Morgunblaðið - 30.06.1999, Side 58

Morgunblaðið - 30.06.1999, Side 58
jé8 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLADIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frumlegar bækur Tim McCarver's Launhelg- ar hafna- boltans BASEBALL for Brain Surgeons and other fans eftir Tim McCar- ver. Villard Books gefur út 1998. 330 bls. Kostaði $12,96 í Borders í New York. Hafnabolti er mestu launhelgar bandarísks íþróttalífs og er þá mörgu sérkennilegu til jafnað. Hafnaboltaleikur er með öllu óskiljanlegur fyrir þá sem sjá í fyrsta sinn, ólíkt til að mynda knattspyrnu sem menn eru fljótir að átta sig á í höfuðatriðum (þótt það hafi reyndar vafist fyrir Bandaríkjamönnum alla tíð). Hafnabolti í senn liðsíþrótt en þó keppni einstaklinga; þegar kastar- inn stendur frammi íyrir mannin- um með knatttréð snýst allt um baráttu þeirra tveggja. Hefst síð- an glíman, kastarinn reynir að koma knatttrésmanninum úr jafn- vægi en knatttrésmaðurinn að þrengja að kastaranum. Víst eru þetta mikil vísindi, og ekki lækkar flækjustigið þegar hafa þarf í huga hvað allir hinir eru að gera á vell- inum. Síðustu ár hefur hafnabolti mjög sótt í sig veðrið vestan hafs og skipar nú álíka sess og forðum þegar hann var tvímælalaust vin- /^, sælust íþrótta. Tók steininnn úr er þeir Mark McGwire og Sammy Sosa kepptust um það síðustu leiktíð hvor gæti slegið fleiri heimaskeiðshögg á leiktíðinni (McGwire náði 70 og Sosa 66, ef einhverjir skyldu ekki vita það). Kunningjar mínir vestan hafs stóðu margir á öndinni þegar þetta barst í tal undir lok leiktíð- arinnar og meira að segja lands- frægur tónlistarblaðamaður, pönk- og rokkunnandi, játaði fyr- ir mér að hann óskaði þess helst að komast oftar á völlinn. Það er reyndar mikið mál að fara á hafnaboltaleik, ekki fyrir torleiði eða aðrar ógnir, heldur vegna þess að leikur stendur að minnsta kosti í fjóra tíma og stundum lengur og oft þarf marga leiki til að skera úr um sigurvegara í keppninni sem menn kalla í lítil- læti sínu heimsmeistarakeppni vestan hafs. Þannig þurfti sjö leiki til að knýja fram úrslit fyrir tveimur árum og lokaleikurinn teygðist von úr viti og lauk svo á sekúndubroti. Tim McCarver var snjall leik- maður á sinni tíð, eins og hann minnir lesandann oft á, og lýsir nú | leikjum í sjónvarpi. Hann gefur skemmtilega innsýn í heim hafna- boltans og þau flóknu atferlisfræði sem menn verða að leggja stund á vilji þeir ná árangri í íþróttinni. Ekki er gott að lesa þessa bók samfellt, en ágætt að grípa niður í hana hér og þar. Árni Matthíasson BLAÐAMAÐURINN GABRIEL GARCIA MARQUES Færir nýj an kraft í fréttamennskuna N ÓBELS VERÐL AUN AHAFINN kólombíski Gabriel Garcia Marquez hefur ákveðið að snúa sér aftur að gömlu atvinnugrein- inni sinni, blaðamennsku. Marquez sem er 72 ára hafði lengi dreymt um að stofna eigið fréttablað fyrir Nóbelsverðlauna- féð sitt. Þegar hópur ungra rit- stjóra og blaðamanna leitaði til hans með þá hugmynd að kaupa og taka við stjórn vikulega frétta- blaðsins Cambio, sem var á mik- illi niðurleið, lét hann þvi slag standa. Hluti af fréttaliði „Blaðamennska er eina atvinnu- greinin sem mér líkar og ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem blaða- mann“ segir Marquez en hann vann fyrir sér sem blaða- og fréttamaður áður en hann skrifaði tímamótaverk sitt Hundrað ára einsemd, árið 1967. „En enginn vildi ráða mig því það hefði verið svo dýrt. Svo nú borga ég sjálfur fyrir að vera gefinn út,“ segir Marquez hlæjandi. Marquez er stjómarformaður sjö manna stjómar Cambio og stærsti hlutabréfahafi þess og er hann ekki vanur að vera í slíkri stöðu. Hann vill þó ekki vera skrifstofublók og kýs að vera á meðal blaðamann- anna. I janúar síðastliðnum fór hann sem hluti af fréttaliði blaðsins þangað sem friðarviðræður vom haldnar milli stjórnvalda og öfga- vinstrimanna. Þar starfaði hann sem óbreyttur blaðamaður og var klausum sem hann skrifaði skeytt inn í stærri fréttir blaðsins um mál- ið án þess að nafns hans væri getið. Ég er kollegi, ekki fréttaefni Mauricio Vargas sem situr í rit- sljóm blaðsins segir að einn af mestu kostum þess að hafa Marquez starfandi við blaðið sé sá að honum standa svo margar dyr opnar og að hann kunni jafn- framt að biðja um að þær verði opnaðar. Það hefur verið auðvelt að fá einkaviðtöl við æðstu ráða- menn og mikilvægustu viðskipta- jöfra landsins - en Marques við- urkennir að það fylgi því líka gallar að vera í sinni stöðu. „Mig langar að upplifa stemmninguna sem fylgir því að vera blaðamaður en ég á við vandamál að stríða,“ segir Marquez og vísar til uppnámsins sem varð þegar hann birtist í hópi blaðamanna við friðarvið- ræðumar í janúar. „Mér fannst aðrir blaðamenn koma fram við mig eins og að ég væri fréttaefni en ekki sam- starfsmaður og ég hef beðið kollega mina um að virða rétt minn til að stunda starf okk- ar.“ Varði kvenna- far Clintons Blaðið Cambio veitir Marquez tækifæri til að viðra skoðanir sínar um málefni líðandi stundar bæði í heima- landi sínu og á alþjóðavettvangi. Nokkrar af greinum hans hafa einnig verið birtar í öðmm blöðum í Suður- Ameríku og í Evrópu og hefur það átt þátt í að auka virðingu blaðsins. Sú grein hans sem hefur vakið mesta athygli hingað til og birst hvað víðast, er grein þar sem hann ver samband Clintons Bandaríkjaforseta og Monicu Lewinski en það hefur valdið suður-amerískum femínistum mikilli gremju. Hann lýsir því í greininni hvað hann hafi hrifist af Clinton þegar þeir vom saman í kvöldverðarboði í sumarhúsi Clintons á eyjunni Martha’s Vin- eyard í Bandaríkjunum. Þar þuldi Clinton meðal annars langa kafla úr skáldsögunni The Sound and the Fury eftir William Faulkner utanbókar. í greininni ræðst Marquez síð- an á það sem hann kallar óheil- brigða siðvendni í lífi Banda- ríkjamanna. „Forsetann langaði bara til þess að gera það sem venjulegir menn hafa gert á bak við konumar sínar frá upphafi heimsins. Þessi sljóvgandi hrein- trúarstefna sem ríkir í Banda- rikjunum hindraði ekki aðeins að hann gæti gert það, heldur neit- aði honum um réttinn til þess að neita því að hafa gert það. Það er eitt að ljúga og blekkja, en það er annað að fela sannleikann til að varðveita þann leyndardóm sem einkalíf mannsins er.“ Nýr kraftur og nýtt líf Síðan Marques tók við Cambio hefur orðið bylting á gengi NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN og blaðamað- urinn Gabriel Garcia Marquez var viðstaddur friðarviðræður sem haldnar vom milli stjórn- valda og öfgavinstrimanna í Kólombiu. blaðsins. Sala þess tvöfaldaðist á fyrstu vikunum og sala á auglýs- ingum fimmfaldaðist. Miguel Silva, forstjóri Semana sem er stærsta fréttablað Kólombíu og keppinautur Cambio, fagnar þátttöku Marquez í fréttablaða- bransanum og segir að hún hafí fært nýjan kraft og líf í frétta- mennskuna í Kólombíu og það komi bæði blaðamönnum og les- endum til góða. Marquez segist líta á blaða- mennsku sem ákveðna tegund rit- listar og segir lesendur vilja að blaðamaðurinn segi þeim sögu. Að hann færi þá með sér til þeirr- ar stundar og þess staðar sem um er fjallað svo að þeim finnist sem þeir hafi verið þar sjálfir. I það minnsta er Marquez mjög ánægður í nýja starfínu og segja má að hann hafi snúið sér aftur að fyrstu ástinni sinni. Hann rifjar upp kvöld eitt í janú- ar þar sem haldin var veisla til að fagna endurfæðingu Cambio. Hann var þar til miðnættis og heilsaði öllum þeim 2000 gestum sem þangað komu. Svo fór hann aftur á skrifstofuna sína og vann alla nóttina að grein um nýkjör- inn forseta Venezuela, Hugo Chavez, og rétt náði að klára hana við sólarupprás. „Það eru 40 ár síðan ég hef gert svona lagað, það var alveg dásamlegt!" Frumlegar bækur Eg vil vera hund- urinn þinn „PLEASE Kill Me - The Uncensored Oral History of Punk“, Legs McNeil og Gillian McCain. 525 bls. Abacus, London, 1997. Eymundsson, 1.975 krónur. MARQUEZ ásamt portúgalska nóbelsverðlaunahafanum Jose Saramago. HUNDAÓL um hálsinn. Pönkið. Þetta er saga þess. Þó í raun saga pönksins áður en pönkið varð pönk ... Það byrjaði og blómstr- aði í iðrum Bandaríkjanna, úr- kynjaðist fljótt og varð að ung- linga-Spice Girls-æði í Bretlandi. En hér fáum við sögu frumpönks- ins. Höfundarnir hafa safnað minningabrotum sem mynda söguna. Allir hafa frá einhverju að segja. Iggy Pop, einn hinna bandarísku upphafsmanna, minnist þess að hafa hugsað: „Fyrst þessi getur ekkert, en er samt stjarna, þá hlýt ég að geta orðið það líka.“ Allir fá tækifæri til að segja frá: grúppíurnar sem hárreittu hvor aðra, hórurnar, kynskiptingarnir og meira að segja rótararnir. Aftast í bókinni eru svo útskýringar á hver er hvað. Þessi var með þessum og þessi reyndi að drepa þennan. Flott sápuópera. En allt sannar sögur. Bókin gæti í raun verið sagnfræðibók. Nema hvað hér eru engar sögu- skýringar eða skoðanir höfunda að þvælast fyrir. Bara beinar frumheimildir. Við fáum allt eitrið beint í æð. Það er ekkert verið að fegra eða nota neitt spariorðalag. Bara fólk að segja frá lífi sínu af einskærri gleði og án eftirsjár; við vorum fífl en sjáum ekki eftir neinu. Sögurnar eru fallega krassandi. Allt svæsið og sætt. 14 ára stelpur og undirgefnir strákar. Lítil villidýr. Hávaði og meiri hávaði, hamborgarar, hakakrossar. . . leður og glimmer. Svo komu Bretarnir og stálu pönkinu - umbreyttu því og sumir segja eyðilögðu. Bylgj- an reis og bylgj- an hneig og allir fóru að deyja. En pönkið dó ekki, þótt það yrði ómerkilegt og þýðingarlítið að vera með hunda- ól um hálsinn. Pönkið lifir. í hjörtum okkar. Silja Björk Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.