Morgunblaðið - 29.07.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.07.1999, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Byggðakvóti Isafjarðarbæjar Rætt við Vísi í Grindavík um nýtingu kvótans VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli Haraldar L. Líndal, ráðgjafa Isa- fjarðarbæjar, og Vísis hf. í Grinda- vík um stofnun fyrirtækis um veið- ar og vinnslu á fiski á Þingeyri. Jafnframt hefur verið rætt við fleiri aðila um að koma að því máli. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er Básafell ekki inni í þeirri mynd. Það sama mun eiga við fiskverkunina Unni ehf. á Þing- eyri. Heimildir Morgunblaðsins herma að verið sé að tala um fyrir- tæki, sem ynni úr allt að 3.000 tonnum af fiski á ári, þar með tal- inn tæplega 400 tonna hlutur Isa- fjarðarbæjar í byggðakvótanum. Hugmyndin er sú að Vísir leggi til kvóta á móti byggðakvótanum og sjái um veiðarnar og líklega vinnsl- una líka, sem verður söltun. Gert er ráð fyrir að vinnslan verði í húsakosti þeim er áður var í eigu Rauðsíðu, en Sparisjóður Bolung- arvíkur hefur nú keypt á uppboði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa stjórnendur Básafells í ísafjarðarbæ lýst áhuga sínum á því að taka þátt í nýtingu byggða- kvótans á Þingeyri og leggja á móti þær 1.200 tonna aflaheimildir, sem haldið var eftir við sölu Sléttaness- ins. Þeir munu hafa í huga bæði frystingu og söltun og telja þennan kost geta verið arðbæran. Morgunblaðið leitaði staðfest- ingar á þessum fregnum hjá Har- aldi Líndal og Pétri Pálssyni, fram- kvæmdastjóra Vísis. Þeir vildu ekkert um málið segja annað en að það væru viðræður í gangi og þær væru á viðkvæmu stigi. Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Básasfells, vildi heldur ekkert um málið segja. Utflytjendur kaupa engan fisk SAMTÖK útflytjenda á sjávar- afurðum á Indlandi hafa ákveðið að kaupa ekki fisk af útgerð og sjómönnum í 40 daga. Það er gert til að draga úr veiðum á rigningartíman- um, en þá hrygna flestar fisk- tegundir í lögsögu landsins. Þótt þetta gæti þýtt mikið framboð á innanlandsmarkað- inum og lækkandi verð þar, er gert ráð fyrir því að verulega dragi úr veiðunum. Samtökin segja að flestar útgerðir hafi ákveðið að hætta veiðum þetta tímabil. Útgerðirnar hafa hins vegar beðið stjórnvöld um að- stoð vegna þessa, ýmist í formi skattalækkana eða beinna styrkja. , Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson GRÉTAR Smári er bjartsýnn á framtíðina í síldarvinnslunni og kveðst varla hafa haft undan að framleiða að undanförnu. Sfldarvinnsla eftir 40 ára hlé Skagaströnd. Morgunblaðið. SÍLDARVINNSLA er hafin aftur á Skagaströnd eftir 40 ára hlé. Það er nýstofnað fyrirtæki, Kántrýsíld ehf., sem vinnur sfld í neytenda- pakkningar úr saltsfld. Eigandi Kántrýsfldar ehf. er Grétar Smári Hallbjörnsson og byrjaði hann vinnsluna í febrúar í smáum stfl. Nú er um tvö störf að ræða í sfldarvinnslunni hjá Kántrý- síld en fyrirtækið framleiðir 7 teg- undir af síldarvörum. Sfldinni er pakkað í neytendaumbúðir og einnig er hægt að fá sfld hjá fyrir- tækinu í stórum pakkningum ef viðskiptavinir óska þess. „Sfldin okkar hefur verið vinsæl í Kolaportinu þar sem ég sel um hverja helgi,“ sagði Grétar Smári. „Einnig hafa veitingahús eins og Perlan verslað töluvert við mig. Ég er núna fyrst í stakk búinn til að framleiða fyrir verslanir og er að byrja að koma sfldinni í dreifingu þar, þannig að þetta lítur bara vel út.“ Freri til Póllands í lengingu og vélaskipti FRYSTITOGARINN Freri RE hélt áleiðis til Póllands um helgina vegna fyrirhugaðra breytinga en skipið verður lengt og skipt verður um vél og allt sem því fylgir auk ýmissa annarra lagfæringa. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í desember og er áætlaður kostnaður um 350 milljónh- króna en nýtt millidekk verður sett niður á Islandi. „Skipið er orðið gamalt og lag- færingar nauðsynlegar," segir Hjörtur Gíslason hjá Ógurvík hf. en togarinn var smíðaður á Spáni 1973. Ný 5.000 hestafla aðalvél með við- eigandi skrúfu og stýri verður sett í skipið, það lengt um 10 metra og aðrar lagfæringar gerðar en síðan verður skrokkurinn sandblásinn. Hjörtur segir að ekki verði gerð- ar neinar sérstakar breytingar á millidekkinu nema vegna lengingar- innar og aukningar í frystigetu en rýmra verði um vinnslubúnaðinn. „Flestar nýjungar kalla á meira pláss og meiri orku,“ segir hann. Gunnar Óli Pétursson, yfirmaður vélaeftirlits, og Kristján Birgisson, yfirvélstjóri, koma til með að fylgj- ast með gangi mála í Póllandi en stefnt er að því að Freri verði kom- inn aftur á veiðar í ársbyijun 2000. ------------------- Lítil hreyfíng á mjölmörkuðum LITIL hreyfing er á heimsmarkaði með mjöl og lýsi. Helstu ástæður fyrir því eru að menn halda að sér höndum vegna óvissu með hvaða hætti Evrópusambandið kemur til með að setja reglur um leyfilegt dí- oxínmagn í dýrafóðri. Einnig hefur h'til veiði haft áhrif markaðina. on <t vejintMf Ævintýralegur bíll á ögrandi verði! Frábært vcrð fyrir ótrúlega vel útbúinn ferðabíl Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og toppgrind
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.