Morgunblaðið - 30.06.1999, Page 26

Morgunblaðið - 30.06.1999, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur Kvæði Jóns Helgasonar • ÚR landsuðri og fleiri kvæði er eftir Jón Helgason. Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, var eitthvert dáðasta skáld tuttugustu aldar á Is- landi. Þegar bók hans, Úr landsuðri, kom fyrst úr árið 1939 varð hún í skjótri svip- an ein vin- sælasta kvæðabók sem út hefur komið hérlendis og margir eru þeir sem skipa kvæðaflokki hans, Aföng- um, á bekk með því sem best hef- ur verið ort á íslenska tungu. Jón var fæddur árið 1899 og í tiiefni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans birtast fyrri baekur í bókinni í einu safni: Úr landsuðri, Tuttugu kvæði og einu betur og Kver með útlendum kvæðum. Auk þess eru í bókinni prentuð önnur kvæði Jóns af ýmsum skeiðum ævi hans, bæði gamankveðskap- ur og frá stúdentsárunum og al- varlegri kvæði undir ævilok. Sum þeirra hafa aldrei birst fyrr á prenti. Kristján Arnason, skáld og bókmenntafræðingur, ritar eftir- mála að bókinni þar sem hann fjallar um frumsamin verk Jóns ogjjýðingar. I tengslum við bókina er gef- inn út hljómdiskur, Afangar og fleiri kvæði, þar sem Jón Helga- son les mörg af þekktustu kvæð- um sínum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 167 bls., unnin íPrent- smiðjunni Odda hf. Skrípó og Hið opinbera sáu um útlit bókar- innar og gerðu kápuna. Bókin er bók mánaðarins íjúlí og kostar þá 2.780 kr. en hækkar upp í 2.980 kr. 1. ágúst. Smásagnasam- keppni Listahá- tíðar í Reykjavík LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík efnir til smásagnasamkeppni á Listahá- tíð árið 2000 í tilefni 30 ára afmæl- is hátíðarinnar. Smásagnasam- keppnin er samstarfsverkefni Rík- isútvarpsins, Vöku-Helgafells og Listahátíðar. Verðlaun verða veitt fyrir bestu smásögurnar og mun Ríkisút- varpið í tilefni af 70 ára afmæli sínu greiða verðlaunahöfum kr. 200.000 í 1. verðlaun, 100.000 í 2. verðlaun og kr. 50.000 í 3. verð- laun. Bókaforlagið Vaka-Helgafell mun síðar gefa verðlaunasögurn- ar út á bók ásamt sjö sögum úr keppninni til viðbótar og annast greiðslur höfundarlauna, skv. taxta Rithöfundasambands ís- lands. Jafnframt verða smásög- urnar 10, sem bestar þykja, lesn- ar í útvarpi. Dómnefnd velur smásögurnar og þar af þrjár til verðlauna. I dómnefnd sitja Þorsteinn Þor- steinsson íyrir hönd Rithöfunda- sambandsins, Bergljót Kristjáns- dóttir fyrir hönd Bókmenntafræði- stofnunar Háskóla Islands og Sveinn Einarsson fyrir hönd Listahátíðar í Reykjavík. Skilafrestur til að senda inn smásögur er 15. október 1999. Listahátíð í Reykjavík efndi síð- ast til smásagnasamkeppni árið 1986 og bárust 370 sö'gur í keppn- ina þá. Efnt var til ljóðasamkeppni árið 1996 og gefín út ljóðabók með völdum ljóðum. A Island með annarra augum MYNPLIST Anddyri Norræna hússins L.KÍSM VMMi: 7 SÆNSKIR I.KÍSM VMmSAIt Tii 11. júlí. Opið mánudaga til iaugardaga frá kl. 9-18, og sunnudaga frá ki. 12-18. ANDDYRI Norræna hússins hýsir nú ljósmyndasýningu sjö ungra Svía frá Norræna ljós- myndaskólanum á Biskops Ainö, en eins og kunnugt er Arnarey biskupsins lítill og undurfagur hólmi í Málaren, um sextíu og fímm kílómetra vestur af Stokk- hólmi. I tengslum við lokaverkefni sín við skólann bauðst fjórtán nem- endum skólans að hverfa til mun stærri eyjar í miðju Norður-Atl- anshafi og spreyta sig á ýmsu myndefni tengdu heimildargerð. Því verða sýningar Svíanna tvær talsins og hefst sýning síðari sjömenninganna 12. júlí; daginn eftir að fyrri sýningunni lýkur. Það er ekki á hverjum degi að íslendingar fá tækifæri til að sjá landið sitt, íbúa þess og umhverfi með augum gestsins. Slíkt er þó af- ar hollt því með þeim hætti fá menn ferska sýn á ýmislegt sem ef til vill lá ekki í augum uppi þótt það væri beint fyrir framan nefið á þeim. Til dæmis eru ljósmyndir Henry Lundholm af íslensku mót- orhjólagengi og svarthvítar tökur Önnu Ericsson af gestum Grand Rock frábært innlegg í félagslega listsköpun, en skrásetning af slík- um toga er sjaldgæf hér, ef til vill vegna nálægðar okkar við íslenskt samfélag. Það er mun auðveldara fyrir utanaðkomandi fólk að gera sér mat úr félagslegum sérkennum sem mæta því á framandi slóðum en hinum sem lifa og hrærast í námunda við þau. Talað er um að glöggt sé gests auga. Sundlaugamyndir Paul Marshall eru náskyldar áðumefndum flokk- um. Munurinn er eingöngu sá að sundlaugar og heitir pottar eru við- urkenndur þáttur í íslenskri menn- ingu; eins konar jákvæð ímynd EIN af ljósmyndunum á sýningunni „Isiand" í anddyri Norræna hússins. Dýrin elska og drepa andspænis fremur neikvæðri ásýnd rokkara og mótorhjólatöffara. Bal- lettdansarar og leikarar í ljós- myndum Lindu Jakobsson og myndir úr kaþólska skólanum eftir Piu Molin gefa ákveðna hugmynd um þann margbreytileik sem smám saman er að taka við af ein- hæfu þjóðlífi fyrri tíðar, og bland- aðar myndir Irene Jakobsson og merkilegar nomarmyndir Önnu Ivarsson eru verðugar tilraunir til að skyggnast undir yfirborð hins augljósa. Dóttir mánans, eins og óvenju- leg myndröð Ivarsson nefnist - byggð á býsna mögnuðu, sam- nefndu nornakvæði - varpar fram enn einum ónumdum möguleika ljósmyndalistarinnar, þeim sem lýtur að frásögninni. Ölíkt hefð- bundnari miðlum, sem sitja svo fastir í hinu formræna farvatni, gefur ljósmyndatæknin mönnum tækifæri til að segja frá án þess að sú frásögn geti með nokkm móti talist bókmenntaleg. Vonandi verður þessi látlausa en athyglis- verða sýning sjömenninganna sænsku, frá Norræna ljósmynda- skólanum á Biskops Arnö, til að stappa stálinu í unga íslenska ljós- myndara. Halldór Björn Runólfsson KVIKMYJYPIR Háskólabfó PERDITA DURANGO ★★ Leikstjóri: Álex de la Iglesia. Hand- rit: Barry Gifford og Jorge Gu- erricaechevarría. Aðalhlutverk: Rosie Perez, Javier Bardem, Harley Cross, Aimee Graham og James Gandolfini. Sogepaq 1997. SPÁNVERJINN vill gera kvik- mynd fyrir stærri markað en heimalandið, og hvað er þá betur til fundið en að gera mynd á landa- mæmm Mexíkó og Bandaríkjanna á spænskuskotinni ensku? Álex de la Iglesia fær tvær ansi skærar spænskumælandi kvik- myndastjömur til að mynda parið með dýrseðlið; Perditu og Romeó, sem telja það best í lífinu að ríða og drepa. Hinn dagfarsprúði spánski leikari Javier Bardem er gjörsam- lega óþekkjanlegur í hlutverki Ró- meós. Og helvíti magnaður líka. Hin skemmtilega vúlgar Rosie Perez er fullkomin í hlutverki Perditu. Aimee Graham og Harley Cross em líka sannfærandi í hlutverki hins unga bandaríska smáborgarapars sem dýrin tvö ræna og hrella á margan misógeðslegan hátt. Löggan sem vill svo hafa uppi á öllu saman er leikin af honum stórgóða, alveg þmsugóða James Gandolfini, sem er alltaf pott- þéttur í þeim smá- og millistóru hlutverkum sem hann fær. Annars byggir myndin aðallega á kaldhæðnum harðhausahúmor; galdrar, ríðingar, byssukúlur, brjóst og blóð. Er enginn búinn að fá leiða á þessu? Galdramir og svarta hliðin á Mexíkó er reyndar ný hlið á mál- inu, en þá hefði mátt líka gera eitt- hvað sannfærandi og frumlegt úr því, en það heppnast ekki. Hvemig á svo sem Spánverji að kunna skil á þessari menningu þótt hann tali sama tungumál? Söguþráðurinn er nánast enginn; hálfgerður fyrirslátt- ur fyrir persónumar til að vera til. Þær em skemmtilegar en endur- taka sig fullmikið og ekkert gerist hjá þeim fyrr en í blálokin og því er myndin fulllangdregin. Enn ein myndin í bíó sem segir manni ekkert, en sem má hafa sæmilega gaman af. Hildur Loftsdóttir Álitleg handrit en engin verðlaun BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness, sem Vaka- Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða ekki veitt í ár. Dómnefnd hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra handrita er send vom til keppni verð- skuldaði að hljóta verðlaunin. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og var skilafrestur til 1. maí 1999. Alls bámst um tveir tugir handrita í keppnina. Þau vom merkt dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja með í lokuðu umslagi. Formaður dómnefndar var Pétur Már Ólafsson bókmenntafræðing- ur og útgáfustjóri Vöku- Helgafells, en með honum í nefndinni vora Guðrún Nor- dal bókmenntafræðingur og Þorleifur Hauksson íslensku- fræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá dómnefnd vom nokkur handritanna mjög álitleg en herslumuninn vantaði til að þau gætu hlotið verðlaunin. Frestur til að skila inn hand- ritum næsta árs er til 1. maí árið 2000. Sex í sveit á Suður- og Austurlandi GAMANLEIKURINN Sex í sveit verður sýndur í Þing- borg í Ölfusi í kvöld, miðviku- dag, í Sindrabæ á Höfn á fimmtudag og í Egilsbúð, Neskaupsstað, föstudaginn 2. júlí. Með þessum sýningum er leikferðinni með um landið lokið. Leikendur em Bjöm Ingi Hilmarsson, Edda Björgvins- dóttir, Ellert A. Ingimundar- son, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Tímarit • ICELAND Revicw, annað tölublað 1999, er komið út. Þetta blað markar ákveðin tímamót í sögu útgáfunnar því aldrei hefur stærra tölu- blað litið dagsins ljós frá því Iceland Review hóf göngu sína fyrir 37 ámm. Meðal greina í blaðinu má nefna grein Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra Islands í Bandaríkjunum, The „Raison d’ ~ etre“ of Iceland- ers - The First 1.000 Years (bls. 28), þar sem hann rekur á sinn hátt sögu þjóðarinnar frá landnámi til okkar daga. Einnig er vert að benda á innlegg Páls Stefánssonar, ljósmyndara Iceland Review, í umræðuna um nýtingu há- lendisins. En í grein sinni „The River Runs Free“ (bls. 16), fjallar hann í máli og myndum um Jökulsá á Brú og nágrenni. Að lokum má nefna vegleg- an blaðauka um Reykjavík og stofnanir borgarinnar (bls. 87), þar sem sérstök áhersla er lögð á hvað liggur að baki því að höfuðborgin er ein af níu menningarborgum Evr- ópu árið 2000. Iceland Review kemur út fjórum sinnum á ári og hefur áskrifendur í yfir 100 lönd- um. Ritstjóri er Jón Kaldal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.