Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 62

Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 62
62 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Handrit eru menningar- verðmæti framtíðar innar Hallgrímur Helgason skrifar kvikmynda- handrit jafnt sem skáldsögur og leikrit. Hann sagði Hildi Loftsddttur frá nýjasta hugarfóstrinu. Morgunblaðið/Golli HALLGRIMUR Helgason er að skrifa handrit um mann í konuleit. v „ÉG Á EFTIR að kyssa 37 stelpur 'áður en ég finn þá einu réttu,“ er heiti kvikmyndahandrits sem Hall- grímur er að skrifa. Nýlega fékk hann framhaldsstyrk úr Kvik- myndasjóði Islands, en í janúar hlutu tíu handrit styrk, núna fimm þeirra, og einungis tvö handrit hljóta lokastyrkinn í september. „Þetta er svona útsláttarfyrirkomu- lag ekki ósvipað og í heimsmeistar- keppninni í fótbolta,“ út skýrir skáldið. Orðinn spenntur , „Handritið fjallar um mann sem er orðinn örvæntingarfullur í leit sinni að konu. Hugmyndin kom frá Bjarna Hauki Þórssyni, Hellisbú- anum góðkunna, og ég skrifaði hana fyrst sem leikrit sem fer von- andi á fjalir innan skamms. Náung- inn fer tii spákonu sem segir hon- um að hann þekki konuna nú þegar, það eina sem hann þurfi að gera sé að kyssa hana. Svo hann verður að fara og kyssa allar konur sem hann þekkir. Annars er sagan að vissu leyti sjálfsævisöguleg. Ég er sjálfur kominn upp í 36 stelpur, þannig að maður er orðinn verulega spennt- ur.“ - Þetta er ansi langur titill. „Já, en það verður kannski hægt að stytta hann í klippiherberginu. Hann datt í mig í flugvél á leið til Gautaborgar og eins og alltaf vai-ð ég bara að skrifa hann niður. Ég tók servíettu og skrifaði þar þenn- an titil stórum stöfum. Þá fattaði ég að maðurinn við hliðina á mér var að fylgjast með mér og fannst þetta sjálfsagt heldur einkennileg yfirlýsing." - Og er þessi gæi svona andhetja eins og flestar af þínum persónum eru? „Já, hann er svona létt- ur lúser í ætt við Hlyn Bjöm í 101, en venjulegri og geðþekkari, voða góður strákur sem vinnur á aug- lýsingastofu og hlustar á George Michael.“ Verður aldrei að bíómynd „Það er voða gaman að skrifa kvikmyndahandrit; búa til sína eigin bíó- mynd, lifa og hrærast í eigin heimi í tvær vikur. En svo er hins vegar lítil hætta á að handritið verði gert að bíómynd, ekki frekar en næstum 100% allra handrita sem skrifuð eru. Bíómyndir eru frekar afskrifaðar en skrifaðar. Handritin sem allir eru að skrifa eru bara látin ganga á milli manna í bransanum. Svip- að og með handritin á söguöld. Það hafa kannski verið gerðar einhverjar myndir eftir þeim á sínum tíma, en þær eru glataðar nú, og handritin gengu bara svona manna á milli, í nokkrum eintökum, þar til þau voru loks gefin út sem bókmenntir." - Varst þú með í skrifa handritið að kvikmyndinni 101 Reykjavík? „Nei, en ég las það yfir og líst mjög vel á það. Ég hef trú á því að 101 verði frábær bíómynd. Guð blessi Ingvar og Balta. Þetta verður fyrsta íslenska talmyndin. Menn hafa svona meira verið í augnaráðs- myndum hér hingað til. Svona-mað- ur-í-fjöru-að-horfa-á-sjóinn-og-hesL ar-að-horfa-á-hann-stemmning.“ - Er handritið ólíkt bókinni? „Já, það er alveg gjörólíkt, að und- anskildum persónunum, samtölunum og plottinu að sjálfsögðu." - Hefurðu farið á tökustað? Já, ég er viðstaddur allar tökur og er alltaf með bókina með mér, tékka á öllu áður taka hefst. Ég er sérstak- lega harður við strákana á snjóvél- unum en þeim hefur samt sem áður enn ekki tekist að búa til þessa létt frostkenndu febrúar-slyddu sem er að finna á blaðsíðu 356.“ -Þannig að þú ert kannski ekki beint vinsæll á settinu? „Höfundur á tökustað er eins og amma skrattans í heimsókn í helvíti. Það eina sem hún getur sagt er „Jæja gói minn, hvernig gengur?“„ - En er þá kossamyndin fyrsta kvikmyndahandritið þitt? „Nei, ég fékk styrk 1993 til að skrifa handritið „Mestur hiti á land- inu“, æsispennandi ástartrylli með Valdimar Erni Flygenring og Beat- rice Dalle sem gerist hringinn í kringum landið. Það handrit er enn til sölu. Ég get boðið upp á „tvö fyrir eitt“ í pakka ef menn hafa áhuga.“ Spennitreyja formsins - Væri ekki auðveldara að halda sig bara við skáldsðguna? „Ja, ég held að handritin verði seinna meir tekin sem bókmennta- grein. Þó það séu ekki margir sem lesa handrit í dag, þá verða þau menningarverðmæti með tímanum sem fólk geymir í rúmbotnum næstu þúsund árin. Svo þegar Reykjavík fer undir hraun, upp úr 2.500, verða þau flutt til Los Ángeles en koma svo heim um síðir og verða geymd í Árnastofnun, þ.e.a.s. stofnun Árna Samúelssonar." - Já, já, einmitt. En er þetta grín- handrit? „Já, þetta er gamanmynd með rómantísku ívafi. Mig langaði til að vera svolítið góður núna.“ Er ekki léttara að skrifa handrit en skáldsögu? „Nei. Maður hefur bara 90 síður til umráða og getur ekki leyft sér neitt málæði, ekki frekar en gömlu handritaskrifararnir, þar sem skinn- ið var svo dýrt og framleiðandinn stóð brjálaður úti á hlaði og bölvaði hverjum kálfi sem hann þurfti að slátra. Ég trúi á spennutreyju formsins." -Hefurðu alltaf haft áhuga á að skrifa kvikmyndahandrit? „Já, ég er myndlistarmaður og rit- höfundur, og í kvikmynd kemur það tvennt saman. Spámaður sagði eitt sinn við mig hér niðri á Kaffibarnum að ég myndi fara út í kvikmyndir og ég hef alltaf reynt að hlýða spádóm- um samviskusamlega.“ -En hvers mega aðdáendur þín- ir vænta frá þér að auki? Skáldsögu? „Já, ég ráðgeri að byrja á skáld- sögu hinn 6. október nk. En ég hef helst fengið það í eyrað varðandi skáldsögurnar að það séu of mörg orð í þeim þannig að ég ákvað að ef ég byrjaði bara nógu seint á bókinni yrði hún styttri fyrir vikið. Ég byrj- aði á „101 Reykjavík" hinn 4. sept- ember á sínum tíma þannig að nú hef ég helmingi minni tíma til að klára þessa fyrir jólavertíðina. Hún ætti þá að standa í um það bil 200 síðum.“ - Um hvað fjallar bókin? „Hún verður soldið svona eins og ef Laxness hefði farið á Matrix og fílað hana og haft samband við Paul Auster og beðið hann að skrifa sig inn í söguþráðinn." Ljósmyndasýning Morgunblaðsins í Borgarnesi aBMaBi Isiaiids er það lag Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1997 og 1998. í Sparisjóði Mýrasýslu í Borgarnesi hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni. Sýningin stendur til fimmtudagsins 29. júlí og eru myndirnar á sýningunni til sölu. I 1 I |Wíir0itinMa^i& fi 7 ' ___________________ _________________________ -^:***-w nefiidnskáldsöguHallgn'ml ' gríms „Þúsund eyja sosa & í Iðno.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.