Morgunblaðið - 29.07.1999, Page 28

Morgunblaðið - 29.07.1999, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Sumar á Ströndum Arnessýsla Sundlauga- hopp í sveit SUNDLAUGAFERÐIR eru ein vinsælasta dægradvöl þeirra þúsunda sem ferðast um landið, ekki síst þeirra sem dvelja í sumarbústöðum. Uppsveitir Arnessýslu eru bæði eitt vinsælasta sumarbú- staðasvæði landsins og það svæði þar sem auðveldast er að komast í góða sundlaug. Hvorki fleiri né færri en 10 sundlaugar eru í héraðinu: Ljósafosslaug, Sundlaugin á Laugarvatni og gufubaðið, Sundlaugin við Geysi, Sund- laugin í Úthlíð, Sundlaugin í Reykholti, Sundlaugin í Braut- arholti Skeiðum, Sundlaugin á Flúðum, Neslaug í Árnesi, Þjórsárdalslaug og Sundlaugin í Hraunborgum í Grímsnesi. HÓPUR fólks skoðar Sagnarekann við afhjúpunina, kletturinn Kerling er í baksýn. Kerlingin afhjúpar sagnareka BRYGGJUHÁTÍÐ á Drangsnesi var haldin 17. júlí síðastliðin. Margt var um manninn á hátíðinni og fjölbreytt skemmtidagskrá allan daginn. Á hátíðinni var afhjúpaður fyrsti sagnarekinn af mörgum sem setja á upp nú í sumar á Ströndum. Á sagnarekanum er sögð sagan af tröllkerlingunni sem dagaði uppi undir klettabeltinu Malarhorni við Steingrímsfjörð og var það kerl- ingin sjálf sem afhjúpaði rekann með viðhöfn. Áður en kerlingunni var hleypt að sögðu og léku Magnús Rafnsson og Sigurður Atlason tröllasögur af Ströndum. Sagnarekinn um kerl- inguna er byrjun á enn stærra heildarverkefni, en til stendur að koma upp svipuðum sagnarekum um alla Vestfírði í framtíðinni. Da- grún Magnúsdóttir á Laugalandi við Isafjarðardjúp sér um mynd- skreytingu rekanna og Magnús Rafnsson á Bakka í Bjarnarfirði smíðar þá. Efniviðurinn sem notað- ur er í skiltin er rekaviður, sóttur stystu leið í fjöruborðið. Sögusmiðjan fer með stjórn verkefnisins en innan veggja henn- ar vinna Strandamenn og má segja að verkefnið sé al- gjörlega unnið af heimamönnum. Kerling þessi er sögð hafa verið í slag- togi við tvö önnur tröll sem ætluðu að sneiða Vestfjarða- kjálkann frá íslandi og búa til eyjar úr efninu sem til félli. Svo mikill var áhug- inn að tröllin gleymdu alveg að iylgjast með tímanum og komust ekki í skjól undan sólinni heldur döguðu uppi. Tröllin tvö sem mokuðu Breiðafjarðarmegin urðu að gi’jóti í Drangavík við Kollafjarðarnes, en kerlingin sem mokaði inn af Húnaflóanum dagaði uppi undir Malarhorni. Þeim sem hafa áhuga á að heyra meira um kerlinguna og söguna á bak við hana er bent á að sækja Drangsnes heim og skoða sagna- rekann þar. ÚR sundlauginni í Úthlíð. Gengið um verslunarmannahelgina Söguferð um Buðahraun UM verslunarmannahelgina gefst ferðamönnum tækifæri á söguferð um Búðahraun á Snæ- fellsnesi. Farnar verða tvær gönguferðir um gamlar þjóðleið- ir og vermannagötur, laugardag og sunnudag kl. 14. Um þessar götur gekk t.d. Guðríður Þorbjarnardóttir þeg- ar hún fór til skips í Hraun- hafnarósi, Björn Ásbrandsson Breiðvíkingakappi á leið til vetr- arleika og Axlar-Björn í ýmsum erindagjörðum. Hér siluðust áfram skreiðarlestir árhundruð- um saman og vermenn fóru hér um á leið í verstöðvamar undir Jökli. Klettsgatan og Jaðragatan (Jaðargatan) voru hluti af um- ferðaræðum þessa svæðis og um þær fóru þeir sem leið áttu um Útnesið. Fjölmargir sögustaðir sem getið er í Eyrbyggjasögu og sögu Bárðar Snæfellsáss eru í sjónmáli á þessari leið. Gengið verður frá Axarhólum eftir Jaðargötu (Jaðragötu), í norðvestur um Búðarhraun í átt að Hraunlöndum þangað til komið er á Klettsgötu. Þar get- ur fólk valið á milli þess að sækja bfla sína að Miðhúsum eða að ganga áfram suður eftir Klettsgötu til Búða. Gangan tek- ur 4-5 klst. fyrir þá sem ganga alla leið. Göturnar eru meitlaðar eftir umferð manna og hesta og gang- an er skemmtiganga við flestra hæfi. Ekki er þó ráðlegt að taka með ung börn sem þreytast fljótt. Sæmundur Kristjánsson frá Rifi fer fyrir göngunni og sér um leiðsögn. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir fullorðna. Þeim sem hyggjast taka þátt í gönguferðinni er bent á að hafa samband við Sæmund í síma 4366767 og fá frekari upplýsing- ar. Allir eru velkomnir og það er líka nóg að mæta bara við Axlar- hóla um kl. 14 laugardaginn 31. júlí eða sunnudaginn 1. ágúst. Franska ríkið fundið sekt um pyndingar Brussel. AP. MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu fordæmdi franska ríkið í gær vegna pyndinga sem karlmaður frá Marokkó þurfti að þola við yfir- heyrslur í gæsluvarðahaldi frönsku lögreglunnar. Er Frakkland fyrsta ríkið í Evrópusambandinu (ESB) sem fundið er sekt um pyndingar. Dómstóllinn, sem er í Strasbourg, dæmdi frönsk yfirvöld til að greiða Ahmed Selmouni, sem er af marokkósku og hollensku bergi brotinn, jafnvirði tæpra sex milljóna króna i skaðabætur. Að auki var franska ríkinu gert skylt að greiða málskostnað sem nemur um það bil 1,4 milljónum króna. „Nánast allur líkami Selmouni bar vitni um barsmíðarnai’, sem hann þurfti að þola í varðhaldinu," sagði í úrskurði dómstólsins sem studdur var læknaskýrslum. „Sækjandi þurfti að þola þarsmíðar sem teljast niðurlægjandi og svívirðilegar." Selmouni, sem er 57 ára gamall, var handtekinn af lögreglu í nóvem- ber 1991 og yfirheyrður í Bobigny, úthverfi Parísar, í tengslum við rannsókn á eiturlyfjasölu. Selmouni heldur því fram að lögreglumenn- irnir hafi nauðgað honum í varð- haldi, ítrekað sparkað í hann og barið hann með kylfu með þeim af- leiðingum að hann missti annað augað. I kjölfai’ handtökunnar fékk Selmouni 15 ára fangelsisdóm fyrir eiturlyfjasölu sem hann nú afplánar í fangelsi í Montmedy í norðurhluta Frakklands. Slök viðbrögð franska dómskerfisins í desember 1992 lagði Selmouni fram kvörtun vegna meðferðar lög- reglunnar á honum í varðhaldi og það var ekki fyrr en í mars á þessu árí sem fjórir lögreglumenn voru dæmdir í þriggja til fjögurra ára fangelsi. Eftir afplánun var dómur- inn yfir þremur þeirra mildaður í 12-15 mánaða skilorðsbundið fang- elsi, en einn þeiri’a fékk þriggja mánaða fangelsisdóm og 15 mánuði skilorðsbundna. Þá fordæmdi dómstóllinn franska ríkið einnig fyrir að hafa ekki tekið málið fyrir fyrr en raun bar vitni. Segia Falun Gong vilja ná Peking. Reuters, AFP, The Daily Telegraph. KÍNVERSKI kommúnistaflokkur- inn lýsti því yfir í vikunni að Falun Gong-söfnuðurinn væri „pólitískt afl sem berðist gegn ríkisstjórninni“. Sakaði flokkurinn Li Hongzhi, leið- toga Falun Gong, í gær um að reyna að taka völdin af ríkisstjórninni. „Li Hongzhi blekkir fólkið til að taka sig í guðatölu, sem hann og sjálfur gerir í tilraun sinni til að taka völdin af rikisstjórninni og drottna yfir heiminum,“ sagði í Dagblaði al- þýðunnar, opinberu málgagni mið- stjórnar kommúnistaflokksins. Hafa yfirvöld ekki verið jafn harð- orð í garð safnaðarins frá því að starfsemi hans var bönnuð í síðustu viku og túlka sérfræðingar yfirlýs- Framtíð Austur- völdum inguna sem svo að nær öruggt sé að frammámanna hreyfingarinnar bíði þungir fangelsisdómar. Um 5.000 meðlimir Falun Gong í Kína hafa verið handteknir frá því í síðustu viku, að því er mannrétt- indasamtök í Kína skýra frá. Yfir- völd reyna nú allt hvað þau geta til að brjóta starfsemi hreyfingarinnar á bak aftur og skýrði opinbera fréttastofan Xinhua frá því í gær að hundruð þúsunda bóka um Falun Gong hefðu verið eyðilögð, auk hljóðsnælda og myndbandsspóla. Yfirvöld í Kína segja félaga í Fa- lun Gong vera um tvær milljónir en leiðtogar hreyfingarinnar segja þá vera um milljón talsins. Tímor enn óljós Þjóðaratkvæða- greiðslu frestað á ný Jakarta. AP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hefur tekið þá ákvörðun að þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstæði Aust- ur-Timor frá Indónesíu skuli frestað á ný, að sögn Ali Alatas, ut- anríkisráðherra Indónesíu. I samtali við CNBC-sjónvarp- stöðina sagði Alatas Annan hafa lagt til að kosningamar færu fram 30. ágúst næstkomandi. Upphaflega hafði verið fyrirhugað að þær yrðu 8. ágúst en var frestað til 21. eða 22. ágúst þar sem óttast var að átök í landinu myndu koma í veg fyrir eðlilega framkvæmd. Alatas hefur mótmælt því að kosningunum verði seinkað á ný og segist hann ekki geta svarað því hvort Indónesíustjórn samþykki seinkunina. Sagði hann að Annan væri nú að vinna í því að fá sam- þykki Indónesíustjórnar og ríkis- stjórnar Portúgals, sem áður réð Austur-Tímor, fyrir seinkuninni. Ian Martin, yfirmaður SÞ í Aust- ur-Tímor, staðfesti í gær seinkunina en sagðist ekki geta sagt hvenær kosningar yrðu haldnar. Jose Ramos Horta, friðarverðlaunahafi Nóbels og leiðtogi sjálfstæðissinna á A-Tímor, gagnrýndi stjórnvöld á Indónesíu fyrir að hafa ekki gert nægilegar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir hrinu ofbeldisverka á eyjunni. Hámarkshraðareglur eru miðaðar við bestu aðstæður. UMFERÐAR \ RÁÐ MUNUM EFTIR LÖGGÆSLU- MYNDAVÉLUNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.