Morgunblaðið - 29.07.1999, Side 7

Morgunblaðið - 29.07.1999, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 7 auglýsing Fréttir SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann - Ármúla 18-108 Reykjavík - Sími 581 2399 - Fax 568 1552 - www.saa.is - 5. tbl. júlí 1999 - Ábm.: Theódór S. Halldórsson Páll Óskar í léttu spjalli um verslunarmannahelgina: Miklu skemmtilegra að vera ódrukkinn „Endilega larið á útihátiðir um helgina - en prófið að upplifa helgina ódrukkin og tékkið á því hvernig þið skemmtið ykkur í nærveru þeirro sem eru alveg á eyrunum. „Ég fór ekki á mína fyrstu útihátíð fyrr en 1994, en þá var ég að syngja með Milljónamæringunum vítt og breitt um landið," segir Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari og listamaður. „Mér leist bara ekkert á þessar útihá- tíðir - eða réttara sagt, hugmyndina á bak við þær. Þegar ég fór fyrsta hringinn minn með Milljónamæring- unum, þá sá ég að ég hafði ekki ver- ið að missa af miklu. Mér fannst mjög leiðinlegt að íslendingar gætu ekki skemmt sér án þess að vera haugdrukknir, því ég hef skemmt á ýmsum stöðum t.d. í Evrópu þar sem fylliríió er EKKI fókuspunkturinn, heldur það sem verið er aó fagna eða halda uppá!" Hættuleg hópdrykkja „Sko, þetta lítur bara út eins og ís- lendingar séu að sameinast um að spila út fyllibyttuna í íslensku þjóð- arsálinni. Það er engu líkara en fólk sé löngu búið að missa sjónar á upp- runalegu hugmyndinni um frídag verslunarmanna. Fólk ætlaói sér að fara út í náttúruna til að slappa af og efla fjölskyldu- og vináttutengslin en þetta er ekki hægt ef maður er lif- andi dauður af drykkju, eða dofin vegna dópneyslu! Að ég tali nú ekki um það hvað það er hættulegt að vera á hópfylliríi sem þessu." Heilinn sér sjálfur um gleði- vímuna „Maóur á auóvitað að skemmta sér, dansa, hlæja og hafa gaman af líf- inu. En málið er bara að maður get- ur það auðveldlega án utanaðkom- andi efna. Heilinn í manni er nefni- lega fullfær um að framleiða helling af adrenalíni og endorfíni sjálfur. Maður getur alveg fríkað út yfir heila helgi af sjálfsdáðum. Ef það er það sem maður vill! Öll önnur utan- aðkomandi efni sem maður notar eru stórhættuleg! Það er engin ástæða nógu góð - engin rök nógu sterk, til að nota efni sem rústa heil- anum í manni." Helgin framundan: Barnafyllerí á útihátíðum? Göngudeildarþjónusta SÁÁ býður upp á fræðs- lu fyrir almerming Upplýsingar um meðferðarúrræði, fundi og ráðgjöf er að finna á vefsetri SÁÁ www.saa.is eða í síma 581 2399 Nú er mesta ferða- og útivistar- helgi ársins að renna upp og stór hluti íslenskra fjölskyldna mun sækja samkomur viðsvegar um land í þeim tilgangi að eiga ánægjulega helgi. Einar Gylfi Jóns- son, sálfræðingur hjá SÁÁ segir að mikilvægt sé að mótshaldarar fylg- ist með því að börn undir lögaldri séu ekki ein á ferð um þessa mestu ferðahelgi ársins. „Unglingar og ungmenni á aldrinum 18 til 22 ára verða stærsti hópurinn á útihátíð- um vítt og breitt um landið. Eins og undanfarin ár verður ölvun áber- andi og eitthvað verður um ofbeldi, slys, nauðganir og fíkniefnamál," segir Einar. Ábyrgð mótshaldara „Til skamms tíma firrtu mótshaldarar sig allri ábyrgð á ásókn unglinga á hátlðir á þeirra vegum og sögðu að það væri mál foreldranna að setja börnunum sínum mörk. Sem betur fer hefur þetta breyst á undan- förnum árum. Þeir aðilar sem standa fyrir útihátíðum vita að þeir verða að axla hluta af ábyrgðinni og sumir þeirra að minnsta kosti lýsa þvi yfir að börn undir lögaldri séu ekki vel- komin nema í fylgd forráðamanna." Treystið eigin dómgreind Einar segir að I mörgum unglinga- fjölskyldum hafi undanfarna daga og vikur ríkt spenna og togstreita. „For- eldrarnir hafa sveiflast á milli þess að velja auðveldu leiðina og „treysta barninu sínu" eða að láta brjóstvitið ráða og treysta eigin dómgreind. Það er mikilvægt að foreldrum sé Ijóst að núoróið eru unglingar á grunnskólaaldri í miklum minnihluta á þessum útihátíðum sem haldnar eru um verslunarmannahelgar. Ef börnin okkar langar þessi býsn á úti- hátíð, er okkur þá nokkur vorkunn að fara með þeim?" Eitranir vegna Helsælu Sifellt algengara er nú að ungt fólk leiti sér hjálpar og meðferðar vegna neyslu á helsælu. Óskar Einarsson, sérfræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavik- ur, segir að á síðustu misserum hafi nokkrir tugir slíkra tilfella komið upp. „Þau einkenni sem fylgja e-töflum geta verið mjög alvarleg. Erlendis eru dæmi um lífshættuleg sjúkdómseinkenni, bæði andleg og líkamleg, sem fylgja þessum efnum og þekkt er að fólk hafi fyrirfarið sér í kjölfar neyslu þeirra. (rauninni er það tímaspursmál hvenær slíkir hlutir gerast hér á landi því áhrif lyfjanna eru mjög persónubundin og alls konar aukaefni er að finna í þeim. Þannig mé segja aö neysla e-taflna sé eins og að spila rúss- neska rúllettu; það er engin leið að vita hvað gerist," segir Óskar. Nánari upplýsingar um helsælu er að finna á vefsetri SÁÁ undir kaflan- um „Meðferð/Lyfjafræði vímuefna." Mjólkurgleði að Staðarfelli Bátsferðir, ratleikur, hestaferðir, skemmtiatriði, fótboltamót og flug- eldasýning verður meðal þess sem boðið verður upp á til skemmtunar á fjölbreyttri fjölskylduhátíð sem hald- in verður verður að Staðarfelli í Döl- um um helgina. SÁÁ skipuleggur há- tfðina í samvinnu við Mjólkursam- lagið í Búðardal og samtökin Dala- menn. Aðgangseyri að Mjólkurhátíðinni er stillt í hóf; aðeins kr. 3000 fyrir fullorðna. Frítt er inn fyrir 13 ára og yngri og boðið verður upp á ókeypis sætaferðir frá Síðumúla 3-5 (Reykja- vík kl. 19.00 annað kvöld. Nánari upplýsingar: www.saa.is Ny unqlinqaálma sjúkrahússins á Voqi; Mikilvægur áfangi í meðferöar- og forvarnarstarfi - segir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamólaróðherra „Forystumenn SÁÁ voru búnir að boða komu si'na til mín en ég ákvaó að snúa dæminu við og heimsækja þá á Vog því ég var forvitin að sjá hvernig framkvæmdum við göngu- deild og unglingadeild miðaði", seg- ir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra, en hún tók fyrstu skóflu- stunguna að byggingunni á liðnum vetri. í heimsókn sinni í byrjun júlí skoð- aði Ingibjörg nýju álmurnar og átti auk þess fund með framkvæmdaráði SÁÁ um starfsemi samtakanna. „Nýja unglingadeildin mun stórauka þá þjónustu sem SÁÁ býður og auk þess er nýja göngudeildin sérstak- lega mikilvæg fyrir þá sem þurfa ekki að leggjast inn. Þess utan er rekstur göngudeildar snar þáttur ( eftirmeðferð. Annars var þetta góður vinnufundur, þar sem við fórum vítt og breitt yfir málefni SÁÁ," segir Ingibjörg. Áframhaldandi sókn Ingibjörg segir að á síðasta kjörti'ma- bili hafi verið unnið mikið þróunar- starf í forvarnarmálum en enn þurfi aó gera betur, ekki síst gagnvart yngra fólki. „Við höfum meðal ann- ars átt mikió og gott samstarf við SÁÁ í þessum efnum og vonum að svo verði einnig í framtíðinni. SÁÁ hefur verið í vfðtæku forvarnarstarfi í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið um hið svokallaða sveitarfélagaverk- efni sem margir hafa komið að," segir Ingibjörg. Markvissar fjárveitingar Ríkisstjórnin mun á næstunni skipa starfshóp sem hefur það hlutverk að móta stefnu í forvarnar- og meðferðar- málum. „Starfshópurinn mun taka út á faglegan hátt það starf sem nú er unnið og leggja síðan tillögur sínar fyrir ríkisstjórnina. Markmiðió er að þeim fjármunum sem við verjum til málaflokksins sé varið með sem bestum hætti," segir Ingibjörg. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisróðherra og Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofustjóri ásamt Þórarni Tyrfingssyni formanni SÁÁ, Þráni Bertelssyni voroformonni og Arnþári Jónssyni gjaldkera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.