Morgunblaðið - 30.06.1999, Page 36

Morgunblaðið - 30.06.1999, Page 36
£6 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Mýs eða menn Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. • • Eftir Hávar Sigurjónsson 011 óskum við þess að börnin okkar verði að heiðarlegum, réttsýn- um og sanngjömum manneskjum. Við kennum þeim góða siði og venjur með því að segja þeim til og sýn- um svo væntanlega sjálf gott for- dæmi með okkar eigin hegðun. Við reynum að vernda börnin okkar fyrir því að verða vitni að vonsku heimsins of snemma. Það getur reynst erfitt og krefst vak- andi auga því keppt er um at- hygli barnanna og ekki er allt jafngott sem fyrir þeim er haft. VIBHARP ^ið kennum Viununr börnunum bænir og segj- um þeim frá Guði 1 himnin- um og þótt trú okkar allra sé ekki byggð á bjargi þá er boð- skapurinn fallegur og gefur hugsuninni hreinan svip svona rétt undir svefninn. Við lesum mildar sögur fyrir börnin og höldum að þeim fallegu lestrar- efni til að búa þau undir lífið á heilbrigðan hátt. Ein vinsælasta sagan síðustu fjörutíu árin eða svo er Dýrin í Hálsaskógi. „Lilli klifurmús og Marteinn skógarmús börðu að dyrum og gengu inn. Og þarna sat Bangsapabbi, stór og digur í ruggustólnum sínum. „Góðan daginn, Bangsapabbi," sögðu Lilli klifurmús og Mar- teinn. Bangsapabbi leit undrandi í kringum sig áður en hann kom auga á þá félaga. „Góðan dag, góðan dag, eruð þið þarna komnir?" „Já, við erum komnir,“ sagði Lilli. „Okkur langar að tala við þig um dálítið," sagði Marteinn. „Það gleður mig,“ sagði Bangsapabbi. „Og hvað er það?“ „Marteinn á erindi við þig,“ sagði Lilli klifurmús. „Eg hef komist að raun um það,“ sagði Marteinn, „að hér í þessum ágæta skógi ætti dýrunum ekki að leyfast að éta hvert annað.“ „Gera þau það?“ spurði Bangsapabbi. „Já,“ sagði Marteinn. „Og refur- inn er verstur." „Æ - já, það hefur löngum verið svo,“ sagði Bangsapabbi. „Hann étur alla sem á vegi hans verða,“ sagði Marteinn. „Ef þessu heldur áfram verður ekki ein einasta mús eftir í skóginum innan skamms." „Það væri afleitt," sagði Bangsapabbi. „Það væri alveg afleitt," sagði Lilli. „En ykkur hefur hann ekki étið,“ sagði Bangsapabbi. „Nei, ekki okkur,“ sagði Lilli klifurmús, „en refur át afa minn og líka frænda minn sem hét Jens.“ „Og Jóhanna frænka mín varð uglu að bráð,“ sagði Marteinn. „Og í gær var Patti broddgöltur nærri búinn að éta ömmu mína.“ „Ljótt er að heyra,“ sagði Bangsapabbi. „En þannig er þetta,“ sagði Mar- teinn. „Lítilli mús er varla óhætt að fara til bakarans eftir brauði án þess að eiga það á hættu að verða étin á leiðinni.“ „Við verðum að ráða bót á þessu,“ sagði Bangsapabbi og stóð upp af stólnum. „Já, það finnst mér,“ sagði Lilli klifurmús. Og Marteinn sagði hreykinn: „Við Lilli erum búnir að semja lög.“ „Já,“ sagði Lilli. „Já, og samkvæmt þeim lögum ætti öllum að vera óhætt hérna í skóginum," sagði Marteinn. „Mér lízt vel á það,“ sagði Bangsapabbi. „Seztu hérna, Marteinn skógarmús, og lofaðu mér að heyra lögin.“ ...Og Marteinn tók miðann upp úr vestisvasanum og las hátt svo bæði refurinn og broddgölturinn og öll dýrin gætu heyrt: „Lög handa dýrunum í Hálsa- skógi: 1. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. 2. Ekkert dýr má éta annað dýr. 3. Sá sem er latur og nennir ekki að afla sér matar, má ekki taka mat frá öðrum.“ „En það er ekki bannað að þiggja mat,“ sagði Lilli klifur- mús. „Það er annað mál,“ sagði Bangsapabbi. Þetta voru lögin,“ sagði Mar- teinn.“ Og rétt eins og í alvöru lög- fræði snýst svo framhaldið um undantekningarnar og frávikin; að þetta sé nú allt ósköp fallega hugsað og auðvitað eigi allir að vera góðir hverjir við aðra en... „Lífíð er bara ekki svona einfalt, sonur sæll, og það er nauðsyn- legt að standa á sínu og láta ekki vaða yfir sig. Berja frá sér ef nauðsyn krefur. Sumir verða undir og aðrir ofan á. Við búum nú einu sinni í samkeppnisþjóð- félagi og þetta með að taka mat frá öðrum er afstætt. Auðvitað er ljótt að stela, og það gerir maður ekki, en í heiðarlegri samkeppni geta ekki allir borið það sama úr býtum. Þá væri engin samkeppni heldur bara mélkisulegur jöfnuður og hét sósíalismi á árum áður. Það er ljótt orð sem enginn notar leng- ur án fyrirvara um sögulega merkingu." Ekki er heldur víst að Thor- björn Egner hafi ætlað sér að út- breiða sósíalisma með Dýrunum í Hálsaskógi. Lagagi-einarnar þrjár eru tilbrigði við stefið Frelsi, jafnrétti, bræðralag sem sjálfsagt er að fræða börnin á, ef þess er meðfram gætt að þau taki boðskapinn alls ekki of bók- staflega og foreldrar gæti fyllsta raunsæis í skýringunum. Boð- skapur Dýranna í Hálsaskógi er einfaldur og skýr en þó leynast á bakvið ýmsar einkennilegar for- sendur sem erfitt er að svara ef grannt er spurt. Hvers vegna má Mikki borða svínslæri en ekki mýs? Hvenær verður dýr að mat? Marteinn skógarmús sýnir kænsku í pólitík þegar hann leit- ar stuðnings þess sterkasta í skóginum sem þvingar lögin í gegn með rússneskri atkvæða- greiðslu. Ekki verður betur séð en sagan leggi blessun sína yfir einræði sem þrífst í skjóli yfir- borðs lýðræðis. Ofbeldið sem lögin hans Marteins eiga að út- rýma lifir enn í þeirri ógn sem vofir yfir þeim sem brýtur þau. Þá er bangsapabba að mæta. Öll dýrin eiga að vera vinir með góðu eða illu. Mikki refur óttast refsingu yfirvaldsins í skóginum og fer yfir í mannheima (annað land?) og stelur svínslæri. Má hann það? Ja, hérna! Mótsagn- irnar eru fjölmargar sem ekki er alltaf auðvelt að finna svörin við þegar réttlætiskenndin lýsir upp barnsandlitið í einlægri spurn. Hollvinafélag við Tækniskóla Islands MEÐ endurmennt- un, símenntun og auk- inni tæknivæðingu er nauðsynlegt að fylgj- ast vel með þeim menntunarmöguleik- um sem bjóðast hverju sinni í þjóðfé- laginu. Þegar nem- endur ljúka námi er mikilvægt að viðhalda tengslum við skólann sinn og fylgjast vel með þeim endur- menntunarmöguleik- um sem þar bjóðast. Endurmenntun er orðin mjög mikilvæg í okkar síbreytilega þjóðfélagi og er nauðsynleg til þess að viðhalda menntun, efla fagkennd og tileinka sér þær nýj- ungar sem stöðugt koma fram á sjónarsviðið. I byrjun júní var stofnað holl- vinafélag við Tækniskóla íslands sem hefur það að meginmarkmiði að efla tengsl við fyrri nemendur, fyrirtæki og velunnara skólans. Aðdraganda að stofnun hollvina- félags við Tækniskólann má rekja til nefndar sem sett var á laggirn- ar fyrir u.þ.b. ári til þess að skipu- leggja stofnun hollvinafélags við skólann. Fyrirmyndin að stofnun hollvinafélags er fengin bæði héð- an frá íslandi og útlöndum og þá einkum frá Bandaríkjunum. Grunnhugmyndin með hollvina- samtökum byggir á því að um gagnkvæma hagsmuni skólans og nemenda sé að ræða. í febrúar var þessi hugmynd kynnt þeim fagfélögum, sem tengjast Tækni- skóla Islands. Þar var þessari hugmynd afskaplega vel tekið og stofnuð undirbúningsnefnd með fulltrúum starfsfólks og nemenda ásamt eftirfarandi fulltrúum: Óla Jóni Hertervig tækni- fræðingi, fyrir hönd Tæknifræðingafélags Islands, Elísabetu Gísladóttur, iðn- rekstrarfræðingi frá Félagi rekstrar- og iðnrekstrarfræðinga, Eddu Sóley Óskars- dóttur, meinatækni frá Meinatæknafélagi Islands, Gunnhildi L. Sigurðardóttur, röntgentækni frá Röntgentæknafélagi Islands og Ragnari Gunnarssyni, fyrir hönd iðnfræðinga. Það var fyrst og fremst fyrir þeirra stuðning að hægt var að hrinda stofnun þessa Samtök Þeir nemendur sem út- skrifast frá Tækniskól- anum, segir Björg Birgisdóttir, bera orðstír skólans áfram og eru þeir eftirsóttir í íslensku atvinnulífi. félags í framkvæmd og er skólinn þeim afar þakklátur. Fjölmennt var á stofnfundinum hinn 3. júní og þar voru samþykkt lög félagsins. Samkvæmt þeim verður félaginu stjórnað af Holl- vinaráði Tækniskóla íslands sem verður skipað til eins árs. A fyrsta fundi Hollvinaráðsins, sem haldinn verður í haust, mun ráðið síðan kjósa sér formann, gjaldkera og ritara, sem mynda framkvæmda- stjórn ráðsins. I háskólum erlendis eru holl- vinafélög einn mikilvægasti þátt- urinn til að halda skrá yfir heimil- isföng fyrri nemenda, hvað þeir starfa og annað sem skiptir máli. Háskólarnir byggja mikið á eigin fjáröflun og helstu fjáröflunarleið- ir þein-a eru árgjöld, safnanir og einnig er leitað til fyrirtækja og hagsmunasamtaka o.fl. eftir styrkjum. Tækniskólinn er í sam- vinnu við mörg fyrirtæki, félög og stofnanir og á mikilvægum stund- um í sögu skólans kemur velvilji þeirra oft fram. Það eru margir aðilar sem bera hag skólans fyrir brjósti. Það er mikill styrkur að geta sóst eftir stuðningi þessara aðila við sérstök verkefni innan skólans. Ymsar hugmyndir eru um það hvað hollvinafélagið mun bjóða sínum félagsmönnum og verða hér nefndar nokkrar þeirra. Fyrst og fremst verður gefið út fréttabréf, þar sem upplýsingum verður miðl- að um starf félagsins og skólans. Skipulagðir verði endurfundir fyr- ir fyrrverandi nemendur til að hittast. Einnig væri hægt að halda stefnumót, þ.e.a.s. fundi með eldri nemendum og núverandi nemend- um. Eldri nemendur gætu gert grein fyrir nýbreytni á sínu starfs- sviði og núverandi nemendur kynnt áhugaverð verkefni sem þeir eru að vinna að. Þannig væri hægt að miðla upplýsingum um starf skólans til samfélagsins. Tækniskóli íslands er auglýstur sem fagháskóli atvinnulífsins. Með því að koma á reglulegum stefnu- mótum eins og hér var lýst væri stuðlað að því að efla tengsl skól- ans við atvinnulífið. Jafnframt hefðu núverandi nemendur mögu- leika á að tengjast fagfélögunum Björg Birgisdóttir Eiðar sem menn- ingarsetur í MEIRA en heila öld hafa Eiðar á Hér- aði verið skólastaður og helsta menntasetur Austurlands. Eiða- skóli naut þeirrar gæfu að hafa dugandi skólastjóra, sem höfðu þá hugsjón að „rækta land og lýð“. Þeir vissu að menntun er ekki aðeins fólgin í því að lesa og læra skóla- bækur, heldur er hún „alefling andans og at- höfn þörf‘, eins og Jónas segir. Eiðaskóli kom mörgum til manns, sem annars hefðu koðnað niður í fásinninu. Þetta kemur berlega fram í „Eiða- sögu“ Benedikts frá Hofteigi (1958), og „Alþýðuskólinn á Eið- um“ (1983) eftir Ármann Hall- dórsson. Eiðaskóli var formlega lagður niður vorið 1998, á áttræðisafmæli sínu. Kom það eins og reiðarslag fyrir marga, sem ekki höfðu gert sér grein fyrir hvert stefndi. Menntamálaráðherra auglýsti eft- ir tillögum um framtíðarnýtingu skólahúsanna, en líklega hefur engin þeirra þótt framkvæmanleg. Skólinn hefur því að mestu staðið ónotaður, fyrir utan hótelrekstur á sumrin. Á þessu vori hafa hins vegar gerst und- ur og stórmerki á Eiðastað, svo ótrúleg að engan hefði órað íyrir því að slíkt gæti gerst fyrir aðeins fá- einum árum. I fyrsta lagi varð skólinn at- hvarf flóttamanna- hóps frá Kosovo-hér- aði í Júgóslavíu um tveggja vikna skeið. Þarna reyndist vera ágæt aðstaða fyrir slíka neyðarhjálp og Héraðsbúar lögðust á eitt um að veita þessu fólki aðhlynningu. Um sama leyti hafði Óperu- stúdíó Austurlands, undir forustu Keith Reed, fengið þar aðstöðu til æfinga á Töfraflautunni eftir Mozart, sem leiddi til þess að ákveðið var að setja óperuna á svið í hátíðarsal skólans. Nokkrar breytingar fóru fram á salnum, til að þetta væri hægt, og eftir það rúmar salurinn um 170 manns, fyrir utan kór og hljómsveit. Margir aðkomumenn tóku þátt í flutningi óperunnar, og kom sér þá vel að nóg var húsnæði til gist- ingar og matseldar á staðnum, svo og til æfinga í litlum eða stór- um hópum. Þegar þetta er ritað hafa fjórar Menning Það er nú loks orðið al- mennt viðurkennt, seg- ir Helgi Hallgrímsson, að hvers konar menn- ingarstarfsemi er mik- ilvægur þáttur í því að viðhalda jafnvægi í byggð landsins. sýningar verið haldnar á óper- unni, „fyrir troðfullu húsi“, og komust færri að en vildu. Þessi óperuflutningur þótti takast með afbrigðum vel, enda þótt söngvar- ar væru margir nýliðar á þessum vettvangi. Það má líka kallast undur, að meirihluti aðalsöngvar- anna er búsettur á Austurlandi, en aðrir komu frá Akureyri og Reykjavík. Tuttugu manna kór var eingöngu skipaður Austfirð- ingum, en hljómsveitarmenn komu víðar að. Byggðastefna í reynd Óvíst er að menn hafi almennt gert sér grein fyrir mikilvægi þessa atburðar á Eiðum fyrir byggðastefnu í reynd. Þarna er Hallgrimsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.