Morgunblaðið - 17.07.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
________________________________LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 49
MINNINGAR '
+ Árni Sigurjóns-
son fæddist í
Reykjavík 22. febr-
úar 1916. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 2. júlí
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hallgrímskirkju 9.
júlí.
„Fyrst vér erum um-
kringdir slíkum fjölda
votta, léttum þá af oss
allri byrði og viðloðandi
synd og þreytum þol-
góðir skeið það, sem
vér eigum framundan. Beinum sjón-
um vorum til Jesú, höfundar og full-
komnara trúarinnar." (Hebr.l2:l-
2a.).
Þessi orð Páls postula passa vel
við minningu vinar míns, Arna Sig-
urjónssonar. Það eru liðin um það
bil 15 ár síðan ég kynntist honum og
ég á eftir að sakna hans mikið. Sem
unglingur sótti ég samkomur Sam-
bands íslenskra kristniboðsfélaga,
S.I.K., á Háaleitisbraut. Það var þar
sem ég hitti hann fyrst. Hann gaf
sér oft tíma til að spjalla við mig eft-
ir samkomumar, það hafði ótrúlega
mikið að segja iýrir mig, á þeim
tíma. Ég tók fljótlega eftir hversu
rólegt lundarfar hann hafði og hve
mikill friður fylgdi honum. Hann
vitnaði um trú sína og samfélag við
Jesú Krist með framkomu sinni.
Þannig beindi hann sjónum mínum
til Jesú. Hann var trúfastur og
traustur vinur, sem gott var að tala
við.
Þegar ég var vígður til kristni-
boðs fékk ég leyfi til að velja sjálfur
einn vígsluvott. Það var ekki erfitt
val fyrir mig, Jiað kom enginn annar
til greina en Arni. Þetta var í janúar
síðastliðinn, mér er ljóst núna að
hann var þá þegar orðinn veikur, en
hann kvartaði ekki. A svipuðum
tíma og Árni hverfur sjónum okkar,
er ég einmitt að hefja störf hér í
Kenýa, eftir tungumálanám, nánar
tiltekið á sunnudag. Það er eins og
hann vildi fá að sjá mér farborða.
Það verður undarlegt að koma
heim og vita til þess að hann er ekki
þar. En ég veit að ég hitti hann aft-
ur hjá Guði. Ég er Guði þakklátur
og glaður fyrir að hafa fengið að
kynnast Árna. Blessuð sé minning
hans.
Skrifað í Limuru, Kenýa, 14. júlí
1999.
Leifur Sigurðsson.
Hann var heilshugar
í að ávinna menn í
ljóssins konungsher, í
deildarstarfinu og í
Skóginum, þar sem
starfað var meðal
drengja og unglinga og
á samkomum og sam-
verum meðal fullorð-
inna. Hann vissi að það
lá á að boðin bærust út,
hvort heldur væri með-
al yngri eða eldri. Allir
urðu að fá að heyra
fagnaðarboðskapinn
um Jesúm Krist, sátt-
arteiknið Guðs og
manna, um friðþægingarverk hans á
krossinum, vegna synda okkar
mannanna.
Vitnisburður Árna í orði var í
senn skýr og áhrifaríkur. Hann vitn-
aði einnig með söng sínum, sem
snart marga, enda hafði hann góða
og fagra söngrödd.
Þú, sem himins gæða gnótt
gjaman þráir dag og nótt,
mundu það, að hún er einmitt ætluð þér.
Jesús lifír, lausn hann er,
líf sitt gaf til hjálpar þér.
Barnarétt hann ávann þér og erfðahlut.
Verði takmark þitt og þrá
það, að dvelja Jesú hjá,
Náðarstraumar opnast yfir þér.
Eitt sem Drottinn ætlar þér
er að bera vitni sér.
Hann mun til þess veita bæði visku og náð.
(Ámi Sigurjóns.)
Hann vitnaði ekki aðeins í orði,
heldur einnig í framkomu sinni og
veru allri. Heiðríkja og birta ríkti
ávallt yfir honum. Á sinn hógværa
og kyrrláta hátt hafði Ámi áhrif á
marga til góðs. Við aðaldeildarleik-
menn KFUM vorum svo lánsamir
að njóta starfskrafta hans um langt
skeið, á margvíslegan hátt.
Sakir yfirgripsmikillar þekkingar
Árna á starfi og sögu félaganna var
honum falið í aðaldeildinni að sjá um
efnið „Fallnir stofnar", þar sem
raktir voru afmarkaðir þættir í sögu
og starfi félaganna.
Þetta fundarefni var afar vinsælt
og vel þegið, enda fundirnir ævin-
lega fjölsóttm.
Einnig lék hann undir söng í aðal-
deildinni um áratuga skeið.
Oft var leitað til Áma um leið-
beiningu og ráð og fyrirbæn. Alltaf
hafði hann tíma fyrir einstaklinginn,
hann kunni að hlusta og réð hverj-
um heilt. Þetta reyndum við í aðal-
deildarstarfinu og endranær.
Lærisveinar Drottins, merkisber-
ar krossins, erindrekar Krists, á öll-
um tímum hafa vitað, að líf okkar
manna hér á jörð er vegferð og að
sú vegferð tekur enda. Þeir hafa alla
tíð haft maririð ljóst íyrir augum sér
og sungið saman:
Til himinsala mín liggur leið,
þar ljúft er heima að búa.
Síðar segir:
Þar hitti eg vin minn, hinn hvíta Krist,
og helgan útvaldra skara.
(Fr.Fr.)
Undir þann söng tók Árni.
Þinn lýður, Kristur, lofar þig,
þín leysta brúður gleður sig
í fylgd með þér mót fegri jörð og sól.
Heilagur, heilagur, heilagur ert þú hæst
i hæð.
(Sigurbj. Einarss.)
Að leiðarlokum þakka aðaldeild-
armenn samfylgdina, stuðninginn og
samfélagið við kæran bróður, sem
nú er kominn heim til himinsala, þar
sem ljúft er að búa, og hefur heyrt
orð frelsara síns og meistara.
Gott, þú góði og trúi þjónn...
Gakk inn til fagnaðar herra þíns.
(Matt.25)
Lof sé Föðumum lesið og tjáð,
lof sé vors Herra Jesú náð,
lof Helgum Anda allan tíð,
amen, lof sé þér, Þrenning bh'ð!
(Hallgr. Pét.)
Aðaldeildarmenn þakka Guði fyr-
ir líf og starf Árna Sigurjónssonar.
Blessuð sé minning hans.
Aðaldeild KFUM.
Það er kyrrt og rótt í tjaldi, það er komin
háttatíð
og við kvöldbæn sína dvelja Skógarmenn.
Uti rignir þétt og mikið, svo að renna vötn
um hh'ð,
það er rokkið nú og dimmir betur senn.
(M.R.)
Regnið bylur á stóra, hvíta matar-
tjaldinu í Lindarrjóðri í Vatnaskógi.
Ekki grunlaust um að sumum finn-
ist orgelleikarinn spila heldur hægt.
Lagið sjálft, efni kvæðisins, náttúru-
fyrirbrigði regn með alkunnri músík
sinni á tjaldstrigann, eðlisleg rósemi
hljóðfæraleikarans ásamt ívafí trú-
arlegrar tilbeiðslu og samkenndar
við náttúruna veldur allt því, að
þéttir fingur orgelleikarans fara sér
hægt um tónborðið í þetta skiptið.
Það er ágúst 1938. Fyrsta ferð níu
ára drengs í „Skóginn“. Organist-
inn: Árni Sigurjónsson. Þetta endur-
tekur sig sumarið 1939.
Tilgangur þeirra, er að dvöl pilt-
ARNI
SIGURJÓNSSON
Til himinsala mín liggur leið,
þar ljúft er heima að búa.
(Fr.Fr.)
Þessi orð koma í hugann, þegar
aðaldeildarmenn KFUM kveðja
góðan og traustan vin, Árna Sigur-
jónsson.
I sálmi eftir sr. Friðrik Friðriks-
son segir:
Fomrar tíðar frelsismál
færir vakning ungri sál
Einn þeirra er heyrðu hið forna
frelsismál, á æskudögum, var Ái-ni
Sigurjónsson. Hann heyrði kall hins
krossfesta og upprisna frelsara,
Jesú Krists, til eftirfylgdar og þjón-
ustu í ríki hans.
Þar hafði Drottinn valið honum
hlutverk hátt, sem Árni rækti af trú-
mennsku og alúð. Hann gekk til
þeirra verka sem Drottinn hafði áð-
ur fyrirbúið, til þess að hann skyldi
leggja stund á þau.
Gilti þar einu hvort KFUM ætti í
hlut, Vatnaskógur, kristniboðið eða
Gídeon, alls staðar var sóst eftir
starfskröftum Árna.
Árni var trúr hinum lútherska arfi
hinnar íslensku þjóðkirkju, arfi í tali
og tónum, sem hann mat mikils. Alla
tíð var hann kirkjunnar maður,
hinnar kristnu kirkju, sem hvetur,
kallar og laðai- án afláts.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fagragarði 8,
Keflavík,
lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn
10. júlí.
Útförin hefur farið fram f kyrrþey.
Skjöldur Þorláksson,
Sólveig Skjaldardóttir, Rúnar Ingibergsson,
Arnar Skjaldarson, Sigríður Þormar Vigfúsdóttir,
Guðbjörg Skjaldardóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
BJÖRG GUNNARSDÓTTIR,
Sæbólsbraut 47,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðju-
daginn 20. júlí nk. kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Komdu í ljóssins konungsher,
Kristur sjálfur ljósið er.
Tignamafnið æðsta berðu eftir það.
Erindreki í Jesú stað.
(Lilja S. Kristjánsd.)
Ingvar Hólmgeirsson,
Jóhanna Ingvarsdóttir, Grétar Friðriksson,
Sigríður Ingvarsdóttir, Hermann Einarsson
og barnabörn.
anna í Skóginum stóðu, var ekki ein-
göngu rómantík útiverunnar og
tjaldbúðah'fsins, heldur annað og há-
leitara: „Það er talað hljótt við
Drottin, það er tignarmikil stund,
þegar titra hjartastrengir æsku-
manns,“ eins og síðar segir í kvæð-
inu.
Ama Sigurjónssyni var alla tíð
Ijós hver tilgangurinn var með starf-
inu í Skóginum: ,Áfram að mark-
inu“, stendur í merki Skógarmanna.
Markið var ofar og æðra öllu verald-
arvafstri: Að stilla hjartastrengi
æskumanna við fagnaðarerindi
kristinnar trúar og siðfræði. Árni
helgaði sig þessu starfi.
Vinnuflokkaferðir með Árna í
Skóginn með skipi upp á Akranes og
í, bíl þaðan í Skóginn eru ótaldar.
Ami með sínar frægu „Adda-pillur“.
Lakkríspillur í blikkdós - gleðigjafi
og geðbót óþreyjufullra ungra pilta
á leiðinni upp á Skaga - vom bragð-
góðar í munninn. Létt lund og per-
sónuleiki Árna allur var einstakt
fyrirbæri.
Á malarvellinum í Skóginum eða í
Fossvogi í Reykjavík var þessi
gamli, knái knattspyrnumaður úr
Val fremstur jafningja og sýndi svo
ekld varð um villzt, að gamlir, góðir
taktar með boltann gleymast seint.
Að loknum þeim líkamlegu átökum,
sem fótboltinn bauð upp á í Foss-
voginum, var sezt niður og „talað
hljótt við Drottin" eins og í Skógin-
um. Árni samur við sig og trúr sinni
köllun.
Auk ýmissa starfa innan KFUM
og Skógarmanna var Árni „sveitar-
stjóri“ í yngri deild félaganna og
hafði hluta Vesturbæjar Reykjavík-
ur. Ég - úi’ Austurbænum - öfund-
aði strákana af þessum vel
verkifarna dugnaðarjaxli, sem skóp
þeim ýmis föndurverk, sem margir
þeirra - nú rígfullorðnir - minnast
enn og þakka Árna fyrir.
Margt var Árna vel gefið fyrir ut-
an sjarmerandi og aðlaðandi per-
sónuleika, músíkgáfu og söngrödd.
Hann hafði fagra rithönd. Eitt sinn
á stríðsárunum var ég sendur í veð- »
deild Landsbankans í Austurstræti
að greiða niður veðdeildarlán karls
föður míns af húseign, 500. kr. Árni
var þar. Ég fékk kvittun með rit-
hönd hans. Hún er enn minnisstæð
og ljóslifandi! Ég hugsaði: Svona
eiga bankastjórar að skrifa! Læsi-
legt fornafn og föðurnafn fléttað
saman á einstaklega listrænan hátt!
Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi pró-
fessor og ráðherra, aldavinur sr.
Friðriks Friðrikssonar, sagði hann
(sr. Fr. Fr.) aldrei hafa minnzt á
trúmál við sig. Þó hefði sr. Friðrik
haft meiri áhrif á sig, sennilega bæði
kristileg og siðfræðileg, en nokkur
annar. Arni fór nokkuð svipað að og
sr. Friðrik eða eins og segir: „Sýn
mér trú þína af verkunum." Árni var
enginn „hávaða predikari". Með allri
framkomu sinni og verkum boðaði
hann raunar Guðs orð „í tíma og
ótíma“ eins og Páll postuli kvaðst
hafa gert.
Fyrir og upp úr miðri þessari öld
þóttu orð Jakobs postula: „Sýn mér
trú þína af verkunum“, ekki beinlín-
is hreinn og klár lúterskur, kristinn
rétttrúnaður - nema með vissum
skýringum - eða tilvitnun í eitt
norsku stórskáldanna: „Þar sem
góðir menn fara eru guðsvegir“.
Um Árna Sigurjónsson genginn
verður þó sannarlega sagt með all-
góðri vissu og samvizku, að þar fór
góður maður á guðsvegi, sem sýndi
heilsteypta trú sína í verki alla ævi.
Mér er þakklæti í huga fyrir
kynni mín af Árna Sigurjónssyni.
Guð blessi minningu góðs drengs.
Geir H. Þorsteinsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRANNA STEFÁNSDÓTTIR
sjúkraliði,
Klapparstíg 1,
Reykjavík,
andaðist á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur að kvöldi fimmtudagsins 15. júlí.
Rúnar Ármann Arthúrsson,
Brynja Arthúrsdóttir,
Rut Arthúrsdóttir,
Pétur Friðrik Arthúrsson,
Stefán Júlíus Arthúrsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
JENNÝ KRISTÓFERSON
frá Viborg, Danmörku,
síðast til heimilis í Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtuda-
ginn 8. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Jón Hansson, Dóra F. Axelsdóttir,
Erlendur Jónsson,
Hákon Jónsson,
Björg Jónsdóttir.
+
Ástkær dóttir mín og móðir,
ESTHER ALEXANDERSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
sem lést mánudaginn 12. júlí, verður jarð-
sungin frá Háteigskirkju mánudaginn 19. júli
kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu
minnast hennar, er vinsamlegast bent á
minningarsjóð Hjúkrunarþjónustunnar Karitas.
Alexander Stefánsson,
Margrét Alexandersdóttir.