Morgunblaðið - 17.07.1999, Side 18

Morgunblaðið - 17.07.1999, Side 18
18 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/HelgaHafsteinsdóttir KARL Jóh. Jóhannsson með glæsilega loftmynd af Kirkjufellinu og Grundarfirði í baksýn. A góðri stund í Grundarfirði Grundarfirði - Grundflrðingar hafa eins og mörg önnur byggð- arlög komið af stað árlegri hátið fyrir heimafólk og gesti. Hug- myndin kviknaði fyrir þremur ár- um þegar ákveðið var að halda upp á það með veglegum hætti að 100 ár voru liðin frá því að Krist- ján IX veitti Grafarnesbúum fúll verslunarréttindi. Eyrarsveit stóð fyrir fyrstu dagskránni en í fyrra og í ár standa Félagssamtökin FAG (Félags atvinnulifsins Grundarf.) fyrir henni. Karl Jóh. Jóhannsson var ráð- inn sem framkvæmdastjóri í ár og aðspurður sagði hann að dag- skráin væri fullmótuð og að hún væri að mestu leyti byggð upp eins og áður. Hátíðarhöldin hefj- ast á hádegi föstudaginn 23. júlí og lýkur með varðeldi og söng frammi á Eyrarodda seinnipart sunnudags. „Ákveðnir aðilar taka að sér að sjá um einstaka dag- skrárliði og það hefur verið mitt hlutverk að ganga frá þeim og púsla saman. Það hefur reynst auðvelt því allir eru boðnir og búnir að Ieggja sitt af mörkum," sagði Karl. Þeirri hugmynd Karls að leita til góðra manna á Siglu- firði til að koma og skemmta á hátíðinni var vel tekið og munu Siglfirðingar sjá um kvöld- skemmtun í samkomuhúsinu. Meðal dagskrárliða má nefna að á föstudegi verður málverka- sýning, reiðhjólakeppni, sjóstangaveiðimót, grillveisla, kraftakeppni í umsjón Hjalta tírsuss og Andrésar Guðmunds- sonar, strandblakkeppni og um kvöldið skemmtidagskrá og dans- Ieikur í' samkomuhúsinu. A laug- ardeginum verður um nokkrar gönguferðir að velja strax kl. 10 og á sama tíma hefst Brimborgar- mótið í golfí inni á golfvelli og svo verður kynning á haglabyssuskot- fimi á skotveiði Skotfélagsins. Eftir hádegi verður mikið um að vera á hafnarsvæðinu fyrir alla fjölskylduna m.a. leiktæki af ýms- um toga, sjávardýrasýning, dorg- veiðikeppni og sitthvað til skemmtunar. Húsdýragarður verður í miðbænum á laugardag- inn. Seinnipart dagsins verður hljómsveitin Sóldögg með fjöl- skyldudansleik og seinna um kvöldið sf órdansleik i samkomu- húsinu. Á sunnudag verður helgi- stund á Eyrbyggjuslóðum á rúst- um landnámsbæjar á Ondverðar- eyri. Þangað mættu í fyrra um 230 manns og eins og áður sagði endar samkoman með söng og gleði. Karl er bjartsýnn og segist finna fyrir miklum áhuga og til- hlökkun vegna þessarar hátíðar heima fyrir og víðar. Flestir eiga von á ættingjum og vinum. Hann á von á metþátttöku og treystir því að veðurguðirnir bregðist ekki Grundfirðingum um þessa helgi frekar en áður. AMI í Borgarnesi Keflavík vann stiga- keppnina Keflavík - Aldursflokkameistara- mót íslands í sundi fór fram í Borg- arnesi 25.-27. júní. Keppendur voru tæplega 220 frá 20 félögum, en keppnisgreinar voru 50 talsins. Stigahæstu keppendur í einstök- um aldursflokkum urðu: Birkir Már Jónsson Keflavík, í sveinafl. 1132 stig. Þóra Björg Sigurþórs- dóttir Keflavík í meyjafl. 1351 stig. Helgi Hreinn Óskarsson UMFN í drengjafl. 1416 stig. Berglind Ósk Böðvarsdóttir SH í telpnafl. 1872 stig. Jakob Jóhann Sveinsson Ægi í piltafl. 2307 stig. Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir ÍA í stúlknafl. 2307 stig. Stig voru gefin fyrir þrjár sund- greinar, reiknuð eftir alþjóðatöflu. Keflavík vann stigakeppnina í stigakeppni mótsins varð Kefla- vík efst með 1138 stig. Næstu lið urðu: SH 931, Ægir 687, KR 458, Í A 464, UMFN 453, Breiðablik 363, Armann 194, Vestri 152, Selfoss f 100 stig. Skjaldböku- busl í Klepp- járnsreykja- lauginni Borgarfírði - Aðsókn að sund- lauginni á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal hefur verið góð undanfarið, sérstaklega eftir að hlýnaði seinni hlutann í júní. Sú nýlunda, að annan hvern föstudag er sunddiskó, hefur gefíst vel og annan hvern sunnudag er farið í leiki í sundlauginni þar sem keppt er m.a. í köfun og skjaldbökubusli og veitt verðlaun fyrir þátttök- una. Sundlaugin er opin virka daga frá kl. 13-22 og um helgar kl. 10-22. it “t Morgunblaðið/pþ JÓNA E. Kristjánsdóttir sundlaugarvörður ásamt dóttur sinni Evu M. Eiríksdóttur við tvo af þremur heitum pottum sem eru við Kleppjáms- reykjasundlaugina. Morgunblaðið/Ingimundur STIGAHÆSTU einstaklingar á AMI. Frá vinstri: Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson, Þóra Björg Sigurþórsdóttir, Helgi Hreinn Óskarsson, Birgir Már Jónsson og Berglind Ósk Böðvarsdóttir. Morgunblaðið/pþ TVEIR gullmerkjahafar, Ástráður Sigursteindórsson og Jónas Guðmundsson, við athöfn í íþróttahúsinu í Vatnaskógi. Gullmerki Skógarmanna KFUM Ættarmót á Tálknafírði Borgarfirði - Við vígsluathöfnina á nýjum svefnskála í sumarbúðunum GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK f Vatnaskógi voru í samsæti í íþróttahúsinu afhent gullmerki til þriggja manna sem ötullega hafa stutt uppbyggingu sumarbúðanna áratugum saman. Ólafúr Sverrisson, formaður Skógarmanna, afhenti þeim Ástráði Sigursteindórssyni, fyrrverandi skólastjóra, Árna Sigurjónssyni og Jónasi Guðmundssyni, vélaverktaka á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, gullmerki Skógarmanna sem h'md vom á steina. Gat Ámi Siguijónsson ekki mætt við afhendinguna en Gunnar J. Gunnarsson, bróðursonur hans, tók við merkinu í staðinn. Tálknafírði - Tvö ættarmót voru haldin á Tálknafirði um liðna helgi. Annað fór fram á Suðureyri og hitt á Sveinseyri. Á Sveinseyri hittust niðjar Guð- ríðar Guðmundsdóttur og Guð- mundar Sigurðar Jónssonar og þar mættu um 160 manns. Þetta er í þriðja skipti sem niðjar hjónanna frá Sveinseyri koma saman, en íyrsta ættarmótið var haldið fyrir 20 árum. Það verður að segjast eins og er að veðrið var ekki sem best til samkomuhalds á Tálkna- firði því það var úrkoma mest allan tímann. En gestirnir létu það ekki á sig fá og fylgdu áður boðaðri dagskrá að mestu. Samkoman hófst í kirkjunni í Stóra-Laugardal, þar sem séra Karl V. Matthíasson leiddi bæna- stund og Pétur Bjamason lék á orgel kirkjunnar. Þegar komið var úr kirkjunni var gengið að minnis- varða, sem reistur var á 100 ára árstíð Guðmundar B. Sveinssonar. Minnisvarðinn stendur í trjálundi, sem Guðmundur hafði forgöngu um að gróðursetja í hlíðinni, innan og ofan við Sveinseyrarbæinn. Því næst var gengið að gamla bænum á Sveinseyri, sem á sér merka sögu. Elsti hluti hans er frá því um 1875 og yngsti hlutinn sennilega byggður um 1920 af Guðfinni Einarssyni frá Patreks- firði. Húsafriðunarsjóður hefur veitt styrk til þess að mæla og teikna upp húsið og meta ástand þess með tilliti til endurbyggingar. Eru uppi hugmyndir um að endur- byggja bæinn og koma þar fyrir munum og öðru sem varpar ljósi á sögu liðinna daga. Vegna veðurs fór mest af dag- skránni fram í íþróttahúsinu á Tálknafirði þar sem m.a. var leikið á harmoniku, sungið og dansað. Óhagstætt veður Afkomendur Jóns Johnsens og Gróu Indriðadóttur komu saman á Suðureyri. Þar mættu 177 manns og skemmtu sér hið besta. Vegna þess að veðrið var ekki hagstætt tjöldum, var gist víða um fjörðinn. Á Suðureyri var gist í Suðureyrarhúsinu, Pölluhúsi og Sjóarhúsinu, sem er gömul ver- búð og salthús. Þar voru einnig nokkur tjöld. Aðrir gistu norðan fjarðar ýmist í heimahúsum eða húsum sem ekki er búið í að stað- aldri. Á ættarmótið á Suðureyri kom fólkj m.a. frá Noregi, Bret- landi og Ástralíu. Séra Einar Eyjólfsson, frí- kirkjuprestur í Hafnarfirði, skírði tvö systkinabörn, annað frá Ástralíu og hitt frá Bretlandi, en amma þeirra, Ásdís Samúelsdóttir, er fædd og uppalin á Suðureyri. Síðast var skírt á Suðureyri fyrir 35 árum, þegar yngsta syni hjón- anna Svanborgar Guðmundsdóttur og Þórðar Jónssonar var gefið nafnið Eiríkur. Þórður og Svan- borg, sem voru síðustu ábúendur á Suðureyri, fluttu þaðan haustið 1968 til Bfldudals. Afi Jóns Johnsens var Þorleifur ríki Jónsson á Bfldudal, en hann gaf Jóni syni sínum Suðureyri í brúðargjöf. Þorleifur þessi var fyrstur Islendinga til þess að nema skipstjórn, en þá menntun sína sótti hann til Danmerkur. Ættarmótsgestir gróðursettu trjáplöntur á Suðureyri, það var sameiginleg grillveisla o.m.fl. til afþreyingar og skemmtunar. Þetta var sjötta ættarmótið þar sem niðjar Jóns og Gróu hittast, en það fyrsta var haldið 1972. Þá var ákveðið að hittast aftur að fimm árum liðnum. Það lætur nærri að íbúatala Tálknafjarðar hafí tvöfaldast þann tíma sem þessi tvö ættarmót stóðu yfir og er ekki hægt að segja annað en gestirnir hafi sett skemmtilegan svip á bæinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.