Morgunblaðið - 30.06.1999, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ
# 52 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999
Dýraglens
BREF
TIL BLAÐSINS
Cpy Jf-Æ. ow/ j?
1
ANP U)HEN THE PELICAN
5EE5 A FISH,HE 5WÖOP5
POWN ONTHE UJATER AMD
6RAB5 IT„
Og þcgar pelikaninn sér fisk
Hrifsar..
steypir hann sér niður og
hrifsar hann..
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Pabbi
pabbi
Frá Ólafi H. Hannessyni:
FURÐULEGUR áróður er rekinn
á rás 1 í Ríkisútvarpinu í þættinum
„I vikulokin" sem Þorfmnur Omars-
son stjómar. Þar er stundaður
endalaust óheftur áróður gegn
virkjun vatnsfalla og uppbyggingu
atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni.
I síðasta þætti, laugardaginn 26.
júní, voru mætt umhverfisöfgasinn-
inn Kristín Halldórsdóttir og ferða-
mannaframleiðandinn Helgi Péturs-
son. Það heyrðist reyndar ákaflega
lítið eða ekld neitt í Helga þegar R-
listinn ákvað að framleiða rafmagn
á Nesjavöllum og eyðileggja það
litla sem eftir var af ægifögrum
hverum þar efst í fjallinu.
Önnur spurning til Helga: Hvort
er betra að virkja jökulár, án þess
að skemma neitt, (sbr. Þjórsá ) til
framleiðslu á hreinustu orku heims,
rafmagni og eiga ísland fyrir ís-
lendinga, eða fylla landið af milijón-
um ferðamanna, líkt og sjá má á
Spáni, Portúgal, Majorka og
Kanarí? Verðum við Islendingar þá
eins og innfæddir í þessum löndum,
þjónar, skóburstarar, uppþvottarar
eða sóparar á lágmarkslaunum?
Helsta mál Þorfinns í þessum
þáttum er verndun á eyðimörkinni
norðan Vatnajökuls eftir uppskrift
Ómars Ragnarssonar, hins frábæra
fréttamanns, sem marga skemmti-
legu delluna hefur fengið, en þessi
er sú versta og er Ómar komið með
þetta algjörlega á heiiann og nú hef-
ur þetta smitast inn í þáttinn „I
vikulokin11.
I þáttinn koma nær eingöngu
segir,
segir
vinstri sinnaðir fallistar, sem öfunda
allt og alla og umhverfisöfgamenn
af skoðanakyni Hjörleifs Guttorms-
sonar, sem tafði álverið í Straums-
vík í mörg ár með brögðum eins og
„hækkun í hafi“ og fleiri slíkum með
milljarðatapi fyrir þjóðarbúið en
fyrirskipaði Fljótsdalsvirkjun í ráð-
herratíð sinni í atkvæðaveiðum, en
þykist nú ekki kannast við neitt.
Hvers vegna er eingöngu fólk
með háskólapróf úr gáfumanna-elít-
unni nothæft í slíka þætti? Sjálf-
stæðismenn eru sjaldan kallaðir til
og eru því svo sem vanir, en hvers
vegna eru framsóknarmenn aldrei
kallaðir til. Þeir hafa þó orðið fyrir
óvæginni ganrýni eins og í síðustu
kosningum. Hvers vegna eru tals-
menn Finns eða Sivjar, sem ausin
eru dylgjum og rógi reglulega í
þessum þáttum, aldrei kallaðir til?
Finnur og Siv annast iðnaðar- og
umhverfismál fyrir hönd þess meiri-
hluta þjóðarinar sem vann sigur í
síðustu kosningum. Skipta skoðanir
þeirra engu máli?
Og ein spuming til Ómars: Hvort
er meira virði menn eða munir? Er
menningin til fyrir mennina eða
dauða hluti? Heldurðu að bóndinn
sé að hugsa um fegurð landsins
þegar hann er að bjarga sér og s£n-
um? Heldurðu að íbúar í Babylon
sem byggðu sjö borgir hverja ofan á
aðra hafa verið að hugsa um fom-
minjar? Nei, það er maðurinn sem
skiptir máli, hitt er bara aska.
ÓLAFUR H. HANNESSON,
Snælandi 4, Reykjavík.
VR greiðir dagpen-
inga í 90 daga vegna
veikinda barna
Frá Magnúsi L. Sveinssyni:
SÉRA Þórhallur Heimisson, prest-
ur í Hafnarfjarðarldrkju, skrifar
bréf í Morgunblaðið 25. júní sl., þar
sem hann bendir réttilega á, að „á
hinum íslenska vinnumarkaði hafa
foreldrar aðeins rétt á sjö daga or-
lofi vegna veikinda barna“. Séra
Þórhallur bendir á, að hjá hinum
Norðurlandaþjóðunum hafi foreldr-
ar rétt á 90-120 daga veikindafríi.
Af þessu tilefni vil ég upplýsa, að
sjúkrasjóður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur greiðir félagsmönnum
sínum dagpeninga til foreldra í allt
að 90 daga á ári, eftir að 7 daga
samningsbundinn veikindaréttur
hjá atvinnurekanda lýkur, í þeim til-
fellum er félagsmaður missir launa-
tekjur vegna veikinda bams síns,
yngri en 16 ára.
Það er Ijóst, eins og séra Þórhall-
ur bendir á, að greiðsla í sjö daga
nær ekki langt, þegar um alvarleg
veikindi er að ræða, eða þegar mörg
börn em í heimili. Foreldrar og að-
standendur bama, sem eiga við
langvarandi veikindi að stríða,
standa jafnan frammi fyrir miklum
vanda. Oftast er það svo, að þetta
unga fólk er að berjast við að eign-
ast húsnæði til að tryggja fjölskyld-
unni öryggi og er því verulega
skuldsett og báðir foreldrar verða
að vinna úti til að afla heimilinu
tekna. Við það að annað foreldri
verður að hætta að vinna úti til að
sinna veiku bami og launatekjur
falla niður, getur allur fjárhagur
heimilisins farið úr skorðum og
framtíðaráætlunum um ömggan
samastað fyrir fjölskylduna er
stefnt í hættu. Ekki þarf að lýsa
þeirri örvæntingu sem þessu fylgir
og bætist ofan á áhyggjur foreldra
af veikindum bamsins.
VR hefur markvisst verið að auka
aðstoð við félagsmenn sína sem
verða fyrir tekjumissi eða óvæntum
útgjöldum vegna veikinda eða slysa.
Greiðsla dagpeninga í 90 daga til
foreldra vegna veiks barns, er einn
liður félagsins í þeirri aðstoð.
Magnús L. Sveinsson,
formaður Verzlunarmannafélags
Reykjavikur.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.