Morgunblaðið - 17.07.1999, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
\
FRÉTTIR
Leiguverð á fískveiðiheimildum fslendinga í Barentshafí á þessu ári
Mun að miklu leyti
ráðast af aflabrögðum
LEIGUVERÐ á aflaheimildum sem
íslendingum er heimilt að veiða í
Barentshafi á þessu ári samkvæmt
Smugusamningnum svokallaða er
enn óljóst en það mun að mestu ráð-
ast af aflabrögðum. Ekki er heldur
ljóst hvernig viðskiptum með þann
1.669 tonna kvóta sem Islendingum
stendur til boða að kaupa af Rússum
á árinu verður háttað né hvaða verð
þarf að greiða fyrir hann.
Rússar hafa leigt Norðmönnum
þorskkvóta í Barentshafí og hafa
Norðmenn greitt að jafnaði 700-800
dollara eða um 50-60 þúsund krónur
fyrir leigu á tonni á ári. Það eru
einkum samtök útgerðarmanna í
Murmansk, Inter-Barents, sem
selja eða leigja heimildirnar í
Barentshafi og þótti viðmælendum
Morgunblaðsins líklegt að svipaður
háttur verði hafður á viðskiptunum
gagnvart íslendingum.
Alls fá 94 íslensk skip úthlutað
aflaheimildum í Barentshafi á þessu
ári, allt frá 1 tonni upp í rúm 200
tonn. Sýnt þykir að heimildirnar
verði sameinaðar á fá skip enda
borgar sig ekki að bera sig eftir að
sækja örfá tonn. Hilmar Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri kvótamiðl-
unarinnar KM-Kvóta, segir verð á
aflaheimildum í Barentshafi fyrst og
fremst ráðast af aflabrögðum. Gangi
veiðai'nar vel hækki verðið. Þangað
til sé erfitt að verðleggja heimildirn-
ar, þótt líklega verði verðið lægra en
á aflaheimildum á Islandsmiðum.
Hann segir ljóst að sameina þurfi
heimildir á tiltölulega fá skip og
bendir í því sambandi á þróunina
sem orðið hefur í rækjuveiðum Is-
lendinga á Flæmingjagrunni. „Þar
eru fá skip sem veiða kvóta Islend-
inga. Þar fer verðið á kvótanum eftir
því hvernig veiðarnar ganga. Verð á
leigukvóta á Flæmingjagrunni er nú
um 32 krónur á meðan leiguverð á
rækjukvóta á heimamiðum er aðeins
um 1 króna,“ segir Hilmar.
Kristján Þórarinsson hjá Lands-
sambandi íslenskra útvegsmanna
segir enn ekki ljóst hvernig verð-
lagningu á Smugukvótanum verði
háttað. Verðið muni ráðast af fram-
boði og eftirspurn. „Línur skýrast
væntanlega fljótlega þegar í ljós
kemur hvort eftirspurn verður eftir
kvótanum. Það er á þessu stigi ekk-
ert hægt að segja til um hvaða verð
verður á þeim kvóta sem íslending-
um stendur til boða að kaupa af
Rússum. Rússar hljóta sjálfir að
þurfa að segja til um hver selur
kvótann og þá á hvaða verði,“ segir
Kristján.
Ennþá of mikil óvissa
Eiríkur Tómasson, framkvæmda-
stjóri Þorbjamar hf. í Grindavík,
segir enga verðmyndun koma á afla-
heimildir í Barentshafi, hvorki á
kvóta íslendinga né þann kvóta sem
Rússar bjóði til kaups. „Það er of
mikil óvissa í þessu ennþá og líklega
ræðst verðið af veiðinni. Það þorir
því enginn að leigja eða kaupa heim-
ildir til sín ennþá. Menn hafa ekkert
fengið að vita um það hvaða verð
verður á heimildum Rússa né hver
mun selja þær. Það hlýtur að verða
tilkynnt um leið og samningurinn
tekur gildi.
Ágæt veiði hefur verið í Barents-
hafi í sumar samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins en veiði hefur þó
heldur dalað síðustu vikumar. Veiðin
hefur aðallega verið á „gráa svæðinu"
svokallaða, sem er smuga milli lög-
sögu Noregs og Rússlands, nokkuð
austur af Smugunni þar sem Islend-
ingar hafa hingað til stundað veiðar.
Eiríkur segir að eitt af skipum Þor-
bjamar hf. fari að öllum liidnduin á
veiðar í Barentshafinu en af því verði
varla fyrr en eftir mánaðamót.
Ókeypis tölvur
með nettenffinsru
Ekkiá
dorinni ner
á landi
EKKI mun standa til hjá íslenskum
tölvufyrirtækjum að bjóða viðskipta-
vinum sínum ókeypis tölvur kaupi
þeir áskrift að nettengingu fyrir-
tækjanna. Fregnir af slíkum tilboð-
um bárast nýverið af tölvumarkaðin-
um í Bandai'íkjunum og Bretlandi.
Síðastliðinn þriðjudag tilkynnti
bandaríska tölvufyrirtækið
Microsoft að það gæfi þeim við-
skiptavinum sínum tölvu sem sam-
þykkja að eiga netviðskipti við fyrir-
tækið í þrjú ár. Þurfa viðskiptavin-;
irnir að greiða 650 dollara fyrir þann
samning. Á fimmtudaginn bárast
síðan áþekk tíðindi frá Bretlandi er
Tiny Computers tilkynnti að við-
skiptavinir fyrirtækisins gætu nú
fengið ókeypis tölvu keyptu þeir eins
árs áskrift að nettengingu þess.
Vegna þessara frétta hafði Morg-
unblaðið samband við nokkur fyrir-
tæki á íslenskum tölvumarkaði til að
kanna hvort svipaðra tilboða væri að
vænta hér á landi. Er skemmst frá
því að segja að ekkert fyritækjanna
sagði þetta vera á döfinni hjá sér.
Morgunblaðið/Ingvar Þórðarson
Staðbundin snjókoma
á Skólavörðustíg
VETRARLEGT var um að litast
við Hegningarhúsið á Skólavörðu-
stíg á dögunum, en þar lá snjdföl
á gangstéttinni fyrir framan.
Vegfarendur ráku eðlilega upp
stór augu, enda jörð auð allt um-
hverfis og júhmánuður vart hálfn-
aður. Einkum litu erlendir ferða-
menn stórum augum á þessa stað-
bundnu snjókomu og freistuðu
þess að koma við snjóinn. Þama
var hins vegar ekki um sjaldgæft
náttúrufyrirbæri að ræða, heldur
umgjörð fyrir tökur á atriði í
kvikmyndinni 101 Reykjavík. Þar
sem sumarið stendur sem hæst
gripu kvikmyndagerðarmennirnir
til þess ráðs að setja snjólíki á
Hegningarhúsið og nágrenni.
Ekki er annað að sjá en um trú-
verðuga blekkingu sé að ræða, að
minnsta kosti virðast leikaramir
Hilmir Snær Guðnason, Victoria
Abril og Baltasar Kormákur, sem
leikstýrir jafnframt 101 Reykja-
vík, vera á rölti um Skólavörðu-
stíg að vetrarlagi á þessari ljós-
mynd.
Meðalhækkun dagvinnulauna 5,8% á fyrsta ársfjórðungi
Mest launahækkun hja
sérfræðingum, 8,1%
DAGVINNULAUN hækkuðu að
meðaltali um 5,8% á fyrsta ársfjórð-
ungi ársins miðað við sama tíma í
fyrra samkvæmt könnun Kjararann-
sóknarnefndar. Vísitala neysluverðs
hækkaði á sama tíma um 1,5% og
kaupmáttur dagvinnulauna jókst um
4,3%. Laun samkvæmt almennum
kjarasamningum hækkuðu á tímabil-
inu um 3,65%, þ.e. 1. janúar 1999.
Laun kvenna hækkuðu að meðal-
tali um 4,8% og laun karla um 6,3%.
Þá var launahækkun á tímabilinu
heldur hærri á höfuðborgarsvæðinu
eða 6,4% en á landsbyggðinni þar
sem hún var 5,3%. Minnst hækkun
er hjá skrifstofufólki, 4,4% en mest
hjá sérfræðingum, 8,1%.
Launakönnunin er samstarfsverk-
efni Kjararannsóknamefndar og
Hagstofu íslands. Fengnar era upp-
lýsingar um laun 18 ára og eldri
starfsmanna hjá fyrirtækjum þar
sem vinna tíu manns eða fleiri og
valin era af handahófi í úrtak könn-
unarinnar. Fyrirtækin í úrtakinu era
í eftirtöldum greinum: Matvæla- og
drykkjarvöruiðnaði, textíl- og fata-
iðnaði, efnaiðnaði, málmiðnaði, fram-
leiðslu samgöngutækja, byggingar-
starfsemi og mannvirkjagerð, versl-
un, samgöngum og flutningum. Nið-
urstöður könnunar um fyrsta árs-
fjórðung 1999 byggjast á upplýsing-
um um laun rúmlega 14 þúsund
starfsmanna.
Lægst laun hefur almennt verka-
fólk þar sem konur hafa að meðaltali
100.769 kr. og karlar 108.336 kr.
Þetta er eina stéttin sem ber meira
úr býtum á landsbyggðinni en höfuð-
borgarsvæðinu ásamt véla- og vél-
gæslumönnum í hópi karla. Era
Laun karla og kvenna í dagvinnu skipt eftir
starfsstéttum og svæði
Höfuðborgar-
Landið allt
. arsfjorðungur 1999 Fjöldi Meðaltal Fjöldi Meðaltal Fjöldi Meðaltal
Almennt verkafólk
-karlar 672 106.176 562 110.899 1.233 108.336
-konur 328 94.566 324 104.812 652 100.769
Véla- oq vélqæslufolk
-karlar 508 133.559 342 138.079 850 135.804
-konur 77 99.563 36 90.133 113 96.069
Sérhæft verkafolk
-karlar 191 133.580 524 112.976 721 117.651
-konur 121 97.282 683 96.246 804 96.392
Iðnaðarmenn
-karlar 390 167.784 343 159.572 733 164.513
-konur
Þjónustu-, sölu- og afgreiðslufyrirtæki
-karlar 738 167.784 315 104.088 1.053 136.837
-konur 778 97.486 695 85.933 93.382
Skrifstofufolk
-karlar 304 148.059 109 137.624 412 144.245
-konur 1.061 121.500 619 103.606 1.679 114.890
Tæknar og sermenntað starfsfólk
-karlar 326 210.515 95 183.378 421 205.415
-konur 331 158.364 84 155.158 420 155.492
Serfræðingar
-karlar 206 304.039 46 283.810 252 298.903
-konur 73 249.806 79 243.713
Meðaltal launa í dagvinnu er vegið meðaltal greidds tímakaups og fastra mánaðariauna.
meðallaun almennra verkamanna á
höfuðborgarsvæðinu rúm 106 þús-
und en nærri 111 þúsund á lands-
byggðinni og konur á höfuðborgar-
svæðinu fá 94.500 en 104.800 á lands-
byggðinni. Hæst laun bera sérfræð-
ingar úr býtum eða 243 þúsund með-
al kvenna en 298 þúsund hjá körlum.
Laun eftir starfsstéttum Greitt tímakaup Föst mánaðarlaun
á 1. ársfjórðungi 1999 Fjöldi Meðaltal Fjöldi Meðaltal
Almennt verkafólk 1.339 613 545 103.718
Véla- og vélgæslufólk 575 776 389 122.046
Sérhæft verkafólk 1.337 616 294 117.424
Iðnaðarmenn 889 868 335 185.635
Þjónustu-, söiu- og afgreiðslufyrirtæki 1.206 520 1.321 126.959
Skrifstofufólk 420 619 1.671 125.061
Tæknar og sérmenntað starfsfólk 141 807 701 191.088
Sérfræðingar 331 284.771
Meðalbreyting launa paraðs úrtaks milli 1. ársfjórð. 1998 og 1999 Meðalbr.
Almennt verkafólk 6,1%
Véla- og vélgæslufólk 6,6%
Sérhæft verkafólk 6,6%
Iðnaðarmenn 6,4%
Þjónustu-, sölu- og
afgreiðslufyrirtæki 5,7%
Skrifstofufólk 4,4%
Tæknar og sérmenntað
starfsfólk 7,1%
Sérfræðingar 8,1%
Karlar 6,3%
Konur 4.8% i
Höfuðborgarsvæðið 6,4% :
Landsbvqqðin 5.3%
Allir 5,8% :
J