Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hombach verður Balk- anskagaerindreki ESB Hatrömm deila í Frakklandi um val fegurðardrottningar Hattar og bikiní sögð til marks um svindl HATRAMMRI deilu um val feg- urðardrottningar Frakklands lauk í gær, þegar dómari í París úrskurðaði að ungfrú Frakkland, Mareva Galenter, héldi titlinum, þrátt fyrir háværar ásakanir um að maðkur hefði verið í mysunni við kjör hennar. Hópur sem nefnir sig Þjóðar- samtök um gagnsæi við kjör ung- frúr Frakklands (ANTEN) hefur farið fyrir herferð um allt landið gegn Galenter, sem var kjörin fegurðardrottning Frakklands í desember á síðasta ári sem full- trúi Tahiti. Um tólf milljónir manna fylgdust með beinni sjón- varpsútsendingu frá keppninni, og í símakjöri áhorfenda var fúll- trúi Berry-héraðs í mið-Frakk- landi, Amelie Rudler, hlut- skörpust. Tíu manna dómnefnd keppninnar, sem hafði tvöfalt meira vægi en áhorfendur, valdi hins vegar Galenter. Síðar kom í ljós að amma feg- urðardrottningarinnar hefur búið til hatta fyrir einn af skipuleggj- endum keppninnar, Genevieve de Fontenay, og ein af keppendunum setti í kjölfarið fram ásakanir um að úrslit hefðu verið ákveðin fyrir- fram. Um þetta skapaðist hatrömm deila í Frakklandi, einkum eftir að æsifréttablöð höfðu komist á snoðir um að formaður dóm- nefndarinnar, söngvarinn kunni Sacha Distel, væri tengdur Ga- lenter í gegnum Qarskyldan ætt- ingja á Tahiti. ANTEN-hópurinn fór fremstur í flokki gagnrýnenda Reuters UNGFRÚ Frakkland, Mareva Galenter, veifar til áhorfenda eftir að hún var krýnd í des- ember á siðasta ári. og fullyrti að ungfrú Tahiti hefði náð óeðlilegu forskoti á hina keppendurna með því að sitja fyr- ir í bikiníi á mynd sem birtist í víðlesnum sjónvarpsvísi. I keppn- inni sjálfri máttu keppendur að- eins koma fram í sundbol. Skipuleggjendur keppninnar vísuðu öllum ásökunum um svindl á bug, og fullyrtu að gagnrýnend- ur væru drifnir áfram af öfund. Genevieve de Fontenay þvertók fyrir að hattar ömmunnar hefðu gert útslagið um sigur Galenter, og ýjaði að því að faðir stúlku sem hafnað var um þátttöku í keppn- inni hefði komið mótmælunum af stað. Rio de Janciro, Bonn. Reuters. LEIÐTOGAR Evrópusam- bandsins (ESB), staddir á fundi með leiðtogum Rómönsku Amer- íku í Rio de Jan- eiro í Brasilíu, komust undir miðnætti í fyrra- kvöld að sam- komulagi um að útnefna Þjóðverjann Bodo Hombach sérlegan erindreka sambandsins í málefnum Balkanskaga, en verkefni hans mun fyrst og fremst verða að stýra gerð stöðugleikasáttmála fyrir þennan stríðshrjáða hluta álfunnar. Slíkur stöðugleikasáttmáli er STJÓRNMÁLAMAÐUR sem held- ur framhjá eiginkonu sinni, hljóðrit- uð símtöl, málshöfðun konu að nafni Jones og óháður saksóknari sem sést ekki fyrir. Þetta hljómar svo sannarlega kunnuglega, en hér er þó ekki átt við Lewinsky-málið og Bill Clinton, ’neldur er um að ræða Henry Cisneros, fyrrverandi hús- næðisráðherra Bandaríkjanna. Cisneros þarf ekki að óttast ákæru til embættismissis, en hann á hins vegar yfir höfði sér allt að 90 ára fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í yfir- heyrslum um hjákonu sína. Henry Cisneros gegndi embætti borgarstjóra í San Antonio í Texas árið 1988, þegar hann viðurkenndi að orðrómur um að hann hefði hald- ið framhjá eiginkonu sinni væri sannur. Ástkona hans var Linda Jo- nes, sem hafði stjórnað fjáröflun fyrir kosningabaráttu hans. „Ég er ekki gerður úr plasti og vírum, held- ur blóði, holdi og tilfinningum,“ sagði Cisneros við fréttamenn. Öld- umar lægði eftir að borgarstjórinn hafði gert hreint fyrir sínum dyrum, og svo virtist sem Cisneros hefði sloppið vel. En til allrar óhamingju fyrir hann reyndist svo ekki vera. I september næstkomandi, rúm- um ellefu árum síðar, mun Cisneros koma fyrir rétt, sakaður um sam- særi, ljúgvitni, yfirhylmingu og hindrun réttvísinnar. Snýst málið um peningagreiðslur til fyrrverandi ástkonu hans, sem hann sagði ósatt til um í reglubundnum yfirheyrslum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) þegar hann var skipaður í ráðherraembætti. Cisneros viður- kenndi reyndar að hafa gefið Jones peninga, en laug til um upphæðina og hvatti hana til að segja einnig ósatt. „Verst geymda leyndarmálið í San Antonio" Margir íbúa San Antonio áttu von á að ferill borgarstjórans væri á enda þegar orðrómur tók að kvisast út um framhjáhald hans árið 1988. Um eins árs skeið var sambandið nefnt „verst geymda leyndarmálið í San Antonio", og Cisnero var heldur ekkert að leyna tilfinningum sínum. Hann hélt jafnvel lokaða fundi með ritstjórum tveggja stærstu dagblað- anna í borginni, þar sem hann sagði þeim frá angist sinni og samvisku- biti vegna framhjáhaldsins. Hann trúði þeim fyrir því að erfiðleikar hefðu verið í hjónabandi hans, en Jones hefði fært honum hamingju og gleði á ný. hugmynd Þjóðverja og hefur að markmiði að styrkja lýðræði og ör- yggi í löndum Balkanskagans, að vissu marki með Marshall-áætlun- ina að fyrirmynd, sem hjálpaði Þýzkalandi og fleiri löndum Évrópu úr rústum síðari heimsstyrjaldar. Ennfremur ákváðu leiðtogarnir að útnefna Austurríkismanninn Wolf- gang Petritsch sérlegan erindreka alþjóðasamfélagsins í Bosníu. Schröder skiptir um „hægpá hönd“ Hombach hefur frá því Gerhard Schröder tók við kanzlaraembættinu í Þýzkalandi sl. haust gegnt stöðu yfir- manns kanzlaraskrifstofunnar, en sá sem gegnir þeirri stöðu er jafnan Henry Cisneros Samband Cisneros við ljóshærðu samkvæmisgyðjuna Lindu Jones olli nokkru írafári, einkum meðal kaþ- ólskra stuðningsmanna hans af mexíkönskum ættum, sem voru hneykslaðir á því að hann sviki eig- inkonu sína, Mary Alice, sem er af suður-amerísku bergi brotin og afar trúrækin. En Cisneros hlýddi hjarta sínu, hætti afskiptum af stjórnmál- um í San Antonio og hóf sambúð með Jones. Sambandi þeirra lauk ári síðar, þegar Cisnero ákvað að snúa aftur til eiginkonu sinnar. Hjónin eiga son, nefndan í höfuðið á páfanum, John Paul, sem fæddist með hjartagalla og þurfti á mikilli umönnun að halda. Samviskan nag- aði Cisnero svo mjög að hann áttaði sig á því að hann gæti ekki snúið baki við fjölskyldu sinni. Yfirgefín ástkona í hefndarhug Jones stóð eftir atvinnulaus, slypp og snauð, og fullyrti að enginn vildi ráða hana í vinnu eftir að samband hennar við borgarstjórann varð op- inbert. Cisneros samþykkti að veita henni lífeyri þangað til dóttir hennar útskrifaðist úr menntaskóla. Jones heldur því fram að hann hafí heitið henni 4.000 dollurum (um 300.000 ísl. kr.) á mánuði. Henni bárust greiðslur í hverjum mánuði fyrsta árið sem Cisnero gegndi embætti húsnæðisráðherra, en haustið 1993 hætti hann að leggja fé inn á reikn- ing hennar. Ráðherrann, sem þurfti að sjá fyrir tveimur dætrum í menntaskóla og syni sem þurfti á mikilli læknishjálp að halda, hafði ekki efni á að halda Jones uppi líka. En Linda Jones hafði notað pen- ingana til að kaupa sér hús í Lubbock í Texas, og þegar greiðsl- nánasti samstarfsmaður kanzlarans. Hombach, sem er lýst sem SPD- manni af gamla skólanum, hafði m.a. verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sinnt sem skyldi því hlutverki sínu að miðla málum milli stjórnarflokkanna, jafnaðarmannaflokksins SPD og Græningja, né heldur samskiptum kanzlaraembættisins og þingsins. Að Schröder skyldi tilnefna hann í Balkanskagaembættið þótti til marks um að kanzlaranum hafi þótt tíma- bært að „skipta um hægri hönd“, m.a. vegna þessarar gagnrýni. Búizt er við að Frank-Walter Steinmeier, staðgengill Hombachs sem yfirmanns kanzlaraski’ifstof- unnar, verði skipaður eftirmaður hans. urnar frá Cisneros hættu að berast gat hún ekki lengur staðið skil á af- borgunum. Hún greip til þess ráðs í júh' 1994 að kæra fyrrverandi ást- mann sinn fyrir samningsrof, og seldi slúðurþætti í sjónvarpi frásögn sína fyrir 15 þúsund dollara. Hún gerði einnig opinberar upptökur af símtölum þeirra skötuhjúa, þar sem fram kom að Cisneros hafði hvatt hana til að segja FBI-mönnum að greiðslumar hefðu verið lægri en þær raunverulega voru. Jones spurði hverju þetta sætti, og hann svaraði því að í FBI væri allt mor- andi af teprulegum mormónum og sögusmettum, sem væru uppteknir af því að þefa uppi kynlífshneyksli. Cisneros fyrir rétt og Jones í fangelsi Cisneros fullyrti við hinar reglu- bundnu yfirheyrslur FBI að greiðsl- urnar til Jones hefðu aldrei farið yf- ir 10 þúsund dollara á ári (740.000 ísl. kr.), en raunin var sú að greiðsl- urnar voru allt að 30 þúsund dollur- um hærri. Hann gaf síðar þá skýr- ingu á lygunum að hann hefði ekki viljað valda eiginkonu sinni frekari sálarkvölum, og að hann hefði óttast að þessi háa upphæð vekti óþægileg- ar spurningar. Með þessu kom Cisneros sér í veruleg vandræði sem hann hefði getað komist hjá. Það var ekkert ólöglegt við greiðslurnar sjálfar, en þegar hann laug til um þær í yfir- heyrslum FBI gerði hann sig sekan um glæp. Þegar málið komst í hámæli vegna frásagnar Jones var skipaður óháður saksóknari, eins og Kenneth Starr í Lewinsky-málinu, til að rannsaka Cisneros, sem ákvað í kjölfarið að sækjast ekki eftir ráðherraembætti næsta kjörtímabil. Þrjátíu manns unnu í fullu starfi við rannsóknina, sem tók þijú ár og kostaði 9 milljónir dollara (um 650 milljónir ísl. kr.), og leiddi loks til ákæru á hendur Cisner- os. Verði hann fundinn sekur í réttar- höldunum sem hefjast í september, gæti hann átt yfir höfði sér allt að 90 ára fangelsi. En sagan endaði líka illa fyrir Lindu Jones. Hún var sjálf ákærð fyrir að bera ljúgvitni í yfirheyrslum FBI, meðal annars fyrir að hafa ekki viðurkennt að upptökurnar sem hún afhenti þeim væru klipptar til, í þeim tilgangi að láta hana sjálfa koma betur út. Hún játaði sig seka um svik, samsæri, peningaþvætti og hindrun réttvísinnar, og afplánar nú þriggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þingeyri við Dýrafjörð er einstaklega fallegt sjávarkauptún á Vestfjörðum, með ríka menningarlega hefð og langa sögu. Þar bjuggu alþýðlegir höfðingjar, aristókratar og þótti höföingsbragur þar meira áberandi en víða annars staðar. Enn er þessi andi lifandi á staðnum. Frá upphafi hafa íbúarnir lifað á því sem sjórinn hefur gefið af sér. Nú er aðal viðfangsefni dagsins hvort þeir fá að veiða sinn eigin fisk, sem syndir upp í landsteina og inn á Dýrafjörð, til vinnslu á Þingeyri eða ekki. Um það snýst framtíð Þingeyrar í augnablikinu, hvað sem öðru líður. í fjölmiöladansinum síðustu vikur hefur lítið veriö talað um hinn sögulega bakgrunn og það góða mannlíf sem enn er til staðar á Þingeyri í Dýrafirði. Vissir þú ° að Þingeyri i Dýrafirði er einn veðursælasti staður landsins og garðarnir í þorpinu einhverjir þeir fallegustu á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað? ° að nútíma íþróttaæfingar hér á landi hófust einna fyrst á Þingeyri? ° að amerískir lúðuveiðimenn, allt að 200 manns á ári, frá Gloucester í Massachusetts, höfðu aðalbækistöö á Þingeyri frá 1885-1897? 0 að þá kynntust Þingeyringar, líklega fyrstir íslendinga, gúmmístígvélum og hnefaleikum? ° að afi núverandi forseta lék á sleðabásúnu um aldamótin á Þingeyri, í hornaflokki eða „Big band“ þeirra tíma, einn sá allra fyrsti hér á landi? ° aö elsta starfandi bridgefélag Vestfjarða er staðsett á Þingeyri? ° að Þingeyringar eru miklir húmoristar? Um þetta og ótal margt fleira úr sögu Þingeyrar, sjávarþorpsins sem er nú á hvers manns vörum, getur þú lesið í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan. Hún fæst i bókabúðum um land allt og einnig beint frá forlaginu. i-----------------------------------------------------------------1 j Pöntunarlisti { Undirritaður óskar eftir að fá send eftirtalin hefti í ritröðinni Mannlíf og j j saga fyrir vestan: j □ 1. hefti □ 2. hefti \^\3. hefti Q4. hefti □ 5. hefti □ 6. hefti. j j □ Ég óska eftir áskrift j Nafn____________________________________________________________j j Heimilisfang____________________________________________________j j Verö hvers heftis er kr. 1.000, burðargjaldsfrítt. Áætlað er að tvö hefti j j komi út á ári. I_________________________________________________________________I Vestfirska foriagið, Hrafnseyri, 471 Þingeyri. Sími og fax 456 8260. Netfang: jons@snerpa.is. Fyrrverandi húsnæðisráðherra Bandaríkjanna sagði ósatt um hjákonu sína í yfírheyrslum Á yfír höfði sér allt að 90 ára fangelsi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.