsmunum Tyrklands að
hengja hann. Ef til vill er það ósk-
hyggja en ég hygg að því lengur
sem málið dragist þeim mun meiri
verði líkumar á því að almenningsá-
litið breytist.“
TO eru einnig tyrkneskir kaup-
sýslumenn sem óttast að aftaka
verði tfi þess að Tyrkir bíði álits-
hnekki erlendis, átökin í Kúrdahér-
uðunum dragist á langinn og landið
fjarlægist Evrópusambandið frek-
ar.
Aftökunni slegið á frest?
Nokkrir fréttaskýrendur spáðu
því að Evrópuríkin myndu mót-
mæla dauðadómnum harðlega í
fyrstu en draga síðan úr gagnrýn-
inni. „Búast má við venjulegum
formlegum mótmælum, en ríkis-
stjómirnar vilja halda tengslum sín-
um við Tyrkland, einkum í öryggis-
málum, enda hafa átökin í Kosovo
varpað skæra ljósi á þýðingu
Tyrkja sem bandamanna,“ sagði
Philip Robins, sérfræðingur í mál-
efnum Tyrklands við St Anthony’s
College í Oxford. „Líklegt er að
öðra máli gegni um almenningsálit-
ið í Evrópu. Dómurinn mun styrkja
það viðhorf að Tyrkland sé í raun
ekki Evrópuríki og ekki hæft til að
ganga í Evrópusambandið. Óháð
samtök, mannréttindahreyfingar og
stofnanir eins og Evrópuþingið era
líklegar tO að mótmæla af meiri
krafti.“
Nokkrir fréttaskýrendur í Evr-
ópu sögðust telja að Tyrkir myndu
fresta því í að minnsta kosti tvö ár
að fullnægja dauðadómnum í von
um að kúrdískir aðskOnaðarsinnar
dragi úr skærauhemaði sínum á
meðan Öcalan eigi aftöku yfir höfði
sér.
ALOE VERA
GEL
hreint
ALOE VERA húðgel
Nærandi, styrkjandi
og rakagefandi.
Naturlægemiddel
Útsölustaðir: Stella Bankastræti,
Hygea Kringlunni, Kaupf. Skag-
firðinga, Stjörnuapótek Akureyri,
Hilma Húsavík, Vestmannaeyja-
apótek, Laugarnesapótek, Snyrti-
vöruverslunin Glæsibæ.
Einnig fæst ALOE VERA
sjampó fyrir hár og húð,
lotion, krem, varasalvar 2
gerðir, sólkrem, fljótandi sápa
með pumpu. *Creme Xtreme*
dag og næturkrem.
Lotion, 500 ml brúsi með
pumpu.
NYTT-NÝTT
deodorant krem
deodorant spray
Bankastræti 3, sími 551 3635.
Póstkröfusendum